Morgunblaðið - 05.09.1998, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 05.09.1998, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1998 23 VIÐSKIPTI Kaupþing Norðurlands hf. á Akureyri hagnast um 12,5 milljónir á fyrri árshelmingi Aukning á öllum svið- um verðbréfaviðskipta UMSVIF Kaupþings Norðurlands hf. á Akureyri hafa aukist verulega á öllum sviðum verðbréfaviðskipta. Félagið skilaði 12,5 milljóna króna hagnaði á fyrri árshelmingi, sem er lítið eitt lakari afkoma en á síðasta ári, en afkoman samsvarar þó 21% ávöxtun eigin fjár. Heildartekjur Kaupþings Norð- urlands hf. námu rúmum 68 milljón- um kr. fyrstu sex mánuði ársins og er það 47% aukning frá sama tíma- bili á síðasta ári. Að teknu tilliti til vaxtagjalda og verðbóta og reiknaðra gjalda vegna verðlags- breytinga voru hreinar rekstrar- tekjur nú 50,5 milljónir kr. en voru 43,8 milljónir fyrir ári. í takt við þessa aukningu hefur starfsfólki fjölgað um þrjá frá áramótum og eru starfsmenn félagsins nú tólf. Tryggvi Tryggvason, fram- kvæmdastjóri Kaupþings Norður- lands hf., segir að félagið hafi í upp- hafi sérhæft sig í hlutabréfaviðskipt- um. Þau séu enn veigamikill þáttur í starfseminni en fyrii'tækið hafi aukið hratt hlut sinn á öðrum mörkuðum, skuldabréfa- og peningamai’kaði og í erlendum viðsldptum. Eigið fé í lok júní nam 134 milljónum kr. en var 119,6 milljónir í upphafi ársins. Það jókst því um 14,4 milljónir kr. og samsvarar það 21% ávöxtun eigin fjár, segh- í fréttatilkynningu frá félaginu. Flest verðbréfafyrirtækin í Reykjavík hafa útibú eða einhvers konar aðstöðu á Akureyri en Kaupþing Norðurlands hf. er eina löggilta verðbréfafyrirtækið þar og raunar hið eina utan Reykjavíkur. Það veitir einstaklingum, fyrirtækj- um og stofnunum um allt land al- hliða þjónustu á sviði fjármála og verðbréfaviðskipta. Tryggvi segir að eðli málsins samkvæmt sé þjónusta við einstaklinga mest á Akureyri og nágrenni. Öðru máli gegni um fyrir- tæki og stofnanir, þar sé félagið í viðskiptum á almennum markaði, eins og önnur verðbréfafyrirtæki. Sjóðir í vörslu félagsins eru Hluta- bréfasjóður Norðurlands og Sjávarútvegssjóður Islands. Kaupþing Norðurlands hf. er dótturfyrirtæki Kaupþings hf., sem á tæplega tvo þriðju hlutafjár. Þriðjungur er í dreifðri eignaraðild þar sem lífeyrissjóðir og sparisjóðir eru meðal hluthafa, einnig eiga Kaupfélag Eyfirðinga og Búnaðar- bankinn litla hluti í félaginu. Kornax fær hveitibíl KRAFTUR ehf., sem er með um- boð fyrir MAN-bifreiðar, afhenti nýlega Kornaxi ehf. nýja MAN 26.463 DFLC vörubifreið til hveitiflutninga. Bifreiðin er 26 tonna þung með 460 hestafla vél, loftíjöðrun, svefnhúsi og ýmsum öðrum búnaði. Á bifreiðinni eru fjórir tankar sem gera flutning á fjór- um mismunandi hveititegundum mögulegan, samtals 13 tonnum. Bifreiðin er einnig búin hátækni- vigtarbúnaði til að vigta nákvæmiega það hveiti sem af- greitt er hverju sinni. --------------- Fjármunir víxluðust í SKÝRINGARTÖFLU með frétt um afkomu Taugagi'einingar hf., sem birtist í Morgunblaðinu í vik- unni, lentu veltufjármunir í sæti fastafjármuna og öfugt. Hið rétta er að að fastafjármunir fyrh'tækisins á fyrstu sex mánuðum ársins námu 119.998 mkr. en veltufjármunir voru 29.294 mkr. Beðist er velvirðingar á mistök- unum sem urðu í vinnslu blaðsins. NETÞJONAR FYRIR RLLRR STÆRÐIR FYRIRTfEKJA Með netþjóninum frá Compaq leggurðu grunninn að öflugu tölvukerfi í fyrirtæki þínu og tryggir öryggi gagna og skjala. Allt framleiðsluferli netþjónsins er undir hinu stranga gæðaeftirliti Compaq sem hefur skilað fyrirtækinu 43% markaðshlutdeild í PC netþjónum í Bandaríkjunum. Compaq tölvukerfin er sérlega auðvelt að aðlaga að mismunandi þörfum fyrirtækja og einstakiinga vegna hinnar framúrskarandi samhæfingar sem kerfin byggja á. Tæknivai Kauphöllin íNew York notar Compaq tölvur NftST YFIRBURÐIR • flfköst www.mbl.is s/cc‘r öllvirri t>iö www.toeknivol.i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.