Morgunblaðið - 05.09.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.09.1998, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Sjávarútvegsráðuneyti Grænlands hefur gefið út 415 leyfi til netaveiði á laxi Ráðgjöf Alþjóðahafrann- sóknaráðsins hunzuð GRÆNLENZKUR netaveiðimaður hampar vænum laxi, en laxveiðar í sjó við Grænland hófust um miðjan ágúst, þrátt fyrir eindregin tilmæli Alþjóðahafranusóknaráðsins um að þær verði algjörlega stöðvaðar. GRÆNLENDINGAR hafa fyrir nokkru hafið veiðar á laxi í sjó, þrátt fyrir eindregin tilmæli Alþjóðahaf- rannsóknaráðsins um að þær veiðar verði algjörlega stöðvaðar. Þeir hafa ennfremur hunzað óskir íslenzkra ráðamanna um stöðvun þessara veiða og hafnað boði laxaverndar- samtaka, sem vildu kaupa upp veiði- heimildir þeirra gegn því að þær yrðu ekki nýttar. Grænlenzkir sjó- menn fá nú 20 til 40 krónur danskar fyrir ferskan lax á uppboðsmörkuð- um en mun minna í beinum viðskipt- um við vinnslustöðvar. Tilboð laxa- verndarsamtakanna hljóðaði upp á 50 ki’ónur danskar á hvert kíló. Laxavertíðin á Grænlandi hófst með leyfi fiskimáladeildar sjávarút- vegsráðuneytisins mánudaginn 17. ágúst í sumar. Útgerðarfyrirtækin ráða sér sjálf og í leyfi sjómannanna kemur fram að þeir ráða hvort þeir skipta við vinnslustöðvar eða mat- vælamarkaði. Ekki er gert ráð fyrir að leyfishafarnir stundi sjálfir bein- an útflutning. Það geta hins vegar grænlenzku framleiðslufyrirtækin eða utanaðkomandi kaupendur. 415 leyfi „Jónas K. J. M. Petersen er 54 ára duglegur grænlenzkur sjómaður, sem stundar laxveiðar í sjó á Sisim- iut á vesturströnd Grænlands. Grænlenzk yfirvöld hafa úthlutað honum leyfí númer 271044-2137 til netaveiða á laxi og öðrum fiskiteg- undum. Jónas, eins og flestir vina hans og nágranna, er vinnusamur og byggir afkomu sína á fískveiðum,“ segir meðal annars í frétt frá Norður Atlantshafslaxsjóðnum, NASF, vegna þessa máls. Þar segir enn- fremur: „Jónas tekur í sama streng og margir aðrir grænlenzkir sjómenn að það sé mikið af laxi á fæðuslóð við Grænlandstrendur. Á Sisimiut- Maniistoq svæðinu gáfu yfirvöld í fyrra út meira en 130 leyfi til neta- veiða. Sjávarútvegsráðuneytíð stað- festir að í heild sinni hafi 415 leyfi verið gefin út til sjómanna. Á Græn- landi hefur lítil umræða verið um ástand laxastofna. Fyrir 10 árum fluttu grænlenzkir sjómenn út villtan lax fyrir um 3 milljónir dollara. Tekj- ur þeiira af laxveiðum hafa stöðugt minnkað og á síðasta ári náðu þær tæpast 100.000 dollurum. Laxaverndarráðið ákveður kvótann Fyrir þremur ái’um hætti Royal Greenland, sem er eitt helzta út- flutningsfyrirtæki Grænlendinga, út- flutningi á laxi og nú í ár var þar tek- in sú ákvörðun að hætta einnig allri vinnslu á laxi. Öðrum grænlenzkum fyrirtækjum er frjálst að vinna og flytja laxinn út. Þegar grænlenzka sjávarútvegs- ráðuneytið setti reglugerð fyrir þetta ár um fiskveiðar vai’ farið eftir tillögum NASCO, Laxaverndairáðs- ins, sem tók ekki tillit til ráðlegginga vísindamanna Alþjóðahafrannsókna- ráðsins, sem höfðu mælt alvarlega gegn nokkrum laxveiðum á Græn- landsmiðum. I raun og veru hafði NASCO hunzað sömu ráðleggingar árið 1997 og árið 1996 ákváðu Græn- lendingar kvóta sinn einhliða. Laxveiðar eru aðallega stundaðar við vesturströnd Grænlands. Það hafa verið gefin út leyfi til 415 báta á svæðinu frá Nanortalik til Quegai-ta- suaq og eftir því sem kunnugir segja hafa þeir á liðnum árum farið fram úr kvótanum sem ákveðinn hefur verið á fundum NASCO. Árið 1996 tókst Grænlendingum hins vegar einungis að veiða 77 tonn af þeim 177 tonnum, sem þeir höfðu einhliða út- hlutað sér. Ýmsar tegundir ofveiddar Að sögn Hafrannsóknastofnunar Grænlands (Grönlands Natur- institut) hafa grænlenzkir netaveiði- menn þegar ofveitt margar aðrar fiskitegundir, til að mynda karfa, þorsk, skötu, steinbít og lúðu. Á síð- ustu árum hafa Norður-Atlantshafs- laxsjóðurinn, Bandaríska náttúru- CLARINS . Gel Nettoyant Purifíant peautgnvua oííj tkin Oíi Conlrol Oeuamj, Gd PARIS m psauxpcmiM oily tkin . Oil Cornro! 'MambtM M*d. j Uppgötvaðu hreina, matta og geislandi áferð. Glansar húð þín og finnst þér hún vera fitumettuð? Þá viljum við kynna fyrir þér áhrifaríkar vörur fyrir feita og óhreina húð. Við viljum bjóða þér að koma og ráðfæra þig við sérfræðing frá CLAHINS í dag, laugardag. meðferð gegn feítri hiíð: margsannaður árangur: Laugavegi 80 sfmi 561 1330 Heimeier Ofnhitastillar • Fínstilling „með einu handtaki" • Auðvelt að yfirfara stillingu • Lykill útilokar misnotkun • Minnstu rennslisfrávik • Hagkvæm rennslistakmörkun • Þýsk gæða vara Heildsöludreifing: ifiíÆjSmiðjuvegi 11, Kópavogi ^nu^lehf. Sími 564 1088.fax 564 1089 Fæst í bvggjngavöruverslunum um land allt. vemdai’stofnunin og danski laxa- vemdarsjóðurinn unnið að verkefn- um til að útvega grænlenzkum sjó- mönnum aðra vinnu en laxveiðar. Að þessu sinni hefur verið unnið með, KNAPK, Sambandi giænlenzkra sjó- og veiðimanna, og fleiri stofnun- um með áherzlu á hrognkelsa- og krabbaveiðar. Leiðtogum Grænlend- inga hefur verið boðið í kynnisferðir tíl annarra landa og fjöldi netaveiði- manna hefur tekið þátt í sérstöku námskeiði Norður Átlantshafslaxa- sjóðsins, NASF. Þá gerði NASF sér- staka leiðbeininga- og kynningamynd um veiðai- á gi’ásleppu, ígulkerum og hörpudiski, sem hefur verið sýnd tvisvar sinnum í gi-ænlenzka sjón- varpinu og dreift af bókasöfnum um byggðir Grænlands. Útfiutningur grásleppuhrogna frá Grænlandi nam á síðasta ári um 131 tonni og útflutn- ingur snjókrabba var þá 1.832 tonn. Ekki staðið við samstarf Nýlega undh'rituðu ísland og Grænland samning um samstarf á sviði sjávarútvegs, meðal annars um samvinnu um bætta stjórnun, sam- starf og verndun fiskistofna. Pavi- araq Heilman, sjávarútvegsráðherra Grænlands, fullvissaði starfsbróður sinn, Þorstein Pálsson um heiðarlega samvinnu. Rannsóknir, skynsamleg nýting fiskistofna og stjórnun áttu héðan í frá að vera meginmarkmiðin. Islenzka sjávarútvegsráðuneytið kom á framfæri óskum Islendinga um tafarlausa samvinnu hvað varð- aði laxastofna. Skilaboðin voni rædd hjá Hafrannsóknastofnun Græn- lands og vísindamenn hennar lögðu umsvifalaust til algjöra stöðvun lax_- veiða þessa árs við Grænland. Á fundi sem haldinn var seinna með forsætisráðherraum Islands og Grænlands, sagði grænlenzki ráð- heiTann að hann gæti ekki staðið við samvinnu hvað lax varðaði,“ segir í frétt NASF. Ölögleg físksala í Rússlandi SVO RAMMT kveður að veiði- þjófnaði og sölu ólöglegra sjáv- arafurðá í Rússlandi að hægt er að segja að ólögleg fisksala sé jafnmikil og lögleg í landinu samkvæmt fréttastofunni Interfax. Á fyrstu sex mánuð- um ársins voru skráð 2.500 til- felli veiðiþjófnaða sem leiddi til kæru yfii’ tvö þúsund manna. Upptæk voru gerð 16 tonn af kavíar, nærri 1.300 tonn af fiski og sjávarafurðir fyrir 30 millj- ónir rússneskra rúblna. Sam- kvæmt upplýsingum frá rúss- neska sjávarútvegsráðuneytinu er fjöldi veiðiþjófnaða og upp- hæðir sjávarafurða á þessum fyrstu sex mánuðum ársins meiri en allt árið í fyiTa. Mikil- um erfiðleikum er bundið að hafa hemil á ólöglegri fisksölu og veiðiþjófnaði, sem ágerist stöðugt í samræmi við versn- andi efnahag. ! ogsunnudaga l 14:00 -16:00 TM - HÚSGÖGN SíSumúla 30 - Slmi 568 6822
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.