Morgunblaðið - 05.09.1998, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1998 27
Israel
Efnt til
kosninga?
Jerúsalem. Reuters.
BENJAM|N Netanyahu, forsætis-
ráðherra Israels, gaf það í skyn í
gær að hann myndi rjúfa þing og
boða til kosninga ef stjórnarliðar
standi ekki að baki honum í friðar-
samningum við Palestínumenn.
Netanyahu lét ummæli þessa efnis
falla í viðtali við tyrkneska dagblaðið
Turkish Daily News en von er á
Dennis Ross; erindreka Bandaríkja-
stjórnar, til Israel að miðla málum á
milli ísraelsstjómar og sjálfsstjóm-
ar Palestínumanna.
Yasser Arafat sagði í gær að enn
bæri mikið í milli Palestínu og Isra-
els í afstöðu til tillagna Bandaríkja-
stjórnar um „land fyrir öryggi“. For-
sætisráðherra Israels segir hins veg-
ar deilendur vera að nálgast sam-
komulag, aðeins skorti pólitískan
vilja Palestínumanna. Hann sagðist
einnig ekki mundu líða andstöðu
stjórnarliða við samkomulag sem
hann teldi uppfylla skilyrði Israels-
stjornar um öryggi.
Krabbameins-
rannsóknir
Misvís-
andi nið-
urstöður
Washington. Reuters.
BANDARÍSKIR vísindamenn
greindu frá því í vikunni að þeir
hefðu bæði góðar og slæmar
fréttir að færa varðandi með-
ferð á ristilkrabbameini, og að
jafnvel væri hægt að koma í veg
fyrir það.
Visindamennimir sögðu að
lyf, sem talið hefur verið að
gætu jafnvel komið í veg fyrir
ristilkrabbamein, hefðu greini-
lega áhrif á æxlisþróun, en vís-
bendingar hefðu bæði fundist
um að lyfið stöðvaði þróunina og
að það ýtti undir hana.
Lyfið sem um er að ræða
heitir troglitazone og hefur ver-
ið selt undir vömheitinu Rezul-
in. Þetta er nýtt sykursýkilyf og
virkar vel sem slíkt. Hins vegar
hefur komið í ljós að það getur
valdið lifrarskemmdum. Niður-
stöður tveggja bandarískra
rannsókna á áhrifum lyfsins á
krabbamein í ristli stangast á.
Vekur fleiri spurningar
Niðurstöðurnar em birtar í
vísindaritinu Nature Medicine,
og í leiðara segir að rannsókn-
irnar veki jafnmargar spurning-
ar og þær svari. Um hálf milljón
manna lést úr ristilkrabbameini
í heiminum í fyrra. Þetta er ein
banvænasta tegund krabba-
meins og er talið að fituríkt fæði
auki hættuna á þvi, en ávextir
og grænmeti dragi úr henni.
Fylgstu með nýjustu
fréttum á fréttavef
Morgunblaðsins
www.mbl.is
Fyrir frægðina
London. The Daily Telegraph.
BRESKA sjónvarpsstöðin
Channel 4 hefur hætt við að
senda út þátt um feður og dæt-
ur því í ljós kom að eitt parið í
þættinum var ekki feðgin held-
ur kærustupar.
Stúlkan, Victoria Greetham,
19 ára, hefur viðurkennt að
hafa blekkt framleiðendur
þáttarins „Pabbastelpa" vegna
þess að hún vonaði að það
myndi auðvelda sér að ná
frama í fyrirsætustarfi ef hún
kæmi fram í sjónvarpi.
Þátturinn átti að fjalla um
þrjá feður og dætur þeirra,
þ.á m. Victoriu og meintan föð-
ur hennar, Marcus. Voru þau
valin til að koma fram í þættin-
um vegna þess að samband
þeirra þótti „óvenju náið“. En í
ljós kom að Marcus hét reynd-
ar Stuart Smith, 29 ára, og er
unnusti Victoriu. Raunveruleg-
ur faðir hennar, Geoff Greet-
ham, sagði sjónvarpsstöðinni
frá því hvernig í pottinn var
búið. Stuart, sem hefur hlotið
dóm fyrir Qársvik, og Victoria
gáfust ekki upp þótt þau væru
afhjúpuð og reyndu enn að
villa um fyrir blaðamanni
Daily Telegraph fyrr í þessari
viku.
Faðir Victoriu segir hana
hafa orðið sér til minnkunar
með framferðinu. „Ég skil ekki
hvernig stúlku, sem hlotið hef-
ur gott uppeldi og alltaf gengið
vel í skóla, dettur í hug að gera
þetta,“ sagði Geoff Greetham.
Hann bætti þó við að Victoria
hefði alla tíð verið svarti sauð-
urinn í fjölskyldunni.
Channel 4 grófst fyrir um
málið og aflýsti útsendingu
þáttarins skömmu síðar. „Við
höfum ekki orðið fyrir svona
stórfelldri og úthugsaðri blekk-
ingu fyrr,“ sagði talsmaður
stöðvarinnar.
Victoria sagði að sjónvarps-
stöðin hefði náð sambandi við
sig í gegnum fyrirsætuskrif-
stofu sem hún ynni hjá. Faðir
sinn hefði í fyrstu samþykkt að
koma fram í þættinum en svo
hætt við og þá hafí unnustinn
fallist á að hlaupa í skarðið.
„Það vilja allir vera í sjón-
varpinu og ég vildi ekki missa
af tækifærinu," sagði Victoria.
„Við héldum að við myndum
bara þurfa að þykjast einu
sinni en sjónvarpsliðið kom til
okkar sjö eða átta sinnum."
Hún kveðst óánægð yfír því að
útsendingunni skuli hafa verið
aflýst. „Eg var viss um að þetta
yrði mjög gott fyrir fyrirsætu-
framann."
í tilefni 50 ára afmælis Land Rover kynnum við
einstaklega vel búna afmælisútgáfu
Rover Defender 90. Afmælisjeppinn er
á 32" dekkjum og álfelgum, með stuðaragrind
og kösturum. Athugaðu, aðeins nokkrir bflar!
af Land