Morgunblaðið - 05.09.1998, Side 28

Morgunblaðið - 05.09.1998, Side 28
28 LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ tagjm; m- SiiiiilliBiiBS |j| |j| || | ;$^^ii:?5'0%ás| ^S&liWáíív'- í boði TALs: J* Fylgst með lokaundirbúningi fyrir leik íslands og Frakklands á mkl.is ^ Viðtöl eftir töflufund ** Viðtöl við leikmenn með myndum ** Viðtöl við áhorfendur með myndum >* Suáð í spilin fyrir leikinn •** Greinar sem birtar hafa verið í Morgunhlaðinu um leikinn ^ Lýsing á leiknum og viðtöl í hálfleik www.mbl.is s#* Reuters JEAN Kambanda, fyrrverandi forsætisráðherra í Rúanda, var í gær dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir aðild sína að þjóðarmorði í heima- landi sínu árið 1994. Helförin í Rúanda 1994 Fyrrverandi for- sætisráðherra fær lífstíðardóm Arusha. Reuters. JEAN Kambanda, fyrrverandi for- sætisráðherra í Rúanda, var í gær dæmdur í fangelsi til lífstíðar fyrir þjóðarmorð og glæpi gegn mann- kyni. Petta er fyrsti dómurinn sem sérstakur alþjóðlegur dómstóll Sa- meinuðu þjóðanna með aðsetur í Arusha í Tansaníu kveður upp yfir höfuðpaurum helfararinnar í Rú- anda. Kambanda, sem var forsætis- ráðherra Rúanda frá 8. apríl til 17. júlí 1994, játaði sekt sína en hlaut samt sem áður hámarksdóm. Lög- fræðingur Kambanda hyggst áfrýja dómnum. Talið er að um 800 þúsund manns hafi verið drepin í Rúanda á rétt rúmum þremur mánuðum, frá apríl til júlí, árið 1994. Flest fórnar- lambanna voru af ættbálki tútsa eða hútúar sem ekki fylgdu harðlínu- mönnum í sínum röðum að máli. Forseti dómstólsins, Laity Kama, sagði við dómsuppkvaðningu að þjóðarmorð væri alvarlegast glæpa og það væri haft í huga við ákvörð- un refsingar. Hann sagði að stjórn- völd í Rúanda hefðu kynt undir hel- förinni og Kambanda, sem var vitni að drápum, hefði ekkert aðhafst til þess að vernda þegna sína eða stöðva morðin. Fyrr í vikunni fann dómstóllinn í Arusha rúandískan héraðshöfðingja sekan um þjóðarmorð en refsing hans verður ákveðin síðar. 35 Rú- andabúar hafa verið formlega ákærðir fyrir aðild að helförinni. Verkamannaflokkurinn hefur gífurlegt forskot á Ihaldsflokkinn Lafði Thatcher ýfír upp deilur um Evropustefnu London. The Daily Telegraph. SVO VIRÐIST sem niðurstöður nýrrar skoðanakönnunai- Gallup- stofnunarinnar í Bretlandi staðfesti að lafði Margaret Thatcher, fyrrver- andi forsætisráðheiTa og leiðtogi Ihaldsflokksins, hafi haft rétt fyrir sér þegar hún á dögunum sagði að Ihaldsflokkurinn hefði sáralitla möguleika á að vinna næstu kosning- ar. Með þessum orðum ýfði járnfrúin fyrrverandi upp deilur innan Ihalds- flokksins um stefnu hans gagnvart Evrópusambandinu. Samkvæmt skoðanakönnun Gallup er yfirgnæfandi meirihluti Breta ánægður með ríkisstjórn Verka- mannaflokksins og forsætisráðherr- ann Tony Blair. Munurinn á fylgi Verkamannaflokksins og íhalds- flokksins er yfir 26%. Engin önnur ríkisstjóm í sögu Bretlands hefur haft svo mikið fylgisforskot á stjórn- arandstöðuna þegar þetta langt er liðið á kjörtímabilið. Hreinar línur með algerri höfnun EMU Krafa Thatchers um að íhalds- flokkurinn skapaði hreinar línur með því að hafna með öllu þeim mögu- leika að Bretland gerist nokkurn tímann aðili að Efnahags- og mynt- bandalagi Evrópu (EMU) hefur kætt mestu efasemdarmennina um Evrópusamrunann í röðum flokks- manna. Þeir hafa nú verið að þrýsta á William Hague, núverandi leiðtoga flokksins, að herða þá afstöðu sína, að EMU-aðild Bretlands eigi að vera útilokuð það sem eftir er þessa kjör- tímabils og á því næsta. „Bezta tækifærið sem við höfum til að vinna næstu kosningar gefst okkur með því að útiloka aðild að myntbandalaginu," sagði Bill Cash, einn þingmanna flokksins. „[Með þessu] gætum við snúið leiknum gegn Verkamannaflokknum okkur í hag og höfðað um leið til grundvall- artilfinninga brezks almennings - þetta snýst um hver stjórni Bret- landi.“ En Stephen Doirell, fyrrverandi ráðherra sem telst til vinstrivængs flokksins, sakaði Thatcher um að reyna að endurrita söguna með því að kenna Evrópusamrunasinnum í flokknum um kosningaósigur hans í fyrravor. Hann sagði að þann innan- flokksklofning sem komið hefði upp innan íhaldsflokksins væri að rekja til stjórnunaraðferða hennai- sjálfrar á níunda áratugnum, og þær væru orsökin fyrir kosningaógöngunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.