Morgunblaðið - 05.09.1998, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 05.09.1998, Qupperneq 28
28 LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ tagjm; m- SiiiiilliBiiBS |j| |j| || | ;$^^ii:?5'0%ás| ^S&liWáíív'- í boði TALs: J* Fylgst með lokaundirbúningi fyrir leik íslands og Frakklands á mkl.is ^ Viðtöl eftir töflufund ** Viðtöl við leikmenn með myndum ** Viðtöl við áhorfendur með myndum >* Suáð í spilin fyrir leikinn •** Greinar sem birtar hafa verið í Morgunhlaðinu um leikinn ^ Lýsing á leiknum og viðtöl í hálfleik www.mbl.is s#* Reuters JEAN Kambanda, fyrrverandi forsætisráðherra í Rúanda, var í gær dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir aðild sína að þjóðarmorði í heima- landi sínu árið 1994. Helförin í Rúanda 1994 Fyrrverandi for- sætisráðherra fær lífstíðardóm Arusha. Reuters. JEAN Kambanda, fyrrverandi for- sætisráðherra í Rúanda, var í gær dæmdur í fangelsi til lífstíðar fyrir þjóðarmorð og glæpi gegn mann- kyni. Petta er fyrsti dómurinn sem sérstakur alþjóðlegur dómstóll Sa- meinuðu þjóðanna með aðsetur í Arusha í Tansaníu kveður upp yfir höfuðpaurum helfararinnar í Rú- anda. Kambanda, sem var forsætis- ráðherra Rúanda frá 8. apríl til 17. júlí 1994, játaði sekt sína en hlaut samt sem áður hámarksdóm. Lög- fræðingur Kambanda hyggst áfrýja dómnum. Talið er að um 800 þúsund manns hafi verið drepin í Rúanda á rétt rúmum þremur mánuðum, frá apríl til júlí, árið 1994. Flest fórnar- lambanna voru af ættbálki tútsa eða hútúar sem ekki fylgdu harðlínu- mönnum í sínum röðum að máli. Forseti dómstólsins, Laity Kama, sagði við dómsuppkvaðningu að þjóðarmorð væri alvarlegast glæpa og það væri haft í huga við ákvörð- un refsingar. Hann sagði að stjórn- völd í Rúanda hefðu kynt undir hel- förinni og Kambanda, sem var vitni að drápum, hefði ekkert aðhafst til þess að vernda þegna sína eða stöðva morðin. Fyrr í vikunni fann dómstóllinn í Arusha rúandískan héraðshöfðingja sekan um þjóðarmorð en refsing hans verður ákveðin síðar. 35 Rú- andabúar hafa verið formlega ákærðir fyrir aðild að helförinni. Verkamannaflokkurinn hefur gífurlegt forskot á Ihaldsflokkinn Lafði Thatcher ýfír upp deilur um Evropustefnu London. The Daily Telegraph. SVO VIRÐIST sem niðurstöður nýrrar skoðanakönnunai- Gallup- stofnunarinnar í Bretlandi staðfesti að lafði Margaret Thatcher, fyrrver- andi forsætisráðheiTa og leiðtogi Ihaldsflokksins, hafi haft rétt fyrir sér þegar hún á dögunum sagði að Ihaldsflokkurinn hefði sáralitla möguleika á að vinna næstu kosning- ar. Með þessum orðum ýfði járnfrúin fyrrverandi upp deilur innan Ihalds- flokksins um stefnu hans gagnvart Evrópusambandinu. Samkvæmt skoðanakönnun Gallup er yfirgnæfandi meirihluti Breta ánægður með ríkisstjórn Verka- mannaflokksins og forsætisráðherr- ann Tony Blair. Munurinn á fylgi Verkamannaflokksins og íhalds- flokksins er yfir 26%. Engin önnur ríkisstjóm í sögu Bretlands hefur haft svo mikið fylgisforskot á stjórn- arandstöðuna þegar þetta langt er liðið á kjörtímabilið. Hreinar línur með algerri höfnun EMU Krafa Thatchers um að íhalds- flokkurinn skapaði hreinar línur með því að hafna með öllu þeim mögu- leika að Bretland gerist nokkurn tímann aðili að Efnahags- og mynt- bandalagi Evrópu (EMU) hefur kætt mestu efasemdarmennina um Evrópusamrunann í röðum flokks- manna. Þeir hafa nú verið að þrýsta á William Hague, núverandi leiðtoga flokksins, að herða þá afstöðu sína, að EMU-aðild Bretlands eigi að vera útilokuð það sem eftir er þessa kjör- tímabils og á því næsta. „Bezta tækifærið sem við höfum til að vinna næstu kosningar gefst okkur með því að útiloka aðild að myntbandalaginu," sagði Bill Cash, einn þingmanna flokksins. „[Með þessu] gætum við snúið leiknum gegn Verkamannaflokknum okkur í hag og höfðað um leið til grundvall- artilfinninga brezks almennings - þetta snýst um hver stjórni Bret- landi.“ En Stephen Doirell, fyrrverandi ráðherra sem telst til vinstrivængs flokksins, sakaði Thatcher um að reyna að endurrita söguna með því að kenna Evrópusamrunasinnum í flokknum um kosningaósigur hans í fyrravor. Hann sagði að þann innan- flokksklofning sem komið hefði upp innan íhaldsflokksins væri að rekja til stjórnunaraðferða hennai- sjálfrar á níunda áratugnum, og þær væru orsökin fyrir kosningaógöngunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.