Morgunblaðið - 05.09.1998, Síða 30
30 LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1998
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/RAX
ÞESSUM færeysku ungmennum glýjaði fyrir augu af birtunni og ennþá er það sólin en ekki svarta gullið, sem skín skærast yfir eyjunum.
Oþreyjufull bið Færey-
inga eftir olíiuevintýri
FÆREYINGAR hafa átt í erfíðri
deilu við Breta um nokkurt skeið
og ekki um neina smámuni, heldur
hugsanlega um þúsundir milljarða
íslenskra kr. Þá er átt við olíuna,
sem líklega er að finna undir land-
grunninu, en engin sátt er um
hvemig því skuli skipta. Breskir
embættismenn og dansk-færeysk
viðræðunefnd hafa rætt þetta mál
fram og aftur árum saman og nú er
komið að því að hrökkva eða
stökkva. Annaðhvort leysist deilan
í viðræðum æðstu ráðamanna eða
henni verður vísað til Alþjóðadóm-
stólsins í Haag.
Anfinn Kallsberg, nýr lögmaður
Færeyja, hefur lýst yfir, að olíu-
málið og deilan við Breta verði for-
gangsmál sitt og stjórnarinnar og
hann segist hafa sett sig svo vel inn
í málið, að hann viti nú hvernig það
skuli leysa. Enn sem komið er hef-
ur hann þó ekki skýrt öðrum frá
því og segist ætla að kynna það
fyrst íyrir utanríkismálanefnd lög-
þingsins.
Borunarleyfi boðin út
Færeyingar leggja mikla
áherslu á, að deilan um land-
grunnsskiptinguna verði leyst með
viðræðum þar sem það gæti tekið
Aiþjóðadómstólinn þrjú til fimm ár
að komast að niðurstöðu. Snýst
ágreiningurinn aðallega um land-
grunnið milli Hjaltlandseyja og
Færeyja en innan bresku efna-
hagslögsögunnar þar hefur fundist
mikil olía og meðal annars aðeinsJ
nokkurra mílna fjarlægð frá fær-
eysku lögsögunni. í Færeyjum er
undirbúningur undir hugsanlega
olíuvinnslu kominn það langt, að
líklega verða fyrstu borunarleyfin
boðin út fyrir áramót.
Formaður dönsk-færeysku við-
ræðunefndarinnar er Færeyingur-
inn Árni Ólafsson og hefur hann
fengið frí hjá danska utanríkis-
ráðuneytinu til að vinna að þessu
máli. Telur hann, að það skipti
Færeyinga meiru en Breta að fá
botn í það sem fyrst.
Þar sem engin lausn hefur fund-
Færeyingar hafa gengið í gegnum miklar
þrengingar á síðustu árum en nú vonast
þeir til, að olían muni gera þá ríka að því
er segir í grein eftir Randi Mohr, frétta-
ritara Morgunblaðsins í Þórshöfn. Fyrst
þarf þó að semja við Breta um skiptingu
landgrunnsins.
ist enn hafa Færeyingar og Bretai'
ákveðið sín eigin landgrunnsmörk
til bráðabirgða og liggja þau ná-
lægt miðlínunni milli landanna. Er
svæðið á milli þein-a allstórt þegar
á heildina er litið, um 40.000 ferkm,
eða álíka stórt og Danmörk. Verða
viðræður um þetta svæði, hvíta
svæðið eins og það er kallað,
geymdar til betri tíma og einnig
um Rockall-svæðið en Arni segir,
að þar hafi einnig írar og íslend-
ingar uppi kröfur.
Arni telur, að vel hafi miðað í
viðræðunum við Breta að sumu
leyti enda hafi þeir slegið verulega
af upphaflegum kröfum sínum.
Þrátt fyrir það sé ekki útilokað, að
deilan fari fyrir Alþjóðadómstóhnn
í Haag.
Miðlínan ráði
Er Poul Nyrup Rasmussen, for-
sætisráðherra Danmerkur, kom til
Færeyja í janúar sl. kvaðst hann
fús til að ræða þessi máli við bresk-
an starfsbróður sinn, Tony Blair, ef
Færeyingar óskuðu eftir og Ed-
mund Joensen, þáverandi lögmað-
ur, bað hann um það að bragði.
Þegar Anfinn Kallsberg tók við
lögmannsembættinu vildi hann
hins vegar setja sig fyrst vel inn í
málið til að hann gæti ákveðið
hvernig Nyrup ætti að halda á því
við Blair.
Krafa Færeyinga er, að miðlínan
milli landanna ráði skiptingu land-
grunnsins og raunar lögðu Bretar
sjálfir til fyrir 20 árum, að efna-
hagslögsagan yrði sniðin að henni.
I upphafi viðræðnanna nú vildu
Bretar hins vegar, að land-
grunnslínan lægi miklu nær
Færeyjum en miðlínan og rök-
studdu það með lengd skosku
strandlengjunnar, sem veit að
Færeyjum. Segir Árni ekki koma
til greina að verða við því svo löngu
eftir að sátt náðist um skiptingu
efnahagslögsögunnar og hann hall-
ast raunar æ meira að því, að nauð-
synlegt sé, að Alþjóðadómstóllinn
skeri úr um málið. Segist hann
ekki óttast niðurstöðu hans.
Það, sem vefst fyrir Færeying-
um, er aftur á móti, að málarekst-
urinn í Haag gæti staðið í ein fimm
ár og með öllu er óvíst, að boranir
gætu hafist að ráði fyrr en að hon-
um loknum. Ótímabærar leyfísveit-
ingar gætu haft slæm áhrif á við-
ræðurnar við Breta og því eru
Færeyingar tilbúnir til að bíða með
þær í von um að lausn finnist á
næstu vikum eða mánuðum.
Mikill olíufundur
Á þeim tíma, sem liðinn er síðan
viðræðurnar um landgrunnsskipt-
inguna hófust, hafa Bretar fundið
mikla olíu innan sinnar lögsögu við
Hjaltlandseyjar. 1993 fundu þeir
Foinavin-svæðið og hófu þar fram-
leiðslu 1997 og skömmu síðar
fundu þeir Schiehallian-svæðið,
sem er stærra, og þar er fram-
leiðsla um það bil að byrja. Suil-
ven-svæðið fannst fannst 1996 og
bíður þess að vera nytjað og auk
þess hafa Bretar fundið svæði, sem
þeir kalla Eclair og er talið vera
mjög olíuauðugt. Síðasti olíufund-
urinn átti sér stað fyrir aðeins
tveimur eða þremur vikum, við
mörk færeysku efnahagslögsög-
unnar og á hvíta svæðinu svokall-
aða. Talið er, að þar sé að finna 400
milljónir tunna af olíu. Öll olíu-
svæðin, sem fundist hafa innan
bresku efnahagslögsögunnar við
Hjaltlandseyjar, eru rétt við fær-
eysku landhelgismörkin.
Þessir olíufundir hafa að sjálf-
sögðu aukið áhuga stóru olíufélag-
anna á að bora í færeyska land-
grunninu enda er það jarðfræði-
lega það sama og grunnið fyrir
vestan Hjaltland. Þess vegna er
talið meira en líklegt, að þar sé
einnig að finna olíu.
Um 20 olíufélög
tilbúin til leitar
Færeyski jarðfræðingurinn
Martin Heinesen, sem unnið hefur
að ýmsum rannsóknum á land-
grunninu, segir, að nú séu um 20
alþjóðleg ohufyi-irtæki að búa sig
undir ohuleit og olíuvinnslu við
Færeyjar. Er lögþingið að vinna að
nauðsynlegri löggjöf varðandi
þessa starfsemi og atvinnulífið á
eyjunum ætlar að taka sinn þátt í
ævintýrinu. Hefur verið stofnað
fyrirtækið Atlantic Petroleum og
eingöngu fjármagnað af færeysk-
um einkaaðilum.
Þótt ekki hilli enn undir lausn í
deilu Færeyinga og Breta er þó
ekki loku fyrir það skotið, að bor-
anir hefjist á næsta ári. Olíufélögin
hafa nefnilega áhuga á ýmsum
svæðum, sem óumdeilanlega eru á
færeyska landgrunninu.
Færeyingar bíða sem sagt
óþreyjufullir eftir olíuævintýrinu
sínu og ef af því verður munu þeir
hætta að þiggja 10 milljarða ísl. kr.
árlega af Dönum. Hefur um það
verið samið og einnig, að olíutekj-
urnar væntanlegu verði notaðar
meðal annars til að greiða tugmillj-
arða skuld Færeyinga við danska
ríkissjóðinn.
Bdist við
Bondevik
eftir
2 vikur
TALIÐ er líklegt að Kjell Magne
Bondevik, forsætisráðheira Nor-
egs, snúi aftur til stai-fa eftir um
tvær vikur en hann tók sér viku
veikindaleyfi í byrjun vikunnar.
Norska blaðið Aítenposten greindi
frá því í gær að nánustu samstarfs-
menn forsætisráðheiTans hefðu
hvatt hann til að taka lengra leyfi til
að hann gæti náð sér að fullu. Til
stóð að Bondevik færi til Mið-Aust-
urlanda í næstu viku en þeirri ferð
hefur verið aflýst.
Blaðið hefui’ einnig efth’ heimild-
ai-mönnum að forsætisráðherrann
þjáist ekki af þunglyndi. Hins vegar
hafi hann upp á síðkastið haft á til-
finningunni að vandamál, sem hann
hefði ekki áhrif á, hefðu hrannast
upp. Káre Willoch, fyiTverandi for-
sætisráðherra, hefur lýst þeirri
skoðun sinni að hann telji að
Bondevik hafí tekið vaxtahækkanir
og gengissig síðustu vikna inn á sig
persónulega. Það hafi ekki síst verið
vegna þess að fyrir liggi nú að hinar
efnahagslegu aðstæður muni knýja
ríkisstjórnina til að leggja fram fjár-
lagafrumvarp sem ekki uppíýllir
væntingar forsætisráðherrans.
Haft er eftir nánustu aðstand-
endum Bondeviks að hann hafi virst
vera að brenna út en tekist hafi að
sannfæra hann um að taka sér leyfi
áður en ástandið yrði alvarlegra.
Veikindaleyfið hafi því, að sögn
þessara heimildarmanna, átt að fyr-
irbyggja veikindi fremur en að
lækna þau.
---------------
Þvingaður
til játningar?
MOHAMED Sadeek Odeh, annar
mannanna tveggja, sem handteknir
hafa verið grunaðir um aðild að
sprengjutilræðinu við sendiráð
Bandaríkjanna í Kenýa í fyrri mán-
uði, sakar pakistönsk yfirvöld um
illa meðferð og segist hafa verið
þvingaður til játningar.
Lögfræðingur Odeh greindi frá
því að skjólstæðingi sínum hefði
verið neitað um mat, drykk og
svefn í þrjá daga áður en hann var
þvingaður til þess að játa á sig upp-
lognar sakir, að því er fram kemur í
Washington Post. Einnig hafi yfir-
völd í Pakistan haldið þungaðri eig-
inkonu Sadeek Odeh og hótað að
fangelsa hana ef hann játaði ekki á
sig aðild að sprengingunni í Nairóbí
sem varð 253 mönnum að fjörtjóni.
Mohamed Sadeek Odeh, sem var
fluttur til Bandaríkjanna í síðustu
viku, hefur ekki játað aðild að
sprengingunni fyrir saksóknara þar
en rétta á í máli hans innan
skamms.
---------------
Stúdentar
mótmæla
í Búrma
Rangoon. Reuters.
ÓEIRÐALÖGREGLA í Búrma
umkringdi háskólalóð í gær eftir að
stúdentar höfðu gripið til mótmæla
vegna fyrirhugaðs flutnings
Tækniháskólans í Rangoon.
Stúdentarnir, sem voru .5-900
talsins, höfðu efnt til setuverkfalls á
skólalóðinni vegna óánægju með
flutning skólans. í gær reyndu
erlendir stjórnarerindrekar í
Rangoon að fá staðfestingu á því
hvort óeirðalögreglan hefði tekið
100 stúdenta höndum.
Mótmælin eru þau mestu sem
námsmenn í Búrma hafa haft í
frammi í um tvö ár.