Morgunblaðið - 05.09.1998, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 05.09.1998, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1998 31 NEYTENDUR Ráðgjafarstofa um fjármál heimilanna Það er til leið úr greiðsluvanda ►Núna em orsakir fjárhags- erfiðleika m.a. lántaka um- fram greiðslugetu, tekju- lækkun, atvinnuleysi, óráðsía í fjármálum, veikindi eða gylliboð á lánamarkaði.“ UM 1.400 fjölskyldur hafa leitað aðstoðar hjá Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna frá því hún hóf störf fyrir um tveimur árum. Fjárhagsstaða þessara íslensku heimila hefur oft verið skelfi- in “ leg, segir forstöðumað- Hjáipum fóiki tn sjáifshjáipar BSRB, Reykjavíkurborg, Húsnæðis- stofnun ríkisins, lífeyrissjóðir, Bændasamtökin, Stofnlánadeild landbúnaðarins, Samband íslenskra sveitarfélaga og Neytendasamtök- ur stofnunarinnar. ÞAÐ eru mánaðamót og tekjur hjá fjögurra manna fjölskyldu duga ekki einu sinni fyrir skuldum hvað þá heldur nauðsynjum til heimilisins. Það er búið að loka fyrir yfirdráttinn á debetkortinu og aðvaranir frá greiðslukortafyrirtækinu eru meðal gluggaumslaga. Lán era komin í vanskil, óopnuð umslögin liggja í hrúgu og útlitið er dökkt. En Elín Sigrún Jónsdóttir, for- stöðukona Ráðgjafarstofu um fjár- mál heimilanna, segir að fólk sem þekki sig í þessu dæmi megi ekki leggja árar í bát, það sé leið úr öllum vanda og bendir á að það sé einmitt markmið Ráðgjafarstofunnar - að gera tillögur um lausn á greiðslu- vanda fólks. „Yfu’leitt felst vandi þeirra sem til okkar leita í því að tekjur þeirra og umsamdar afborganir lána er nánast sama fjárhæðin. Sá kostnaður sem þarf til framfærslu fjölskyldunnar hleðst upp sem vanskil með tilheyr- andi kostnaði og dráttarvöxtum mánaðarlega og nokkurra mánaða vanskil verða á fáum mánuðum að einni milljón króna.“ - Hvei'su slæm þarf staðan að vera svo fólk eigi rétt á þjónustu Ráð- gjafastofunnar? „Aðgangur er opinn öllum þeim sem ekki hafa önnur úrræði s.s. að leita ráðgjafar hjá sínum viðskipta- banka, Húsnæðisstofnun ríkisins eða öðrum sem standa að Ráðgjafarstof- unni og veita ráðgjöf. Að Ráðgjafar- stofunni standa ýmsar stofnanir og félagasamtök, bankarnir, félags- málaráðuneytið, þjóðkirkjan, ASI, „Við veitum fólki endurgjaldslausa aðstoð við að fá yfirsýn yfir stöðu mála, hjálp við að gera greiðsluáætl- anir og velja úrræði svo og semja við iánardrottna." Elín segir að starf ráðgjafanna miðist við að hjálpa fólki til sjálfs- hjálpar. „Þess vegna höfum við valið þá leið að beina öllum upplýsingum og tillögum til umsækjandans sjálfs en ekki lánastofnana. Þegar ráðgjaf- inn hefur unnið að tillögum fyrir um- sækjanda era honum kjmntar tillög- ur til lausnar og honum gerð grein fyrir stöðu mála. Bréfinu fylgja fjár- hagsyfirlit um stöðuna og hvernig hún getur breyst ef tillögur Ráð- gjafarstofunnar ná fram að ^ ganga. Við leggjum áherslu á að setja allar upplýsingar fram á auð- skiljanlegan hátt svo skjólstæðingar okkar skilji og geti gert sínum lánar- drottnum grein fyrir tillögum til lausnar á vandanum.“ - Hvernig er staða þeirra sem til ykkar ieita? „Hún er í mörgum tilfellum skelfileg og fólk er yfirleitt löngu hætt að hafa yfirsýn yfir fjárhags- stöðuna. Það kvíðir framtíðinni og oft fylgja ýmis önnur vandamál þegar fjármálin hafa farið úr bönd- unum. Þess vegna höfum við náið samstarf við kirkjuna sem aðstoðar okkur og við beinum fólki til Fjöl- skylduþjónustu kirkjunnar og annað líka ef því er að skipta.“ Elín segir að meirihluti þeirra sem leiti til Ráðgjafai'stofunnar séu hjón eða fólk í sambúð. „Að meðaltali skulda hjón og sam- búðarfólk sem til okkar leitar um 7 milljónir króna, þar af nema vanskil ►Að meðaltali skulda hjón og sambúðarfólk sem til okkar leitar um 7 milljónir króna, þar af nema vanskil 1,5 milljónum króna. Algengasti aldurshóp- urinn sem til okkar leitar er fæddur á árunum 1950-1959. ELIN Sigrún Jónsdóttir, forstöðumaður Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna. 1,5 milljónum króna. Algengasti ald- urshópurinn sem til okkar leitar er fæddur á árunum 1950-1959.“ Elín segir athyglisvert að aðeins 35% umsækjenda á íbúðir á almenn- um markaði og eru eigendur félags- legra eigna um 23%. „Þetta þýðir að 42% umsækjenda eiga ekki eigið húsnæði en bera samt sem áður ábyrgð á 22% af heildarskuldbind- ingum umsækjenda.“ Astæður fyrir miklum skuldum þessa eignalausa hóps segir Elín að megi fyrst og fremst rekja til með- lagsskulda, eigin atvinnurekstrar eða að viðkomandi hafi misst eign sína á nauðungarsölu. - Hver er vandi umsækjenda? „Greiðsluerfiðleikar íslenskra heimila hafa stöðugt farið vaxandi. Rætur vandans fólust í skorti á láns- fé til lengri tíma sem leiddi til þess að fólk réðst í húsnæðiskaup með mikið af skammtímalánum. Núna eru orsakhnai' m.a. lántaka umfram greiðslugetu, tekjulækkun, atvinnu- leysi, óráðsía í fjármálum, veikindi eða gylliboð á lánamarkaði." Lánamarkaðurinn hefur breyst mikið og Elín bendir á að framboð sé orðið meira en eftirspurn. „Heimili eru umvafin tilboðum um að eignast skuldir með einföldum hætti. Fyrir jólin var neytendum sagt að hafa ekki fjárhagsáhyggjur yfir jólin heldur skipta greiðslum á Visa á næsta eina og hálfa árið. Fólki býðst að kaupa á raðgreiðslum fatnað, hús- búnað, sólarlandaferðir og hvað eina.“ Eignalaust fólk fær 100% lán fyrir bfl „Þá spyrjast tilboðsgjafar ekld alltaf fyrh' um greiðslugetu lántaka heldur biðja um ábyrgðir. Bílalán eru glöggt dæmi um slík vinnubrögð. Dæmi eru um að eignalaust fólk fái 100% lán fyrir bíl. Lánið er veitt gegn tryggingu í bílnum og ábyrgð tveggja fasteignareigenda. Við erum með dæmi um eignalaust fólk sem á skömmum tíma hefur eignast stórar skuldh gegn ábyrgðum foreldra, vina og ættingja. Það má því rekja stóran hluta vandans til þeirrar út- lánastefnu sem tíðkast hérlendis, að fólk taki lán gegn ábyrgð þriðja manns án tillits til greiðslugetu.“ Elín segir að lánum sé skuld- breytt aftur og aftur og vandinn hleðst upp eins og snjóbolti. „Lán- takendur skuldbreyta lánum sem er oft óraunhæf leið til að fría ábyrgðarmann um stundarsakir." - Hvað er til ráða til að sporna við þessum fjárhagserfiðleikum ís- lenskra fjölskyldna? „Það þai'f fyrst og fremst að breyta viðhorfi til lántöku og taka upp ný vinnubrögð við lánveitingar. Mat á greiðslugetu þarf að vera í öndvegi við ákvörðun lánveitinga og ábyrgðir eiga að vera undantekn- ing.“ Þá segir Elín að neytendafræðsla um fjármál heimilanna sé í lágmarki og hún segir nauðsynlegt að koma á slíkri fræðslu í skólum. „Það þarf að kenna nemendum að reikna út veð- skuldabréf, taka gylliboð með fyrir- vara og síðast en ekki sist þá þarf að kenna þeim sparnað og fyrh'hyggju." Þarf hvata til sparnaðar „Stjórnvöld þurfa Iíka að gera átak í að efla sparnað á heimilum. „Við erum enn að súpa seyðið af verðbólguárunum en sparnaður er snar þáttur 1 að fyrirbyggja greiðsluvanda. Skyldusparnaður ungmenna sem nú er aflagður gegndi mikilvægu hlutverki við kaup á fyrstu íbúð og sérstökum hússnæðissparnaðarreikningi í inn- lánsstofnunum hefur einnig verið lokað. Reglur laga um tekju- og eignarskatt um lækkun á tekju- skattstofni vegna hlutabréfakaupa hafa reynst hvati til sparnaðar en nú er stefnt að því að fella endur- greiðslurnar niður. Ailur hvati til sprnaðar hefur verið felldur niður um leið og neytendur hafa lært að tileinka sér reglurnar. Það er geysi- lega mikilvægt að nýr farvegur sé fundinn fyrir hvata til sparnaðar. Leggi fólk fyrir 10.000-15.000 krónur á mánuði er það komið með í hendumar að minnsta kosti hálfa milljón eftir nokkur ár og sú upphæð dugar til viðhalds á bíl eða húsnæði í stað þess að taka lán. Auk þess ættu allir að leggja til hliðar í lífeyris- sparnað.“ - Hvers vegna heldur þú að fólk spari ekki? „Fyrir utan það að fólk er alls ekki hvatt til spamaðar þá treysta marg- ar fjölskyldur sér ekki til að sjá af þessum peningum. Stór hópur fólks telur engu að síður að sig muni ekki um að semja um raðgreiðslusamn- inga og við sjáum ótrúlegan fjölda raðgreiðslusamninga hjá heimilum hér á Ráðgjafarstofu." Hárkremið sem olli slysi Öll efni í hár- kreminu leyfileg SÍÐASTLIÐNA verslunarmanna- helgi varð ungur maður fyrir því óhappi að fá hárkrem af gerðinni Crew í augun. Eftir að maðurinn hafði borið kremið í hárið lenti hann í mikilli rigningu svo að krem- ið rann niður í augun. Samkvæmt upplýsingum frá lækni fann maður- inn strax fyrir sviða í augum. Þrátt fyrir það liðu u.þ.b. tólf tímar þai' til hann leitaði til læknis. Þá var orðið of seint að koma í veg fyrir efna- brana með skolun með vatni. I fréttatilkynningu frá Hollustu- vernd ríkisins kemur fram að hár- kremið er samsett úr 18 efnum sem öll eru leyfð í snyrtivörur skv. reglugerð nr. 690/1994 um snyrti- vörur. Efnin era m.a. vatn, yfir- borðsvirk mýkingar- og afrafmögn- unarefni, virk efni unnin úr jurtum, leysiefni og rotvarnarefni. „Einu innihaldsefnin sem bundin eru ákveðnum skilyrðum eru rot- vai-narefnin, en þau eru aðeins leyfð í takmörkuðum styrk. Upp- lýsingar frá framleiðanda vörunnar sýna að magn allra rotvarnarefna í vörunni er innan leyfilegra marka. Á vöru sem þessari er ekki kraf- ist vamaðarorða eða áletrana á ís- lensku. Þó má geta þess að í 6. jgr. reglugerðarinnar segir m.a.: „Ilát og umbúðir snyrtivörar skulu merktar með óafmáanlegu, auðlæsi- legu og greinilegu letri.“ Það getur talist álitamál hvort áletranir á um- búðum Crew-hárkremsins uppfylli þessi skilyrði vegna þess hve letur á umbúðum er smátt. Ekki verður þó séð að það hafi skipt máli í sam- bandi við framangreint slys, en á umbúðunum var þó varað við að kremið bærist í augu.“ Sykurlaus háls- brjóstsykur HEILDVERSLUNIN Norco sf. hefur sett á markað hálsbrjóstsyk- urinn Em-Eukal. Brjóstsykurinn á að mýkja og kæla hálsinn og fæst með mentolbragði og síðan með sérstaklega sterku mentolbragði. Báðar gerðir eru fáanlegar syk- m-lausar og er í staðinn notað sætuefnið Isomalt. Innihaldslýs- ingar eru á ensku og umbúðir eru merktar með „Best fyrir" dagsetn- ingu. Em-Eukal fæst í apótekum og víðar. www.mbl l.is Nýtt Föndur- og gjafavöru- verslun í DAG, laugardag, verður opnuð ný verslun við Langholtsveg 111 sem heitir Föndra. Þar verður hægt að kaupa ýmsar föndurvörar og lögð sérstök áhersla á akrýlliti, stensla og ýmsar trévörur. Nýjung hjá versluninni eru litirnir Perm enem- el en þá er hægt að nota til að mála beint á ýmsar vörar eins og leirtau. Ekki þarf að brenna litina á og þeir þola uppþvottavél. Boðið er upp á námskeið í meðferð lita og stensla á trévörur og tau. Þá verðui' einnig á GUÐBJÖRG Ingólfsdóttir, eig- andi Föndru, ásamt Ingveldi Eyjólfsdóttur. boðstólum gjafavara frá Bandaríkj- unum. Eigandi er Guðbjörg Ingólfsdóttir. Verslunin er opin alla virka daga frá 10-18 og á laugardögum frá 10-16. VEISLUR - TEITI - SAUMAKLÚBBAR - ÓVÆNTIR GESTIR - BARA MEÐ FJÖLSKYLDUNNI LAUSNIN ER HJÁ OKKUR LA BAGUETTE franskar vörur - tilbúnir réttir, Glæsibær, sími 588 2759, Verslun og kaffihús í Tryggvagötu 14, sími 562 7364.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.