Morgunblaðið - 05.09.1998, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1998 37
iftir farangrinum. Sóknarmaðurinn
Zinedine Zidane og sóknarmaður-
nokkra fyigdarmenn sína.
ZINEDINE Zidane, hetja Frakka í úrslitaleik heimsmeistarakeppninar,
gefur áhugamanni eina af mörgum eiginhandarráritunum sem hann hef-
ur gefíð um ævina.
Morgunblaðið/Golli
og fréttamanna kom til Iandsins með heimsmeisturunum. Hér ræðir Frank Leboeuf við útvarpsfréttamenn.
íieistarar Frakka komu til landsins í gær
með sér vistir, vín
franskan kokk
FRANSKIR blaðamenn náðu að króa fyrirliðann Didier Deschamps af
þar sem hann hafði dregið sig úr íjöldanum á Leifsstöð, og spurðu hann
spjörunum úr.
„AUÐVITAÐ stend ég mig eins vel og ég get,“ sagði miðjumaðurinn
Youri Djorkaeff þar sem hann gekk inn landganginn á Leifsstöð. „Við
þurfum að vara okkur á íslendingum, því það getur allt gerst.“
inn. Hann sagði að hann hefði
fengið stutt frí eftir heimsmeist-
arakeppnina en síðan hefði hann
verið að byggja sig upp. Hann
sagðist ekki vita mikið um ís-
lenska landsliðið, en hann vissi að
leikurinn yrði erfiður, þeir væru
það allir.
Sérstakur kokkur
með í för
„Frönsku heimsmeistararnir
hafa góða matarlyst, þeir hreyfa
sig mikið og borða þar af leiðandi
mjög mikið,“ sagði André Bisson
matreiðslumeistari franska lands-
liðsins. Bisson hefur eldað fyrir
liðið sl. tíu ár, hvar sem það er
statt í heiminum. „Hvort sem það
er í Frakklandi, á íslandi eða Jap-
an, þá elda ég alltaf fyrir þá. Ég
hef eldað í stjórnartíð þriggja
þjálfara, og fyrir margar kynslóð-
ir leikmanna," sagði Bisson og
kvað matinn vera hefðbundna
franska og ítalska matargerð.
Hver máltíð samanstendur af
nokkrum forréttum og nokkrum
aðalréttum þannig að leikmenn-
irnir geta valið um hvað þeir
borða. „Þeir eru alls ekki erfíðir í
fæði, þeir borða allt,“ sagði Bis-
son. Hann sagði hins vegar að að
mörgu væri að huga þegar knatt-
spyraulið Frakka væri á ferðinni.
Þeir flytja til dæmis ávallt með
sér birgðir af vatni, ýmist Evian
eða Vittel, en liðið er með samn-
ing við það fyrirtæki. Einnig flytja
þeir eins og sönnum Frökkum
sæmir með sér rauðvín, og eitt-
hvað af matnum.
Roger Lemerre þjálfari franska
liðsins sagði að liðið væri komið
aftur í gott form eftir sumarið.
Hann sagðist þó hafa áhyggjur af
því að þeir Ieikmenn sem væru í
félagsliðum sem hefðu byijað að
æfa snemma hefðu ekki fengið
næga hvfld eftir heimsmeistara-
keppnina. Liðið hefur spilað einn
leik siðan heimsmeistarakeppn-
inni lauk, og var það vináttuleikur
við Austurríki, sem lyktaði með
jafntefli. Sagði Lemerre að liðið
yrði í jafngóðu formi og í heims-
meistarakeppninni í leiknum í
dag. Hann sagðist ekki vera búinn
að gera upp við sig hvort hann
myndi tefla fram sóknar- eða
varnarliði, en lykiilinn væri að
sjálfsögðu að velja rétta blöndu af
liði, og leikskipulag sem hentaði.
Lemerre sagðist hafa kynnt sér
vel islenska Iiðið, og minntist í því
sambandi sérstaklega á styrk Eyj-
ólfs Sverrissonar og Þórðar Guð-
jónssonar. „Við verðum að spila
varlega. Fyrri úrslit sýna að leik- .
urinn getur farið á hvaða veg sem
er. Jafntefli á Islandi eru ágætis
úrslit. Ég hef kynnt mér leik-
skipulag íslenska liðsins vel og
leikmennirnir þekkja liðið líka.
Við vanmetum liðið ekki og vitum
hveiju við eigum von á,“ sagði
Lemerre á blaðamannafundinum í
gær.