Morgunblaðið - 05.09.1998, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1998 43?-
+ Sólveig Guð-
björg Márus-
dóttir fæddist 1.12.
1923 í Fyrirbarði í
Fljótum. Hún lést í
Heilbrigðisstofnun
Siglufjarðar 29.
ágúst síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Sigur-
björg Jónasdóttir, f.
26.5. 1888, d. 6.9.
1958 og Márus Ari
Símonarson, f. 3.8.
1879, d. 14.4. 1968.
Systkini Sólveigar:
Símon, f. 3.10. 1902,
d. 22.10. 1985, Guðbergur Jónas,
f. 11.1. 1909, d. 24.1. 1982, Frið-
rik Guðlaugur, f. 8.8. 1910, d.
2.1. 1997, HallgiTmur Elías, f.
6.11. 1913, d. 24.6. 1998, Björg-
I dag kveðjum við okkar ástkæru
frænku, Sollu. Það var ekki í hennar
anda að láta skrifa lofræðu um sig,
en við getum ekki annað. Solla, þú
varst höfðingi heim að sækja. Avallt
tókstu á móti okkur opnum önnum
og með bros á vör og borðin svign-
uðu undan kræsingum, en aldrei
fannst þér það nóg. Þú vildir alltaf
vera að gauka einhverju að okkur.
Allir nutu þessarar góðvildar, svo
sem á réttardaginn þegar húsið
fylltist af fólki í mat og kaffí, en
aldrei vantaði neitt, hversu þreytt
sem þú varst.
Solla var skaprík, glaðsinna en
sanngjörn og mátti aldrei neitt aumt
sjá. Barngóð var hún með eindæm-
um. Hún var forkur til vinnu, gekk í
öll verk, hvort sem var inni eða úti-
við. Hún var mikil hannyrðakona og
var iðin með prjónana. Liðtæk var
hún við spilaborðið og naut hún sín
þar vel.
Síðast hittumst við 15. ágúst á
okkar árlega systkinamóti í Haga-
nesi við söng og glens og allir
skemmtu sér konunglega. Daginn
eftir hringdir þú til að tilkynna okk-
ur að Brynja hefði eignast dreng þá
um morguninn á afmælisdegi Tóta
en engan grunaði að við mundum
ekki hitta þig framar.
Hún átti við vanheilsu að stríða
síðustu árin en aldrei kvartaði hún,
spurði bara um líðan annarra. Hún
veiktist á föstudegi, á laugárdags-
morgni var hún öll. Að leiðarlokum
þökkum við samfylgdina.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Elsku Tóti, Elsa, Ari, Ómar, Egill,
Brynja og fjölskyldur. Guð gefi ykk-
ur styrk í sorg ykkar.
Elísabet, Stefanía, Björk,
Gyða og Erla Sjöfn.
Laugardaginn 27. ágúst kvaddi
Sólveig Márusdóttir þennan heim og
lagði upp í sína hinstu för til æðri
heimkynna.
Með fátæklegum orðum langar
mig að kveðja þig, elsku frænka. Við
systkinin litum á þig sem aðra móð-
ur, svo góð varstu við okkur öll.
Solla frænka byrjaði búskap sinn í
litlu húsi sem Grund heitir. Þangað
flutti hún með Ómar en fyrir átti
hún Elsu og Ara sem ólust upp hjá
pabba og mömmu í Haganesi í Fljót-
um.
Eiginmanni sínum Þórarni Guð-
varðarsyni kynntist frænka síðan og
flutti með honum að Minni-Reykjum
þar sem þau bjuggu ávallt síðan.
Með Þórarni átti Solla frænka tvö
börn, þau Egil og Brynju.
Heimilið að Minni-Reykjum stóð
ávallt opið fyrir mér og mínum
vin Abel, f. 5.11. 1916,
d. 13.11. 1993, Zoph-
onfas Magnús, f.
23.12. 1919, Þuríður
Guðlaug, f. 5.11. 1926.
Sólveig giftist
26.12. 1962 Þórarni
Guðvarðssyni. For-
eldrar lians voru
Guðvarður Péturs-
son, f. 2.8. 1895 og
María Asgrímsdóttir,
f. 23.10. 1896. Börn
Sólveigar eru: 1)
Elsa H. Jónsdóttir, f.
9.10. 1944, maki
Björn Einarsson,
börn þeirra: Guðbjörg Særún, f.
11.7. 1965, maki Jón Jóhannes-
son, börn þeirra: Inga Dögg, f.
14.2. 1981, Gréta Dröfn, f. 9.9.
1985, Daníel Freyr, f. 26.7. 1991.
börnum. Sú tilfinning sem hríslaðist
um mig þegar ég heimsótti hana í
hinsta sinn ásamt konu minni og
börnum um miðjan ágústmánuð sl.
minnti mig á bernskuárin mín í
Fljótunum þegar ég átti ávallt at-
hvarf hjá frænku. Faðmur hennar
var ávallt opinn fyrir lítinn sveita-
strák sem afrekaði það endrum og
eins að vinna prakkarastrik enda
engin furða þar sem heimurinn á
meðal fimm systra var ekki alltaf
dans á rósum.
Við Ari fórum ófáar ferðir að
Minni-Reykjum á skíðum í kulda og
snjókomu og yljaði Solla okkur þá
með heitu súkkulaði og kökum.
Solla frænka mín. Þú varst at-
hafnakona, sast sjaldan prjónalaus
þegar tækifæri gafst frá búskapn-
um. Ég vil þakka þér fyrir sam-
fylgdina og bið góðan guð að varð-
veita þig. Eiginmanni þínum, Þór-
arni, börnum, tengdabörnum,
barnabörnum og barnabarnabörn-
um votta ég mína dýpstu samúð og
vona að minningin um góða konu ylji
ykkur í sárustu sorginni.
Kári Kort Jónsson.
Með þessum örfáu orðum viljum
við minnast elskulegrar frænku okk-
ar, hennar Sollu á Minni-Reykjum.
Sveitin er ekki hin sama eftir andlát
hennar.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Hlýja þín, hlátur þinn og tilheyr-
andi látbragð sem fylgdi honum
munu lifa með okkur um ókomna
tíð. Megi Guð blessa þig.
Um leið viljum við votta nánustu
aðstandendum innilega samúð.
Anna Sigríður, Erla Hjördís og
Lilja Katrín Gunnarsdætur.
Mig langar með nokkrum orðum
að minnast konu sem átti engan sinn
líka og var mikill áhrifavaldur í lífi
mínu. Ég var í sveit á Minni-Reykj-
um öll sumur frá því ég var sex ára
og þangað til ég varð unglingur. Um
leið og tók að vora var ég farin að
iða í skinninu að komast í sveitina og
fór ekki aftur fyrr en skólinn var að
byrja að hausti. Alltaf beið Solla eft-
ir mér með opinn faðminn og þar
leið mér eins og heima. Ein af mínu
fyrstu minningum um Sollu var þeg-
ar hún labbaði með mér út að sund-
lauginni, sem í minningunni er risa-
stór, íklædd plasti, og var rétt við
bæinn. Ég var voða spennt að sjálf-
sögðu þótt ég væri ósynd og vatns-
hrædd. Ég ætlaði að smeygja mér
varlega ofan í en Solla hélt nú ekki,
hún tók mig upp og fleygði mér út í
miðja laug og þar barðist ég fyrir lífi
Bára f. 22.8. 1966, maki Frits
Hendrik Berndssen, börn
þeirra: Sigurður Ernst, f. 28.8.
1993, Aníta Birna f. 31.5. 1998.
Einar Guðmundur f. 20.3. 1969,
maki Guðfinna Sigurðardóttir.
Sævar, f. 29.5. 1972, dóttir
hans Sigríður Margrét, f. 24.6.
1995. 2) Ari Már Þorkelsson, f.
16.1. 1948, synir hans, Eiður
Már f. 8.1. 1974, Ari Már, f.
20.4. 1981. 3) Ómar Ólafsson, f.
24.5. 1951, maki Rannveig Pét-
ursdóttir, synir þeirra, Pétur
Már, f. 29.5. 1976, Atli Þór, f.
1.8. 1979. 4) Egill Þórarinsson,
f. 26.1. 1960, maki, Mona Fjeld,
dóttir þeirra Marie, f. 5.2.
1998. 5) Brynja Þórarinsdóttir,
f. 4.9. 1962, maki Gunnar
Gunnarsson, synir þeirra: Dag-
ur Már Ingimarsson, f. 3.7.
1991, Friðrik Örn, f. 25.8. 1996,
Þórarinn Sigurvin, f. 16.8.
1998.
títfór Sólveigar fer fram frá
Barðskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
mínu, að mér fannst, en hafði það af
að krafla mig að bakkanum. Hún
sagði mér að svona hefði hún lært að
synda og þetta væri besta leiðin, því
að svona lærði maður það strax. Ég
var aldrei vatnshrædd eftir þetta og
ég var orðin flugsynd áður en vikan
var liðin. Þetta var ekki það eina
sem ég lærði hjá Sollu og Tóta og
væri of langt mál að tíunda það allt
hér, en minningarnar streyma fram
svo ótal margar og verðmætar. Þeg-
ar Solla var að baka pönnukökur og
ég, Egill og Bi-ynja reyndum að hafa
við henni og borða þær allar jafnóð-
um, en við áttum ekkert í æfðar
hendur við pönnukökupönnuna þótt
við værum þrjú. Sögurnar sem hún
sagði okkur frá því þegar hún bjó í
Fyrirbarði og hvað þau systkinin
tóku sér fyrir hendur. Ferðirnar
ógleymanlegu niður í Vík þar sem
maður átti alltaf von á einhverju
góðgæti og alltaf vildi Solla koma
við hjá henni Stínu gömlu sem bjó
ein í ótrúlega gömlu húsi niðri í Vík.
Þegar við höfðum verið sérstaklega
dugleg og á tyliidögum fór Solla í
búrið og sótti flöskur af appelsíni og
kremkex frá Frón. Það kemur ekki
fyrir að ég minnist ekki þessa þegar
ég sé kremkexið úti í búð. Allar
stundirnar sem við sátum og spiluð-
um, ortum ljóð, fórum í berjamó,
steiktum kleinur eða gengum á fjöll,
alltaf var eitthvað um að vera og
aldrei lognmolla í kringum Sollu.
Alltaf var mikill gestagangur á
Minni-Reykjum og svignaði hlað-
borðið af kökum, tertum og brauði í
hvert sinn sem gesti bar að garði,
hvort sem þeir komu óvænt, sem
oftast var, eða gerðu boð á undan
sér. Solla og Tóti tóku á móti öllum
með ognum örmum og einstakri
hlýju. A haustin, þegar ég kvaddi
með trega, laumaði Solla alltaf að
mér vænum seðli „fyrir vinnuna" og
að auki lagði hún inn á bankabók
peninga sem ég fékk fyrir lömbin
hennar Kötlu (sem var kindin mín).
Ég hef aldrei verið eins lík. Ég geri
mér grein fyiTr því núna þvílík for-
réttindi þetta voru fyrir mig að vera
á Minni-Reykjum, mér leið alltaf
eins og ég væri ein af heimilisfólkinu
og mér leið alltaf vel. Hin síðari ár
hafa ferðirnar norður í Fljót verið
fáar. Það er ótrálegt hvernig maður
lætur tímann hlaupa frá sér og gef-
ur sér svo miklu minni tíma í það
sem raunverulega skiptir máli.
Alltaf hringdi Solla í mig með reglu-
legu millibili til að athuga hvernig
ég hefði það, hvort sem það var til
Reykjavíkur, Noregs eða til Eyja.
AUtaf var hún jafn kát og alltaf lét
hún jafn vel af sér. Hún var að
prjóna og var orðin mikil bissness-
kona með viðskiptavini í mörgum
löndum.
Ein af mínum dýrmætustu minn-
ingum um þig Solla var þegar þú
varst að bjóða okkur góða nótt á
kvöldin. Fyrst fannst mér það hálf-
skrýtið, svo var ég farin að bíða eftir
því 1 stiganum ef það var eki komið
áður en ég fór upp: „Guð gefi ykkur
góða nótt.“ Þetta sagðir þú við okkur
á hverju kvöldi og Solla, þetta segi
ég við syni mína á hverju kvöldi áður
en þeir fara að sofa. Elsku Solla, þú
gafst mér svo ótrálega mikið vega-
nesti út í lífið og þú varst mér svo
ótrálega dýrmæt þótt ég segði þér
það aldrei berum orðum. Ég veit að
þú hefur það gott þar sem þú ert
núna og að þú lítur eftir þínum nán-
ustu sem eftir eru. Ég veit líka að við
eigum eftir að hittast aftur, hafðu
það bara gott þangað til.
Elsku Tóti, Elsa, Ari, Ómar, Egill
og Brynja, ég votta ykkur innilega
samúð mína og megi guð gefa ykkur
styrk í sorginni.
Eva S. Káradóttir.
Um svipað leyti og fyrstu haustlit-
irnir sáust á íslenskum gróðri þetta
árið kvaddi hún frænka mín þessa
jarðvist. Kona sem hefur verið svo
ríkur þáttur í lífí mínu alla tíð.
Mínar fyrstu minningar henni
tengdar eni þegar við krakkamir sá-
um gi-áa Haganesjeppann keyra upp
Barðsveginn og út stigu þær systur
Solla og Lauga, löbbuðu yfir flóann
og fyiT en varði voru þær komnar í
hlað, hressilegar konur sem gaman
var að fá í heimsókn. Þannig var
einmitt hún Solla frænka, kona sem
gaman var að spjalla við. Manni
fannst hún mikil heimskona sem
saltaði sfld á sumrin og margar
skemmtilega sögur man ég sem hún
sagði mér frá þessum tíma. Solla
hafði líka lært að sauma hjá bróður
sínum og kunni þar af leiðandi þá list
að sauma flíkur sem fóru vel og var
boðin og búin til aðstoðar ef með
þurfti. Hún gaf sér alltaf tíma til að
sinna litlum frændsystkinum. Þótt
hún hefði örugglega yfrið nógan
starfa fannst manni að hún hefði
alltaf tíma, hvort heldur sem var til
að taka á móti gestum eða skreppa
eitthvað í bíltúr.
Fyrsta skólaárið mitt var hún
matráðskona í skólanum og mér er
minnisstætt hve gott var að koma í
eldhúsið til frænku. Hún leið heldur
ekki að neinn væri hafður útundan í
því mötuneyti og stjórnaði þar af
mikilli röggsemi. Einelti var ábyggi-
lega athæfi sem ekki þreifst nálægt
henni. Hún vildi einnig að maturinn
væri sem ódýrastur og lagði þar af
leiðandi net undir ís í Miklavatn, þar
sem silungsveiði var næg. Annan
hvern dag, næstum í hvaða veðri
sem var, gekk hún frá Sólgörðum til
að vitja um netin. Má nærri geta að
stundum hefur hún verið þreytt, en
það skynjaði maður ekki. Hún kom
oft við á heimleiðinni í Fyrir-Barði
og var oftast tilbúin að giTpa í tafl
eða spil eða bara spjalla. Þá var stutt
á milli okkar, en þegar Solla flutti í
Minni-Reyki og hóf þar búskap með
Tóta lengdist bæjarleiðin nokkuð,
það kom ekki að sök. Það var ein-
faldlega ekki hægt að koma í Fljótin
án þess að fara í heimsókn í Minni-
Reyki. Alltaf var tekið á móti manni
eins og maður væri eini gesturinn
það árið, og ekki var hægt að komast
hjá því að finna hve hjartanlega vel-
kominn maður var hjá þeim hjónum.
Þegar þau fluttu úr gamla húsinu í
nýtt var sjálfsagt að fá að gista í því
gamla tíma og tíma yftr sumarið.
„Hafðu þetta bara eins og þú vilt og
veriði eins og heima hjá ykkur," var
frænka vön að segja. Oft var mann-
margt við matarborðið en það virtist
ekki skipta nokkru máli hvort disk-
amir voru fimm eða tíu. „Uss, hvað
haldiði að ég hafi fyrir ykkur, þið
bjargið ykkur bara sjálf,“ var hennar
vanalega svar ef manni fannst hún
hafa of mikið á sinni könnu.
A fallegum sumarkvöldum var
gaman að fara með Sollu í bfltúr um
sveitina, sem hún lifði og starfaði í
mestan hluta ævinnar, Þá sagði hún
manni frá örnefnum og ýmsum at-
burðum sem gerst höfðu en ekki
verið skráðir. Hún var óþreytandi
að miðla manni af fróðleik sínum.
Frásagnir hennar voru í senn lifandi
og skemmtilegar og hún kunni þá
list að hrífa hlustandann með sér og
svo hló hún þessum dillandi hlátri
sem smitaði iðulega út frá sér.
Hún elskaði sveitina sína og sitt
fólk. Ef hún kom til Reykjavíkur var
hún ákveðin í að heimsækja sem
allra flesta og þótt hún ætti í seinni
tíð oft erfitt með að fara á milli staða
lét hún það ekki aftra sér. Ég hygg
að ekki séu margir sem voru betur
að sér um frændfólkið en hún, enda
var Solla stálminnug og hafði þann
eiginleika að vera áhugasöm um um-
hverfi sitt og hafði gaman af að
fylgjast með atburðum á líðandi
stund. Mér er einnig minnisstætt
hve mikinn áhuga hún hafði á því að
taka sér alltaf eitthvað nýtt fyrir
hendur eins og til dæmis að reyna
að koma upp æðarvarpi í landar-
eigninni, byggja sundlaug til að nýta
heita vatnið, og þannig mætti lengi
telja. Margar þessar hugmyndir
komust aldrei í framkvæmd, en þær
sýna glöggt hve vakandi hug hún
hafði fyrir ýmsum möguleikum. Hún
var líka ósérhlífin ef þurfti að taka
til hendinni og vílaði ekki hlutina
fyrir sér meðan ki-aftarnir leyfðu.
Fyrir rúmri viku áttum við okkar
síðasta samtal. Þá barst talið að því
hvort ég ætlaði ekkert að koma í ber,
en það hefur verið árviss viðburður*.
nokkuð lengi að tína sér aðalbláber
norður í Fljótum og gista hjá Sollu og
Tóta. Okkur kom saman um að berin
væru sennilega lítil og við mundum
sleppa því þetta árið. Þegar svo Tóti
hringdi og tilkynnti mér lát frænku
minnar varð mér hugsað til þessa
samtals. Ég fer að sjálfsögðu norður,
en berin verða lítiL Það verður áreið-
anlega tómlegt að koma í Fljótin.
Hún Solla frænka elskaði vorið og
sumarið, en hafði lítið dálæti á
snjónum. Það er því gott til þess að
vita að hún fékk að lifa sumarið og
kveðja um það leyti er grösin sölna
og laufin falla.
Um leið og ég kveð hana frænku
mína með kærri þökk fyrir allt vil ég
fyrir hönd fjölskyldu minnar votta
aðstandendum hennar mína dýpstu
samúð.
Sigurjóna Björgvinsdóttir.
Hver minning dýrmæt perla
á liðnum lífsins degi.
Hin ljúfu og góðu kynni
af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki
var gjöf sem gleymist eigi.
Og gæfa var það öllum
sem fengu að kynnast þér.
(Ingibj. Sig.)
Þessar ljóðlínur eftir Ingibjörgu
Sigurðardóttur komu upp í huga
minn þegar mér var sagt lát einnar
uppáhalds frænku minnar, Sólveig-
ar Márusdóttur. Um stund setti mig
hljóða og hugurinn leið á vit minn-
inganna. Myndir bernskuáranna
birtust mér hver á fætur annarri þar
sem Solla frænka, eins og ég kallaði
hana, var glæsileg ung stúlka, gef-
andi og hláturmild. Myndir æskunn-
ar Ijómuðu þar sem unga stúlkan ég
gat sagt henni frænku minni frá
áhyggjum mínum, gleði og sorgum
og fengið góð ráð. Síðast en ekki síst
runnu fyrir hugskotssjónum myndir
af Sollu frænku á Minni-Reykjum, ~
ásamt Tóta eiginmanni hennar, en á
heimili þeirra hefur fjölskylda mín
fundið sig velkomna á sumarferðum
norður í Fljót. Hjá þeim hjónum
svignuðu borð undan krásum er
gesti bar að garði og ekki skorti
húsmóðurina hjartahlýju.
Já, hún Solla frænka var snilldar
kokkur og hafði gaman af að veita
öðrum. Ég veit að margir minnast
hlaðinna matarborða á réttai'degi á
Minni-Reykjum. En henni var fleira
til lista lagt en að búa til góðan mat.
I hennar högu höndum lék flest og
þær eru margar flíkurnar eftir hana
sem hafa prýtt eigendur sína og veitt
þeim skjól hériendis sem erlendis.
Solla frænka hafði gaman af að > •
ferðast og hún var félagsvera. Hún
var léttlynd og gat hlegið dillandi
hlátri jafnvel af litlu tilefni. Hún hef-
ur án efa þurft á sinni léttu lund að
halda því lífsleiðin var ekki alltaf
bein og breið. Hin síðari ár hefur
hún ekki gengið heil til skógar. Hún
gerði sér fulla grein fyrir vanheilsu
sinni, enda skynsöm kona, en gerði
jafnan lítið úr sínum veikindum og
vanmætti - hún kvartaði aldrei þessi
kona heldur bar harm sinn í hljóði
og var alltaf tilbúin til að hughreysta
aðra ef með þurfti. Með þessum fá-
tæklegu orðum kveð ég kæra
frænku, sem ég á svo miklu fleira að
þakka en orð fá lýst.
Elsku Tóti, Elsa, Ari, Ómar, Egill,
Brynja og ykkar fjölskyldur. Við
Haukur og börnin okkar vottum
ykkur okkar dýpstu samúð.
Guð blessi minningu Sólveigar
Márusdóttur. ^
Sigurbjörg Björgvinsdóttir.
SÓLVEIG GUÐBJÖRG
MÁR USDÓTTIR