Morgunblaðið - 05.09.1998, Page 50
-tf50 LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1998
MORGUNB L AÐIÐ
LISTIR
Myndaflokkur um þrjá merka Islendinga
Hagstj órnarhugmynda-
saga Islands í öðru ljósi
AÐ BYGGJA land er nýr íslenskur
myndaflokkur í þrem þáttum eftir
Þorvald Gylfason og Jón Egil Berg-
þórsson sem írumsýndur verður í
Ríkissjónvarpinu í vetur. Myndirnar
fjalla um hagstjómai'hugmyndasögu
Islendinga á síðustu öld og þessari í
->• gegn um samfellda frásögn af þrem
mönnum, Jóni Sigurðssyni, Einari
Benediktssyni og Halldóri Laxness.
Þorvaldur Gylfason prófessor í
hagfræði er kunnur af skrifum sín-
um um þjóðfélagsmál en Að byggja
land er fyrsti myndaflokkurinn sem
hann gerir fyrir sjónvarp. Tildrögin
eru þau að Hrafn Gunnlaugsson
kvikmyndaleikstjóri hvatti Þorvald
til að láta að sér kveða á þessum
vettvangi og ákvað hann að slá til.
Þorvaldur er í senn höfundur texta-
handrits, framleiðandi og þulur
myndaflokksins.
Að sögn Þorvaldar er Að byggja
land tilraun til að bregða öðruvísi
birtu á hagstjórnarhugmyndasögu
Islands með því að reyna að leiðrétta
'*r þá slagsíðu sem verið hefur á hug-
myndum fólks um mennina þrjá sem
glímt er við í myndinni.
Fyrsti þátturinn ber heitið Braut-
ryðjandinn. Þar er Jóni Sigurðssyni
forseta lýst sem einörðum málsvara
frjálsra viðskipta og erlendrar fjár-
festingar á Islandi, sem hagfrelsis-
hetju og fyrsta hagfræðingi Islands.
„Þjóðfrelsishetjuna Jón Sigurðs-
son þekkja allir,“ segir Þorvaldur,
„en um hagfrelsishetjuna vita menn
minna enda hafa menn löngum haft
hljótt um þá hlið á Jóni og jafnvel
óvart sagt ósatt um hann í leiðinni.
Sannleikurinn er nefnilega sá að Jón
var hlynntur skilyrðislausu við-
skiptafrelsi og þ.m.t. erlendri fjár-
festingu. Menn vildu hins vegar yfir-
leitt ekki lúta forystu hans í öðru en
þjóðfrelsismálum og átti hann því
undir högg að sækja í innanlands-
málum, svo að hugmyndum hans var
hafnað í hverju málinu á eftir öðru.
Síðar kom aftur á móti í ljós að Jón
hafði rétt fyrir sér. Hann skildi sam-
hengið milli viðskiptafrelsis, mennt-
unar og menningar, að viðskipti eru
menntun!“
Jafnaðarmaðurinn Einar
Annar þáttur heitir Ofurhuginn og
fjallar um Einar Benediktsson skáld.
Hann kynnti hugmyndir sínar um
fjárhags- og framfaramál þjóðarinn-
ar í beinu framhaldi af frelsisbaráttu
Jóns forseta en viðhorf hans urðu
undii' í oirahríð stjórnmálanna á
fyrri hluta þessarar aldar. ísland tók
þá aðra stefnu en Jón og Einar höfðu
markað.
„Margir hafa lýst Einari sem
óprúttnum auðvaldssegg,“ segir Þor-
valdur. „Sannleikurinn er aftur á
móti sá að hann var jafnaðarmaður -
knúinn áfram af óvenju ríkri réttlæt-
iskennd. Kom það best fram í bar-
áttu hans fyrir réttindum fátækra.
Þessari hlið á skáldinu hefur að
minni hyggju ekki verið haldið nægi-
lega vel til haga. Einar birtist mér
ekki sem draumhuga óraunsæismað-
ur heldur sem djarfur og raunsær
umbótamaður. Hann var minnihluta-
maður um sína daga, líkt og Jón,
enda voru þeir báðir á undan sinni
samtíð.“
Leiftrandi af innsæi
Þriðja þátt nefnir Þorvaldur
Gagnrýnandann. Þar er því lýst
hvernig Halldór Laxness rithöfund-
ur brást við haftastefnu stjórnvalda
á fimmta áratug aldarinnai'. Rökum
hans fyrir frjálsum viðskiptum,
skynsamlegi'i landbúnaðarstefnu og
öðrum efnahagsumbótum er lýst til
að kasta ljósi á efnahags- og þjóðlífið
á Islandi allt fram á okkar daga.
„Ritgerðasöfn Halldórs eru 20 en
MYND sem Vignir Jóhannsson, sem býr til leikmynd þáttanna, gerði í
tilefni af forsýningu fyrir aðstandendur á
skáldverkin 14. Hin síðari ár fundust
honum sjálfum ritgerðirnar síst
veigaminni en skáldsögurnar. Rit-
gerðirnar leiftra af innsæi - einnig
þær sem fjalla um efnahagsmál, þótt
engar heimildfr séu fyrir því að Hall-
dór hafi lesið hagfræði. Og skáldinu
skjöplast hvergi í hagrænni rök-
semdafærslu, ekki frekar en Einari
Benediktssyni áður. Það er eins og
hið skáldlega innsæi þessara manna
hafi dugað þeim til að komast að
réttri niðurstöðu. Það er einstakur
hæfileiki!"
Enginn þessara þriggja manna
hafði á sínum tíma erindi sem ei'fíði
á sviði efnahagsmála. „Hagstjórnar-
hugmyndir þeirra voru einfaldlega of
langt á undan sinni samtíð. Nú þegar
ný öld nálgast standa þeir aftur á
móti með pálmann í höndunum.
Heimsbyggðin hefur gert hugmynd-
ir þeirra að sínu sjónarmiði.“
Inn í frásögnina er fléttað ýmsu
efnahags- og menningarsögulegu
efni sem varðar þessa þrjá menn og
hagstjórnarhugmyndir þeirra.
Pálmi Gestsson fer með hlutverk
þremenninganna. Vignfr Jóhannsson
býr til leikmynd. Karl R. Lilliendahl
kvikmyndaði og Jón Egill Bergþórs-
son stjómaði gerð myndarinnar.
Guðríðar saga
Þorbjarnardóttur
RAGNHILDUR Rúriksdóttir í hlutverki formóður sinnar, Guðríðar
Þorbj arnardóttur.
LEIKLIST
Vinnustofiir ieikara í
Skemmtihúsinu
FERÐIR GUÐRÍÐAR
Höfundur og leikstjdri: Brynja Bene-
diktsddttir. Hljóðmynd: Margrét Örn-
ólfsdóttir. Lcikmynd og grímur:
Rebekka Rán Samper. Búningar: Fil-
ippia Elísdóttir. Leikari: Ragnhildur
Rúriksdóttir. Fimmtudagur 3. sept-
ember.
SAGAN um fund Vínlands og
landnám frá sjónarhomi Guðríðar
Þorbjamardóttur lítur hér dagsins
j ljós á íslensku. Áður hefur Tristan
Gribbin flutt þennan einleik á ensku
og fjallaði undirritaður um þá sýn-
ingu og er óþarfi að endurtaka það
sem kom fram þá.
íslenska útgáfan hlýtur eðli máls-
ins samkvæmt að vera tengdari
frumtextanum þar sem hægt er að
miklu leyti að notast við orðfæri
hans, þó að sjálfsögðu með nútíma
framburði. Siglt er milli skers og
báru hvað málsnið varðar; nútíma-
stíllinn verður aldrei of áberandi og
textinn sjaldan svo fyrndur að hann
verði illskiljanlegur.
Þetta hentar leikkonunni, Ragn-
hildi Rúriksdóttur, vel - hún hefur
skýra framsögn og þá reisn til að
bera sem sæmir hátíðlegu orðbragð-
inu og er oft unun að hlýða á kjamyrt
tungutak hennar þó að hún hnyti
nokkram sinnum um textann. Aftur á
móti hefði mátt ganga lengra við að
laga verkið að hinni íslensku
leikkonu. Framuppfærslan var unnin
í samvinnu við hina enskumælandi
Tristan Gribbin og bar mjög svip af
einstökum hæfileika hennar til að tjá
frásögnina með líkamanum. Þessar
áherslur í leikstjórninni draga ekki
fram sterkustu hliðar Ragnhildar
sem leikkonu. Afleiðingin er sú að hin
ýmsu atriði verða of samlit og hinar
fjöldamörgu persónur of keimlíkar. í
túlkun Ragnhildar er textinn í fyi'ir-
rúmi og frásögnina ber hærra í minn-
ingunni um sýninguna en leikinn.
Efnistök Brynju sem höfundar era
meira áberandi í þessari sýningu;
hvort sem ræður að verið er að skoða
verkið í annað sinn eða að textinn ryð-
ur sér til rúms. Það er athyglisvert að
sjá hvemig hin kristnu og kvenlegu
gildi era spunnin saman í kringum
persónu Guðríðar og þráðurinn í verk-
inu verður barátta hennar fyrir sínum
siðalögmálum sem fara með sigur af
hólmi og hún innrætfr kvenkyns niðj-
um sínum. Ragnhildur Rúriksdótth'
er eftirminnilegust sem teinrétt og
tíguleg nunnan sem er heil og óskipt í
trú sinni eftir viðburðaríka ævi.
Sveinn Haraldsson
AUG L V S 1 IM G A ■WMk M . M . .
KENNSLA
STÝRIMANNASKÓLINN
REYKJAVÍK
Viltu verða skipstjóri?
Viltu ná þér í réttindi?
Ertu sportsiglari?
Stýrimannaskólinn í Beykjavík heldur 30 rúml.
réttindanámskeið sem hefst mánudaginn 7.
september kl. 18.00. Innritun í síma 551 3194.
Fax 562 2750.
Skólameistari.
Ýr — söngstúdíó
Söngkennsla og raddþjálfun fyrir byrjendur
og lengra komna. Einkatímar — hóptímar.
Öll tegund tónlistar.
Sveigjanlegt tímafyrirkomulag.
»!ngveldur Ýr, símar 561 1021/898 0108.
Hljómborðskennsla
Á haustönn er hægt að bæta við nokkrum nem-
endum í hljómborðsleik. Innritun ferfram í
síma 567 8150 kl. 13—18 lau., sun. og mán.
Námskeið haustannar stendur í 12 vikur.
Hljómborðsnemendum býðst tónfræðikennsla,
samleiksæfingar auk tölvuvinnslu tónlistar.
í skólanum er unnið þróunarstarf í hljómborðs-
kennslu og á vegum hans er gefin út kennslu-
bókin Hljómborðsleikur.
TÓNSKÓLI GUÐMUNDAR,
Guðmundur Haukur, Hagaseli 15,
109 Reykjavík, sími 567 8150.
Söngskólinn í Reykjavík
Skólasetning ^
Söngskólinn í Reykjavík
verður settur sunnudaginn 6. sept. kl. 16.00 í
tónleikasal skólans - SMÁRA - Veghúsastíg 7.
Kennsla hefst mánudaginn 7. sept.
Kennsla á kvöldnámskeiðum hefst 15. sept.
Innritun stendur yfir.
Upplýsingar á skrifstofu skólans, Hverfisgötu
45, daglega frá kl. 10.00-17.00. Sími 552 7366.
Skólastjóri.
Þýskunámskeið Germaniu
Námskeiðin hefjast 14. september og verður
kennt í húsakynnum Háskóla íslands. Boðið
er upp á byrjendahóp, þrjá framhaldshópa
og þrjá talhópa. Innritað verður á kynningar-
fundum í Lögbergi, Háskóla íslands, stofu 102,
miðvikudaginn 9. september og fimmtudaginn
10. september kl. 20.30. Upplýsingar eru einnig
veittar í síma 551 0705 kl. 17 — 19.30 á virkum
dögum. Geymið auglýsinguna.
Stjórn Germaniu.
FÉLAGSSTARF
Fundarboð
Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Vestfjarðakjördæmi
verður haldinn á Cafferis, Hólmavik, laugardaginn 19. september
1998 og hefst kl. 13.00.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Framboðsmál.
Gestir fundarins verða Geir H. Haarde fjármálaráðherra,
Einar Kristinn Guðfinnsson alþingismaður og Einar Oddur Kristjáns-
son alþingismaður.
Stjórnin.