Morgunblaðið - 05.09.1998, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 05.09.1998, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1998 5 7 v FRÉTTIR Nýr MUSSO sýndur um helgina BÍLABÚÐ Benna kynnir um helgina nýjasta módelið af MUSSO jeppanum, MUSSO Grand Luxe, árgerð 1999. Útlit bílsins er nokkuð breytt frá fyrri árgerð og í fréttatilkynningu frá Bflabúð Benna segir að bíllinn sé sé fullkomnari að gerð og ríku- legar búinn aukahlutum en eldri gerðir. Ymsir aukahlutir, sem áður hefur þurft að greiða sérstak- lega, eru nú staðalbúnaður. Þar má nefna ABS-hemlalæsivöm og ABD 5 spólvörn. MUSSO Grand Luxe býður upp á þann möguleika að aftengja þennan búnað, sem getur t.d. komið sér vel á malarvegum. Þá er ABD 5 spólvömin tölvustýrð og skynjar þeg- ar hjól missir grip og flytur átak á þau hjól, sem grípa, og dreifir átakinu á þau. „Skiptir þessi búnaður miklu við íslenskar aðstæður, ekki síst í hálku og snjó. Bæði ABS hemlalæsivömin og ABD 5 spólvömin em frá þýska MUSSO Grand Luxe. hátæknifyrirtækinu BOSCH,“ segir í fréttatilkmningu Bílabúðar Benna. MUSSO Grand Luxe er fáanlegur bæði beinskiptur og sjálfskiptur og með þrennskonai- vélum, 4 eða 6 strokka bensínvél eða 5 strokka dies- elvél. Bensínvélamar eru 150 eða 220 hestafla en dieselvélamar em 129 hestöfl með turbo og millikæli. MUSSO Grand Luxe verður sýnd- ur í Bílabúð Benna frá klukkan 10-17 á laugardag og frá kl. 12-17 á sunnu- dag. HLJOMSVEITIN Stuðmenn, Stuðmenn spila á Seltjarnarnesi STUÐMENN leika á Seltjarnar- nesi á laugardag. Um daginn leika þeir m.a. á íþrótta- og tón- listardegi og um kvöldið halda þeir sveitaball í Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi við Suðurströnd. Félagsheimilið er þeim kostum búið að við það tengjast stórir salir að ekki sé talað um Sund- laugina á Seltjarnarnesi. Asamt hljómsveitinni koma fram diskó- tekarar og gó-gó dansarar og iná auk þess reikna með óvæntum gestasöngvurum. Stuðmenn hafa verið á ferð og flugi um gjörvallt land í sumar og verður dansleikurinn á Sel- tjarnarnesi lokahnykkurinn. Forsala aðgöngumiða er milli kl. 13 og 18. Nýi Músíkskól- inn flytur NÝI Músíkskólinn er fluttur í nýtt húsnæði á Fylkisvegi 6 við Arbæj- arsundlaug. Skólinn hefur nú sitt fjórða starfsár. Kennt er á eftirtalin hljóðfæri: Pí- anó, hljómborð, rafgítar, gítar, bassa, trommur, saxófón, flautu og einnig er kenndur söngur. Hljóðfærakennslan fer fram í fomi einkatíma og nem- endur sækja einnig tíma í tónfræði- greinum. Boðið er upp á kennslu í samspili þ.e. nemendur sækja einnig tíma í tónfræðigreinum. Boðið er upp á kennslu í samspili þ.e. nemendm- mynda hljómsveitir sem æfa undir leiðsögn kennai-a og koma fram á tónleikum í lok kennslunnar. Nýi Músíkskólinn býður einnig upp á nýjung að þessu sinni sem er forskólakennsla fyrir börn á aldrin- um 4-6 ára. Innritun er hafín. Kennsla hefst 21. september. Lokahelgi Sálarinnar SÁLIN hans Jóns míns lýkur sumar- yfirreið sinni um helgina. Sveitin hef- ur gert víðreist í sumar og leikið í öll- um landsfjórðungum sl. þrjá mánuði. Lokadansleikurinn verður á Broa- dway í kvöld, laugardagskvöld. A Broadway láta óvæntir gestir að sér kveða, „DJ Rokkbitsj" snýr skífum, hljómsveitin SPUR stígur á stokk og dúettinn Real Fiavaz kemur fram. Forsala miða verður á Broadway milli klukkan 13 og 17 samdægurs. Á tíu ára ferli hefur Sálin sent frá sér 6 breiðskífur, átt mýmörg lög sem náð hafa hylli landsmanna og leikið fyiir tugþúsundh- hérlendis og erlendis. í tilefni 10 ára afmælisins kemur í oktober út tvöfóld geisla- plata með öllum vinsælustu lögum Sálarinnar til þessa. Að auki verða á plötunni þrjú ný lög. Eftir helgina fer Sálin í frí, og óvíst með öllu hvenær hún lætur á sér kræla á ný. Húbert Nói sýn- ir í Slunkaríki HÚBERT Nói opnar málverkasýn- ingu í Slunkaríki á Isafirði í dag, laugardag, kl. 16. Húbert Nói lauk námi við Mynd- lista- og handíðaskóla Islands árið 1987 og hefur síðan sýnt verk sín í öllum helstu sýningarsölum landsins, segir í fréttatilkynningu. Á sýningunni verða níu landslags- málverk unnin á árunum 1996-97. Verkin eru unnin með olíu á striga. Sýningin er opin fimmtudaga og sunnudaga kl. 16-18 og lýkur sunnu- daginn 27. september. Klippimyndir af íslensku landslagi AGNAR(IUS) opnar sýningu á klippimyndum á Veitingastaðnum 22, Laugavegi 22, í dag, laugardag, kl. 20 og er þetta sölusýning. Agnar hefur áður haldið fjölmarg- ar sýningar hérlendis ásamt því að taka þátt í gjörningum og vinna að menningarmálum á breiðum grand- velli, sérstaklega á veraldai’vefnum, segir í fréttatilkynningu. Nýlega fékk hann viðurkenningu fyi'ir vefsíðugerð. Heimasíðuslóð http://www.simnet.is/agnarius Almanak Olís komið út OLÍS hefur gefið út almanak mörg undanfarin ár og hefur fiskiskipafloti landsmanna skreytt síður almanaks- ins. Nýlega var tekin upp sú nýbreytni að miða almanak Olís við kvótaárið þannig að íyrsti mánuður nú á alm- anakinu er september 1998 og síðasti mánuður ágúst 1999. Hægt er að nálgast almanakið á öllum sölustöð- um, umboðum og útibúum Olís um allt land. SÁLIN hans Jóns míns verður 10 ára í október. Nicotxtte* itmsogsfyf Þegar Ukaminn saknar nikótins og hendumar sakna vanans. NICORETTE Við stöndum meðþér Nicorette® innsogslyf samanstendur af munnstykki sem í er sett rör sem inniheldur nikótín. Nicorette® innsogslyf er ætlaö til að auövelda fólki aö hætta að reykja. Algengur skammtur er a.m.k. 6 rör á dag en þó ekki fleiri en 12 á dag í a.m.k. 3 mánuði og venjulega ekki lengur en 6 mánuöi. Nicorette® innsogslyf getur valdið aukaverkunum eins og hósta, ertingu í munni og hálsi. Höfuöverkur, brjóstsviöi, ógleöi, hiksti, uppköst, óþægindi í hálsi, nefstífla og blöörur í munni geta einnig komið fram. Viö samtímis inntöku á gestagenöstrógen lyfjum getur, eins og viö reykingar, veriö aukin hætta á blóðtappa. Nikótín getur valdiö bráöum eitrunum hjá börnum og er efnið því alls ekki ætlað bömum yngri en 15 ára nema í samráöi við lækni. Gæta skal varúðar hjá þeim sem hafa hjarta- og æðasjúkdóma. Þungaðar konur og konur með barn á brjósti ættu ekki að nota lyfiö nema í samráöi viö lækni. Lesiö vandlega leiöbeiningar sem fylgja hverri pakkningu lyfsins. Markaösleyfishafi: Pharmacia & Upjohn AS, Danmörk. Innflytjandi: Pharmaco hf., Hörgatúni 2, Garðabær.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.