Morgunblaðið - 05.09.1998, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1998 5 7 v
FRÉTTIR
Nýr MUSSO sýndur
um helgina
BÍLABÚÐ Benna kynnir um
helgina nýjasta módelið af
MUSSO jeppanum, MUSSO
Grand Luxe, árgerð 1999.
Útlit bílsins er nokkuð
breytt frá fyrri árgerð og í
fréttatilkynningu frá Bflabúð
Benna segir að bíllinn sé sé
fullkomnari að gerð og ríku-
legar búinn aukahlutum en
eldri gerðir.
Ymsir aukahlutir, sem áður
hefur þurft að greiða sérstak-
lega, eru nú staðalbúnaður. Þar má
nefna ABS-hemlalæsivöm og ABD 5
spólvörn. MUSSO Grand Luxe býður
upp á þann möguleika að aftengja
þennan búnað, sem getur t.d. komið
sér vel á malarvegum. Þá er ABD 5
spólvömin tölvustýrð og skynjar þeg-
ar hjól missir grip og flytur átak á þau
hjól, sem grípa, og dreifir átakinu á
þau. „Skiptir þessi búnaður miklu við
íslenskar aðstæður, ekki síst í hálku
og snjó. Bæði ABS hemlalæsivömin
og ABD 5 spólvömin em frá þýska
MUSSO Grand Luxe.
hátæknifyrirtækinu BOSCH,“ segir í
fréttatilkmningu Bílabúðar Benna.
MUSSO Grand Luxe er fáanlegur
bæði beinskiptur og sjálfskiptur og
með þrennskonai- vélum, 4 eða 6
strokka bensínvél eða 5 strokka dies-
elvél. Bensínvélamar eru 150 eða 220
hestafla en dieselvélamar em 129
hestöfl með turbo og millikæli.
MUSSO Grand Luxe verður sýnd-
ur í Bílabúð Benna frá klukkan 10-17
á laugardag og frá kl. 12-17 á sunnu-
dag.
HLJOMSVEITIN Stuðmenn,
Stuðmenn
spila á
Seltjarnarnesi
STUÐMENN leika á Seltjarnar-
nesi á laugardag. Um daginn
leika þeir m.a. á íþrótta- og tón-
listardegi og um kvöldið halda
þeir sveitaball í Félagsheimilinu
á Seltjarnarnesi við Suðurströnd.
Félagsheimilið er þeim kostum
búið að við það tengjast stórir
salir að ekki sé talað um Sund-
laugina á Seltjarnarnesi. Asamt
hljómsveitinni koma fram diskó-
tekarar og gó-gó dansarar og iná
auk þess reikna með óvæntum
gestasöngvurum.
Stuðmenn hafa verið á ferð og
flugi um gjörvallt land í sumar
og verður dansleikurinn á Sel-
tjarnarnesi lokahnykkurinn.
Forsala aðgöngumiða er milli
kl. 13 og 18.
Nýi Músíkskól-
inn flytur
NÝI Músíkskólinn er fluttur í nýtt
húsnæði á Fylkisvegi 6 við Arbæj-
arsundlaug. Skólinn hefur nú sitt
fjórða starfsár.
Kennt er á eftirtalin hljóðfæri: Pí-
anó, hljómborð, rafgítar, gítar, bassa,
trommur, saxófón, flautu og einnig er
kenndur söngur. Hljóðfærakennslan
fer fram í fomi einkatíma og nem-
endur sækja einnig tíma í tónfræði-
greinum. Boðið er upp á kennslu í
samspili þ.e. nemendur sækja einnig
tíma í tónfræðigreinum. Boðið er upp
á kennslu í samspili þ.e. nemendm-
mynda hljómsveitir sem æfa undir
leiðsögn kennai-a og koma fram á
tónleikum í lok kennslunnar.
Nýi Músíkskólinn býður einnig
upp á nýjung að þessu sinni sem er
forskólakennsla fyrir börn á aldrin-
um 4-6 ára. Innritun er hafín.
Kennsla hefst 21. september.
Lokahelgi
Sálarinnar
SÁLIN hans Jóns míns lýkur sumar-
yfirreið sinni um helgina. Sveitin hef-
ur gert víðreist í sumar og leikið í öll-
um landsfjórðungum sl. þrjá mánuði.
Lokadansleikurinn verður á Broa-
dway í kvöld, laugardagskvöld. A
Broadway láta óvæntir gestir að sér
kveða, „DJ Rokkbitsj" snýr skífum,
hljómsveitin SPUR stígur á stokk og
dúettinn Real Fiavaz kemur fram.
Forsala miða verður á Broadway
milli klukkan 13 og 17 samdægurs.
Á tíu ára ferli hefur Sálin sent frá
sér 6 breiðskífur, átt mýmörg lög
sem náð hafa hylli landsmanna og
leikið fyiir tugþúsundh- hérlendis og
erlendis. í tilefni 10 ára afmælisins
kemur í oktober út tvöfóld geisla-
plata með öllum vinsælustu lögum
Sálarinnar til þessa. Að auki verða á
plötunni þrjú ný lög. Eftir helgina
fer Sálin í frí, og óvíst með öllu
hvenær hún lætur á sér kræla á ný.
Húbert Nói sýn-
ir í Slunkaríki
HÚBERT Nói opnar málverkasýn-
ingu í Slunkaríki á Isafirði í dag,
laugardag, kl. 16.
Húbert Nói lauk námi við Mynd-
lista- og handíðaskóla Islands árið
1987 og hefur síðan sýnt verk sín í
öllum helstu sýningarsölum landsins,
segir í fréttatilkynningu.
Á sýningunni verða níu landslags-
málverk unnin á árunum 1996-97.
Verkin eru unnin með olíu á striga.
Sýningin er opin fimmtudaga og
sunnudaga kl. 16-18 og lýkur sunnu-
daginn 27. september.
Klippimyndir
af íslensku
landslagi
AGNAR(IUS) opnar sýningu á
klippimyndum á Veitingastaðnum
22, Laugavegi 22, í dag, laugardag,
kl. 20 og er þetta sölusýning.
Agnar hefur áður haldið fjölmarg-
ar sýningar hérlendis ásamt því að
taka þátt í gjörningum og vinna að
menningarmálum á breiðum grand-
velli, sérstaklega á veraldai’vefnum,
segir í fréttatilkynningu.
Nýlega fékk hann viðurkenningu
fyi'ir vefsíðugerð. Heimasíðuslóð
http://www.simnet.is/agnarius
Almanak Olís
komið út
OLÍS hefur gefið út almanak mörg
undanfarin ár og hefur fiskiskipafloti
landsmanna skreytt síður almanaks-
ins.
Nýlega var tekin upp sú nýbreytni
að miða almanak Olís við kvótaárið
þannig að íyrsti mánuður nú á alm-
anakinu er september 1998 og síðasti
mánuður ágúst 1999. Hægt er að
nálgast almanakið á öllum sölustöð-
um, umboðum og útibúum Olís um
allt land.
SÁLIN hans Jóns míns verður 10 ára í október.
Nicotxtte* itmsogsfyf
Þegar Ukaminn
saknar nikótins og
hendumar sakna vanans.
NICORETTE
Við stöndum meðþér
Nicorette® innsogslyf samanstendur af munnstykki sem í er sett rör sem
inniheldur nikótín. Nicorette® innsogslyf er ætlaö til að auövelda fólki aö
hætta að reykja. Algengur skammtur er a.m.k. 6 rör á dag en þó ekki
fleiri en 12 á dag í a.m.k. 3 mánuði og venjulega ekki lengur en 6 mánuöi.
Nicorette® innsogslyf getur valdið aukaverkunum eins og hósta, ertingu í
munni og hálsi. Höfuöverkur, brjóstsviöi, ógleöi, hiksti, uppköst, óþægindi
í hálsi, nefstífla og blöörur í munni geta einnig komið fram. Viö samtímis
inntöku á gestagenöstrógen lyfjum getur, eins og viö reykingar, veriö
aukin hætta á blóðtappa. Nikótín getur valdiö bráöum eitrunum hjá
börnum og er efnið því alls ekki ætlað bömum yngri en 15 ára nema í
samráöi við lækni. Gæta skal varúðar hjá þeim sem hafa hjarta- og
æðasjúkdóma. Þungaðar konur og konur með barn á brjósti ættu ekki að
nota lyfiö nema í samráöi viö lækni.
Lesiö vandlega leiöbeiningar sem fylgja hverri pakkningu lyfsins.
Markaösleyfishafi: Pharmacia & Upjohn AS, Danmörk.
Innflytjandi: Pharmaco hf., Hörgatúni 2, Garðabær.