Morgunblaðið - 05.09.1998, Síða 63
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1998 63 -
FÓLK í FRÉTTUM
Svanasöngur um stjörnu
MIKIÐ fótboltastapp var í sjón-
vörpum landsmanna um síðustu
helgi, enda talið öruggt að sinna
sérþörfum á þeim tíma þegar
fólk leggur í ferðalög og útilegur
og fæstir eru bundnir við sjón-
vörp nema fatlaðir og lamaðir,
ellihrumir og sjóndaprir og
heyrnarlitlir. Ríkissjónvarpið
gerði mikið að því á sínum tíma
að koma á móts við heymarlausa
og höfðu það lík-
lega eftir Svíum.
Enn eymir eftir af
hjálp við heyrnar-
daufa skömmu fyr-
ir klukkan sex á kvöldin. Sjón-
varpið hefur því eiginlega gefist
upp á sænsku sósíalhjálpinni, en
í stað uppgjafar ættu þeir hjá
sjónvarpinu að leita fyi'ii' sér
með úiræði fyrir bágstadda. Það
er náttúrlega erfitt fyrir sjón-
varp að eiga ráð við sjóndepru,
en fótbolti á þremur rásum í einu
um helgar styttir ekki farlama
fólki stundirnar. Jafnvel börnum
er gert hærra undir höfði en
þeim gamlingjum, sem geta lítið
haft fyrir stafni annað en sjón-
varp eða útvarp ef þar er þá ein-
hver dagskrá fyrir utan popp eða
endalaus fyiinnæli um hvaða
grænmetistegund eigi að éta.
Undir lok síðustu viku sýndi
Sýn kvikmyndina Lengstur dag-
ur, sem gerð var um innrásina í
Normandí. Hún var upphafið að
endalokum nazistaríkisins og
spor í átt til þeirrar heimsmynd-
ar, sem við búum við í dag, eins
og Evrópusambandsins og vaxt-
ar og viðgangs Bandaríkjanna
sem félaga meðal jafningja hvað
lýðræði snertir. Nú tautar eng-
inn á Islandi lengur „ísland úr
Nato - herinn burt“ nema í
skúmaskotum og mega ekki af
herstöðinni sjá af ótta við tekju-
missi. Lengstur dagur sýnir
hvað Ameríkumenn, Bretar og
Frakkar lögðu í sölurnar á
strönd Normandí einn júnídag
gott sem afrekað hefur verið. Nú
má ekkert um fortíðina tala fyrir
fólki af nýjum kynslóðum, sem
tapaði sínum rétttrúnaði við
óvænt hrun mikils herveldis. í
staðinn skal söngla meiningar-
lausa slagara, eins og fólk hafi
orðið fyrir heilaskemmdum, því
gefst ekki einu sinni ástæða til að
hugsa fyrir hermdarverkum
hvað þá að koma sér upp nýjum
Carlosi eða öðrum álíka alþýðu-
hetjum.
Sýnd var heimildarmynd um
Marilyn Monroe á Stöð 2, sem
fletti upp mörgum hliðum á
þessu náttúrubarni kvikmynd-
anna. Marilyn var sögð af dönsk-
um ættum í móðurætt og má
vera að fríðleikinn hafi verið það-
an, en þá mega Danir vel við una.
Um föður Normu Jean, Marilyn,
var lítið vitað, en þeim tókst að
hafa upp á honum vegna mynd-
arinnar og má segja að Norma
Jean hafi verið líkari honum en
móður sinni. Faðir Normu Jean
hafði aldrei neitt af henni að
segja og móðirin dó frá henni
ungri. Hún varð því snemma
munaðarlaus. Engu að síður upp-
lifði Norma Jean það að verða
eins konar kærasta alls hins
vestræna heims, þökk sé kvik-
myndunum, strax á þrítugsaldri.
Hún giftist þrisvar, m.a. Arthur
Miller skáldi. Móðir Nonnu Je-
an, sem nú hét Marilyn Monroe,
hafði verið biluð á geði, en líf
Marilyn bauð nú ekki endilega
upp á mikið jafnvægi. Hún end-
aði líf sitt með of stórum
skammti af svefnlyfjum.
Þetta er í stuttu máli æviferill
Marilyn. Hún hafði gifst fót-
boltahetju, Joe DeMaggio, en
þau skildu. Frá því að Marilyn
andaðist og á meðan hann mátti,
lagði hann blóm á leiði hennar á
hverjum degi. Það var fallegur
svanasöngur um mikla stjörnu.
Eins og gefur að skilja fór mikið
orð af Marilyn á meðan hún var á
dögum. Fræg mynd var tekin af
henni í New York er kjóllinn
fauk upp um hana á gangstétt,
þegar vindsveipur kom upp um
loftgrind á stéttinni, þar sem hún
stóð. Hún átti marga elskendur
og margt óvildarfólk um sína
daga. Joan Crawford staðhæfði
að hún gengi í svo gegnsæum
nærbuxum að allt sæist hvenær
sem fyki upp um hana og John
F. Kennedy Bandai-íkjaforseti er
sagður hafa átt sína Monicu í
henni.
Indriði G. Þorsteinsson
fyrir rúmum fimmtíu árum við
að færa sér og
öðrum sigur
gegn illu valdi.
Mynd þessi
heyrh- til fortíð-
inni, eins og svo margt annað
SJÓNVARPA
LAUGARDEGI
tStemmningin
rauð og bar-
inn líka
Morgunblaðið/Halldór
HINIR „myndarlegu“ barþjónar Rauða barsins: Arnar,
Magnús, Páll og Sissd.
NÝR staður var opnaður á veit-
ingastaðnum Einari Ben. síðastlið-
ið föstudagskvöld og nefnist hann
Rauði barinn. „Eigandinn á annan
stað á Pasta basta sem nefnist Blái
barinn,“ segir Magnús Ríkharðs-
son aðspurður um nafngiftina. „Svo
er barinn rauður og stemmningin
líka.“
Hann segir að stefnt sé að því að
fá fólk inn á staðinn sem sé 26 ára
og eldra. „Svo er matargestum
vitaskuld velkomið að nýta sér þá
þjónustu sem þarna er í boði.“
En hvað var í boði um helgina?
„Við vorum með opnunarteiti og
buðum vinum og ættingjum og
þeim sem okkur þykir voðalega
vænt um,“ segir Magnús og hlær.
Hann segir að staðurinn verði
opinn fimmtudaga, fóstudaga, laug-
ardaga og sunnudaga. Einnig verði
hann notaður í einkaveislur, fyrir-
tækjaveislur og annan gleðskap.
En verða engar hljómsveitir?
„Við þurfum þess ekkert,“ svarar
Magnús kokhraustur. „Við emm
með svo fallega barþjóna. Við vilj-
um meina að þarna séu fallegustu
og yndislegustu barþjónar í bæn-
um.“
BIRGIR Sigfússon og Sigurður Helgason.
HLÍN Einarsdóttir og Helena María Jónsdóttir.
Ný útgáfa af lagi Bjarkar
► FJALLAÐ er um nýja og
endurhljóðblandaða útgáfu af
lagi Bjarkar „All Is Full Of
Love“, með þýska dúettinum
Funkstorung í New Musical Ex-
press. Þar segir að þessi „lát-
lausa vögguvísa" verði samsafn
af hljóðum sem aðeins „fengi
fólk út á dansgólfið á dansstaðn-
um Disobey" sem sé genginn
sér til húðar. „Samt, það er hug-
myndin sem gildir; það hvemig
Evrópa á nýrri ísöld er töfmð
fram ... plata sem kallar fram
velgju í maganum hlýtur að
hafa eitthvað jákvætt við sig.“
Lnkatónleikar ársins
TIW6GI
■/2\ .TjF IS í flllHjll h i -1-1
1 FFr.T» i n 11 » i m í i ii» i-1 1 • i **1. j ir<l. rí.íL-'t^^SRí'iiiiiM
Frábær danstónlist frá kl. 23.30 með
hljómsveitinni Saga Klass og söngvurunum Sigrúnu
Evu Ármannsdóttur og Reyni Guðmundssyni.
Birgir og Baldur með lauflétta stemningu og
líflega tónlist á
MÍMISBAR
-þín saga!
www.mbl.is