Morgunblaðið - 06.09.1998, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
*
f
5
+
Elskulegur sonur okkar og bróöir,
RAGNAR SMÁRASON,
Vesturási 30,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju
miðvikudaginn 9. september kl. 13.30.
Nanna Kristín Magnúsdóttir, Smári Emilsson,
Edda Ósk Smáradóttir.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ÞÓRDÍS EIRÍKSDÓTTIR,
Lambastekk 4,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðju-
daginn 8. september kl. 13.30. Jarðsett verður
í Fossvogskirkjugarði. Þeim, sem vildu minn-
ast hennar, er bent á Blindrabókasafn íslands.
Guðmundur Kristvinsson, Vilborg Guðlaugsdóttir,
Ómar Kristvinsson, Emma Blomsterberg,
Auðbjörg Kristvinsdóttir, Einar Björnsson,
Eiríkur Vignir Kristvinsson, Anna Dóra Gunnarsdóttir,
Stefán Halldór Kristvinsson, Ása Árnadóttir,
Þórhallur Kristvinsson, Hafdís Magnúsdóttir,
Svanur Kristvinsson, Valgerður Garðarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, bróðir, afi og langafi,
GUÐMUNDUR JENSSON
fyrrverandi yfirkennari,
Grundargerði 7,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju mánu-
daginn 7. september kl. 15.00.
Sigríður Þorkelsdóttir,
Brynja R. Guðmundsdóttir, Hafsteinn Skúlason,
Elín Guðmundsdóttir, Magnús Jóhannsson,
Sigrún Guðmundsdóttir, Böðvar Magnússon,
Skúli Jensson,
Ólafur Jensson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Útför föður okkar, afa og langafa,
ODDGEIRS SVEINSSONAR
málarameistara,
áður Brú við Suðurgötu,
fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn
8. seþtember kl. 15.00.
Sigrún Oddgeirsdóttir,
Oddgeir Björnsson, Rósa Jónsdóttir,
Matthías Bjömsson, Anna E. Gunnarsdóttir,
Birna Rún Björnsdóttir,
Hildur Rún Björnsdóttir, Hallur Hilmarsson,
Kristján Björnsson,
Tómas Oddgeirsson, Bergþóra Pálsdóttir,
Lára Hildur Tómasdóttir,
Einar Páll Tómasson, Sigrún Valdimarsdóttir,
Bára Tómasdóttir, Óskar Kristjánsson
og barnabarnabörn.
+
Útför systur okkar og mágkonu,
SIGRÍÐAR RAGNARSDÓTTUR,
Hrafnabjörgum,
Arnarfirði,
sem andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur
30. ágúst sl., fer fram frá Fossvogskirkju
mánudaginn 7. september kl. 13.30.
Anika J. Ragnarsdóttir,
Bergþóra Á. Ragnarsdóttir,
Gunnar Ragnarsson,
Höskuldur Ragnarsson,
Lilja Ragnarsdóttir,
Sigrún Ragnarsdóttir,
Guðjón Ármann Eyjólfsson,
Guðjón Á. Jónsson,
Anna Skarphéðinsdóttir,
Guðmunda Guðmundsdóttir,
Baldur Kristjánsson,
Ragnar Valdimarsson.
HELGIH.
HARALDSSON
Helgi H. Har-
aldsson fæddist í
Reykjavík 23. febrú-
ar 1915. Hann lést í
Landsspítalanum í
Reykjavík 28. ágúst
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Harald-
ur Jónsson, prentari,
f. 18.6. 1888, d. 9.9.
1977, og kona hans
Halldóra Svein-
björnsdóttir, f. 18.7.
1893, d. 30.4. 1931.
Alls eignuðust þau
hjón 10 böm en þijú
þeirra fæddust and-
vana. Eftirlifandi alsystkini Helga
em: Hörður, f. 28.2. 1916, Jón
Þórbergur, f. 6.8. 1917, og Hall-
dóra, f. 23.3. 1931. Látin em: Þór-
ir, f. 29. 3. 1921, d. 25.2. 1995, Sig-
urður, f. 28.12. 1922, d. 4.3. 1928,
og Sigþóra Jóna, f. 12.3. 1926, d.
31.3. 1927. Með seinni konu sinni
Guðrúnu Ragnhildi Guðmunds-
dóttur eignaðist Haraldur þijú
börn: Harald Sigurgeir, f. 25.2.
1942, d. 30.3. 1942, Karitas, f. 8.1.
1944, og Sigurrós, f. 17.3. 1947, d.
1.7. 1947. Helgi kvæntist 17. júní
1944 Marzelínu Kjartansdóttur,
sjúkraliða, frá Botni í Eyjafirði, f.
7.7. 1925, d. 30.11. 1989. Þau
bjuggu á Akureyri mestöll sín bú-
skaparár. Böm
þeirra era: 1) Rósa
Dóra, f. 16.12. 1940,
maki Pétur Jósefs-
son. Böm þeirra era
Helgi, Halldór, Hild-
ur, Hólmfríður, Am-
kell Logi og Þorkell
Máni. 2) Hrafnhildur,
f. 10.1. 1948. Börn
hennar eru Kjartan
Om, Rósa Mjöll og
Lína Dögg. 3) Hall-
dóra, f. 22.9. 1949,
maki Reynir Adólfs-
son. Börn þeirra eru
Halla Björk, Hrafn-
kell, Ragnhildur og Gauti Þór. 4)
Óskírð stúlka, f. 1.10. 1951, d.
11.12. 1951. 5) Kjartan, f. 3.11.
1952, maki Elín Margrét Hall-
grímsdóttir. Böra þeirra eru Jón
Ilelgi og Freydís Björk. 6) Harald-
ur Sveinbjöm, f. 27.12. 1957, maki
Hulda Stefánsdóttir. Börn þeirra
era Anna og Helgi. 7) Sólrún, f.
23.5. 1961. Börn hennar eru
Tómas Helgi, Jón Birkir, Andri
Már og Alda Ósk. Barnabarna-
böm Helga og Marzelínu eru sext-
án á lffi.
Utför Helga verður gerð frá
Akureyrarkirkju á morgun,
mánudaginn 7. september, og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Þegar hinn slyngi sláttumaður
reiðir til höggs þá biður maður sér
ekki griða. Enginn fær staðist hann,
ekki einu sinni gamlir erfiðisvinnu-
menn sem fæddust í fátækt, seigluð-
ust í gegnum erfíðleika millistríðsár-
anna, harða lífsbaráttuna eftir seinni
heimsstyrjöldina, léleg lífskjör og
löng verkföll sjötta áratugarins, -
erfíðisvinnumenn sem aldrei drógu
af sér við öflun lífsbjargar og máttu
ekki til þess hugsa að skila ekki heið-
arlegu dagsverki þótt kaupið væri
lágt.
Margir þessara manna áttu lítinn
kost á skólagöngu en urðu að leggja
sitt af mörkum til heimilis frá ung-
lingsaldri. A kreppuárunum fengu
þeir tíðum aðeins litla og oft illa
borgaða vinnu og ýmsir þeirra þoldu
ekki þá niðurlægingu sem í því fólst
að fullhraustum ungum mönnum var
neitað um vinnu. Kreppuárin er sá
tími í lífí þessarai- þjóðar sem lítið
hefur verið skrifað um og skáld okk-
ar og rithöfundar hafa sjaldnast gert
að yrkisefni.
Tengdafaðir minn, Helgi Haralds-
son, var í þeim hópi sem ekki vildi
hafa kreppuárin að umtalsefni. Hann
lifði þau sem ungur maður. Atvinnu-
leysi fjórða áratugar þessarar aldar
og þá mannlegu niðurlægingu sem
þvi var samfara talaði hann lítið um.
Það er ekkert undarlegt þótt
margt ungt fólk á þeim tímum þætt-
ist sjá roðann í austri er það lagði
hlustirnar við predikanir glæsilegra
kommúnistaleiðtoga eins og Einars
Olgeirssonar og Sigfúsar Sigurhjart-
arsonar, drakk í sig skáldskap Jó-
hannesar úr Kötlum og séra Sigurð-
ar í Holti og las bækur Nóbelskálds-
ins, Halldórs Laxness. Ki’eppu-
kommúnistarnir lögðu sig fram um
hófsamlegt líferni, lestur góðra bóka
og dugnað í starfí. Þeir trúðu því að
pólitísk stefna og aðferðir kommún-
ista væri sú blessun fyrir verkalýð-
inn og hjálpræði sem honum dygði.
Óska-landið var framundan.
Þótt lífsskoðanir okkar tengda-
föður míns væru að ýmsu leyti ekki
ólíkar, þá skildi trú hans á kommún-
ismann okkur að. Hann vildi ekki
glata trúnni á það sem hafði hrifið
hann sem ungan mann. En honum
runnu til rifja uppljóstranir níunda
áratugarins um meðferð leiðtoga
ýmissa kommúnistaríkja á þegnum
k v/ T-ossvogskirkjngarð .
\. Slmi. 554 0500 jfT
sínum og efaðist um að framkvæmd
kommúnismans í Sovétríkjunum
hefði verið í takt við þann kommún-
isma sem hann hafði hugsað sér. En
ég held að hann hafi fram í andlátið
trúað því að sú stefna jafnaðar með
bættum lífskjörum sem kommún-
isminn boðaði væri sú sem leiddi til
blessunar fyrir land og lýð.
Þrátt fyrir harða lífsbaráttu átti
Helgi þess kost að mega njóta ástar
sinnar á fögrum listum. Sem ungur
maður fór hann í tíma í teikningu
hjá Tryggva Magnússyni og skilur
eftir sig allmörg málverk sem flest
eru máluð eftir að hann fór á eftir-
laun og eru mest í eigu fjölskyldu-
meðlima. Þá naut hann þess að eiga
sér vinnustofu þar sem hann gat
smíðað og skorið út og eru þar á
meðal margir fallegir gripir sem
hann gaf börnum sínum og barna-
börnum.
Einnig var hann mikill áhuga-
maður um íslenska tungu og bók-
menntir og þá sérstaklega íslensk
skáldverk, ævisögur og ekki síst
ljóð. Hann las mikið, átti gott safn
bóka og hann var vel heima í ís-
lenskum fornsögum.
Þá var skógrækt eitt af áhuga-
málum hans og hann ræktaði á lóð
sinni ókjörin ein af trjáplöntum sem
hann gaf eða seldi eftir atvikum.
Verkalýðsbaráttan var honum
hugleikin og hann lét sitt ekki eftir
liggja og var varaformaður Iðju, fé-
lags verksmiðjufólks á Akureyri,
um árabil. Marga verkfallsvaktina
stóð hann og var einlægur baráttu-
maður fyrir bættum kjörum félags-
manna og herinn vildi hann burt.
Helgi var ekki hávaxinn maður en
vel vaxinn og aíburða hraustmenni
og vom þar ekki margir sem fóru í
fötin hans. En hraustmennið var
orðið áttatíu og þriggja ára er hann
lést en hann hafði um nokkurt skeið
þjáðst af hjartabilun. Síðastliðinn
vetur var honum mjög erfiður og
má segja að hann hafí þá legið
margar banalegur en hraustmennið
lét ekki bugast.
Það var fyrir nokkrum dögum að
hann brá sér til Reykjavíkur með
syni sínum til þess að hressa upp á
áttræðan bróður sinn sem þá hafði
skömmu áður gengist undir hjarta-
uppskurð á Landspítalanum. Þá er
heimsóknartímanum lauk gekk hann
fram á gang spítalans en kenndi sér
meins og féll við. En þá er hjúkrun-
arfólk vildi ljá honum hjólastól til
þess að fara í á sjúkrastofu þá af-
þakkaði hann, gekk sjálfur í sjúkra-
stofu og mætti örlögum sínum með
sömu karlmennsku og hann hafði lif-
að lífi sínu. - En enginn má við hin-
um slynga sláttumanni.
Pétur Jósefsson.
Elsku langafí, nú ertu farinn og ég
er enn að átta mig á því að við hitt-
umst ekkert meir í þessu lífi. Það er
ekki nema rétt vika síðan ég kvaddi
þig því þú varst að fara til Reykja-
víkur, þar sem þú fæddist, og hitta
bræður þína, barnaböm og barna-
barnabörn sem þar búa. Ekki grun-
aði okkur mömmu að þú myndir ekki
snúa þaðan aftur. Við vorum viss um
að næst þegar við kæmum í Rauðu-
mýrina væri þú í kjallaranum þínum
að smíða fallega hluti sem allh- í fjöl-
skyldunni fengu að njóta góðs af.
Þessir hlutir eru okkur nú ómetan-
legir því þeir minna okkur á þig og
líka fallegu myndirnar sem þú mál-
aðir handa okkur.
Það verður skrítið fyrh- mig, elsku
langafí minn, að koma nú í Rauðu-
mýi-ina til ömmu þegar þú ert ekki
lengur þar. Ég hleyp ekki lengur
niður í kjallara til að athuga hvað þú
ert að gera. Ég á heldur ekki eftir að
tefla við þig eða vinna með þér í
garðinu, því ég var „vinnumaðurinn“
í Rauðumýrinni og þið amma máttuð
helst ekkert gera nema ég væri með
ykkur. Það er ekki lengra síðan en í
vor að settar voru niður kartöflur
fyrir þig og þú varst svo ánægður að
sleppa við það. Ég vissi ekki af því
fyrr en seinna um daginn og var svo
sár að ég grét mig í svefn um kvöldið
og spurði hvort ég væri ekki vinnu-
maður lengur í Rauðumýrinni.
Elsku langafí minn, það er erfítt
að kveðja þig því í þau sex ár sem ég
hef lifað hafa ekki verið margir dag-
ar sem við höfum ekki eitthvað hist.
Ef einhverjir dagar liðu án þess að
við hittumst spurðirðu alltaf eftir
mér og ég mátti alltaf vera hjá þér ef
ég þurfti að vera í pössun. Oft óskaði
ég mér þess þegar þú varst lasinn að
þér mundi batna. Ög nú trúi ég því
að þér sé batnað og líði vel hjá
langömmu. En við mamma munum
sakna þín og muna eftir þér sem
góðum afa þangað til við hittumst á
ný-
Þinn
Aron Orn.
Að minnast Helga frænda með
nokki'um orðum er vel við hæfí. Ég
er nokkuð viss um að hann hefði ekki
verið neitt sérstaklega ánægður með
að mörg orð væru notuð um það sem
segja þyrfti. Hann vai’ einn af þeim
sem var aldrei með neinar málaleng-
ingar um hlutina, heill og sannur i
gegn. Ur fjarlægð hafði ég fylgst
með erfíðum veikindum hans síðast-
liðið ár þar sem ekkert virtist geta
bugað hann eða beygt, hann átti enn
svo mikið eftir að gera á smíðastof-
unni sinni þar sem margir listafínir
hlutir urðu til, flesth' ætlaðir börnum
hans og fjölskyldum þeirra. Ég var
ekki höfð útundan, „svona ef ég gæti
notað þetta“ þá mátti ég eiga það
sagði hann við mig fyrir mörgum ár-
um af sínu alkunna lítillæti.
Nokkrum dögum íyi’ir andlát hans
náðum við að spjalla saman svona
eins og við höfðum stundum gert áð-
ur. Hann þurfti að segja mér svo
mikið, fullur af eldmóði sagði hann
mér skoðanir sínar á mönnum og
málefnum aðallega pólitík og eins og
svo oft áður tókst honum að fá mig
til að hugsa hvað þetta væri nú allt
saman satt og rétt sem hann hélt
fram. I áratugi hefur verið mikill
vinskapur á milli Helga og móður
minnai’ og fjölskyldna þeirra beggja.
Þau voru einnig mikið skyld og það
sem batt þau sérstökum böndum var
að þau voru bæði Reykvíkingar. Ein-
hvern grun hef ég um að þau hafi
verið hvort öðra betri en enginn þeg-
ar þau ung fluttust bæði hingað til
Akureyrar og settust hér að. Nú hef-
ur Helgi lokað dyrunum að smíða-
stofunni sinni í síðasta sinn, hann
kvaddi þennan heim í Reykjavík ný-
búinn að hitta bræður sína sem voru
honum mjög kærir. Margir munu
sakna Helga, sérstaklega fjölskylda
hans sem er stór og hann bar sér-
staklega fyrir brjósti. Helgi var gift-
ur Marzelínu Kjai’tansdóttur sem
lést fyrir nokkrum árum. Ég þakka
Helga og Línu alla þeirra góðvild og
tryggð í minn garð. Helgi var eftir-
minnilegur maður, afdráttarlaus í
skoðunum, listasmiður, víðlesinn og
fróður, trúlega ekki allra, en raun-
góður þeim sem til hans leituðu.
Þannig mun ég minnast hans.
Elísabet Hjörleifsdóttir.