Morgunblaðið - 06.09.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.09.1998, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá Furðuleikhúsið og Draumasmiðjan frumsýna í dag nýtt fjölskylduleikrit í Operunni. Geir Svansson fylgdist með rennsli á Avaxtákörfunni og ræddi við leikstjóra og tvo ávexti. HOLTAVÖRÐUHEIÐI hefur hingað til hvorki þótt bjóða upp á búsældarlegar jarðir né frjósaman jarðveg. Freðmýrar eru ekki væn- legar til grænmetisræktar hvað þá að þar spretti ávextir. Hvað sem því líður eiga ávextir, grænmeti og ber sem verða á fjölum Óperunnar ræt- ur að rekja norður á hrjóstruga heiðina. Að sögn Gunnars Gunnsteinsson- ar leikstjóra kviknaði hugmyndin að fjölskylduleikritinu Avaxtakörfunni, einmitt á téðri háfjallaleið þegar höfundur leikritsins, Kristlaug Mar- ía Sigurðardóttir og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, höfundur tón- listar, voru þar á ferð fyrir allmörg- um árum. „Þama kom yfir þau sú hugmynd að gera saman söngleik sem héti Avaxtakarfan. Svo gerist það nokkrum mánuð- um síðar að ég og Kristlaug erum á þessari sömu heiði og hún segir mér frá þessu. Þetta var fyrir um fimm árum og við enn í leiklistarskólan- um. Hugmyndin skaut þar með rót- um en undanfarin tvö ár höfum við unnið markvisst að þessu; sótt um styrki, skrifað, samið músík og gert allt sem þessu fylgir. Meðgangan er því búin að vera löng.“ Gunnar er menntaður leikari frá Leiklistarskóla íslands og útskrif- aðist þaðan árið 1993. Síðan þá hef- ur hann meira leikstýrt en leikið, m.a. ýmsum áhugaleikfélögum úti á landi. „Svo hef ég starfað í Furðu- leikhúsinu, bæði sem leikari og leik- stjóri.“ Stífar æfingar Höfundur Ávaxtakörfunnar hefur áður skrifað fjögur útvarpsleikrit, m.a. Brúnu skóna og Sveitasælu svo eitthvað sé nefnt. I fyrra vann hún til verðlauna í Sviss í sjónvarps- handritakeppni á vegum Euro- vision. Hún býr úti í Danmörku núna en verður viðstödd frumsýn- ingu. Lagahöfundurinn, Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, er landskunnur tónlistarmaður úr Todmobile. Leik- arar eru ellefu, þau, Andrea Gylfa- dóttir, Hinrik Ólafsson, Margrét Kr. Pétursdóttir, Selma Pétursdótt- ir, Linda Asgeirsdóttir, Gunnar Hansson, Sjöfn Evertsdóttir, Kjart- an Guðjónsson, Guðmundur I. Þor- valdsson, Ólöf Sverrisdóttir og Val- gerður Guðnadóttir. Búninga hann- ar María Ólafsdóttir, um ljósin sér Alfreð Sturla Böðvarsson, dansa semur Jóhann Freyr Björgvinsson og framkvæmdastjóri er Hrafnhild- ur Hafberg. „Við erum búin að æfa stíft í sex vikur en vorum búin að hittast löngu áður og lesa saman. Ég vil árétta að Ávaxtakarfan er Morgunblaðið/Þorkell GEDDA gulrót (Andrea Gylfadóttir) lögð í einelti. GUNNAR Gunnsteinsson leikstjóri. þetta. Hann er bara fimm ára,“ seg- ekki bara bamaleikrit; það fá allir eitthvað fyrir sinn snúð,“ segir Gunnar leikstjóri. Forboðið grænmeti Þótt gleði og leikur séu ríkjandi í Ávaxtakörfunni er í henni alvarleg- ur undirtónn og góður boðskapur. „Leikritið fjallar um einelti og óréttlæti án þess að gera það á leið- inlegan hátt. Fjör og gleði er í fyrir- rúmi. Engar töfralausnir en með leikritinu er maður að draga þessa umræðu fram í dagsljósið." Svo vill til að í ávaxtakörfunni ríkir ákveðin stéttaskipting. Og þeir sem ekki eru „fullgildir“ ávextir, eins og Maja litla jarðarber, verða undir í lífinu. Ailir skipa Maju fyrir. Ávextirnir líta stórt á sig og einn þeirra, Immi ananas, hefur ákveðið að krýna sjálfan sig konung. Leik- ritið gerist meðan krýningarveislan er undirbúin. Ýmislegt óvænt gerist þegar gul- rót lendir óvart í körfunni daginn fyrir krýninguna og það verður uppi fótur og fit. Eins og allir vita hata ávextir græn- meti. Gulrótin er sett í hlut- verk þjónust- unnar en Maja hækkar í tign og fær það hlut- verk að halda gulrótinni að verki. En gulrótin er gáfuð og með mikla réttlætis- kennd og allt eins víst að hún komi öllu í upp- nám í Ávaxta- körfunni. Ber er hver að baki I leikritinu láta ýmsir mannlegir brestir á sér (s)kræla hjá ávöxtun- um og Maja jarðarber fær ekki síst að finna fyrir því. Eða fannst henni ekki vont að vera lögð í einelti? „Agalegt, alveg hræðilegt. Hrylli- lega einmanalegt. Ég kvíði fyrir því að láta strákinn minn horfa upp á ir Maja (Margrét Kr. Péturdóttir) og hlær. En fyrst þetta var svona vont hvers vegna breytti hún þá al- veg eins gagnvart gulrótinni? „Ég veit það ekki alveg. Það em bara svo margir sem leggja aðra í einelti af hræðslu við að verða sjálfir lagðir í einelti. Þannig að maður svarar bara fyrir sig. Það er auðveldara að Kristín R. Sigurðardóttir syngur í Listasafni Kópavogs Ef griinnnrinn er réttur er alltaf hægt að bæta við MÁNUDAGSKVÖLDIÐ 7. sept- ember verða tónleikar í Listasafni Kópavogs þar sem Kristín R. Sig- urðardóttir sópransöngkona og Jónas Ingimundarson píanóleikai-i flytja lög úr ýmsum áttum. Tón- leikamir hefjast kl. 20.30. Kristín Ragnhildur Sigurðar- dóttir er ung söngkona sem á að baki langt og mikið söngnám. „Ég hóf mitt söngnám ung í Tónskóla Sigursveins og síðan fór ég í Söng- skólann í Reykjavík þar sem ég út- skrifaðist af áttunda stigi árið 1993. Sama haust fór ég út til Ítalíu til borgar sem heitir Rovigo. Þar var ég í námi hjá Rinu Malatrasi til 1996. Rina er mjög frægur ítalskur söngkennari og hefur kennt þó nokkuð mörgum íslendingum. Ég var alltaf í einkanámi hjá henni og vildi endilega ná þessum „bel canto“-stfl sem hún er með og legg- ur mikla áherslu á. Ég var í námi hjá henni svo lengi sem ég taldi mig þurfa, eða í rúm þrjú ár.“ „Fagur söngur" Nám Kristínar á Ítalíu var sér- stætt vegna áherslunnar á „bel canto“-tæknina. „Allir söngvarar vilja náttúrlega hafa þessa tækni. Hún er samt mjög umdeild. „Bel canto“ þýðir „fagur söngur". Stíll- inn er upprunninn á Ítalíu og fund- inn upp af munkum fyrr á öldum. Hann hefur síðan þróast en bygg- ist á því að röddin er laus frá háls- inum, ef svo má segja, og mikið lagt upp úr áreynslulausri tón- myndun. Með þessu móti á röddin að geta borist mun lengra. Maður á að vera fær um að fylla risastóran sal og útileikhús. Þeir sem eru með góða svona tækni hafa mjög kraftmikla, sterka rödd. Hvort sem hún er stór, smá, há eða djúp.“ Kristín telur sig hafa náð tökum á þessari tækni. „Að minnsta kosti þeim grunni sem ég get svo byggt ofan á. Nær enda- laust. Ef grunnurinn er réttur er alltaf hægt að bæta við.“ Kristín kom heim úr náminu fyr- ir einu og hálfu ári ásamt unnusta sínum, Arnari Hjálmtýssyni. „Hann var líka í söngnáminu með mér í eitt ár. Hjá sama kennara. Eftir að við komum heim héldum við svo tónleika saman í Víðistaða- kirkju. Þetta var svona meira í gamni gert fyrir fjölskyldu og vini til að leyfa þeim að heyra árangur- inn af náminu á Ítalíu." Söngverkefni verða augljóslega ekki til af sjálfu sér fyrir ungar söngkonur. „Ég hef svona reynt að dúlla eitthvað síðan ég kom heim. Maður þarf náttúrlega að finna upp á einhverju sjálfur og leita sér verkefna." Eitt af söngverkefnum Kristínar hefur tengst Skagfirsku söngsveitinni. „Við fórum m.a. í tónleikaferðalag til Evrópu og sungum í Prag, Búdapest og Vín. Við erum líka búin að fara saman út um allt land og halda tónleika." Þar fyrir utan hélt Kristín tónleika ásamt píanóleikara og trompetleik- ara. „Við fluttum barokklög iýrir sópran og trompet. Við héldum tón- leika í Reykjavík og á þremur stöð- um úti á landi, m.a. úti í Eyjum.“ Tónleikarnir í Kópavogi eru fyrsta verkefnið sem Kristín vinn- ur með undirleikara sínum, Jónasi Ingimundarsyni píanóleikara. „Mig langaði að fá góðan undirleikara sem gæti æft prógramm á stuttum tíma. Ég spurði Jónas og hann var strax tilbúinn. Við ákváðum þetta 6. ágúst og erum því bara búin að æfa í mánuð. En þetta er búið að vera vinna og voða gaman. Jónas hefur náttúrlega hjálpað mér heil- mikið. Hann hefur svo mikla reynslu og hefur unnið mikið með söngvurum. Hann getur jafnvel Morgunblaðið/Júlíus KRISTÍN Ragnhildur Sigurðar- dóttir sópransöngkona. leiðbeint manni með framsetningu raddarinnar." Fjölbreytt efnisskrá Efnisskrá tónleikanna er fjöl- breytt og mjög blönduð. „Ég er ekki bara með ítalskt heldur valdi líka skandinavískt, Grieg, Sibelius og svo 0. Merikanto, sem er fmnskur. Ég syng lagið hans á finnsku þótt ég kunni hana ekki. Mér fannst það hæfa laginu betur. Ég er með lög eftir íslenska höf- unda; Björgvin Þ. Valdimarsson, Pál Isólfsson og tvö lög eftir Sig- valda Kaldalóns. Ég syng líka tvö verk eftir Haydn. Svo enda ég á tveimur ítölskum aríum. Svona til að sýna það sem ég hef verið að læra.“ Viltu læra að teikna? Teikninámskeið fyrir byrjcndur og lengra komna. Einnig vatnslitun. Lærður kennari. Upplýsingar í síma 554 6585 e. kl. 18:00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.