Morgunblaðið - 06.09.1998, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 06.09.1998, Blaðsíða 64
T|N|T| Express Worldwide 580 1010 íslandspóstur hf Hraðflutningar MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK DRANGA-JA \ .'Jökulbunga JOKULL Jrýrnbilsst ;<8/ vaS* Háafell Kaldárvatn Kaffi og lummur í JSænautaseli TALSVERT hefur verið um heimsóknir gesta og gangandi í Sænautasel á Jökuldalsheiði í sumar. Þar var torfbær endur- byggður á vegum Jökuldals- hrepps og geta ferðamenn fengið leiðsögn um bæinn og skyggnst inn i gamla tíma. Einnig er þeim gefinn kostur á að fá kaffi og lummur og jafnvel hákarl. Sæ- nautasel er ekki langt frá þjóð- veginum um Jökuldalsheiði. Þar var búið á árunum 1843 til 1943 er bærinn fór í eyði. Arið 1992 var hafist handa við endurbygg- ingu, sem lauk ári síðar. Hlutafjárútboð Trygg- ingamiðstöðvarinnar Bæjnfjall ^ Hagstæðara gengi fyrir starfsmenn ^HLUTAFÉ í Tryggingamiðstöðinni hf. að nafnvirði tæplega fjórar millj- ónir króna verður boðið út í vikunni. Verður starfsmönnum auk maka boðið að kaupa 10 þúsund króna hlut að hámarki á genginu 14 en almennt útboðsgengi á 15 þúsund króna há- markshlut að nafnverði verður 25. Ekki er um nýtt hlutafé að ræða heldur eldra hlutafé sem verið hefur í eigu félagsins og er að nafnvirði 3.946.159 kr. „Rökin fyrir hagstæðara gengi til starfsfólksins eru þátttaka þess í gengi fyrirtækisins,“ sagði Gunnar Felixson, forstjóri Tryggingamið- stöðvarinnar, aðspurður um mun á almennu útboðsgengi og gengi fyrir starfsmenn. „Við teljum það líka ®fchafa góð áhrif á starfsanda og áhuga starfsfólks á velgengni fyrirtækis- ins.“ Um 60 manns starfa hjá Trygg- ingamiðstöðinni hf. og hafa þeir ekki átt hlutafé í fyrirtækinu áður. Gunn- ar segir tilgang útboðsins vera þann að fjölga í hluthafahópi fyrirtækisins og uppfylla skilyrði Verðbréfaþings íslands um skráningu á Aðallista. Til að svo megi verða þurfa hluthafar að vera 300. I dag eru þeir um 130 og segir Gunnar að stefnt sé að því að hluthafar verði um 400. Morgunblaðið/RAX STAÐKUNNUGIR hafa uppgötv- að merki um að stórt jökulhlaup hafi komið fram úr Drangajökli í Kaldalón nýlega og að sögn Indriða Aðalsteinssonar, bónda á Skjald- fönn, eru ekki til frásagnir af slíku hlaupi úr Drangajökli áður. „Þetta hefur verið afskaplega mikið hlaup á mælikvarða þessa jökuls hér, þó það jafnist náttúr- lega ekki á við þau hlaup sem koma úr skaftfellsku jöklunum, en þetta er samt eins konar vasaútgáfa af þeim,“ segir Indriði. „Hlaupið hefur brotist fram á einum stað, úr Kaldalónsjökli í botni Kaldalóns, úr göngum sem eru svipuð að vídd og Hvalfjarðar- göngin. Þau hafa vafalaust verið sneisafull af vatni í einhver dægur. A báða vegu við jökulinn hefur mikið stórgrýti gengið til hliðanna og óhemju framburður hefur safn- ast fyrir innst við jökulinn. Hækk- unar á landi gætir um kílómetra niður frá honum og þó er töluvert vítt milli hlíða. í þessum framburði er gífurlegt magn af jarðvegsefn- um, jakahröngli, jökum og stór- grýtisbjörgum. Svo að notuð sé viðmiðun sem allir geta áttað sig á þá eru björgin á stærð við sæ- greifajeppa og jafnvel stærri. Þetta sýnir hvað krafturinn hefur verið mikill. Svona 3-4 kílómetra niður eftir frá jöklinum er jakamulningur um allt og einnig um allar eyrar á ársvæðinu." Skörð í varnargörðum Mórillubrúar Indriði segir að brúin yfir ána Mórillu og vegurinn, sem eru 4-5 kílómetra frá skriðjöklinum, hafi sloppið við skemmdir en tvö skörð séu þó í vamargörðum sem verja eiga brúna. Kaldalónsjökull og aðrir skrið- jöklar úr Drangajökli voru áratug- um saman að hopa en að sögn Ind- riða snerist sú þróun við fyrir fjór- um áram og Kaldalónsjökull hefur síðan gengið fram um rúman kíló- metra. ,AHur norðurhluti jökulsins er nú á hreyfingu niður í Kaldalón, Leirufjarðarbotn og Reykjafjörð frá hábungu jökulsins sem er rétt rúmir níu hundruð metrar. Flóðið hlýtur að vera eitthvað því tengt.“ Páll Jóhannesson bóndi í Bæ var fyrstur til að taka eftir ummerkjum hlaupsins, en að sögn Indriða voru litlar líkur til þess að aðrir en stað- kunnugir yrðu þeirra varir frá veg- inum. Stórt jökulhlaup úr Drangajökli í Kaldalón Morgunblaðið/Kristinn Frakkar unnu á Akranesi LANDSLIÐ Frakka og íslend- inga, yngri en 21 árs, mættust í leik á Akranesi í gær og Iauk leiknum með sigri Frakka, 2-0. Nicolas Anelka skoraði fyrra Tnarkið á 3. mínútu og Daniel Moriera það síðara á 15. mínútu. Frönsku Iandsliðsmennirnir, sem komu hingað til Iands á föstudag, hafa haft í mörg horn að líta, eins og t.d. Zidane sem áritaði veggspjöld hjá Adidas-umboðinu. Landsbankinn hyggst opna fjarvinnsluútibú LANDSBANKI íslands hf. á nú í viðræðum við Islandspóst hf. um opnun lítilla fjarvinnsluútibúa á nokkrum stöðum þar sem bankinn hefur ekki afgreiðslu nú. Þessi tölvuvæddu útibú verða í húsnæði íslandspósts og byggjast að miklu leyti á sjálfsafgreiðslu viðskipta- vina bankans. Að sögn Halldórs J. Kristjáns- sonar, aðalbankastjóra, kemur einnig til greina að þjónustufulltrú- ar veiti þar ráðgjöf á fyrirfram aug- lýstum tíma. Halldór segir ekki á döfinni að loka neinum útibúum sem Lands- bankinn rekur nú úti á landi, né Til greina kemur að sameina útibú á höf- uðborgarsvæðinu heldur að breyta þeim í fjarvinnslu- útibú. Frekar komi til greina að sameina tvö til þrjú útibú á höfuð- borgarsvæðinu í hagræðingarskyni. Halldór segir unnið að því að ein- falda og sérhæfa þjónustu á af- greiðslustöðum bankans. Þar sé horft til nýrrar tækni sem verði mikilvægur þáttur í aukinni hag- ræðingu. Mikil aukning hefur orðið á notkun hraðbanka Landsbankans og jókst notkun þeirra um tæp 50% á milli mánaðanna júní og júlí í sumar. Unnið er að því að sameina skrif- stofur VÍS og LÍFÍS afgreiðslustöð- um Landsbankans víða um land. Sú sameining hefur þegar orðið á Norð- firði og Homafirði og verður á næst- unni í Ólafsvík, Grindavík, Sand- gerði, Króksfjarðarnesi, á Vopna- fírði og Hvolsvelli svo dæmi séu tek- in. Þar verður hægt að fá almenna bankaþjónustu, verðbréfaþjónustu, líftryggingar og almenna trygginga- þjónustu á sama stað. ■ Landsbankinn/10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.