Morgunblaðið - 06.09.1998, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.09.1998, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1998 39 um og ber í dag ör eftir að þær slökktu í sígarettu á hálsinum á mér.“ Réðust þær á þig? „Þetta voru aðskilin atvik og eft- ir smátíma var þetta orðið að við- urkenndu og opinberu hatri okkar á milli. Ég get best útskýrt þetta þannig að þær hafi ekki vitað hvernig ætti að bregðast við þessu félagasambandi sem ég hafði við strákana og hafi ekki getað sætt sig við þá athygli sem ég fékk frá þeim. Ég veit ekki hvort það er or- Ég hef alltaf verið dálítil brussa og strákastelpa. sök eða afleiðing, en ég hef alltaf átt meiri samleið með strákum en stelpum. Annars veit ég ekki hvort ég er rétta manneskjan til að ákveða ástæðuna fyrir þessum of- sóknum - það er bara svo mikið hormónaflæði í gangi á þessum ár- um. En það sniðuga er, að sumar þeiri-a hafa komið til mín seinna og beðist afsökunar og eru vinkonur mínar í dag.“ Vissirðu út í hvað þú varst að fara þegar þú byrjaðir að æfa kara- te? „Ég hafði ekki hugmynd um það. En það sem er svo gott við karate, er að kennslan gerist stig af stigi. Hreyfíngarnar höfum við aldrei gert áður, við uppgötvum vöðva sem við höfum aldrei notað áður og það er hluti af því hvers vegna fólk endist lengi í þessari íþróttagrein. Það er endalaust hægt að læra rneira." Allt undir manni sjálfum komið Ert þú þein-ar skoðunar að þetta sé ekki síður andleg en líkamleg íþróttagrein? „Já, ég held að til að byrja með felist andlega þjálfunin aðallega í því að í karate ertu ekki að einbeita þér að heilu liði, heldur bara sjálf- um þér. Þetta er auðvitað munur- inn á einstaklingsíþrótt og hópí- þrótt - þótt ég eigi erfitt með að kalla karate íþrótt. Gott gengi velt- ur einungis á því að þú hefur sjálf- ur lagt þrotlausa vinnu í æfingarn- ar, en ekki vegna þess að allt liðið hefur einhvern samhljóm eða að liðsmenn þess vinni vel saman. Það krefst mikils aga og sjálfsskoðunar að vera lengi í íþrótt þar sem ár- angurinn er svona mikið undir manni sjálfum kominn. Þú veist að þegar þér gengur illa, er það vegna þess að þú hefur ekki æft nógu vel. Það er engin önnur afsökun. Af sömu ástæðum geturðu þakkað sjálfum þér heiðurinn þegar vel gengur." Hvers vegna áttu erfitt með að kalla þetta íþrótt? „Vegna þess að íþrótt er eitthvað sem þú stundar einungis inni í íþróttasal eða í keppni. Hugarfarið sem áralöng þjálfun í karate fram- kallai' er hugarfar sem þú nýtur góðs af alla ævi, tuttugu og fjóra tíma sólarhrings. Þú finnur þetta þegar það gerist og eftir það áttu erfitt með að kalla karate eingöngu íþrótt. Þetta er list, íþrótt og lífs- sýn. Þetta sér maður ekki síst þegar maður hittir mai'ga færustu kara- temenn heims og fær að njóta þeirra forréttinda að æfa hjá þeim. Þeir ei-u allir misjafnir, bæði tæknilega og persónulega en það sem þeir eiga allir sameiginlegt er háttvísi, virðing fyrir öllu í kring- um sig og gífurlegur andlegur styrkur. Þetta er eitthvað sem við, sem æfum, ásælumst öll. Þetta er það takmark sem við stefnum að - ekki alþjóðlegir titlar, heldur að ganga þessa löngu leið sem karate er.“ Fannstu strax að þetta væri íþrótt sem ætti við þig? „Já, einhverra hluta vegna pössuðu öll stykkin í púsluspilinu saman. Það var tilhlökkun en ekki kvöð að fara á æfingu. Maður er misvel undir það búinn að fara á æfingu og það er eðlilegt að áhuginn sé sveiflukenndur en löngunin í framfarir er alltaf til staðar og það að finna að maður hefur meira vald á ákveðinni tækni en í síðustu viku veitir vellíðan." Þjálfarinn Nú hefur þú líka þjálfað barna- og unglingahópa. Er það hluti af lífssýn karatemannsins? „Frá því að ég tók svart belti hef ég þjálfað fullorðna. Líf í karate felur það í sér að kenna öðrum. Maður lærir mjög mikið á því að vera þjálfari, ekki bara tækni, heldur um mannleg samskipti. Við það opnast nýtt svið þar sem mað- ur getur bætt sig. Það er hægt að vera rosalega fær í karate að öllu leyti og endalaus viskubrunnur um listina en til að vera góður þjálfari þarftu að hafa þann eiginleika að geta kennt. Þú þarft að hafa hæfi- leika til að laða fram það besta í nemendum þínum, láta þá horfast í augu við vankanta sína og veita þeim styrk til að bæta sig.“ Er munur á því að þjálfa börn og fullorðna? „Það er tvennt ólíkt. Við að kenna börnum fer maður dálítið í uppalendahlutverkið, sérstaklega þegar maður er með börn frá fimm ára aldri. Þá blandast saman að vera þjálfari og að vera fyrirmynd. Leir bamanna er svo miklu mýkri en leir fullorðinna. Það veldur því að ábyrgðin er meiri gagnvart börnunum. Við kennslu fullorðinna er meira tækifæri til að kenna tæknilega hluti. Líkaminn er fullþrosk- aður og samhæfingin milli líkama og hugar oft mehi. Þá gefst meira tóm til að velta smáatriðum fyrir sér. Allir sem vinna með börn, vita hversu gef- andi starf það er og hvað fylgir því mikil gleði að umgangast þau. Eftir smátíma fer maður að líta á þau sem sín eigin. Ég á til dæmis oft erfiðara með að fylgja mínum krökk- um á mót heldur en að keppa sjálf.“ Krefst þess ekki að þú sért ungur Nú varst þú orðin nokkuð stálpuð þegai' þú byrjaðir að stunda þessa íþróttagrein, en hefur náð miklum ár- angi'i á þessum tíma. Er ekki æskilegt að byrja ungur? , jUgengur tími upp í svart belti eru fimm til sex ár, ef þú æfir allan tímann, án þess að taka frí, svo þetta er allt inn- an eðlilegra marka hjá mér. Það er nefnilega þannig að þú ert byrj- andi fram að svarta belti, en þegar þú ert kominn þetta langt, ertu kominn með grundvallar þekkingu til að þróa þitt karate sjálfur. Þannig að það að byija ungur veitir manni forskot og gef- ur manni lengri tíma til að byrja snemma að þróa sitt eigið. En það er einmitt einn af kostum karate, að það krefst þess ekki að þú sért ungur. Þú ræður þínum æfingum sjálfur, með hvaða hraða og styrk þú gerir þær og þess vegna er meðalaldur á æfingum um og yfir þrítugt í fullorðinshópunum. Færustu karatemenn heims, sem ferðast um allan heiminn og kenna, eru um og yfir sextugt. Þetta er íþrótt sem þú getur stund- að alla ævi og það er ekkert skil- yrði fyrir góðu gengi að byrja ung- ur. En það gefur manni óneitan- lega forskot." Skortur á andstæðingum Nú hefur þú þurft að æfa mikið á móti strákum. Hverjir eru kostii-n- ir og gallarnir við það? „Staðreyndin er sú að ég á sífellt undir högg að sækja hvað varðar þyngd og höggþunga. Ég æfi aldrei í vernduðu umhverfi. Þetta gerir það að verkum að það eru fáir and- stæðingar í kvennaflokki á alþjóða- grundvelli sem ég hræðist sökum þyngdar og höggþunga. Þetta er góður eiginleiki að hafa í keppni. Gallarnir eru hins vegar þeii' að munur á kvenna- og karlakeppni í karate er þó nokkur, að minnsta kosti í kúmite. Aður fyrr fékk ég mikið af refsistigum sökum of mik- ils höggþunga þegar ég var að keppa á móti stelpum - og það ger- ist enn. Ég hef þurft að einbeita mér að því að létta á höggunum þegar ég keppi á móti stelpum. í kúmite vinnst slagurinn á því að hafa fullkomna stjórn á árásum. I því felst að meiða ekki andstæðing- inn en þó sýna fram á að maður hefði getað gert fullkomna árás og þannig firrt sig vandræðum. Stjómin felst í því að komast inn fyrir varnir einstaklingsins án þess að hann fái rönd við reist. Hérna heima hefur mig skort andstæð- inga undanfarið. Ég hef aðallega þurft að einbeita mér að því að fá ekki refsistig til að aðrar konur þori að keppa á móti mér. Það hef- ur gengið vel, ég hef ekki fengið refsistig í þrjú ár í keppni á Islandi og nú eru að koma upp mjög efni- legar stelpur. Núna skilur aðallega keppnisreynsla á milli. Svo er ann- að. Það er hægt að æfa endalaust hér heima og bæta tæknina, en til þess að öðlast keppnisreynslu sem er nauðsynleg til sigurs, verðum við að fá fleiri tækifæri til að kom- ast til útlanda að keppa. Því miður hafa styrkveitingar til slíkra hluta ekki verið mjög algengar." Er æskilegt fyrir stelpur að stunda karate? „Ég held að karate sé farið að vera miklu meira mál fyrir konur en karla sem stunda það. Stelpur eru oft aldar upp samkvæmt hefð- um samfélagsins. Þær eiga að leika sér að „stelpudóti", stunda „stelpu- leiki“ og haga sér „eins og stelpur“. Til þess að þær, í fyrsta lagi, átti sig á því að þær hafi áhuga á ein- hverju sem er eins langt frá hefð- bundnu stelpuuppeldi og karate er, þá þurfa þær að búa við frjálslegt uppeldi, víðan sjóndeildarhring og áræði til að fylgja eftir þessum áhuga. Því er það oft að stelpur eru orðnar eldri en strákar þegar þær prófa karate fyrst. Þær hafa marg- ar aldrei upplifað bardaga í neinum skilningi og um leið og þær gera það, uppgötva þær nýja hlið á sjálf- um sér sem þær sjálfar hafa aldrei þekkt - en líkar vel við. Þessu er jafnvel hægt að líkja við uppljóm- un. Inni í karatesal fá stelpumar tækifæri til að standa jafnfætis strákunum. Sé tæknin gerð rétt á vöðvamassi ekki að skipta máli. Það er mikil synd að foreldrar sem ekki hafa kynnt sér karate og heimspekina á bak við það neiti bömum sínum, einkum dætram, um þessa upplifun. En það er nokkuð algengt." Þú þorir í dag að labba niður í miðbæ á helgarnóttum? „Já. Ég er oft spurð að því hvort ég gæti varið mig ef hundrað kílóa maður ætlaði að ráðast á mig. Ég get aldrei sagt með vissu - já. Það getur enginn. En ég veit hins veg- ar að ég er betur undir það búin heldur en manneskjan við hliðina á mér. Þegar einhver ræðst á mann, hljóta fyrstu viðbrögð að vera svakaleg hræðsla, bara við það að lenda í áflogum. Ef þú hefur æft að vera í þessari aðstöðu margoft áð- ur, þá hættirðu að hræðast það og ert því betur undir það búin að gera þitt besta. Sérstaklega vegna þess að óttinn lamar okkur og kemur í veg fyrir að við getum var- ið okkur sem skyldi. Þess vegna er oft talað um að maður sé sjálfur sinn versti óvinur. Hins vegar á maður alltaf að vera hræddur. Það er fáfræði að vera ekki hræddur. En við verðum að þjálfa upp þann eiginleika að halda ró okkar og lamast ekki af hræðslu.“ Hvernig Mta framtíðaráætlanir þínar út? „Ég stefni að því að komast á opna skandinavíska meistaramótið í mars, þar sem ég hef verið ofar- lega síðustu þrjú ár. Opna danska meistaramótið er svo í maí. Síðan er Norðurlandameistaramótið haldið í Reykjavík á næsta ári. Það er gífurlega mikilvægt að við náum að halda veglegt mót og halda sem flestum verðlaunum hér heima. Þar sem skandinavísku þjóðirnar eru mjög framarlega á heimslistan- um í karate, er Norðurlandameist- aramótið með þeim sterkustu sem haldin era. En til þess að gera vel á slíkum mótum er keppnisreynsla á erlendum vettvangi ekki síður nauðsynleg en þrotlaus þjálfun." Þú ætlar að taka þátt í þessum mótum? „Já, og þótt fleiri væra - ef ég fæ vind í seglin." Barnaskór SMÁSKÓR í bláu húsi við Fákafen, sími 568 3919 Silki-damask í metratali í úrvali Póstsendum Skólaviirðustíg 21, Heykjavík, sími 551 4050. Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavördustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.