Morgunblaðið - 06.09.1998, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.09.1998, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ + Eiginmaöur minn, faöir okkar og afi, HAUKUR SIGURÐSSON, verður jarðsettur frá Fossvogskapellu mánu- daginn 7. september kl. 13.30. Brynhildur Olgeirsdóttir, Ástríður Hauksdóttir, Georg Tryggvason, Gylfi Hauksson, Olga Stefánsdóttir, Hjörtur Hauksson, Trausti Hauksson, Alda Björk Marinósdóttir, Kjartan Hauksson, Ásgerður Jónsdóttir, ísak Sverrir Hauksson, Guðrún Bryndís Karlsdóttir og barnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HELGI H. HARALDSSON, Rauðumýri 15, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju á morg- un, mánudaginn 7. september, kl. 13.30. Rósa Dóra Helgadóttir, Pétur Jósefsson, Hrafnhildur Helgadóttir, Halldóra Helgadóttir, Reynir Adólfsson, Kjartan Helgason, Elín Hallgrímsdóttir, Haraldur Helgason, Hulda Stefánsdóttir, Sólrún Helgadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEFÁN JÓN BJÖRNSSON fyrrv. skrifstofustjóri, sem lést á hjúkrunarheimilinu Eir laugardaginn 29. ágúst sl., verður jarðsunginn frá Foss- vogskapellu þriðjudaginn 8. september kl. 15.00. Hrafnhildur Elín Stefánsdóttir Cummings, Kenneth Cummings, Björn Stefánsson, Hrefna Jónsdóttir, Páll Magnús Stefánsson, Hildur Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Kveðjuathöfn um bróður minn og frændi, HALLDÓR GUNNAR JÓNSSON, til heimilis í Seljahlíð, Hjallaseli 55, fer fram frá Seljakirkju mánudaginn 7. september kl. 15.00. Þorbjörg V. Jónsdóttir, Vilhelm R. Guðmundsson. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir oag amma, ÁSLAUG GÍSLADÓTTIR, Hæðargarði 35, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju þriðjudag- inn 8. september kl. 15.00. Árný Valgerður Ingólfsdóttir, Kolbeinn Guðmundsson, Sigríður Ingólfsdóttir, Pétur Stefánsson, Ólaffa Ingibjörg Ingólfsdóttir. Sigurður Óli Gunnarsson, Áslaug Pálsdóttir, Ingólfur Kolbeinsson, Helga Kolbeinsdóttir, Ólafur Kolbeinsson, Elsa Kristin Sigurðardóttir, Jóhannes Ingi Sigurðsson. MINNINGAR HAUKUR SIGURÐSSON + Haukur Sigurðs- son var fæddur í Reykjavík 21. sept- ember 1918. Hann lést á Elliheimilinu Grund hinn 30. ágúst síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru hjónin Sigurður Kjartans- son, kaupmaður, f. 8.4. 1889 að Melshús- um, Álftanesi, d. 1967, og Ástríður Jónsdóttir, f.18.4. 1893 á Þóroddsstöð- um í Ölfusi, d. 1979. Systkini Hauks eru 1) Guðfinna, f. 19.8. 1917, d. 1974, Sigríður, f. 1.7. 1921, d. 1988, Atli, f. 26.3. 1925, og Guðrún, f. 18.5. 1937, d. 1994. Haukur giftist 25.1. 1946 Bryn- hildi Olgeirsdóttur frá Bolungar- vík, f. 19.1 1921. Þau bjuggu á Grettisgötunni lengst af en fluttu síðar í Hátún 17. Börn þeirra eru: 1) Ástríður, meinatæknir, f. 14.10. 1945, maki Georg Tryggvason. Þeirra börn eru Brynhildur, Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090 ”---—............................ Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík • Sími 553 1099 Opið öll kvöld til ki. 22 - einnig um helgar. Skreytinear fyrir öll tile Hildigunnur, Harpa °g Tryggvi. 2) Gylfi, kerfisfneðingur, f. 13.8.1949, maki Olga Stefánsdóttir. Börn þeirra eru Dagný og Stefán. 3) Hjörtur, skrúðgarðyrkju- meistari, f. 8.8. 1951. Barn hans er Heiðrún Hlín. 4) Trausti, efnaverk- fræðingur, f. 11.12. 1952, maki Alda Björk Marinósdóttir. Börn þeirra eru Signý, Sindri og Ástrós. 5) Kjartan, rafmagns- tæknifræðingur, f. 6.7. 1955, maki Ásgerður Jónsdóttir. Börn þeirra eru Selma, Bjarki og Amar. 6) Isak Sverrir, doktor í eðlisfræði, f. 25.10. 1963, maki Guðrún Bryndís Karlsdóttir. Þeirra böm em Teit- ur Áki og Freyja Sóllilja. Útfor Hauks fer fram frá Foss- vogskapellu á morgun, mánudag- inn 7. september, og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Hinn 30. ágúst síðastliðinn and- aðist bróðir minn, Haukur Sigurðs- son, en hann hefði orðið áttræður í þessum mánuði. Haukur stundaði nám við Gagn- fræðaskólann í Reykjavík og átti stærðfræði hug hans allan. Hann hugði að frekara námi við Verzlun- arskóla Islands, en af því varð ekki. Hann ákvað því á þrítugsaldri að halda til Kaupmannahafnar og nema gluggaútstillingar. Þar dvaldist hann við nám og störf í á Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri annað ár. Það var mikið atvinnu- leysi í Kaupmannahöfn á þessum árum og sneri hann því aftur heim. Eftir heimkomuna stundaði hann ýmis verslunarstörf og gluggaút- stillingar og var hann talinn mikill smekkmaður í þeirri grein. Haukur var mjög sjálfstæður maður sem vildi vinna sjálfstætt og þróuðust málin síðar þannig. Hann fékk áhuga á húsgagnasmíði og bólstrun og opnaði vinnustofu á Grettisgötu 69 en þar bjó hann einnig með fjölskyldu sinni í mörg ár. Handbragð hans bar vott um mikla smekkvísi og hann smíðaði mörg afburða falleg húsgögn. Allt gekk út á smíðina hjá Hauki enda þurfti að metta og mennta stóra fjölskyldu. Brynhildur var alla tíð stoð hans og stytta. Hún er sterk kona sem hefur alla tíð hugsað um fjölskyldu sína af mikilli alúð. Hún stundaði eigin verslunarrekstur í mörg ár og var dugnaðar kaup- sýslukona. Um tíma aðstoðaði ég Hauk við smíði á „skruggunum" eins og við kölluðum dívana sem hann fram- leiddi og voru mjög vinsælir. I þá voru negldir gormar og tréull sett þar yfir ásamt striga og að lokum kom áklæðið. Fætur voru settir á og bæsaðir og þar með var dívanin tilbúinn. Haukur stundaði smíði á meðan heilsa hans leyfði en síðustu árin dvaldist hann á Ási í Hveragerði og naut þar góðrar umönnunar. Að lokum vil ég votta fjölskyldu hans mína innilegustu samúð. Far- inn er góður drengur og megi Guð blessa minningu hans. Atli Sigurðsson. AUÐUR MA GNÚSDÓTTIR + Auður Magnúsdóttir fæddist á Hvalskeri í Rauðasands- hreppi í Patreksfirði. Hún lést á öldrunardeild Landspítalans 22. ágúst siðastliðinn og fór útfor hennar fram frá Bústaðakirkju 31. ágúst. Amma er farin! Eg var spurð að því hvort ég vildi fá að sjá ömmu í síðasta sinn þegar ég kom heim frá Hollandi til að vera við jarðarförina. En það fyrsta sem kom í huga minn var: Nei! Því að það sem ég myndi sjá væri ekki amma. Hún amma er far- in! Það er of seint að kveðja hana eða sjá hana. Hún er farin á þann stað þar sem aldrei þarf að kveðj- ast aftur. Þar er gleði, fógnuður, friður, dans, söngur og veislur um alla eilífð. Einmitt það sem henni er svo kært. Ég held í þá trú og von að þar munum við hittast á ný vegna frelsara okkar Jesú Krists sem hún játaði og kannaðist við. Þess vegna segi ég, amma mín: „Ég sakna þín, ég elska þig, takk fyrir allt. Sjáumst seinna. Þín, Þorgerður Ásmundsdóttir Hanssen. v/Nýbýlaveg SÖLSTEINAR 564 456| Legsteinar Lundi www.mb l.is © ÚTFARARÞJÓNUSTAN EHF. Stofnað 1990 Persónuleg þjónusta Sími: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is utfarir@itn.is Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson útfararstjóri útfararstjóri í mínum huga var amma mín ekki bara amma heldur vinkona eins og vinkonur gerast bestar. Hún var íslensk valkyrja, skapmik- il og viljasterk. Höfðingleg var gjafmildi hennar. Hún var tilfinn- ingarík og blíð og síðast en ekki síst listamaður sem gat endalaust töfrað fram fallega hluti sem hún gaf í auðmýkt sinni til okkar allra. Hjá henni var öruggt skjól og frá henni fór enginn hungraður. Hún var skemmtileg kona og eins og allt skemmtilegt fólk engi’i lík. Að lokum kveð ég hana með þessum orðum: „Amma mín góða, mig setur nú hljóða. Engin orð túlka hugsanir mínar, samt takk fyrir gjafir þínar. Hjá þér var allt gott, hjá þér var svo fallegt, hjá þér var friður og gleði. Mín huggun er sú, að ást þín og trú fái líf í börnunum þínum. Ég sé, þú ert nú á himnum að halda með englum Guðs veislur og dansa.“ Astarkveðja, þín vinkona. Stígrún Ása Ásmundsdóttir. Elsku amma mín. Ég kveð þig með miklum söknuði. Það var alltaf svo gott að koma til þín þegar ég var barn. Við áttum marga góða daga hjá þér og afa t.d. um jól þeg- ar stórfjölskyldan kom saman. Samt naut ég enn betur stundanna þegar ég kom ein gangandi til þín og við töluðum saman og spiluðum á spil. Það var alltaf svo fínt hjá þér og fallegt og garðurinn falleg- ur. Þú gafst þér alltaf tíma fyrir mig. Eftir að ég gifti mig fengum við Sighvatur og Asi að búa í risí- búðinni hjá ykkur afa eins og svo margir aðrir í fjölskyldunni í gegn- um árin. Það var mjög góður tími og emm við þakklát fyrir það. Síð- an fluttum við út á land en við reyndum að hittast sem oftast og héldum áfram að eiga góðar stund- ir saman og þeirra á ég eftir að sakna. Ég mun minnast kærleika þíns og hlýju þinnar í minn garð allt mitt líf. Ég bið Guð að launa þér. Þín vinkona, Auður Björk Ásmundsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.