Morgunblaðið - 06.09.1998, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 06.09.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1998 45 + Hallddr Gunnar Jónsson fæddist 18. janúar 1905 á Skógi á Rauðasandi. Hann lést á öldnm- arheimilinu Selja- hlíð 29. ágúst síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Jón Run- ólfsson, f. 24. ágúst 1858, bóndi á Skógi, og Kristín Magnús- dóttir, f. 19.4. 1865, frá Saurbæ, á Rauðasandi. Systk- ini Halldórs voru: Guðbjartur, Runólf- ur Jón, Hermann Guðmundur, Jóhanna, Sigurður, Baldvin, Þórarinn, Gunnlaugur Ágúst, Guðbjörg Bryndís, Trausti, Guð- munda Sigríður, Þorbjörg Val- Elsku Dóri frændi. Fyrst kemur í huga minn hve góðhjartaður, velvilj- aður og glaður þú ætíð varst, máttir aldrei neitt aumt sjá, vildir öllum hjálpa og gefa. Það er margt sem kemur upp í huga minn. Ég man þig fyrst er ég var fjögurra til fimm ára og þú hafð- ir herbergi hjá foreldrum mínum á Reynimelnum, herbergið fullt af bókum og alltaf mátti ég fá þær lán- aðar. Var ég alltaf velkomin í heimsókn, og alltaf áttir þú eitthvað gott í skál á borðinu. Þegar ég var tíu ára göm- ul missti ég móður mína og fluttumst við til ömmu minnar og Villa sonar hennar í Granaskjólinu, ég, þú og pabbi, og varst þú ætíð mín hægri hönd á uppvaxtarárunum, alltaf gat ég leitað til þín ef einhverjir erfið- leikar voru, þá varstu fljótur að bjarga því. Síðan fluttir þú á Kaplaskjólsveg og komst alltaf í mat til ömmu og Villa frænda og Öldu. Er ég var komin á unglingsaldur fórstu með mér að kaupa mínu fyrstu íbúð og var hún í næsta húsi við þig og kom ég oft að horfa á sjónvarpið með þér á kvöldin. Síðar fluttist ég út á Sel- tjamarnes og amma og Villi og fjöl- skylda fluttu í Breiðholtið. Þá komstu iðulega á hverjum degi í gerður, búsett á Hrafnistu í Reykja- vík, og er hún eina systkinið á lífi. Halldór stundaði sjómennsku frá Pat- reksfirði til tvítugs- aldurs. Þá fluttist hann til Reykjavík- ur. Vann hann við húsasmíðar og húsamálun þar til hann hóf störf í Bílasmiðjunni við bílaklæðningar og stofnaði síðar sitt eigið fyrirtæki á Bjargi á Seltjarnamesi. Minningarathöfn um Halldór fer fram í Seljakirkju á morgun, mánudaginn 7. september, og hefst klukkan 15. heimsókn því stutt var að fara þar sem þú rakst bílabólstrunarverk- stæði á Vegamótum. Þegar börnin mín voru lítil komstu alltaf færandi hendi til þeirra með gott í poka og aldrei gleymdir þú neinum afmælisdögum, alltaf varstu komin tU að fagna með okkur á jól- um og hátíðisdögum. Eftir að þú fluttist í lokin í Selja- hlíð þá fækkaði heimsóknunum, svo þá var lengra að fara, en alltaf varstu léttur á fæti og lést þig ekki vanta ef eitthvað var um að vera í fjölskyldunni minni og hjá móður- systkinum mínum þar sem þú vandir komur þínar. Síðustu dagar þínir á jörðu voru þér ansi erfiðir þar sem þú gast ekki farið fram úr rúmi og ekki talað orð þó þú reyndir og þótti mér sárt að geta ekkert hjálpað þér. Elsku frændi, um leið og ég kveð þig, vil ég og fjölskylda mín þakka þér fyrir öll góðu árin sem við áttum saman. Ég veit að þú ert í góðum höndum núna og bið ég guð að blessa þig- Helga Vallý Björgvinsdóttir. Ævin liðin, furðu fljótt feigðar sniðinn hjúpur. Autt er sviðið, allt er hljótt aðeins friður djúpur. Gnpa mein hið græna tré grefst hinn beini viður, brákast grein þó brotin sé, brotnar seinast niður. (Asgrímur Kristinsson.) Elsku Dóri. Okkur systkinin langar til að kveðja þig í hinsta sinn og segja þér hve sárt við munum sakna þín, þó svo að við vitum að hvíldin var þér kærkomin. Við viljum þakka þér fyrir allar stundirnar sem við áttum saman og minningin um þig er geymd í hjarta okkar allra. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Pýð. S. Egilsson.) Hvíldu í friði. Ástarkveðjur. Kristín, Guðmundur, Ragna, Linda og Halldór Vilhelmsbörn. Hann Dóri frændi er dáinn. Hann var alltaf. svo góður við okkur systkinin og minnumst við hans þegar hann kom gangandi til okkar í heimsókn og aldrei brást það að hann hefði eitthvað meðferðis í frakkavasanum til að gleðja okkur. Dóri frændi eins og við kölluðum hann var allltaf hress og glaður, og var hann ómissandi ef til mannfagnaðar kom í fjölskyldunni, einnig var hann mjög duglegur að heimsækja ættingja og vini. Dóri bjó hjá ömmu í Granaskjólinu og síðar hjá Öldu og Villa eða þar til að hann fiuttist á Kaplaskjólsveginn, og síðustu árin dvaldi hann í Seljahlíð. Alda, Villi og börn þeirra voru honum alla tíð mjög góð, og viljum við sérstaklega þakka þeim umhyggju þeirra í hans garð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt (V. Briem.) Blessuð sé minning þín. Erla, Ilalldór, Sigurlaug og Lára. HALLDÓR G. JÓNSSON HELGA GUÐRÚN EIRÍKSDÓTTIR + Helga Guðrún Eiríksdóttir var fædd 6. september 1940. Hún lést 7. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Skál- holtskirkju 22. júlí. í dag hefði kær samstarfs- og vin- kona átt afmæli, af því tilefni minn- umst við hennar nú. Tilvera okkar er undarlegt ferða- lag. Ferðalag Helgu sem hún lagði upp í til Hollands hinn 3. júlí 1998 með íbúum og tveimur starfsmönnum héðan af Arvegi 8 Selfossi, tók allt í einu aðra stefnu en búist var við. Skyndilega var Helga farin. Oft finnst okkur að einn daginn hljóti hún að koma inn úr dyrunum, lífs- glöð og hugulsöm eins og hún var alltaf. Helga var einstök, notaði gjarnan sérstök orðatiltæki, sem sumum okkar þótti oft flókið að skilja. Oft var leitað til hennar ef við þurftum aðstoð hagyrðings, og hún átti það til að setja saman visur um daglegt líf, starfsfólk og fleira. Helga var alltaf með hugann við þrjú heimili, og hugði hvað kæmi sér vel á hverjum stað. Ef hún fór t.d. í bæjarferð fyi-ir sjálfa sig, kom hún heim með eitthvað sem hún sá að hentaði heimilinu eða íbúum hér. Hún hugsaði mikið um aðra og gleymdi þar af leiðandi stundum sjálfri sér og sínum þörfum. Helga var þeim kostum gædd að eiga auð- velt með að aðlagast öllum aldurs- hópum, var traust þeim sem til hennar leituðu, ungum sem öldruð- um, eins og glöggt mátti sjá á þeim vinskap og kærleika sem ríkti á milli Helgu og Óskars, barnabams henn- ar. Helga var ávallt tilbúin að berj- ast fyrir málstað okkar. Það var sama hvað komið var inná, aldrei komum við að tómum kofunum hjá henni, enda var Helga i ótal nefnd- um og ráðurn, og oftar en ekki var hún þar fremst í flokki. Elsku Hinrik, Didda, Maja, Halla og Óskar, megi ykkur öllum veitast styrkur á þessum erfíðu stundum, og minningarnar um Helgu veita ykkur birtu og yl um ókomna tíð. Elsku Helga okkar, hafðu hjart- ans þökk fyrir samfylgdina í gegn- um árin Þínar vinkonur og vinnufélagai- Hrafnhildur, Inga Dóra, Margrét Auður, Svava, Guðrún og Anna. SKARPHÉÐINN HELGI KRISTJÁNSSON + Skarphéðinn Helgi Krist- jánsson var fæddur í Reykjavík 24. apríl 1927. Hann lést í Landspítalanum 18. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram í kyrrþey að ósk hins látna. Elsku bróðir, nú hefur þú fengið hvíldina. Þú veiktist fyrir tæpu ári og engan óraði fyrir þessari erfiðu sjúkralegu, alltaf vonuðum við það besta, en einhver annar ræður þessu og þinn tími er komin. Þegar horft er til baka rifjast margar Ijúf- I ar og góðar minningar upp. Þú og Rikki bróðir voru elstir og hjálpuð- uð mömmu með heimilið eftir að pabbi dó. Það má eiginlega segja að þið hafið gengið mér í föðurstað, ég var yngst og systkinahópurinn stór. Við áttum mikið sameiginlegt í gegnum tíðina, t.d. þegar við vorum að byggja upp á holti, þú og Gunna á Háabarðinu og við Hörður á Móa- barðinu, fjölskyldur okkar beggja stækkaði á sama árinu, Ásgrímur fæddist í maí og Lísa í júní, svo fermdust þau saman. Þú hugsaðir vel um mömmu, tókst hana til þín þegar hún fór að eldast og leyfðir henni að vera í einu herbergi hjá þér, þangað til hún fór á Hrafnistu. Þannig að samgangurinn á milli þessa tveggja heimila var mikill. Tíminn leið, við fluttum burt af holtinu en þið voruð áfram, en alltaf héldum við góðu sambandi, t.d. fórum við fjögur út til San Francisco fyrir tveimur ár- um, og var það yndisleg ferð. Þú vannst alla tíð mjög mikið, sjórinn heillaði þig mjög, þú byrjaðir að vinna á togurum og endaðir sem hafnai'vörður og varst nýhættur störfum hjá Hafnarfjarðarhöfn. Nú kveðjum viðjúg. Elsku Gunna, Ásgn'mur og fjöl- skylda, mikið hafið þið misst, en minningin um yndislegan mann lif- ir. FRÉTTIR Vagnstjórar frá SVR slógu í gegn í Svíþjóð KEPPNISLIÐ Ak.St.SVR í Södertalje í Svíþjóð 1998. Efri röð frá vinstri: Markús Sigurðsson, Kjartan Pálmarsson, Þórarinn Söebech, Steindór Steinþórsson, Jóhann Þorvaldsson og Guðmundur Nordahl. Neðri röð frá vinstri: Kristján Kjartansson, Jóhann G. Gunnarsson, Hörður Tómasson og Haraldur Guðjónsson. Norðurlanda- . meistarar í ökuleikni HIN árlega aksturskeppni nor- rænna vagnstjóra í ökuleikni á strætisvögnum fór fram 22. ágúst sl. Að þessu sinni var keppt á umráðasvæði Scania í Södertalje í Svíþjóð. Keppt er í tíu akstursþrautum sem reyna verulega á færni og taugar vagnstjóranna. Fóru leikar svo að vagnstjórar frá SVR urðu N orðurlandameistarar. Eknar eru tvær umferðir í brautinni þar sem samanlagðar villur og aksturstími ráða úrslit- um. Sex vagnsljórar, frá hverri af höfuðborgunum fímm, keppa innbyrðis um Norðurlandatitil einstaklinga og samanlagður ár- angur þeirra ræður úrslitum í liðakeppninni. Sú nýbreytni var tekin upp í fyrra í Kaupmannahöfn að keppnisbrautinni er haldið leyndri þar til á keppnisdag þ.e.a.s. að keppendur geta ekki æft sig í brautinni fyrir keppni. Þetta fyrirkomulag reynir mun meira á raunverulega getu vagn- stjóranna til að leysa flóknar akstursþrautir á tveggja og hálfs metra breiðum og tólf metra Iöngum sti’ætisvögnum. Vagnsljórar SVR hafa allur götur síðan 1990 verið í tveimur efstu sætum liða keppninnar ef undanskilin er keppnin í Helsinki 1993 þar sem Jóhann Þorvaldsson varð einnig Norður- landameistari einstaklinga. Kri- stján Jónsson varð síðan Norður- landameistari einstaklinga árið 1994 í Ósló, en lið Ak.St.SVR hlaut silfurverðlaun það ár. Lið- ið hafnaði síðan í öðru sæti í Reykjavík 1995 og Helsinki 1996. Annar Norðurlandatitill liðs Ak.St.SVR vannst síðan í Kaup- mannahöfn 1997 og þann 22. ágúst 1998 tókst vagnstjóra SVR að veija þann titil í Svíþjóð. Sigur tryggður í síðustu umferð keppninnar Finnar höfðu forystu í liða- keppninni þegar tveir keppend- ur áttu eftir að aka brautina, þeir Þórarinn Söebech og Timo Kettunen. Þórarinn sem hefur hafnað í öðru sæti einstaklinga síðastliðin fjögur ár, ók brautina af miklu öryggi og tryggði ís- lenska liðinu sigurinn. Þess má geta að meðaltal keppenda þ.e. samanlagður villutími og akst- urstími var um 1.200 sek. en tími Þórarins í seinni umferðinni var ^ 747 sek. Það dugði þó ekki til tit- ils í einstaklingskeppninni þar sem Finninn Timo Kettunen hafði sigur á samanlögðum tíma beggja umferða. Lið Akstursklúbbs St.SVR var skipað, auk Þórarins Söebech, þeim Jóhanni Þorvaldssyni, Markúsi Sigurðssyni, Kjartani Pálmarssyni, Steindóri Stein- þórssyni og Guðmundi Nordahl. Aðstoðarmenn og dómarar á brautinni voru Hörður Tómas- son, formaður Akstursklúbbs St.SVR, Kristján Kjartansson, Jóhann G. Gunnarsson og túlkur var Haraldur Guðjónsson. Finnska liðið hafnaði síðan í « öðru sæti, 46 sek. á eftir íslenska liðinu og Svíar höfnuðu í þriðja sæti. Norska liðið varð í íjórða sæti og Danir ráku lestina, þriðja árið í röð og unnu þar með til eignar , júmbó" verðlaun- in sem eru íslensk að uppruna, smíðuð af Guðgeiri Ásgeirssyni vagnstjóra hjá SVR. Það kemur því í hlut Dana að útvega ,júmbó“ verðlaun fyrir næstu keppni sem fer fram í Ósló 1999. Háþrýstidælur Diesel, bensín og rafdrifnar. Tilboðsverð frá kr. 17.900 ^DæluwoD ehf Armúla 34, 108 Reykjavík Sími: 533 4747 Fax: 533 4740 Dúfa og Hörður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.