Morgunblaðið - 06.09.1998, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.09.1998, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1998 11 „Það þarf að tryggja eðlilega arðsemi hlutafjárins og við stefnum að frekar örum vexti heildareigna. Við teljum að með því að verða almennings- hlutafélag muni markaðsstaða okkar styrkjast mjög. Það ætti að geta leitt til hraðari vaxtar og að við snúum þróuninni við hvað það varðar. fremur á að þegar menn mætu verðmæti fyrirtækja í rekstri væri fyrst og fremst litið til afkomu og afkomuhorfa, frekar en að fram færi heildstætt eignamat eða mat á upplausnatTÍrði. „Eins skiptir máli hversu mikla trú fjárfestar hafa á því að bankinn nái rekstrarmarkmiðum sínum,“ sagði Halldór. „Þar vísum við til þeirra upplýsinga sem eru í út- boðslýsingunni. Þar er meðal ann- ars gerð grein fyrir rekstrarmark- miðum okkar bæði til skemmri og lengri tíma. Við gerum grein fyrir afkomu félagsins á liðnum árum og fyrstu sex mánuðum þessa árs. Einnig reynum við að gera grein fyrir stöðu Landsbankans í breyttu umhverfí, bæði því sem getur styrkt og veikt stöðu hans. Þannig gefum við fjárfestum eins rétta og nákvæma mynd af rekstrinum og við getum. Svo eftirlátum við markaðinum að framkvæma sitt virðismat. Það era margir óvissuþættir í rekstri fjármálastofnana hér á landi. Bæði innri og ytri aðstæður hafa mikil áhrif á þróun verðlags. Við teljum að það séu hagræðing- armöguleikar bæði innan Lands- bankans og í bankakerfínu. Það hefur sennilega einnig áhrif á verð- mat einstakra hluthafa.“ Halldór sagði að það kæmi í ljós á næstu tveimur árum hvemig til tækist og aðstæður þróast. Skráning á Verðbréfaþingi ' Samhliða hlutafjárátboðinu sæk- ir Landsbankinn um skráningu á Verðbréfaþingi Islands. Halldór telur að skráningin sé afar mikil- vægt og sögulegt skref fyrir bank- ann. „Banki í ríkiseigu verður nú almenningshlutafélag, fer að lúta aðhaldi markaðarins og því sem felst í markaðsskráningu. Það mun veita okkur í yfirstjórn bankans mikið aðhald varðandi reksturinn. Allar ákvarðanir hér eftir verða að tryggja sem besta heildarafkomu hluthafanna," sagði Halldór. Hann sagði það best gert með því að draga úr kostnaði, auka þjónustu og almenn umsvif. Halldór segir að Landsbanka- menn telji æskilegt að þetta gerist skipulega og að bankinn fái tíma til að laga sig að því að vera skráð al- menningshlutafélag á verðbréfa- markaði. Því fylgi mikil breyting á rekstri og almennum viðhorfum til bankans. Hlutur ríkisins seldur síðar Alþingi hefur veitt heimild til að auka hlutafé í Landsbankanum og Búnaðarbankanum um allt að 35%. Nú var þessi heimild nýtt í Lands- banka til 15% hlutafjáraukningar. Aðspurður sagðist Halldór ekki gera ráð fyrir því að Landsbankinn gerði tillögu um að hlutafé yrði aukið frekar á næstunni. Ef ekki kæmi til verulegra fjárfestinga þá ætti þessi eiginfjáraukning að nægja í nánustu framtíð. Hann tel- ur að frekari eignabreyting á Landsbanka verði ekki fyrr en rík- isstjórnin sækir viðbótarheimild til Alþingis um að hefja sölu á sínum eignarhluta. Sem kunnugt er voru hafnar við- ræður við Svenska Enskilda-bank- ann í Svíþjóð um að hann keypti hlut í Landsbankanum og yrði ráðandi hluthafi. Sendinefnd frá SE-bankanum kom m.a. hingað til lands og kynnti sér starfsemi Landsbankans, en ríkisstjórnin batt enda á frekari þreifingar þeg- ar ákveðið var að slá söluhugmynd- um ríkisbankanna á frest. Halldór segist hafa talið það ótímabært að selja hlut í Landsbankanum til er- lends aðila á þessu stigi og er sam- mála niðurstöðu ríkisstjóraarinnar. Hann segir þó að það hafi verið gagnlegt að fara yfir málefni Landsbankans og stöðu með full- tráum SE-bankans og margar áhugaverðar hugmyndir um sam- starf við erlend fyrirtæki kviknað. Þær muni nýtast í framhaldinu. Hann sagðist þó vera þeirrar skoð- unar að dreifð eignaraðild væri mjög mikilvæg, meðal annars til að treysta sjálfstæði bankans. „Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar frá því í lok ágúst segir að það verði ekki sótt um frekari sölu- heimildir á næsta löggjafarþingi. Það verður því í fyrsta lagi haustið 1999 að íTkisstjóra leggur til að slík heimild verði veitt, og þá væntan- lega til að undirbúa frekari sölu á eignarhlut sínum í Landsbankan- um árið 2000. Ef þetta gengur eftir þá fær Landsbankinn 18-24 mán- uði til að vinna að hagræðingu áður en kemur til frekari sölu.“ Það er skilyrði fyrir skráningu á Verðbréfaþingi Islands að að minnsta kosti 25% af hlutafénu sé í dreifðri eign. „I útboðslýsingunni liggur íyrir skýi- yfii-lýsing, bæði viðskiptaráð- herra og bankaráðs, um að meira en 25% af hlutafé í Landsbankan- um verði í dreifðri eign fyrir 1. júní árið 2000. Það gefur því vísbend- ingu um að næsta sala hlutafjár verði vorið 2000 og að minnsta kosti verði selt nóg til að þetta markmið náist,“ sagði Halldór. „Það er ekkert því til fyrirstöðu að sala á hlut ríkisins geti hafist til- tölulega hratt þar á eftir. Ef við nefnum til dæmis að slík sala fai'i ft-am í þremur áfóngum, þá ætti ekki að vera neinn vandi - á vax- andi hlutabréfamarkaði hér á landi - að sjá fyrir sér áframhaldandi dreifða sölu á árunum 2000-2002. Þá hefði einkavæðingarferli Lands- bankans farið fram á nokkurn veg- inn fjórum til fímm árum, eins og um var talað.“ Ferlið hófst í sept- ember 1997, þegar hlutafélagið Landsbanld Islands var stofnað og yfirtók félagið rekstur ríkisbank- ans í ársbyrjun 1998. Tími til hagræðingar Hvemig mun bankinn nýta þann tíma sem gefst áður en meira hlutafé verður selt? „Við höfum sett okkur skýr rekstrarmarkmið sem koma fram í útboðslýsingunni,“ segir Halldór. „Það þarf að tryggja eðlilega arð- semi hlutafjárins og við stefnum að frekar öram vexti heildareigna. Við teljum að með því að verða al- menningshlutáfélag muni mark- aðsstaða okkar styrkjast mjög. Það ætti að geta leitt til hraðari vaxtar og að við snúum þróuninni við hvað það varðar. Það verður meginverk- efni að auka heildartekjur bankans og umsvif, með öflugri markaðs- sókn, nýjum vörum og bættri þjón- ustu á alla lund. Einnig höfum við sett skýr markmið um að lækka kostnað. Hagræðingaraðgerðir munu taka til allra þátta í rekstri bankans. Eins og kemur fram í útboðslýs- ingunni era veralegar eignir bundnar í rekstrinum, óþarflega mikið af fasteignum og öðrum eignum. Það þarf einnig að hag- ræða í útibúakerfinu og það mun eflaust taka breytingum á næstu 5- 10 áram, meðal annars vegna tækniþróunar. Það er einnig hægt að lækka kostnað með aukinni sjálfvfrkni og bættri upplýsinga- vinnslu. Það verður meginverkefni allra starfsmanna Landsbankans að ná hér árangri." Að efla sparnað Landsbankinn hefur ákveðið að stofna nýjan lánaflokk til að hjálpa almenningi að kaupa hlutafé í ríkis- fyrirtækjum sem verða einkavædd. „Þetta eru almenn skuldabréfa- lán sem era sérstaklega þróuð af okkar hálfu til að auðvelda almenn- ingi þátttöku í þeirri einkavæðingu sem reiknað er með að verði á næstu 5-6 áram. Vonandi verður þetta einnig til að beina fjármunum fólks í spamað fremur en í neyslu," sagði Halldór. „Vegna þeirra hag- ræðingarmöguleika sem era við slíka sölu treystum við okkur til að vera með hærra lánshlutfall en ef verið væri að kaupa hlutabréf á al- mennum markaði. Landsbankinn vill stuðla að sem dreifðastri eign hlutabréfa og þetta er okkar fram- lag í að tryggja það, en um leið að auka og dýpka viðskipti með hluta- bréf.“ Halldór telur að hlutabréfa- markaður sé „grynnri" hér á landi en í nágrannalöndum. Velta sem hlutfall af markaðsvirði sé miklu minni hér en á öðrum Norðurlönd- um, sem bendi til þess að hérlendir sitji á bréfunum. Fjöldi skráðra fé- laga hefur aukist. Halldór segir það brýnt að efla þennan mai'kað. Heildarmarkaðsvirði muni aukast um nær fjórðung eftir að ríkis- bankarnir verða skráðir, aukist úr um 155 milljörðum í allt að 190 milljarða. „Einkavæðingarferlið getur ver- ið sjálfstætt tæki til að auka spara- að í þjóðfélaginu, alveg óháð skattaafslætti,“ sagði Halldór. „Hvort sem Landssíminn eða orku- veitufyrirtæki yrðu einkavædd í framtíðinni þá væri verið að selja eignir og skrá nýja tegund fyrir- tækja á markaðnum sem getur vakið sérstakan áhuga almennings. Þetta íyrsta skref með að skrá bankana er tæki til að auka þjóð- hagslegan sparnað í landinu. Þetta era þekkt fyrirtæki með stóran hóp viðskiptavina. Þau era í náinni snertingu við flest heimili og fyrir- tæki í landinu, era hluti af daglegu lífi fólksins. Þar af leiðandi er sala á fyrirtækjum sem veita almenn- ingi þjónustu áhugaverður kostur fyrir einstaklinga.“ Markmið innan lands og utan Framtíðarmarkmið Landsbank- ans era tíunduð í útboðslýsingunni. Þar er meðal annars fjallað um aukið samstarf bankans við trygg- ingarfélögin VIS og LIFIS, sem bankinn á hlut í. Halldór segir að áhugi sé á því af hálfu bankans að efla samstarfið við VÍS og ekki síst LÍFÍS um þró- un og áframhaldandi sölu líftrygg- inga og söfnunartrygginga og nýta sér auknar lagalegar heimildir sem komnar era og eins sem búist er við að komi, til að laða fram spam- að einstaldinga í lífeyrismálum. Landsbankinn hefur í auknum mæli verið að hasla sér völl utan landsteinanna. „I sumar höfum við komið inn í nokkur erlend verkefni með stórum íslenskum fyrirtækj- um, “ segir Halldór. „Það gefur mjög áhugaverð tækifæri og hefur vakið áhuga innan bankans. Við munum þó byrja á að auka fram- boð á alþjóðlegri þjónustu okkar og þá sérstaklega vegna starfsemi ís- lenskra fyrirtækja erlendis. Þetta er stuðningur við viðskiptavini okkar bæði hvað varðar fjárfest- ingar og verslunai-viðskipti.“ Hall- dór segir verkefni af þessu tagi orðin allmörg og að bankinn hafi átt átt beina aðild að lánveitingum erlendis. Þetta verði mikilvægur þáttur í starfseminni. Landsbankinn mun á næstunni bjóða svonefnda aflandsþjónustu (offshore) og hefur fengið leyfi til reksturs fjármálafyrirtækis, Landsbanki Capital Interaational Ltd, á eynni Guernsey í Ei-ma- sundi. Nýjungar á döfinni Hugað er að fleiri nýjungum í þjónustu Landsbankans. Til dæmis nefnir Halldór nýjar útfærslur lána vegna húsnæðiskaupa einstaklinga. „Ég hef rætt það að samþætting húsnæðislána til einstaklinga og söfnunar- og líftrygginga sé vel þekkt erlendis og fjármálaþjónusta sem vafalaust á eftir að verða vin- sæl hér á landi. Við ætlum okkur hlut í þeim vexti. Vöxtur banka- kerfisins í heild, vegna lánveitinga til íbúðarkaupa og íbúðarbygginga einstaklinga ræðst af því hvaða hlutverk ríkið ætlar sér áfram á þeim markaði. Það má ætla að rík- ið dragi sig út úr þeirri fjármála- þjónustu í áföngum á einhverjum tíma, með sama hætti og þróunin hefur verið á fjármálamarkaði í öðrum löndum þar sem einkaaðilar og einkastofnanir hafa treyst sér til að veita þá þjónustu. Við vitum að í löndum í kringum okkur er þetta að mestu komið í hendurnar á sérhæfðum fjármálafyrirtækjum eða í bankakerfinu sjálfu. Bankakerfið er sérstaklega vel í stakk búið til að annast þessa miðl- un, því það á í daglegum samskipt- um við heimilin. Veðdeild Lands- bankans, sem þjónustuaðili íbúða- lánakerfisins til margra ára, er í sérstakri stöðu hvað varðar um- sýslu með eignum Húsnæðisstofn- unar og hefur langa og góða reynslu í því. A því getum við vafa- laust byggt í áframhaldinu." Morgunblaðið/Kristinn FUNDUR yfirmanna í Landsbanka. F.v. Gunnar Andersen, framkvæmdastjóri alþjóða- og fjármálasviðs, Jakob Bjarnason, framkvæmda- stjóri rekstrarsviðs, Halldór J. Kristjánsson, aðalbankastjóri, Brynjólfur Helgason, framkvæmdastjóri fyrirtækja- og stofnanasviðs, og Björn Líndal, framkvæmdastjóri einstaklings- og markaðssviðs. „Banki í ríkiseigu verður nú al- menningshlutafélag, fer að lúta aðhaldi markaðarins og því sem felst í markaðsskráningu. Það mun veita okkur í yfirstjórn bankans mikið aðhald varðandi reksturinn. Allar ákvarðanir hér eftir verða að tryggja sem besta heildarafkomu hluthafanna.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.