Morgunblaðið - 06.09.1998, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.09.1998, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1998 21 Kristinn segir að verkefni sín í Svíþjóð liggi mjög nærri því sem verið er að fást við hjá Islenskri erfðagreiningu svo „ég þurfti aðeins að skipta um dal.“ Akvörðunin um að fiytja heim hafi aftur á móti verið flóknari, ekki síst vegna Bvu, sem er sænsk. Snýst ekki bara um gáfur og einkunnir Stefán Einar Stefánsson hafði ekki drepið fæti á íslenska grund í fimm ár þegar hann réð sig til vinnu hjá íslenskri erfða- greiningu vorið 1997. Um sama leyti tók líf hans aðra og óvænta stefnu, hann kynntist kærust- unni sinni, sem er frá Gvæana í Suður-Ameríku. Hún býr í Kanada og er Stefán nýkominn úr sumarleyfi vestra þegar gestinn ber að garði í Lyng- hálsi. Hvemig stendur þá á því að hann kom heim? „Römm er sú taug er rekka dregur föður- túna til,“ segir Stefán og brosh' sínu breiðasta. Stefán bjó í átta ár í Toronto í Kanada og stundaði þar dokt- orsnám í sameindalíffræði. Doktorsnám er ekki alltaf tekið út með sældinni. „Doktors- nám snýst aðallega um að gefast ekki upp. Petta snýst ekki bara um gáfur eða góðar einkunnir,“ segir hann. Doktorsverkefni Stefáns fjallaði um genastjórnun á frystiþoli í steinbít. „Steinbítur hefur prótein sem kemur í veg fyrir að frostkristallar myndist í blóðinu. Þetta hefur hagkvæma og mikla þýðingu. Kanadamenn eru t.d. byrjaðir að splæsa geninu sem geymir upplýsingarnar fyrir þetta prótein í laxa.“ Það þýð- ir að laxarnir geta lifað í mun kaldari sjó en ella væri. Áður en Stefán hélt utan starfaði hann meðal annai-s á Keld- um. „Það var á þeim tíma sem menn komust að því að visnuveir- an var skyld alnæmisveirunni. Það var skemmtilegur tími.“ Stefán er nú verkefnisstjóri slitgigtarhópsins en slitgigt er einn algengasti erfðasjúkdómur í mönnum. Hann segist hafa farið að telja ættgenga sjúk- dóma í nánustu fjölskyldu sinni eftir að hann tók til starfa á ís- lenskri erfðagreiningu og að það hafi komið sér á óvart hversu margir þeir eru. „Ég hugsa að flestir kæmust að svipaðri niðurstöðu a.m.k. ef þeh’ þekktu hvaða sjúkdómar eru arfgengir," segir Stefán. Aðeins of snemma á ferðinní Sólveig Grétarsdótth' lauk doktorsprófi frá háskólanum í Lundi árið 1992. „Á þeim tíma var ekki mikið um vinnu hér heima fyrir sameindalíffræðinga. Eg var svo heppin að um það leyti sem ég var að Ijúka námi Kristinn U Maður getur unnið að vísindaverkefn- um svo mánuðum skiptir, dag og nótt, án þess að þær skili nokkrum ár- angri og það eru ekki all- ir sem halda það út. Þorgeir: __________Það má segja að ég hafi komið heim til að fá að taka þátt í einu mest spennandi verkefni í lífvísindum sem verið er að fást við í heiminum - og það í heimalandi mínu. Ostur = gott nesti Ostur ergóðurfyrir einbeitinguna, hann hjálpar til við að halda jafnri og óskertri orku yfir daginn og er eitt það besta sem þú getur fengið þér milli mála. Margir tannlæknar mæla líka með osti í lok máltíðar til að vinna gegn sýrum sem skemma tennumar. Auk þess er ostur einn besti kalkgjafi sem til er en kalk er lífsnauðsynlegt byggingarefni beina og tanna. Það hefur mikið að segja alla ævi að neysla kalks hafi verið nægileg fyrstu árin. Ostur er ómissandi þáttur í heilnæmu mataræði. Þess vegna er gott að borða ost í skólanum. . Sýrustig munnsins pH O Ákjósanlegt sýrustig í munni O Eðlilegt sýrustig í munni Línuritið sýnir jákvæð áhrif ostneyslu í lok máltíðar á sýrustig í munni. ÍSLENSKIR Ostar, - v 1938 -tWn www.ostur.is HVÍTA HÚSIÐ / SÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.