Morgunblaðið - 06.09.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.09.1998, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ h- Morgunblaðið/Jón Svavarsson ELDURINN kom upp í öðrum enda hússins í síðara skiptið og þurfti að rjúfa þak þar sem logaði milli þilja. Tvívegis kviknaði í leiguhúsnæði Félagsbústaða hf. við Vatnsstíg 11 í fyrrinótt Eftirlit taldi eld- vörnum ábótavant Morgunblaðið/Jón Stefánsson ÞREMUR íbúum var bjargað af svölum á þriðju hæð hússins. Prófkjör Sjálfstæðis- flokksins í Reykjanes- kjördæmi Gunnar Birgisson gefur kost á sér í 1. sæti GUNNAR Birgisson, oddviti sjálf- stæðismanna í Kópavogi, hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesi, sem halda á í haust, vegna alþingis- kosninganna. „Ég er búinn að taka ákvörðun um að gefa kost á mér í fyrsta sætið og tel mig geta unnið Reykjaneskjör- dæmi gagn á svipaðan hátt og ég hef gert í bæjarmálunum í Kópavogi,“ sagði Gunnar í samtali við Morgun- biaðið í gær. Hann hefur verið bæj- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi frá árinu 1990 og formaður bæjairáðs síðan. Þingmenn Sjálf- stæðisflokksins, að Ólafi G. Einars- syni undanskildum, hafa einnig ákveðið að gefa kost á sér, þau Arni R. Árnason, Ámi M. Mathiesen, Ki-istján Pálsson og Sigríður Anna Þórðardóttir. „Þetta er allt hið mætasta fólk og ég mun af fullum krafti blanda mér í þessa baráttu," sagði Gunnar ennfremur. -------------- Rafmagnslaust í Vesturbænum RAFMAGN fór af nokkrum hluta gamla Vesturbæjarins í Reykjavík í gærmorgun. Lengst varði rafmagns- leysið í nærri hálfan annan tíma. Bil- un varð í háspennustreng á Granda- vegi en hægt var að tengja framhjá honum meðan gert verður við. Rafmagnið fór af klukkan 7.48 og var aftur komið á alls staðar klukkan 9.10. Starfsmenn Rafmagnsveitu Reykjavíkur unnu í gær við að stað- setja bilunina nánar og var talið lík- legt að grafa þyrfti upp streng og gera við hann. Verður ráðist í það eftir helgina. ------♦♦-♦---- Sparisjóður vélstjóra Lán til hluta- bréfakaupa í Landsbankanum SPARISJÓÐUR vélstjóra hefur ákveðið að bjóða lán til 36 mánaða til kaupa á hlutabréfum í Landsbanka íslands og verða þau án lántöku- og stimpilgjalds og með veði í hluta- bréfunum sjálfum. í fréttatilkynningu frá Sparisjóðn- um kemur fram að hann muni annast alla umsýslu við hlutabréfakaupin og lánveitinguna og hefst skráning vegna þeirra á morgun, mánudag, hjá Sparisjóði vélstjóra í Borgartúni 18. Með blaðinu í dag íylgir 24 síðna auglýsingablað frá Leikfélagi Reykjavíkur, þar sem leikfélag- ið kynnir verkefnaskrá sína. (Þessu blaði er dreift á Reykjavíkursvæðinu og ná- grannabæjum, Suðumesjum, Hveragerði, Selfossi, Akranesi og Borgamesi.) ELDVÖRNUM er ábótavant í íbúð- arhúsinu við Vatnsstíg 11, þar sem eldur kviknaði tvisvar í fyrrinótt, að sögn Bjama Kjartanssonar, umsjón- armanns eldvarnaeftirlits Reykja- víkurborgar, sem er deild innan Slökkviliðsins. Gerð var athugasemd þar að lútandi fyrir skömmu en Bjarni segir að ekki hafi verið talið að bráð hætta stafaði af ágöllum á eldvömum, annars hefði þess verið krafist að húsnæðinu yrði lokað. Slökkviliðið vai- kallað að Vatnsstíg 11 snemma í júlí vegna reyks en þá hafði pottur gleymst á eldavél. „Eldvamaeftirlit gerði formlegar kröfur um úrbætur eldvarna á þess- um stað,“ staðfestir Bjai-ni Kjartans- son. Öryggiskröfur í gistiheimili þar sem fleiri en tuttugu manns búa era þær sömu og gerðar eru á hótelum og eru kröfur um úrbætur gerðar á eiganda samkvæmt lögum um brunavamir og brunamál. „Eigandi ber ábyrgð á öllum þeim þáttum húsnæðis sem kveðið er á um í reglu- gerð, þótt hann leigi öðrum. Síðan segir í lögum að notandi húsnæðis beri ábyrgð á þeim þáttum er varða hans starfsemi. í reglugerð er síðan kveðið á um eiginlega öll öryggismál sem varða bygginguna sjálfa, viðvör- unarkerfi, hólfanir, rýmingarleiðir og fleira,“ segir Bjami. Þorsteinn Steingrímsson, eigandi Vatnsstígs 11, segist hafa leigt Reykjavíkurborg húsið frá 1981 og að MEÐ blaðinu í dag fylgir fjög- urra síðna auglýsingablað fyrir heilsuræktarstöðina „Hreyf- ing“. (Þessu blaði er dreift í Reykjavík og Kópavogi.) það hafi verið byggt upp og innréttað á sínum tíma fyrir borgaryfirvöld og undir eftirliti byggingadeildar. Bh-gir Ottósson, forstöðumaður þjónustudeildar Félagsbústaða hf., sem er í eigu Reykjavíkurborgar og sér um rekstur félagslegra íbúða á hennar vegum, segir húsnæðið við Vatnsstíg 11 í umsjá Félagsbústaða samkvæmt samningi við Félags- málastofnun Reykjavíkurborgar. Er það leigt af eiganda og endurleigt skjólstæðingum stofnunarinnar. Lára Bjömsdóttir félagsmála- stjóri segist „óánægð með húsnæðið" við Vatnsstíg en að stofnunin sé bundin af leigusamningi til ársins 2004. Sagði hún í samtali við Morg- unblaðið að sér þætti húsnæðið „dýrt“. „Mér finnst leiðinlegt að þurfa að úthluta fólki svona hús- næði,“ segir hún ennfremur. Er stefnt að því hjá Félagsmálastofnun að fækka framleiguíbúðum að henn- ar sögn. Sáralitlar líkur á því að kviknað hafi í út frá rafmagni Slökkviliðið var tvívegis kallað út að Vatnsstíg 11 í fyrrinótt og segir Haukur Ársælsson, yfireftirlitsmað- ur Löggildingarstofu, að „sáralitlar líkur“ séu á því að kviknað hafi í út frá rafmagni. Bjarnþór Aðalsteins- son, lögreglufulltrúi í rannsókna- deild, sagði í samtali við Morgunblað- ið að eldsupptök væru enn í rann- sókn. Óljóst væri af hverju sprenging hefði orðið í síðara skiptið en granur léki á um íkveikju á neðri hæð húss- ins þar sem fyrst kviknaði í. Slökkviliðinu barst fyrst útkall um hálfeitt aðfaranótt laugardags, að sögn Kristjáns Ólafssonar aðalvarð- stjóra. Lagði þá reyk út um glugga á annarri hæð og eldur logaði á gangi í vesturenda hússins. Lagði mikinn reyk yfir Skuggahverfið til vesturs um tíma að sögn sjónarvotta. Reykkafarar fóra inn í húsið til þess að leita að fólki og var þremur íbúum ennfremur bjargað af svölum á þriðju hæð. Þrjátíu og þrir einstak- lingar búa í húsinu og var talið að tuttugu og fimm væra heima. Tveir voru fluttir á slysadeild vegna reyk- eitrunar og var annar þeirra fluttur á Landspítalann að sögn aðalvarð- stjóra. Slökkvistarfi var að mestu lokið rúmlega eitt og voru tveir slökkvi- liðsmenn þá skildir eftir á vakt. Rúmlega tvö blossaði síðan upp eld- ur á fjórðu hæð í suðurenda hússins og sprengdi þakglugga að sögn Kristjáns. Rigndi glerbrotum niður á götuna. Slökkviliðið var þá kallað út aftur og þurfti að rjúfa þak til þess að komast að eldinum, sem farinn var að loga milli þilja. Lauk slökkvi- starfi rétt fyrir hálffimm að sögn að- alvarðstjóra. Flestir íbúanna fóru til vina eða ættingja en einhverjir þurftu að fá inni á gistiheimili til bráðabirgða að sögn Birgis Ottóssonar. Slökkvistarf gekk greiðlega segir Kristján Ólafsson en sjónarvottar kváðu nokkuð hafa borið á því að bægja þyrfti góðglöðum vegfarend- um frá húsinu og þurfti lögreglan að girða svæðið af. A ►1-64 Landsbankinn og lög- mál markaðarins ►Rætt við Halldór J. Kristjáns- son, aðalbankasljóra, sem hefur haft hönd í bagga með hlutafjár- væðingu Landsbankans frá upp- hafi. /10 Vísindin eru vegabréf ►íslensk erfðagreining hefur sett mark sitt á þjóðlífið en starfsmenn fyrirtækisins hafa ekki farið mik- inn á þeim vettvangi enda haft öðrum hnöppum að hneppa. /20 Ótæmandi upp- spretta hugmynda ►Páll Skúlason rektor Háskóla íslands í viðtali. /24 Kyrrstaða er stöðnun ►í Viðskiptum/Atvinnulífi á sunnudegi er rætt við Helgu E. Jónsdóttur og Vilhjálm Heiðdal Waltersson, eigendur Hótel Blá- fells í Breiðdalsvík. /30 B ►1-12 Flskur og félagsmál í hinu Hlýja hjarta Afríku ►í einu fátækasta landi heims, Malaví, hefurÞróunarsamvinnu- stofnun íslands um átta ára skeið aðstoðað heimamenn við að efla rannsóknir og þróun í fiskveiðum á Malavívatni. /1,2-6-7 Góður - en dálítlð túróttur ►Trabanteigandinn Kristín Vig- fúsdóttir segir frá bflnum sínum í bland við gamlar minningar af ýmsu tagi. /4 Franski spítalinn fyrir berklahæli ►Guðmundur Bjömsson land- læknir hafði næstum fengið að leigja eða kaupa Franska spítalann á Fáskrúðsfirði undir berklahæli. /8 C FERÐALÖG ► 1-4 Steingervinga- safnið á Tjörnesi ►Gamla fjósið á Hallbjamarstöð- um innréttað fyrir safnið. /1 Minnesota ► Hvemig verða þramur og eld- ingartil? /2 D BÍLAR >1-4 Bílar undir milljón ►Ódýrasti bíllinn á íslenskum markaði er Skoda Felicia LX. /2 Reynsluakstur ►Octavia GLX með miklum stað- albúnaði. /4 Eatvinna/ rað/sma ► 1-20 Samstarf Marg- mlðlunarog DPEC ►Boðið upp á 200 fjarkennslun- ámskeið /1 fastir þættir bak Brids 50 32 Stjömuspá 50 32 Skák 50 í 32 Fólk í fréttum 54 38 Útv./sjónv. 52,62 48 Dagbók/veður 63 ; 48 Mannl.str. lOb 50 Dægurtónl. llb Fréttir 1/2/4/8/bak Leiðari Helgispjall Reykjayíkurbréf Minningar Myndasögur Bréftilblaðsins fdag INNLENDAR FlÍÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.