Morgunblaðið - 06.09.1998, Side 2

Morgunblaðið - 06.09.1998, Side 2
2 SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ h- Morgunblaðið/Jón Svavarsson ELDURINN kom upp í öðrum enda hússins í síðara skiptið og þurfti að rjúfa þak þar sem logaði milli þilja. Tvívegis kviknaði í leiguhúsnæði Félagsbústaða hf. við Vatnsstíg 11 í fyrrinótt Eftirlit taldi eld- vörnum ábótavant Morgunblaðið/Jón Stefánsson ÞREMUR íbúum var bjargað af svölum á þriðju hæð hússins. Prófkjör Sjálfstæðis- flokksins í Reykjanes- kjördæmi Gunnar Birgisson gefur kost á sér í 1. sæti GUNNAR Birgisson, oddviti sjálf- stæðismanna í Kópavogi, hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesi, sem halda á í haust, vegna alþingis- kosninganna. „Ég er búinn að taka ákvörðun um að gefa kost á mér í fyrsta sætið og tel mig geta unnið Reykjaneskjör- dæmi gagn á svipaðan hátt og ég hef gert í bæjarmálunum í Kópavogi,“ sagði Gunnar í samtali við Morgun- biaðið í gær. Hann hefur verið bæj- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi frá árinu 1990 og formaður bæjairáðs síðan. Þingmenn Sjálf- stæðisflokksins, að Ólafi G. Einars- syni undanskildum, hafa einnig ákveðið að gefa kost á sér, þau Arni R. Árnason, Ámi M. Mathiesen, Ki-istján Pálsson og Sigríður Anna Þórðardóttir. „Þetta er allt hið mætasta fólk og ég mun af fullum krafti blanda mér í þessa baráttu," sagði Gunnar ennfremur. -------------- Rafmagnslaust í Vesturbænum RAFMAGN fór af nokkrum hluta gamla Vesturbæjarins í Reykjavík í gærmorgun. Lengst varði rafmagns- leysið í nærri hálfan annan tíma. Bil- un varð í háspennustreng á Granda- vegi en hægt var að tengja framhjá honum meðan gert verður við. Rafmagnið fór af klukkan 7.48 og var aftur komið á alls staðar klukkan 9.10. Starfsmenn Rafmagnsveitu Reykjavíkur unnu í gær við að stað- setja bilunina nánar og var talið lík- legt að grafa þyrfti upp streng og gera við hann. Verður ráðist í það eftir helgina. ------♦♦-♦---- Sparisjóður vélstjóra Lán til hluta- bréfakaupa í Landsbankanum SPARISJÓÐUR vélstjóra hefur ákveðið að bjóða lán til 36 mánaða til kaupa á hlutabréfum í Landsbanka íslands og verða þau án lántöku- og stimpilgjalds og með veði í hluta- bréfunum sjálfum. í fréttatilkynningu frá Sparisjóðn- um kemur fram að hann muni annast alla umsýslu við hlutabréfakaupin og lánveitinguna og hefst skráning vegna þeirra á morgun, mánudag, hjá Sparisjóði vélstjóra í Borgartúni 18. Með blaðinu í dag íylgir 24 síðna auglýsingablað frá Leikfélagi Reykjavíkur, þar sem leikfélag- ið kynnir verkefnaskrá sína. (Þessu blaði er dreift á Reykjavíkursvæðinu og ná- grannabæjum, Suðumesjum, Hveragerði, Selfossi, Akranesi og Borgamesi.) ELDVÖRNUM er ábótavant í íbúð- arhúsinu við Vatnsstíg 11, þar sem eldur kviknaði tvisvar í fyrrinótt, að sögn Bjama Kjartanssonar, umsjón- armanns eldvarnaeftirlits Reykja- víkurborgar, sem er deild innan Slökkviliðsins. Gerð var athugasemd þar að lútandi fyrir skömmu en Bjarni segir að ekki hafi verið talið að bráð hætta stafaði af ágöllum á eldvömum, annars hefði þess verið krafist að húsnæðinu yrði lokað. Slökkviliðið vai- kallað að Vatnsstíg 11 snemma í júlí vegna reyks en þá hafði pottur gleymst á eldavél. „Eldvamaeftirlit gerði formlegar kröfur um úrbætur eldvarna á þess- um stað,“ staðfestir Bjai-ni Kjartans- son. Öryggiskröfur í gistiheimili þar sem fleiri en tuttugu manns búa era þær sömu og gerðar eru á hótelum og eru kröfur um úrbætur gerðar á eiganda samkvæmt lögum um brunavamir og brunamál. „Eigandi ber ábyrgð á öllum þeim þáttum húsnæðis sem kveðið er á um í reglu- gerð, þótt hann leigi öðrum. Síðan segir í lögum að notandi húsnæðis beri ábyrgð á þeim þáttum er varða hans starfsemi. í reglugerð er síðan kveðið á um eiginlega öll öryggismál sem varða bygginguna sjálfa, viðvör- unarkerfi, hólfanir, rýmingarleiðir og fleira,“ segir Bjami. Þorsteinn Steingrímsson, eigandi Vatnsstígs 11, segist hafa leigt Reykjavíkurborg húsið frá 1981 og að MEÐ blaðinu í dag fylgir fjög- urra síðna auglýsingablað fyrir heilsuræktarstöðina „Hreyf- ing“. (Þessu blaði er dreift í Reykjavík og Kópavogi.) það hafi verið byggt upp og innréttað á sínum tíma fyrir borgaryfirvöld og undir eftirliti byggingadeildar. Bh-gir Ottósson, forstöðumaður þjónustudeildar Félagsbústaða hf., sem er í eigu Reykjavíkurborgar og sér um rekstur félagslegra íbúða á hennar vegum, segir húsnæðið við Vatnsstíg 11 í umsjá Félagsbústaða samkvæmt samningi við Félags- málastofnun Reykjavíkurborgar. Er það leigt af eiganda og endurleigt skjólstæðingum stofnunarinnar. Lára Bjömsdóttir félagsmála- stjóri segist „óánægð með húsnæðið" við Vatnsstíg en að stofnunin sé bundin af leigusamningi til ársins 2004. Sagði hún í samtali við Morg- unblaðið að sér þætti húsnæðið „dýrt“. „Mér finnst leiðinlegt að þurfa að úthluta fólki svona hús- næði,“ segir hún ennfremur. Er stefnt að því hjá Félagsmálastofnun að fækka framleiguíbúðum að henn- ar sögn. Sáralitlar líkur á því að kviknað hafi í út frá rafmagni Slökkviliðið var tvívegis kallað út að Vatnsstíg 11 í fyrrinótt og segir Haukur Ársælsson, yfireftirlitsmað- ur Löggildingarstofu, að „sáralitlar líkur“ séu á því að kviknað hafi í út frá rafmagni. Bjarnþór Aðalsteins- son, lögreglufulltrúi í rannsókna- deild, sagði í samtali við Morgunblað- ið að eldsupptök væru enn í rann- sókn. Óljóst væri af hverju sprenging hefði orðið í síðara skiptið en granur léki á um íkveikju á neðri hæð húss- ins þar sem fyrst kviknaði í. Slökkviliðinu barst fyrst útkall um hálfeitt aðfaranótt laugardags, að sögn Kristjáns Ólafssonar aðalvarð- stjóra. Lagði þá reyk út um glugga á annarri hæð og eldur logaði á gangi í vesturenda hússins. Lagði mikinn reyk yfir Skuggahverfið til vesturs um tíma að sögn sjónarvotta. Reykkafarar fóra inn í húsið til þess að leita að fólki og var þremur íbúum ennfremur bjargað af svölum á þriðju hæð. Þrjátíu og þrir einstak- lingar búa í húsinu og var talið að tuttugu og fimm væra heima. Tveir voru fluttir á slysadeild vegna reyk- eitrunar og var annar þeirra fluttur á Landspítalann að sögn aðalvarð- stjóra. Slökkvistarfi var að mestu lokið rúmlega eitt og voru tveir slökkvi- liðsmenn þá skildir eftir á vakt. Rúmlega tvö blossaði síðan upp eld- ur á fjórðu hæð í suðurenda hússins og sprengdi þakglugga að sögn Kristjáns. Rigndi glerbrotum niður á götuna. Slökkviliðið var þá kallað út aftur og þurfti að rjúfa þak til þess að komast að eldinum, sem farinn var að loga milli þilja. Lauk slökkvi- starfi rétt fyrir hálffimm að sögn að- alvarðstjóra. Flestir íbúanna fóru til vina eða ættingja en einhverjir þurftu að fá inni á gistiheimili til bráðabirgða að sögn Birgis Ottóssonar. Slökkvistarf gekk greiðlega segir Kristján Ólafsson en sjónarvottar kváðu nokkuð hafa borið á því að bægja þyrfti góðglöðum vegfarend- um frá húsinu og þurfti lögreglan að girða svæðið af. A ►1-64 Landsbankinn og lög- mál markaðarins ►Rætt við Halldór J. Kristjáns- son, aðalbankasljóra, sem hefur haft hönd í bagga með hlutafjár- væðingu Landsbankans frá upp- hafi. /10 Vísindin eru vegabréf ►íslensk erfðagreining hefur sett mark sitt á þjóðlífið en starfsmenn fyrirtækisins hafa ekki farið mik- inn á þeim vettvangi enda haft öðrum hnöppum að hneppa. /20 Ótæmandi upp- spretta hugmynda ►Páll Skúlason rektor Háskóla íslands í viðtali. /24 Kyrrstaða er stöðnun ►í Viðskiptum/Atvinnulífi á sunnudegi er rætt við Helgu E. Jónsdóttur og Vilhjálm Heiðdal Waltersson, eigendur Hótel Blá- fells í Breiðdalsvík. /30 B ►1-12 Flskur og félagsmál í hinu Hlýja hjarta Afríku ►í einu fátækasta landi heims, Malaví, hefurÞróunarsamvinnu- stofnun íslands um átta ára skeið aðstoðað heimamenn við að efla rannsóknir og þróun í fiskveiðum á Malavívatni. /1,2-6-7 Góður - en dálítlð túróttur ►Trabanteigandinn Kristín Vig- fúsdóttir segir frá bflnum sínum í bland við gamlar minningar af ýmsu tagi. /4 Franski spítalinn fyrir berklahæli ►Guðmundur Bjömsson land- læknir hafði næstum fengið að leigja eða kaupa Franska spítalann á Fáskrúðsfirði undir berklahæli. /8 C FERÐALÖG ► 1-4 Steingervinga- safnið á Tjörnesi ►Gamla fjósið á Hallbjamarstöð- um innréttað fyrir safnið. /1 Minnesota ► Hvemig verða þramur og eld- ingartil? /2 D BÍLAR >1-4 Bílar undir milljón ►Ódýrasti bíllinn á íslenskum markaði er Skoda Felicia LX. /2 Reynsluakstur ►Octavia GLX með miklum stað- albúnaði. /4 Eatvinna/ rað/sma ► 1-20 Samstarf Marg- mlðlunarog DPEC ►Boðið upp á 200 fjarkennslun- ámskeið /1 fastir þættir bak Brids 50 32 Stjömuspá 50 32 Skák 50 í 32 Fólk í fréttum 54 38 Útv./sjónv. 52,62 48 Dagbók/veður 63 ; 48 Mannl.str. lOb 50 Dægurtónl. llb Fréttir 1/2/4/8/bak Leiðari Helgispjall Reykjayíkurbréf Minningar Myndasögur Bréftilblaðsins fdag INNLENDAR FlÍÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.