Morgunblaðið - 06.09.1998, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.09.1998, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1998 35 SKOÐUN og jöklum. Skíðamennska er sú grein fjallamennskunnar sem nýtur mestrar útbreiðslu hérlendis. Segja má að þetta sé eina greinin sem er stunduð utan hjálparsveitanna og íslenska Alpaklúbbsins að ein- hverju ráði. Skíðamennsku er hægt að stunda stóran hluta ársins, vin- sælast er þó að stunda hana þegar sól er lengi á lofti en nægur snjór ennþá í fjöllum, þ.e.a.s. frá seinni hluta vetrar til fyrri hluta sumars. Einkum er erfitt að stunda skíða- mennsku á haustin og hluta vetrar. Vinsælir staðir til brattlendisferða eru til dæmis Snæfellsjökull, Eyja- fjallajökull, Hekla og Öræfajökull. Ymsir staðir eru vinsælir til lengri gönguskíðaferða enda eru margir sem stunda þær. Erfitt er að benda á einhverja öðrum fremi vinsælli staði, kannski mætti helst benda á Kjöl, Langjökul og Vatnajökul. Það er eins með fjallamennskuna og svo margt annað, ýmsar tísku- sveiflur koma og fara. Þetta má glögglega sjá í brattlendisskíða- mennskunni um þessar mundir. Pyrir nokkrum árum þótti nauð- synlegt að eiga fjallaskíði en nú er enginn maður með mönnum nema að hann eigi og kunni á Þelamerk- urskíði (Telemark-skíði). Fjalla- skíði líkjast helst hefðbundnum svigskíðum og þegar skíðað er á þeim er svigskíðatækni notuð. Þela- merkurskíði eru einskonar blanda af svigskíðum og gönguskíðum og til að skíða á þeim í brattlendi er sérstök Þelamerkursveifla brúkuð. Sárafáir, ef einhverjir, æfa reglu- lega þessa grein fjallamennskunn- ar. Það er helst að menn æfi reglu- lega í einhvern tíma áður en þeir leggja í langar ferðir. Algengt er að skíðin séu tekin upp nokkru fyrir páska og notuð fram eftir vori, fram á sumar. Síðan eru þeim kom- ið haganlega fyrir í geymslunni þar sem þau bíða næstu páska. Fjallamennska er fyrir alla Þótt staða fjallamennskugeirans sé öflug og að nokkrir einstaklingar innan hans séu orðnir fjallamenn á heimsvísu, þá er breiddin í fjalla- mennsku á Islandi ekki mikil. Eins og fyiT sagði eru flestir í geiranum félagar í hjálparsveitum og Is- lenska Alpaklúbbnum. Allnokkrir innan þessa hóps stunda fjalla- mennsku af fullum huga og leggja metnað sinn í að fara langar og erf- iðar ferðir eða sigra hrikalegar klif- urleiðir. Þessi hópur sækist fyrst og fremst eftir fjallamennsku upp- lifuninni en nýtur í kaupbæti fal- legi'ar náttúru Islands. Um þetta er gott eitt að segja. Á hinum endan- um eru þeir fjölmörgu sem stunda almenna útivist. Þessi hópur velur léttar fjallgöngur á fógrum svæð- um. Fólkið nýtur náttúrunnar, spá- ir í blómaflóruna, skoðar fuglalífið og rifjar gjarnan upp sögu landsins. Það er ekkert að flýta sér enda engin ástæða til í fallegri náttúr- unni. Þetta er einnig af hinu góða. Það sem er miður er að ekki skuli fleiri fara bil beggja. Á Islandi er að finna fjöldann allan af mjög glæsilegum en auðveldum leiðum sem krefjast lágmarks fjalla- mennskukunnáttu. Til dæmis eru í næsta nágrenni Reykjavíkur, í Esj- unni, Botnssúlum og Skarðsheiði, fjölmargar skemmtilegar leiðir sem einungis krefjast kunnáttu í notkun einnar ísaxar, lágmarks trygginga- kunnáttu og mati á snjóflóðahættu. Þetta eru snjógiljaleiðir sem fá allra lægstu erfiðleikagi-áðuna, fal- legar leiðir í skemmtilegu umhverfi sem þó aðeins örfáir klífa. Fjalla- menn klífa þær ekki vegna þess að þær eru of auðveldar og útivistar- fólk ekki vegna þess að það hefur ekki þekkingu til þess. Fjölmörg önnur svæði og aðrar tegundir Ieiða mætti nefna í þessu sambandi, þetta er einungis nefnt sem dæmi. Vonandi verður breyting hér á, eft- ir því sem framboð á námskeiðum í fjallamennsku eykst. Önnur hugsanleg ástæða fyrir lítilli breidd í fjallamennskunni er sú að erfitt er fyrir áhugasama að nálgast fróðleik um leiðarval. Eins og fyrr sagði hefur Alpaklúbburinn gefið út leiðai-vísa um nokkur helstu klifursvæði landsins. Þessir leiðarvisar eru fyrst og fremst ætl- aðir fjallamönnum. I þeim eru ein- ungis leiðir sem krefjast fjalla- mennskukunnáttu og því gagnast þeir áhugasömu útivistarfólki tak- markað. Öryggi í fjallamennsku Það er ekki óalgengt að heyra sagt að fjallamennska sé stór- hættulegt sport sem einungis brjálæðingar stunda. Þetta er fjarri sanni, fjallamennska er sport sem vel flestir geta stundað. Með því að afla sér góðrar kunn- áttu og reyna ekki við erfiðari leið- ir en reynsla og geta leyfa, er hættunni á slysum haldið í algjöru lágmarki. Það sýnir sig að miðað við fjölda þeirra sem stunda fjalla- mennsku hérlendis hafa slys verið fátíð. Hluti slysanna sem hafa orð- ið, varð vegna þess að viðkomandi fjallamenn tóku viljandi fullmikla áhættu í of erfiðum leiðum. Ánægjulegasta upplifunin í fjalla- mennsku næst þegar leiðir eru valdar eftir þekkingu og getu þannig að reynsla og hæfni aukast jafnt og þétt. Reyndir fjallamenn snúa frekar við heldur en að taka heimskulega áhættu. Þótt slys séu fátíð geta þau alltaf hent, sama hversu góðir fjallamennirnir eru. Því er gott að vita að öflugar hjálparsveitir eru starfræktar hérlendis. Þegar slys verða er fjöldi hjálparsveitar- manna boðinn og búinn að leggja sjálfa sig í hættu við björgunar- störf auk þess sem þeir gefa mikið af tíma sínum til þessa. Það er einnig mikilvægt að muna að þrátt fyrir að allt starf innan hjálpar- sveitanna sé unnið í sjálfboðavinnu þá eru engin björgunarlaun inn- heimt eftir björgun. Svona er þetta síður en svo alls staðar. Víða er- lendis geta fjallamenn átt gjald- þrot-á hættu ef þeir lenda í björg- unaraðgerðum án þess að hafa keypt björgunartryggingu. Nauð- synlegt er að styðja vel við bakið á hjálparsveitunum til að tryggja að þær geti haldið starfsemi áfram á sama hátt og verið hefur. Höfundur er í stjórn íslenska Alpa- klúbbsins. Konur-konur Leikfimi í Melaskóla . .. - .__________________ Áhersla lögð ó góða og fjöruga upphifun. Styrkjandi æfingar fyrir maga, rass og læri. I lokin teygjur og slökun. Upplýsingar í síma 557 3312 alla daga eftir kl. 19.00. Ingibjörg Jónsdóttir, íþróttakennari. kvdldMóli n KOPAVOGSU- NÁMSKEIÐ Á HAUSTÖNN 1998 Góð lýsing er stórmál! Efagerhult Fagerhult hefur verið brautryðjandi í hönnun og framleiðslu vandaðs lýsingarbúnaðar í meira en 50 ár. Sænsk gæðaframleiðsla. Löng og góð reynsla á íslandi. Kynntu þér úrvalið. Hjá okkurfærðu faglega ráðgjöf um allt sem varðar góða lýsingu. Allur búnaður frá Fagerhult er f samræmi við Evrópustaðal EN 60598 og samþykktur af SEMKO. Fagerhult uppfyllir að sjálfsögðu gæðastaðal ISO 9001. TUNGUMÁL Kennt er í byrjenda-, framhalds- og talæfmgaflokkum ENSKA DANSKA NORSKA SÆNSKA FRANSKA ÍTALSKA SPÆNSKA ÞÝSKA KATALÓNSKA 10 vikna námskeið 20 kennslustundir ÍSLENSKA fyrir útlendinga 10 vikna námskeið 20 kennslustundir BÓKBAND 10 vikna námskeið 40 kennslustundir GLERLIST 10 vikna námskeið 40 kennslustundir KÖRFUGERÐ 1 viku námskeið 12 kennslustundir LEIRMÓTUN 6 vikna námskeið 25 kennslustundir SKRAUTRITUN I 10 vikna námskeið 20 kennslustundir SKRAUTRITUN II 5 vikna námskeið 10 kennslustundir LJÓSMYNDUNI 3 vikna námskeið 9 kennslustundir LJÓSMYNDUN II 7 vikna námskeið 24 kennslustundir SILFURSMÍÐI (skartgripagerð) 9 vikna námskeið 36 kennslustundir TRÉSMÍÐI 9 vikna námskeið 36 kennslustundir TRÖLLADEIG 4 vikna námskeið 16 kennslustundir TRÖLLADEIG jólafóndur 2 vikna námskeið 8 kennslustundir ÚTSKURÐUR 9 vikna námskeið 36 kennslustundir VATNSLITAMÁLUN 8 vikna námskeið 32 kennslustundir VIDEOTAKA 1 viku námskeið 14 kennslustundir BÚTASAUMUR 6 vikna námskeið 24 kennslustundir BÚTASAUMSTEPPI 4 vikna námskeið 18 kennslustundir BARNAFATASAUMUR 6 vikna námskeið 24 kennslustundir FATASAUMUR 6 vikna námskeið 24 kennslustundir KÁNTRÝ-FÖNDUR 6 vikna námskeið 24 kennslustundir BÓKHALD smærri fyrirtækja 4 vikna námskeið 24 kennslustundir BÓKHALD smærri fyrirtækja frh. 3 vikna námskeið 18 kennslustundir VÉLRITUN 7 vikna námskeið 21 kennslustund Tölvunámskeið: WORD og WINDOWS fyrir byrjendur 4 vikna námskeið 20 kennslustundir WORD II og kynning á POWER POINT 3 vikna námskeið 20 kennslustundir EXCEL fyrir byrjendur 3 vikna námskeið 20 kennslustundir INTERNETIÐ kynning á Internetinu og tölvupósti 1 viku námskeið 8 kennslustundir GÓMSÆTIR bauna-, pasta- og grænmetisréttir 3 vikna námskeið 12 kennslustundir FITUSNAUTT FÆÐI 3 vikna námskeið 12 kennslustundir ÍTÖLSK MATARGERÐ 2 vikna námskeið 8 kennslustundir KONFEKTGERÐ 1 viku námskeið 5 kennslustundir EIGIN ATVINNUREKSTUR 2 vikna námskeið 20 kennslustundir SMITH & NORLAND Nóatúni 4 105 Reykjavík Sími: 520 3000 www.sminor.is Starfsmenntunarsjóðir ýmissa stéttarfélaga styrkja félagsntenn sína til nánts í Kvöldskóla Kópavogs, t.d. HSRB, HHMR, Dagsbrún og Framsókn, VR ogStarfsmannal'élag Kópavogs. Kennsla hefst 21. september Innritun og upplýsingar urn námskeiðin 7.- 17.september kl. 17 - 21 í símum 564 1507 564 1527 og 554 4391 og á skrifstofu Kvöldskólans í Snælandsskóla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.