Morgunblaðið - 06.09.1998, Side 64
T|N|T| Express
Worldwide
580 1010
íslandspóstur hf
Hraðflutningar
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181
PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1998
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
DRANGA-JA \
.'Jökulbunga
JOKULL
Jrýrnbilsst
;<8/ vaS*
Háafell
Kaldárvatn
Kaffi og
lummur í
JSænautaseli
TALSVERT hefur verið um
heimsóknir gesta og gangandi í
Sænautasel á Jökuldalsheiði í
sumar. Þar var torfbær endur-
byggður á vegum Jökuldals-
hrepps og geta ferðamenn fengið
leiðsögn um bæinn og skyggnst
inn i gamla tíma. Einnig er þeim
gefinn kostur á að fá kaffi og
lummur og jafnvel hákarl. Sæ-
nautasel er ekki langt frá þjóð-
veginum um Jökuldalsheiði. Þar
var búið á árunum 1843 til 1943
er bærinn fór í eyði. Arið 1992
var hafist handa við endurbygg-
ingu, sem lauk ári síðar.
Hlutafjárútboð Trygg-
ingamiðstöðvarinnar
Bæjnfjall ^
Hagstæðara
gengi fyrir
starfsmenn
^HLUTAFÉ í Tryggingamiðstöðinni
hf. að nafnvirði tæplega fjórar millj-
ónir króna verður boðið út í vikunni.
Verður starfsmönnum auk maka
boðið að kaupa 10 þúsund króna hlut
að hámarki á genginu 14 en almennt
útboðsgengi á 15 þúsund króna há-
markshlut að nafnverði verður 25.
Ekki er um nýtt hlutafé að ræða
heldur eldra hlutafé sem verið hefur
í eigu félagsins og er að nafnvirði
3.946.159 kr.
„Rökin fyrir hagstæðara gengi til
starfsfólksins eru þátttaka þess í
gengi fyrirtækisins,“ sagði Gunnar
Felixson, forstjóri Tryggingamið-
stöðvarinnar, aðspurður um mun á
almennu útboðsgengi og gengi fyrir
starfsmenn. „Við teljum það líka
®fchafa góð áhrif á starfsanda og áhuga
starfsfólks á velgengni fyrirtækis-
ins.“
Um 60 manns starfa hjá Trygg-
ingamiðstöðinni hf. og hafa þeir ekki
átt hlutafé í fyrirtækinu áður. Gunn-
ar segir tilgang útboðsins vera þann
að fjölga í hluthafahópi fyrirtækisins
og uppfylla skilyrði Verðbréfaþings
íslands um skráningu á Aðallista. Til
að svo megi verða þurfa hluthafar að
vera 300. I dag eru þeir um 130 og
segir Gunnar að stefnt sé að því að
hluthafar verði um 400.
Morgunblaðið/RAX
STAÐKUNNUGIR hafa uppgötv-
að merki um að stórt jökulhlaup
hafi komið fram úr Drangajökli í
Kaldalón nýlega og að sögn Indriða
Aðalsteinssonar, bónda á Skjald-
fönn, eru ekki til frásagnir af slíku
hlaupi úr Drangajökli áður.
„Þetta hefur verið afskaplega
mikið hlaup á mælikvarða þessa
jökuls hér, þó það jafnist náttúr-
lega ekki á við þau hlaup sem koma
úr skaftfellsku jöklunum, en þetta
er samt eins konar vasaútgáfa af
þeim,“ segir Indriði.
„Hlaupið hefur brotist fram á
einum stað, úr Kaldalónsjökli í
botni Kaldalóns, úr göngum sem
eru svipuð að vídd og Hvalfjarðar-
göngin. Þau hafa vafalaust verið
sneisafull af vatni í einhver dægur.
A báða vegu við jökulinn hefur
mikið stórgrýti gengið til hliðanna
og óhemju framburður hefur safn-
ast fyrir innst við jökulinn. Hækk-
unar á landi gætir um kílómetra
niður frá honum og þó er töluvert
vítt milli hlíða. í þessum framburði
er gífurlegt magn af jarðvegsefn-
um, jakahröngli, jökum og stór-
grýtisbjörgum. Svo að notuð sé
viðmiðun sem allir geta áttað sig á
þá eru björgin á stærð við sæ-
greifajeppa og jafnvel stærri. Þetta
sýnir hvað krafturinn hefur verið
mikill. Svona 3-4 kílómetra niður
eftir frá jöklinum er jakamulningur
um allt og einnig um allar eyrar á
ársvæðinu."
Skörð í varnargörðum
Mórillubrúar
Indriði segir að brúin yfir ána
Mórillu og vegurinn, sem eru 4-5
kílómetra frá skriðjöklinum, hafi
sloppið við skemmdir en tvö skörð
séu þó í vamargörðum sem verja
eiga brúna.
Kaldalónsjökull og aðrir skrið-
jöklar úr Drangajökli voru áratug-
um saman að hopa en að sögn Ind-
riða snerist sú þróun við fyrir fjór-
um áram og Kaldalónsjökull hefur
síðan gengið fram um rúman kíló-
metra.
,AHur norðurhluti jökulsins er
nú á hreyfingu niður í Kaldalón,
Leirufjarðarbotn og Reykjafjörð
frá hábungu jökulsins sem er rétt
rúmir níu hundruð metrar. Flóðið
hlýtur að vera eitthvað því tengt.“
Páll Jóhannesson bóndi í Bæ var
fyrstur til að taka eftir ummerkjum
hlaupsins, en að sögn Indriða voru
litlar líkur til þess að aðrir en stað-
kunnugir yrðu þeirra varir frá veg-
inum.
Stórt jökulhlaup úr
Drangajökli í Kaldalón
Morgunblaðið/Kristinn
Frakkar unnu á Akranesi
LANDSLIÐ Frakka og íslend-
inga, yngri en 21 árs, mættust í
leik á Akranesi í gær og Iauk
leiknum með sigri Frakka, 2-0.
Nicolas Anelka skoraði fyrra
Tnarkið á 3. mínútu og Daniel
Moriera það síðara á 15. mínútu.
Frönsku Iandsliðsmennirnir, sem
komu hingað til Iands á föstudag,
hafa haft í mörg horn að líta,
eins og t.d. Zidane sem áritaði
veggspjöld hjá Adidas-umboðinu.
Landsbankinn hyggst
opna fjarvinnsluútibú
LANDSBANKI íslands hf. á nú í
viðræðum við Islandspóst hf. um
opnun lítilla fjarvinnsluútibúa á
nokkrum stöðum þar sem bankinn
hefur ekki afgreiðslu nú. Þessi
tölvuvæddu útibú verða í húsnæði
íslandspósts og byggjast að miklu
leyti á sjálfsafgreiðslu viðskipta-
vina bankans.
Að sögn Halldórs J. Kristjáns-
sonar, aðalbankastjóra, kemur
einnig til greina að þjónustufulltrú-
ar veiti þar ráðgjöf á fyrirfram aug-
lýstum tíma.
Halldór segir ekki á döfinni að
loka neinum útibúum sem Lands-
bankinn rekur nú úti á landi, né
Til greina kemur að
sameina útibú á höf-
uðborgarsvæðinu
heldur að breyta þeim í fjarvinnslu-
útibú. Frekar komi til greina að
sameina tvö til þrjú útibú á höfuð-
borgarsvæðinu í hagræðingarskyni.
Halldór segir unnið að því að ein-
falda og sérhæfa þjónustu á af-
greiðslustöðum bankans. Þar sé
horft til nýrrar tækni sem verði
mikilvægur þáttur í aukinni hag-
ræðingu. Mikil aukning hefur orðið
á notkun hraðbanka Landsbankans
og jókst notkun þeirra um tæp 50%
á milli mánaðanna júní og júlí í
sumar.
Unnið er að því að sameina skrif-
stofur VÍS og LÍFÍS afgreiðslustöð-
um Landsbankans víða um land. Sú
sameining hefur þegar orðið á Norð-
firði og Homafirði og verður á næst-
unni í Ólafsvík, Grindavík, Sand-
gerði, Króksfjarðarnesi, á Vopna-
fírði og Hvolsvelli svo dæmi séu tek-
in. Þar verður hægt að fá almenna
bankaþjónustu, verðbréfaþjónustu,
líftryggingar og almenna trygginga-
þjónustu á sama stað.
■ Landsbankinn/10