Morgunblaðið - 08.09.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.09.1998, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1998 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Verð hlutabréfa í ADVANTA síðastliðið ár _ / Tangi á Aðallista Verðbréfaþings Islands Verðfall hjá Advanta MIKIÐ verðfall hefur orðið á hluta- bréfum í bandaríska fjármálafyrir- taekinu Advanta undanfama mánuði. Hlutabréfín voru á u.þ.b. 24 doliara í byrjun mars en eru nú á ellefu doll- ara. Fyiirtækið er alhliða fjármálafyrir- tæki sem þjónar einstaklingum og smærri fyrirtækjum á sviði krítar- kortaviðskipta, húsnæðislána, kaup- leigu, trygginga og innlána og er eitt það stærsta sinnar tegundar í Banda- ríkjunum. Ekki náðist í Ólaf Jóhann Ólafsson, forstjóra, vegna málsins. Meðfylgjandi kort sýnir gengi hlutabréfa í félaginu síðastliðið ár. Sparisjóður vélstjóra lánar til hluta- bréfakaupa í Landsbanka Islands A annað hund- rað skráningar HÁTT á annað hundrað manns ski’áðu sig fyrir láni á fyrsta degi hjá Sparisjóði vélstjóra í kjölfar þeirrar ákvörðunar Sparisjóðsins að bjóða lán fyrir allt að 90% af kaup- virði í hlutabréfum í Landsbanka Is- lands. Eins og kunnugt er var það sam- þykkt á hluthafafundi Landsbank- ans í síðustu viku að auka hlutafé bankans um 15% og bjóða hlutafjár- aukninguna til sölu. Starfsmönnum bankans gefst kostur á að kaupa hlutafé að nafnvirði 325 milljónir króna á genginu 1,285 en almenn- ingi býðst að kaupa 625 milljónir að nafnvirði á genginu 1,9. Þá verða 50 milljónir seldar með tilboðsfyrir- komulagi. Sparisjóðurinn hefur nú lýst því yfir að hann muni lána allt að 90% af andvirði bréfanna til 36 mánaða, en Landsbankinn býður 85%. Davíð Sigurjónsson, forstöðumað- ur fjárstýringar hjá Sparisjóði vél- stjóra, segist þó telja um afar svipuð kjör að ræða þegar tilboð bankanna eru borin saman í heild: „Við bjóðum Iánin með föstum ársvöxtum upp á 11,35% en Landsbankinn býður 9,85% vexti. Við útlán Landsbankans bætist síðan 1% lántökugjald og stimpilgjald upp á 0,5% sem við inn- heimtum ekki.“ Davíð telur tilboðin því afar hliðstæð að því undanskildu að Sparisjóðurinn lánar fyrir aðeins hærri hlut. Hann segir að eftir að skráning vegna lánanna hófst í gær- morgun hafi síminn varla stoppað og áætlar Davíð að 500 fyrirspumir hafí borist fyrsta daginn og þar af skráðu sig á annað hundrað manns fyrir láni. Stoðumat Forgangsröðun Verkástlun Verkíramkvæmd ftríd 2000 Dnáurskaftun Ráðgjafasvið Nýherja hefur þróað og staðfært aðferðarfræði sem dugar íslenskum fyrirtækjum til að glíma við árið 2000 vandamál. Þessi aðferðar- fræði kallast ÁRNÝ (Árið 2000 ráðgjöf Nýherja) og skiptist í 5 þætti: Stöðumat, forgangsröðun, verkáætlun, verk- framkvæmd og árið 2000 endurskoðun. Nýherji er leiðandi fyrirtæki á sviði upplýsingatækni og hefur á að skipa 170 starfsmönnum, hver með sína sérþekkingu sem getur nýst viðskiptavinum við lausn á verkefnum vegna ársins 2000. {J^)nýherji ^Aðgjöf Skaftahlíð 24 - Sími 569 7700 - http://www.nyherji.is Leiðir til breið- ari kaupendahóps ÖLL útgefin hlutabréf í útgerðarfé- laginu Tanga hf., alls 502 milljónir króna að nafnvirði, verða skráð á Aðallista Verðbréfaþings íslands frá og með morgundeginum en síð- astliðin tvö ár hefur eingöngu verið verslað með bréf félagsins á Opna tilboðsmarkaðnum. Kaupþing Norðurlands hf. hafði umsjón með skráningunni. Friðrik Mar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Tanga, telur eðlilegt að áætla að seljanleiki hlutabréfa í félaginu aukist við skráninguna og hagur hlutahafa þar af leiðandi líka. Hann bendir á að Tangi hafí nú um tveggja ára skeið verið skráð á Opna tilboðsmarkaðnum og því í raun eðlilegt að stíga skrefíð til fulls nú, ekki síst í ljósi þeirrar þróunar sem á sér stað á íslenskum hluta- bréfamarkaði. Tvö skip í rekstri Félagið var stofnað á Vopnafirði árið 1965 en starfsemin hefur lengst af byggst á veiðum og vinnslu á bol- fiski. Tangi á og rekur tvö skip, hálf-frystitogarann Bretting og nótaskipið Víkurberg sem keypt var í maí sl. Til viðbótar á félagið helm- ingshlut í nótaskipinu Sunnubergi, sem hefur að undanförnu verið í leigu hjá Samherja en skipið hefur verið á söluski’á frá því í júlí. Eftir kaupin á Víkurbergi jókst loðnukvóti Tanga hf. um 58% og er nú alls 2,13% af úthlutuðum kvóta. Miðað við áætlaða úthlutun fyrir fískveiðiárið 1998-1999, svarar þetta magn til um 24.176 tonna eða 1.450 þorskígildistonna. Að auki ræður félagið yfir 5.383 tonnum af úthlut- uðum kvóta úr norsk-íslenska síld- arstofninum. Síðastliðin ár hefur æ ríkari áhersla verið lögð á veiðar og vinnslu uppsjávarfiska og að sögn Friðriks er ætlunin að halda þeirri uppbyggingu áfram. I fyrra voni t.a.m. fest kaup á frystibúnaði sem ætlaður er fyrir uppsjávarfísk og í kjölfarið var frystigeta fyrirtækis- ins aukin úr 50 tonnum í um 230 tonn á sólarhring. Búnaðurinn byggist á mikilli sjálfvirkni og er talið að með honum lækki launa- kostnaður á hvert fryst kíló af síld og loðnu um allt að 50-60%. Þá hef- ur afkastageta fiskimjölsverksmiðju Tanga aukist mikið undanfarin ár. I bvrjun þessa árs var settur upp nýr gufuketill í fískimjölsverksmiðjunni, skipt var um einn af þremur þurrk- urum og fyrir nýafstaðna síldarver- tíð voru sett upp ný eimingartæki í verksmiðjuna. Albert Jónsson, forstöðumaður verðbréfamiðlunar Fjái'vangs, segir skráningu Tanga hf. á Aðallista VÞÍ leiða til breiðari kaupendahóps í fé- laginu og aukinnar upplýsinga- skyldu. Hann segir félagið hafa yfir að ráða mjög öflugri vinnslu og státi af afar góðum árangri í sfldarfryst- ingu. Þeir hafí verið að auka af- kastagetu á ýmsum sviðum og unn- ið mjög skynsamlega að þeirri upp- byggingu síðastliðin misseri. Hann bendir á að 85 milljóna króna hagn- aður Tanga í milliuppgjöri félagsins á dögunum hafí verið vel viðunandi og gengi hlutabréfa farið hækkandi undanfarið. Dótturfélag Landsbankans á Guernsey í Ermarsundi Aðeins fyrir þá stærstu og virtustu AFLANDSÞJÓNUSTA Lands- bankans (offshore banking), sem sagt var frá í Morgunblaðinu um helgina og verður staðsett á Gu- ernsey í Ermarsundi, verður rekin í samvinnu við Midland-bankann enska, dótturfélag Hong Kong Shanghai-bankasamsteypunnar. Midland mun sjá um sjóðavörslu og ýmsa aðra daglega rekstrar- þætti svo sem afgreiðslu og frá- gang viðskipta. Fyrirtækið, sem ber heitið Landsbanki Capital Internationanl Ltd. og er dótturfé- lag Landsbankans, verður að fullu í eigu og undir yfírstjórn Lands- bankans. Landsbréf hf., verðbréfafyrir- tæki Landsbankans, verða fjárfest- ingarráðgjafí þess og munu stýra alþjóðlegum verðbréfasjóðum inn- an fyrirtækisins á Guernsey. Að sögn Gunnars Ándersen Heildar- lausnir = HÉÐINN = SM IÐJA Stórási 6 «210 Garðabæ sími 565 2921 • fax 565 2927 framkvæmdastjóra alþjóða fjár- málasviðs hjá Landsbankanum, sem unnið hefur að undirbúningi fyrirtækisins frá upphafi, er um að ræða svipaða starfsemi og fjár- málafyrii'tækið Kaupþing hefur sett upp í Lúxemborg, en Lúxem- borg er fjármálafrísvæði eins og Guernsey. „Guemsey er fjármálafrísvæði með skattvænt umhverfí þar sem ekki eru íþyngjandi lagabálkar fyr- ir hendi. Við höfum fengið rekstr- arleyfið og eigum aðeins eftir að ganga frá formsatriðum eins og út- boðslýsingum á hverjum verð- bréfasjóði fyrir sig sem bankayfír- litið á staðnum þarf síðan að sam- þykkja,“ segir Gunnar en áætlað er að félagið hefji starfsemi í lok næsta mánaðar. Mætir þörf fyrir fjárfestingar lífeyrissjóða Gunnar sagði að Midland fjár- málasamsteypan búi yfir mjög víð- tækri reynslu, og innan hennar sé rekin víðtæk greiningarvinna á fjármálamörkuðum og efnahags- málum almennt en Landsbankinn og Midland hafa átt í samstarfi með almenn bankaviðskipti um þriggja áratuga skeið, að sögn Gunnars. Tegund samstarfsins nú er þó ný af nálinni, að hans sögn. Gunnar segir að tilgangurinn með stofnun fyrirtækisins sé að auka eigi möguleika á lánveitingum til dótturfyrirtækja íslendinga er- lendis þó aðal uppistaða reksturs- ins sé rekstur sjóða. „Eitt af mark- miðunum er síðan að vekja athygli á íslenskum verðbréfum og það mun taka tíma að byggja þá starf- semi upp. Einnig verður mönnum gert kleift að fjárfesta í erlendum sjóðum í gegnum fyrirtækið.“ Gunnar telur að lífeyrissjóðir á Islandi muni vaxa úr 300 milljörð- um í 600 milljarða á næstu 5 árum og þar með aukist eftirspum eftir fjárfestingarmöguleikum í hluta- bréfum og verðbréfum erlendis. Með fyrirtækinu á Guernsey verð- ur komið til móts við þær þarfir m.a., að sögn Gunnars. 300 stærstu bankar heims Gunnar sagði að Guernsey væri lítil og snotur eyja, nær Frakk- landi en Bretlandi, þó menning eyjarinnar væri bresk. 60.000 manns búa að hans sögn á eynni en helsta atvinnustarfsemin á eyj- unni er banka- og tryggingastarf- semi enda eru u.þ.b. 300 stærstu og frægustu bankar í heimi með útibú á eynni, að sögn Gunnars. „Bankaeftirlitið setur mjög ströng skilyrði hver fær að setja upp rekstur þarna og þeir reyna að takmarka sig við 500 stærstu og virtustu bankana. Síðan gera þeir undanþágu til þeirra banka sem uppfylla ákveðin skilyrði og við virðumst hafa uppfyllt þau skil- yrði,“ sagði Gunnar. Sótt var um leyfið í júní sl. en áð- ur var bankinn búinn að skoða mörg frísvæði með fyrirtækja- rekstur í huga, þ.á m. Dublin, Lúxemborg og Jersey. „Það sem réð úrslitum að Guernsey varð fyr- ir valinu var kostnaðarhagkvæmni og önnur hagkvæmni, eins og tíma- munur, til dæmis.“ Kostnaði við uppetningu fyrir- tækisins var öllum stillt í hóf, stofnkostnaður var aðeins nokkrar milljónir króna, að sögn Gunnars, og hann sagði það vera eina aðalá- stæðu þess að staðurinn var valinn. Hann sagðist vera mjög bjart- sýnn á starfsemina. „Það félaga- form sem við notumst við heitir Protected Cell Company, og var fyrst kynnt á Guernsey í fyrra. Móðursala fer frá miðjunni og út- frá henni eru angar og hver sjóður verður einagraður frá þeim næsta. Því þarf ekki að stofna nýtt fyrir- tæki um hvern sjóð og það er mjög hentugt kerfi fyrir okkur,“ sagði Gunnar. i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.