Morgunblaðið - 08.09.1998, Síða 21

Morgunblaðið - 08.09.1998, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ UR VERINU ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1998 21 Snæfell hættir rekstri rækjuverksmiðju í Olafsvík Viðvarandi taprekstur og slæmar horfur í veiðum ÞEGAR Kaupfélag Eyfirðinga á Akureyri og Snæfellsbær tóku höndum saman ásamt fleiri aðil- um í Snæfellsbæ um stofnun og rekstur Snæfellings, nýs útgerð- ar- og fiskvinnslufyrirtækis í Snæfellsbæ, fyrir rúmum þremur árum, var markmiðið fyrst og fremst að tryggja báðum aðilum aukinn fisk til vinnslu. Þær áætl- anir hafa á hinn bóginn ekki gengið upp sem skyldi og hefur yfirstjórn Snæfells hf. nú tekið þá ákvörðun að hætta rekstri í Olafs- vík, sem aðallega hefur falist í rekstri rækjuverksmiðju. Astæðnanna er einkum að leita í viðvarandi taprekstri og slæmra horfa í rækjuveiðum, að því er starfsmönnunum, sem eru nú 28, var tilkynnt fyrir helgi. Fyrirtækið var á sínum tíma stofnað með samruna Snæfell- ings, sem var útgerð togarans Más SH, sem var í eigu Snæfells- bæjar, og rækjuvinnslunnar Norðurgarðs hf., sem var í eigu hluthafa í bænum og víðar, en að auki lagði hlutafélagið Steinunn hf. bát sinn Garðar II SH inn í fyrirtækið. Hlutur KEA var um 112 milljónir króna af 261 milljón- ar króna heildarhlutafé, en eignir félagsins námu alls um einum milljarði. Snæfellsbær varð eig- andi að 37% hlutafjár, KEA 31%, „ÉG GET ekki sagt annað en að mér þyki miður að Grænlendingar hafi ekki tekið tillit til ráðgjafar Al- þjóðahafrannsóknaráðsins í þessu efni,“ sagði Þorsteinn Pálsson,; sjávarútvegsráðherra, aðspurður um álit sitt á laxveiðum Grænlend- inga. I Morgunblaðinu sl. laugardag var gi-eint frá því að sjávarútvegs- ráðuneyti Grænlands hefði gefið út 415 leyfi til netaveiða á laxi og hefðu Grænlendingar fyiir nokkru hafið netaveiðar í sjó þrátt fyrir eindregin tilmæli Alþjóðahafrann- sóknaráðsins um að þær veiðar verði algjörlega stöðvaðar. Græn- lendingar hafa ennfremur hunsað óskir íslenskra ráðamanna um stöðvun þessara veiða og hafnað Steinunn 14% og Norðurgarður 4%. Veiðiheimildir Snæfellings svör- uðu til 2.300 tonna af þorski við stofnun félagsins. Aætlanir voru þá uppi um að breyta Má í frysti- skip og fyrirhugað var að hann myndi að þeim breytingum Jokn- um landa frystum afurðum í Olafs- vík átta mánuði ársins, en á Dalvík og Hrísey hina fjóra. Fyrirtækið hafði jafnframt forkaupsrétt að iðnaðarrækju, sem til féll við út- gerð frystitogarans Björgvins EA. Með því og veiðiheimildum félags- ins var áætlað að árleg rækju- vinnsla í Snæfellsbæ yrði um þrjú þúsund tonn og skapaði 50 störf. Einnig var sá möguleiki inni í myndinni að vinna bolfisk og flat- fisk hjá fyrirtækinu, bæði í fryst- ingu og söltun eftir því sem við ætti. Aðstæður í rækjuiðnaðinum fara sífellt versnandi Við stofnun hins nýja fyrirtækis hvaðst Ari Þorsteinsson, stjómar- formaður þess, vera mjög ánægður með stofnun þess og bætti við: „Með þessu tökum við þátt í stofnun öfl- ugs sjávarútvegsfyrirtækis í Snæ- fellsbæ og ávöxtum fjármuni okkar vel. Við tryggjum líka báðum aðilum aukið hráefni til vinnslu og rennum styi’kari stoðum undir atvinnulífið á boði laxaverndarsamtaka, sem vildu kaupa upp veiðiheimildir þeirra gegn því að þær yrðu ekki nýttar. Þorsteinn sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að þetta væri einfaldlega ákvörðunarréttur Grænlendinga og ekki hafi komið til tals neinar mótmælaaðgerðir af okkar hálfu. „I sjálfu sér er ekkert meira um þetta að segja. Við erum náttúrlega með samninga við Grænlendinga á ýmsum sviðum og höfum gert við þá almennan sam- starfssamning, en þetta atriði hefur ekki komið upp í samskiptum þjóð- anna beint,“ sagði ráðheri-ann. Hann á ekki von á því að málið verði tekið upp á samstarfsvett- vangi þjóðanna með neinum hætti. stöðunum. Því er ástæða til bjart- sýni með framvinduna." Að sögn Valdimars Bragasonar, útgerðarstjóra Snæfells hf., gengu áætlanir ekki upp og þvi hafi bein- ast legið við að hætta rækjuvinnsl- unni í Olafsvík. „Aðstæður í rækju- iðnaðinum hafa versnað mjög á þessum tíma. Bæði hefur verð á af- urðum lækkað mjög og sífellt er að verða erfiðara að verða sér úti um auldð hráeftii til vinnslu." Isfisktogarinn Már var gerður út á rækju frá Ólafsvík fram til vors 1997 og var hann síðan seldur til Rússlands iyrir um einu ári. Veiði- leyfi hans er nú komið yfir á frysti- togarann Snæfell, sem keyptur var frá Seyðisfirði árið 1996 og hét áður Ottó Wathne, og hefur hann að hluta til séð verksmiðjunni í Ólafs- vík fyrir hráefni. Að sögn Valdimars hefur sú iðnaðarrækja, sem komið hefur frá þessu eina skipi, ekki dug- að til auk þess sem afurðaverðið hefur ekki verið nógu hátt til að standa undir hráefnisverði. Heima- höfn Snæfells hefur verið Ólafsvík og segist Valdimar reikna með að svo verði áfram, en eftir lokun rækjuverksmiðjunnar verður eng- inn rekstur Snæfells eftir í Ólafsvík. Dagur hafsins á laugardag UNDIRBÚNINGUR að degi hafsins næstkomandi laugardag er vel á veg kominn. Lögð verð- ur áherzla á að fyrirtæki og stofnanir, sem tengjast hafinu, opni dyr sínai- fyrir almenningi þennan dag eða efni til atburða sem leiði huga sem flestra landsmanna að mikilvægi hafs- ins í öllu umhverfi okkar. Ríkisstjórnin ákvað í ársbyrj- un, að tillögu sjávarútvegsráð- neytisins, að 12. september yrði dagur hafsins á ári hafsins. Ráðuneytum var falið að vekja athygli stofnana, sem undir þau heyra, á þessum degi. Sjávarút- vegsráðuneytið hefur safnað saman upplýsingum um það, sem boðið verður upg á, og sér um kynningu þess. I frétt frá ráðuneytinu eru þeir sem hafa hug á að standa fyrir viðburðum á umræddum degi beðnir að koma upplýsingum um það með skriflegum hætti til ráðuneytis- ins fyrir 9. september, eða morgundaginn. Laxveiðar Grænlendinga í sjó Þorsteinn Pálsson óánægður með afstöðu Grænlendinga Nýkomin glæsileg húsgagnasending ásamt fjölbreyttu úrvali af gjafavöru og húsbúnaði I Skolapakkinn Tæknival býður þér kraftmikla tölvu með mótaldi fyrir Internetið ásamt öflugum Epson litaprentara og myndskanna á ótrúlegu verði. Skólapakkinn er sérstaklega hannaður fyrir allt skólafólk og gerir 4M0 námið fjölbreyttara og skemmtilegra. , Allt þetta o odeins fró kr. Hyundai tölva turn Intel Pll 300mhz celeron örgjörvi 32mb sdram vinnsluminni 6.8GB harður diskur 15" skjár 4mb skjákort 24x geisladrif Soundblaster 16 hljóðkort 180w hátalarar 33.6 baud modem Epson prentari Stylus Color 400 Litableksprautuprentari 30 bita borðskanni frá Microtek Tæknival www.taeknival.is Skeifan 17 • Sími 5S0 4000 Opið virka daga 09:00 - 78:00« Laugardaga 10:00 - 16:00

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.