Morgunblaðið - 08.09.1998, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.09.1998, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1998 29 LISTIR FRUMSÝNINGIN: SHARON Sweet og Kristján Jóhannsson syngja á frumsýningunni hlutverk Turandot og Calafs. í keisarahásætinu er Aldo Bottion, sem fór með hlutverk Altoums. Sterk innlifim og mikil tilþrif ZUBIN Mehta sveiflar tónsprotanum á æfingu. Sýningin á Turandot í Borginni forboðnu var í öllu tilliti glæsileg og tilkomumikil og er meðal minnisverðari listrænna viðburða sem Sigurður A. Magnús- son hefur orðið vitni að. FYRSTA óperusýning sem um getur í „Borginni forboðnu" í Pek- ing var ílutt laugardaginn 5. sept- ember sl., en Borgin forboðna var um aldaraðir aðsetur kínverskra keisara og óheimil öðram en ætt- mennum þeirra og vildarmönnum. Það var óperan Turandot eftir Gi- acomo Puccini, sem frumsýnd var. Turandot var samin árið 1924 og var síðasta verk meistarans. I hlutverki prinsessunnar Turandot var bandaríska sópransöngkonan Sharon Sweet og í öðru aðalhlut- verki, Calaf prins, var Kristján Jó- hannsson. Sýningin fór fram undir berum himni og voru áhorfendur á fimmta þúsund. I öðrum helstu hlutverkum voru Aldo Bottino (Altoum), Carlo Colombara (Timur), Barbara Hendricks (Líú), Jose Fardilha (Ping), Carlo Allemano (Pong), Francesco Piccoli (Pang), Vittorio Vetilli (mandaríninn) og Sergio Spina (persneskur prins). Kór og hljómsveit voru frá óper- unni í Flórens, en aðrir aðstand- endur sýningarinnar voru kín- verskir, þeirra á meðal heil her- deild úr kínversku lögreglunni. Hljómsveitarstjóri var Zubin Mehta. Alls voru á sviðinu kring- um 1.100 manns þegar mest var. Hugmyndina að sýningunni í Peking átti þýskur fjármálajöfur og tónlistai'unnandi, Michael Ecker, sem rekur alþjóðlegt fyrir- tæki undir heitinu Opera on Orig- inal Site (OSO), sem áður stóð að uppfærslum á Aidu eftir Verdi í Egyptalandi og Toscu eftir Puccini í Róm. Óperan Turandot er með kín- verskum söguþræði og gerist í Borginni forboðnu fyrr á tímum, því var umgjörð sýningarinnar eins rauhæf og verða mátti; bak- grunnurinn er ein af keisarahöll- unum og fyrir framan hana tvær litlar færanlegar hallir í nákvæm- lega sama stíl sem öðru hverju opnuðust fyrir áhorfendum og sýndu þeim inn í draumkynjaða veröld. Meginefni óperunnar _er grimmdin, dauðinn og ástin. Ast Calafs prins á Turandot prinsessu fer um síðir með sigur af hólmi, en undanfari þeirrar stundar er með köflum hörmulegur, ekki síst örlög Timurs fyrrum konungs og amb- áttarinnar Líú. Á sýningunni á laugardagskvöld áttu þau Kristján Jóhannsson og Sharon Sweet greinilega hylli áheyrenda og var innilega fagnað. Kristján söng hina kunnu aríu í þriðja þætti, Nessun dorma, af sterkri innlifun og með miklum til- þrifum, enda var bæði klappað og hrópað í lok hennar. Glerblástur fyrir ryðfrítt stál > SANDAFL EHF. , Skútahrauni 4, Hafnarfirði, > | símar 555 1888, 555 1800 Bandalag íslenskra listamanna og menntamálaráðuneytið Samstarfs- samningur til þriggja ára SJÖTÍU ára afmælis Bandalags íslenskra listamanna var minnst með athöfn á Lækjartorgi á sunnudag og síðar var skrifað undir samstarfssamning milli BIL og menntamálaráðuneytis- ins til þriggja ára þar sem kveðið er á um gagnkvæm samskipti þessara tveggja aðila. Samning- inn undirrituðu Björn Bjarnason menntamálaráðhen-a fyrir hönd menntamálaráðuneytisins og Hjálmar H. Ragnarsson forseti Bandalags íslenskra listamanna og tekur hann formlega gildi um næstu áramót. „Með þessum samstarfssamningi er í raun ver- ið að styrkja og skýra þau sam- skipti sem verið hafa í gangi und- anfarin ár milli Bandalagsins og menntamálaráðuneytisins," segir Hjálmar H. Ragnarsson. „Þetta samstarf hefur aukist mjög á síðustu áram og því tíma- bært að koma þeim í formlegan samning. Stjórn Bandalagsins mun samkvæmt samningnum veita ráðgjöf og umsagnir um hver þau listræn málefni sem ráðuneytið kýs að vísa til okkar. Þetta á ekki hvað síst við um samskipti við erlenda aðila á listasviðinu en þau hafa færst mjög í vöxt og fara enn vaxandi. Einnig mun Bandalagið hafa frumkvæði að því að vísa málum til ráðuneytisins og taka þannig þátt í mótun íslenskrar menning- arstefnu. Mikilvægt atriði þessa samnings er að í honum er skýrt kveðið á um sjálfstæði Banda- lags íslenskra listamanna gagn- vart stjórnvöldum. Án þess gæti Bandalagið heldur ekki sinnt þeirri skyldu að veita sjálfstæða og óháða ráðgjöf," segir Hjálm- ar. Samkvæmt samningnum veitir menntamálaráðuneytið Banda- lagi íslenskra listamanna 1.2 milljónir króna næstu þrjú árin og er það ríflega tvöföldun á ár- legu framlagi ríkisins til Banda- lagsins. „Þessi hækkun gerir okkur kleift að reka skrifstofu Bandalagsins með lágmarks til- kostnaði. Við munum nú endur- skipuleggja reksturinn svo við getum sinnt þeim skyldum sem samstarfssamningurinn leggur okkur á herðar," sagði Hjálmar H. Ragnarsson forseti Bandalags íslenskra listamanna. EP 7stk. Mitsubishi Carisma GLX Hlaðbakur - Árgerð 1998 Sjálfskipting, rafmagnsrúður, samlæsing, airbag, útvarp og kassettutæki, slökkvitæki. Ný negld vetrardekk fylgja hverjum bíl! FRÁBÆRT VERÐ KR. 1.550.000. Útborgun aðeins kr. 350.000 og bílalán til allt að 6 ára, meðalafborgun ca kr. 21.000 BILASALAN SKEIFAN BÍLDSHÖFÐA 10, 112 REYKJAVÍK SÍMI 587 1000, FAX 587 1007 0 U ÓaP Kaldasel ehf. SJÓVÁ - ALMENNRA *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.