Morgunblaðið - 08.09.1998, Page 32

Morgunblaðið - 08.09.1998, Page 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Tveir góðir á dj asshátíð Sænskur bílasali og strákur frá Coquimbo eru leynigestir á djasshátíð Reykjavíkur segir Olafur Stephensen. Hann fjallar hér um þessa gesti, en djasshátíðin hefst á miðvikudag. HANN fór gífurlega í taugarnar á tónleika- gestum í Stokkhólmi á sfnum tíma. „Þarf liann endilega að brosa svona eins og bjáni?“ spurðu þeir og áttu við piltinn kornunga, sem virtist skemmta sér konung- lega við spilamennsk- una. Þetta var á sjötta áratugnum þegar sænskir djassá- hugamenn voru, að áliti Oscars Hedlunds tónlistarstjóra, „sjálf- umglaðir, grafalvar- legir púritanar djassins, sem álitu að það væri einungis hægt að njóta djasstónlistar með gáfu- mannasvip í útfararumhverfi". Svo kom þessi unglingsstrákur og lék með eldri og virðulegri sænsku djassleikurunum með þetta bros. Þetta var óþolandi. Það átti að hlýða á djass með til- hlýðilegri alvöru. Djass átti ekki að vera neitt til að fíflast með. Stráklingurinn með brosið var Claes Crona, fimmtán ára gam- all, sem lék í fyrstu með ungum sænskum djassleikurum. í dag eru þeir allir orðnir víðfrægir í Svíþjóð og jafnvel víðar. Táning- urinn Crona fékk að vísu ekki heimild til að leika opinberlega nema um eftirmiðdaga, sökum æsku sinnar. Margir minnast hans frá þessum árum fyrir frá- bæran undirleik hjá ýmsum sögvurum og einleikurum, - og svo auðvitað fyrir brosmildan og glaðklakkalegan prakkarasvip. Það virtist ekkert standa í vegi fyrir bjartri tónlistarfram- tíð Claes Cronas. Hann spilaði mjög sjálfstæðan stíl, vinstri höndin vakti athygli annarra og eldri píanista og sú hægri bjó yf- ir öfundsverðri tækni. Crona var á nokkrum árum orðinn athygl- isverðasti djassleikari yngri kynslóðarinnar. Hann hafði fulla ástæðu til að brosa út að eyrum! Crona brosti fram undir 1970. Þá var svo komið fyrir djasstón- listinni í Svíþjóð að hún var orð- in stíf og stöðnuð, „mestmegnis vegna „alvarlegrar aðdáunar" djassáhugamanna og ekki síður vegna upp- litaðrar, andlausrar og heinlega leiðin- Iegrar túlkunar djassleikaranna sjálfra. Sænskur djass visnaði og varð næstum því að engu.“ Ekki bera mig fyrir þessu. Ég hef þetta allt eftir honum Oscari Hedlund. Hedlund veit allt. Við tók tónlist Ijög- urra ungra götu- stráka frá Liverpool, og píanóleikarinn Claes Crona ákvað að hann gæti alveg eins gerst bfla- sölumaður. Sjö árum seinna birtist klarinettleikarinn Putte Wickman í bflasölunni hjá Crona. Wickman er að vísu með milda bfladellu, en í þetta sinn var hann ekki í bflahugleiðing- um. Hann var kominn til að fá Claes til að spila með sér á Stampen, þekktum veitingastað í gamla bænum, þar sem djass- inn var að rísa úr öskustónni, ef svo mætti segja. Síðan hefur pí- anóleikarinn Claes Crona verið eftirsóttur djassleikari bæði í heimalandi sínu sem og erlendis. Hróður hans hefur borist víða, ekki síst eftir að hann og Nils- Henning Örsted Pedersen léku tvímenning inn á geisladisk. A djasshátíð Reykjavíkur leik- ur Claes Crona með vini sínum Putte Wickman og þeir leika með vini okkar Pétri Östlund. Það verða vafalaust næg tilefni til að brosa á tónleikunum þeirra á Hótel Sögu á miðviku- dagskvöld. Það þóttu merkilegar fréttir í Chile fyrr á þessu ári, að brasil- ískur djassleikari, píanistinn og liljómsveitarsljórinn Marinho Boffa væri að stjórna Sinfóníu- hljómsveit Santiagoborgar. Boffa væri að gera þessa ágætu sinfóníuhljómsveit að samba- bandi, sem ætti að leika brasil- ísk dægurlög inn á plötu. Þetta var að vísu ekki alveg tær sann- leikur, en næstum því alveg satt. Boffa stjórnaði sinfóníuhljóm- CLAES Crona píanóleikari. CRISTIAN Cuturrufo trompetleikari. sveit, einhvers konar „Santiago Pops“, sem sett var saman til þess eins að leika vinsæl lög frá Brasilíu inn á geisladisk. Og það sem meira var, einleikarinn var Cristián Cuturrufo S., „strákur- inn frá Coquimbo sem spilar svo vel á trompet“. Strákurinn er líka búinn að konia Coquimbo á djasskortið, því að nú státar bærinn af djasshátíð sem væntanlega verður á hverju ári. Hátíðin mun vafalaust njóta góðs af tengslum stofnandans við fræga djassleikara sem hann hefur spilað með, menn eins og Joe Lovano, Danilo Pérez, McCoy Tyner og James Moody. Cristi- án Cuturrufo er sannarlega bú- inn að skapa sér nafn í heima- landi sínu þrátt fyrir að hann sé ungur að aldri. Cristian Cuturrufo er fæddur í júní 1972 í Coquimbo. Hann var sendur í skóla í La Serena, þar sem rekinn er æfíngaskóli, „tilraunatónlistarskóli", en að því loknu sótti hann tíma í trompetleik í Katólska háskólan- um í Santíago í þijú ár. Árið 1990 kom hann fyrst fram opin- berlega á Alþjóðlegu djasshátíð- inni á vegum Radio Clássica í Chile. Ári seinna fór hann í tveggja mánaða námsferð til Kúbu til þess að nema hjá trompetineisturum þarlendis. Cuturrufo hefur einu sinni komið áður til Norðurlandanna. Hann sótti námskeið bandaríska djassleikarans Joe Hendersons í Danmörku árið 1994.1 sömu ferð notaði liann tækifærið til að leika í djassklúbbum svo sem Copenhagen Jazz House, Fas- hing í Stokkhólmi og New Morn- ing í París. Þegar hann kom aftur heim til Cliile stofnaði hann kvintett sem hefur vakið verðskuldaða athygli. Þetta er hljómsveit sem spilar í bebop stfl sem virðist höfða til flestra djassáhuga- manna. Hljómsveitin koin meðal annars fram á djasshátíð Radio Clássica árið 1997 og vakti þá mjög inikla athygli. Á þessari hátíð lék Cristián einnig með tenórsaxófónleikaranum James Moody og píanóleikaranum Bruce Barth. Cristián Cuturrufo kemur á djasshátíð Reykjavíkur í boði Granda ehf. Eins og margir vita er Grandi í samstarfi við útgerð- arfyrirtæki í Chile, Friosur. Þetta hefur orðið til þess að náðst hafa margvísleg sambönd við Chile auk hefðbundinna við- skiptasambanda. Fyrir um það bil ári léku íslenskir djassleikar- ar í Santiago við frábærar und- irtektir, en komu Cuturrufos á djasshátíðina hér má rekja til djassklúbbsins í Santiago og heimsóknar utanríkisráðherra og títflutningsráðs til Chile í fyrra. Trompetleikarinn Cristián Cuturrufo leikur á tónleikum í Kaffíleikhúsinu á fimmtudags- kvöld. Auk þess kemur hann til með að Ieika nokkur lög fyrir starfsfólkið hjá Granda við tæki- færi. Með honum leika Agnar Már á píanó, Þórður Högnason á bassa og Matthías Hemstock á trommur. Mæjónes mafíósar KVI klVlYXIHR Itíóborgin, Suitihíóin Állabakka, Kringln- b í ó MAFÍA! Leikstjóri Jim Abrahams. Handrit Abrahams, Greg Norberg, Miehael McMann. Tónlist John C. Frizzell. Kvikmyndatökustjóri Pierre Latar- tc. Aðalleikendur Jay Mohr, Billy Burke, Christina Applegate, Pa- mela Gidley. 84. mín. Bandarísk. Touchstone Pictures 1998 . ÞAÐ ER oft hægt að brosa, en sjaldan að hlæja, að nýjustu mynd Jims Abrahams, Mafíu!. Það eru vond takmörk á gaman- mynd, enda hlýtur þessi nýjasta afurð frá höfundi jafn eldhressra skemmtimynda og Ruthless People, Top Secret, Naked Gun og Airpkine, að flokkast undir vonbrigði. Að þessu sinni tekur leikstjór- inn/handritshöfundurinn fyrir mafíumyndir eins og Casino, Goodfellas, en aðallega Guðföður bálk Coppola, og reynir að spauga með þær. Sögumaður er Anthony Cortino (Jay Mohr), frá því faðir hans hrökklast frá Sikiley og tekur sér bólfestu í undirheimum Ameríku. Hinn ungi Vincenzo Cortino býr í Salmonellu — „heimabyggð hins. moðvolga mæjoness“,- uns hahn er sprengdur í loft upp í myndar- byrjun (að hætti De Niros í Casino). Dæmigert fyrir gal- gopahúmor Abrahams, líkt og nafngift myndarinnar í Banda- ríkjunum , Jane Austen’s Mafia, fljúgandi „Twister“-kýr og enda- lausar skopstælingar persóna og atriða í glæpamyndum Scorsese og Coppola. Kvenskratti („femme fatal“) myndarinnar, Pepper Gianini (Pamela Gidley), sver sig í ættir persónu Sharon Stone í Casino, en gæðablóðið, mótmælandinn „Diane“ (Christ- ina Applegate), á stúlkunni sem nafna hennar Keaton, lék í Guð- foður-myndunum. Svo mætti lengi telja. Því miður verður þessi bræðingur sjaldnast ær- lega fyndinn, og stundum ósmekklegur. Lloyd gamla Bridges tekst einna best upp, í sinni síðustu mynd, í lunkinni stælingu á meistara Brando í dauðastríðsatriðinu með barna- barninu í Guðföðurnum. Telst þó heldur ómerkilegur lokakafli á litríkum ferli Bridges, sem hófst fyrir tæpum sextíu árum. Flestir aðalleikararnir eru lítt þekktir og slakir, nokkur kunnari nöfn sjást í smáhlutverkum; Olympia Dukakis, Tony Lo Bianco, Andr- eas Katsulas en hafa ekki erindi sem erfiði. Sæbjörn Valdimarsson Fimm kórar við Lang- holts- kirkju VIÐ LANGHOLTSKIRKJU starfa flmm kórar: Kór Lang- holtskirkju, Kammerkór, Gra- dualekór, Kór Kórskólans og Krúttakór.. Kór Langholtskirkju byrjar starfsáríð á að æfa verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson sem flutt verður á tónleikum í nóv- ember. Gradualekórinn tekur einnig þátt í þeim tónleikum. Þorkell fagnaði sextíu ára af- mæli á sl. sumri og vill kórinn heiðra tónskáldið með þessum tónleikum, en hann hefur samið fjölmörg verk fyrir kór- inn sem flutt verða ásamt öðr- um. Helgina 18., 19. og 20. des- ember verða árlegir Jólasön- var Langholtskirkju, en þetta verða þeir tuttugustu og verð- ur þess minnst með sérstökum hætti. I dymbilviku flytur kór- inn H-moll messuna eftir J.S. Bach og verður þetta í fjórða sinn sem kórinn flytur verkið, síðast í Barbican-tónleikahöll- inni í London með Ensku kammersveitinni árið 1994. Eftir páska hefjast æfingar fyrir hátíð í september á næsta árí er langþráð orgel verður vígt. Gradualekór Langholts- kirkju mun halda tónleika á komandi vetri, fara í æfinga- búðir og taka þátt í Jólasöngv- um Langholtskirkju. Kórinn hefur þekkst boð um að taka þátt í alþjóðlegri tónlistarhátíð í Kanada næsta sumar. Kórskóli Langholtskirkju verður settur 10. september og er þetta áttunda starfsár skólans. Yngri deildin var stofnuð á sl. ári fyrir fjögurra til sjö ára börn. Kennari er Bryndís Baldvinsdóttir tón- menntakennari. Krúttakórinn mun starfa í tengslum við sunnudagaskólann. I Eldri deild, fyrir börn frá átta ára aldri, verður nemendum skipt í tvo til þrjá hópa eftir tónlist- arþekkingu. Kennarar við skólann eru Laufey Ólafsdótt- ir, tónmenntakennari, Brynja Baldvinsdóttir, tónmennta- kennari og Jón Stefánsson kantor við Langholtskirkju. SIGRÚN ANNA Guðný Iljálnitýsdóttir Guðmundsdóttir Selfosskirkja Tónleikar með # Sigrúnu og Önnu Guðnýju AÐRIR tónleikar í tónleikaröð Sel- fosskirkju nú í haust verða þriðju- daginn 8. september, kl. 20.30. Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur ís- lensk og erlend lög við píanóundir- leik Önnu Guðnýjar Guðmundsdótt- ur. Hálf efnisskráin er íslensk, fjórð- ungur frá hinum Norðurlöndunum og loks ai'íur úr óperum. Aðgangur er ókeypis.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.