Morgunblaðið - 08.09.1998, Síða 34

Morgunblaðið - 08.09.1998, Síða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1998 35 ' JMttgiuiMafrife STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. EINKAREKINN VIÐSKIPTAHÁSKÓLI VIÐSKIPTAHÁSKÓLINN í Reykjavík var settur í fyrsta sinn sl. föstudag. Hann er rekinn af Verzlunar- ráði með stuðningi menntamálaráðuneytisins eins og Verzl- unarskólinn hefur verið um áratuga skeið. „Skólinn eykur enn fjölbreytni í háskólanámi. Hann fer inn á nýjar brautir. Áhrifa þeirrar stefnu, sem stjórnendur skólans móta, mun gæta í öðrum menntastofnunum landsins. Háskólar starfa í harðnandi innbyrðis og alþjóðlegri samkeppni. Þeir verða að laga sig að hertum kröfum nemenda og atvinnulífs," sagði Björn Bjarnason, menntamálaráðherra, við setningar- athöfnina. Hugmyndin um stofnun einkarekins Viðskiptaháskóla kom fyrst fram fyrir 26 árum hjá Haraldi Sveinssyni, þáver- andi formanni Verzlunarráðs, að sögn Þorvarðar Elíasson- ar, skólastjóra Verzlunarskólans. Hann kvað fyrsta skref að stofnun sérstaks háskóla á viðskiptasviði hafa verið stigið 1988 með Tölvuháskólanum, sem nú verður hluti Viðskipta- háskólans. Þorvarður afhenti nýjum rektor, Guðfinnu Bjarnadóttur, lykla að skólanum og sagði hún í setningar- ræðu, að markmiðið væri að Viðskiptaháskólinn verði í far- arbroddi á sviði viðskipta- og tölvufræðimenntunar. Mark- miðið væri jafnframt að auka samkeppnishæfni íslenzks at- vinnulífs. Formaður háskólaráðs, Finnur Geirsson, lýsti hlutverki skólans þannig: „Segja má, að tengslin og nálægðin við at- vinnulífið leggi grunninn að starfsemi Viðskiptaháskólans. Það verður lögð mikil áherzla á fagmenntun, verklega þekk- ingu og raunhæf viðfangsefni í kennslunni. Okkur er jafn- framt ljóst, að þetta eitt dugir ekki til að uppfylla óskir at- vinnulífsins. Skólinn mun því jafnframt leggja áherzlu á rannsóknir og fræðimennsku, sem ætlað er m.a. að þroska hugmyndaauðgi og dýpka skilning nemenda á viðfangsefn- inu.“ Formaður Verzlunarráðs, Kolbeinn Kristinsson, sagði við skólasetninguna, að þess væri vænzt, að skólinn beindi nýj- um straumum inn í íslenzkt atvinnulíf, ekki sízt með þeirri símenntun, sem fyrirhugað væri að skólinn sinnti fyrir fólk, sem nú starfar í íslenzku atvinnulífi. Atvinnulíf landsmanna verður sífellt flóknara, alþjóðleg samkeppni vex og efnahagsleg framtíð þjóðarinnar er undir því komin, að Islendingar standi sig í þeirri samkeppni. Þar getur aukin menntun ráðið úrslitum. SHAKESPEARE KVIKMYNDALISTARINNAR JAPANSKI kvikmyndaleikstjórinn Akira Kurosawa lést síðastliðinn sunnudag 88 ára að aldri. Kurosawa var einn mesti kvikmyndaleikstjóri sinnar samtíðar. Kvikmyndir hans gáfu Vesturlandabúum einstaka innsýn í japanskt þjóðfélag, stundum reyndar á forsendum sem þeir þekktu því að Kurosawa byggði sumar myndir sínar á vestrænum bókmenntaverkum sem hann staðfærði. Má þar á meðal nefna myndirnar Blóðkórónuna og Ran sem báðar eru byggðar á verkum eftir Shakespeare. I því samhengi er raunar óhætt að taka undir orð bandaríska kvikmyndaleik- stjórans Stevens Spielbergs um að Kurosawa hafi verið Shakespeare kvikmyndalistarinnar, en sjálfur er Spielberg nýbúinn að gera eitt magnaðasta og ógnlegasta stríðsdrama í kvikmyndalist okkar tíma, þar sem er myndin Björgun óbreytts Ryans. Kurosawa byggði á japönskum hefðum í kvikmyndagerð sinni en myndmál hans er einkar íburðarmikið og áhrifaríkt. Með honum er sannarlega genginn einn mesti kvikmynda- gerðarmaður aldarinnar. GLÆSILEGUR ARANGUR LÍTILL VAFI leikur á því að jafntefli íslenska knatt- spyrnulandsliðsins við heimsmeistara Frakka á laugar- daginn er einn af mestu sigrum íslenskra íþróttamanna á síðari árum. Þegar leikur liðanna er metinn er Ijóst, að ís- lenska liðið átti stigið fyllilega skilið. Eiga íslensku leikmennirnir sannarlega heiður skilinn fyrir frábæra frammistöðu og þrotlausa baráttu inni á vell- inum. Sömuleiðis verður að þakka hina glæsilegu umgjörð leiksins í Laugardalnum. Nemendum í efstu bekkjum grunnskóla boðið á sjóinn Kynnast mik- ilvægi sjávar- útvegs HAFRANNSÓKNASKIPIÐ Dröfn RE 35 fór í gær- morgun sína fyrstu ferð sem skólaskip en nemend- um úr efstu bekkjum grunnskóla er nú boðið að fara í ferð með skólaskip- inu. Markmiðið er að efla þekkingu og kennslu um hafíð og rannsóknir tengdar því, auka áhuga á hafinu og störfum sem því tengjast og að ung- menni geri sér grein íyrir mildlvægi sjávarútvegs í íslensku atvinnulífí. í fréttatilkynningu írá sjávarútvegs- ráðuneyti segir að það væri umtals- verður árangur á ári hafsins ef þessi markmið næðust. Tvenns konar ferðir verða í boði, annars vegar dagsferðir fyrir þá sem stunda sjóvinnunám í grunnskólum en slíkt val er í boði í tæplega 20 skól- um og lýkur með réttindaprófí til skipstjómar, og hins vegar skoðunar- ferðir sem taka 2-4 klukkustundir. Reynt verður að bjóða grunnskóla- nemendum víðs vegar um land í ferð- ir og verða skoðunarferðir í tengslum við rannsóknarferðir skipsins. Fyrsti hópurinn 10. E.G. kom gal- vaskur í land eftir þriggja tíma sjó- ferð í gærmorgun og sögðust nem- endur hafa veitt krabba og nokkra fiska. Þeir sögðust líka hafa skoðað vélarnar og tækjabúnað um borð. Nemendurnir létu vel af ferðinni og enginn varð sjóveikur, að þeirra sögn. Það vom góðar fréttir fyrir næsta hóp sem var að tínast um borð upp úr hádegi en einhverjir vom hræddir við að verða veikir og mikið var spáð í hvað þau ættu að gera þarna um borð, „ætli við þurfum að skera í físk- inn“, „við fáum að veiða, er það ekki?“, þannig talaði hver í kapp við annan og augljóst að nemendur voru spenntir yfir ferðinni. Sjórinn fjarlægari „Markmiðið er að gefa ungu fólki tækifæri til að kynnast sjónum og þeim störfum sem þar eru unnin og veita þeim innsýn í störf vísinda- manna sem afla þekkingar og gefa ráð um hvernig best er að haga fisk- veiðum hér við land. Eg hygg að það sé rétt að sjórinn hafi fjarlægst, ungt fólk er ekki í sömu tengslum við und- irstöðuatvinnuvegina og áður og því þarf að mæta. Þetta er tilraun til þess og viðbrögðin benda til þess að áhugi sé fyrir þessari fræðslu," sagði Þor- steinn Pálsson sjávarútvegsráðherra í samtali við Morgunblaðið. Á milli tveggja fyrstu ferðanna var fjölmiðlafólki boðið að koma um borð og skoða aðstæður og var þá aðdrag- andinn að þessu verkefni jafnramt kynntur. Rristján Pálsson alþingis- maður mun hafa verið frumkvöðull að þvi að nemendum væri boðið í ferðir af þessu tagi, en frá 1991 hafa þær að mestu legið niðri. Fyi-ir 1991 var boð- ið upp á lengri ferðir fyrir nemendur í sjóvinnuvali og er það nýmæli að ætla að bjóða svo mörgum nemend- um á sjóinn í styttri ferðir. Áhuginn var mikill í grunnskólunum og á ein- um og hálfum degi fylltist í þær ferðir sem boðið er upp á að sinni. Skólaskipsverkefnið er tilrauna- verkefni til tveggja ára á vegum sjáv- arútvegsráðuneytisins en samstarfs- aðilar þess eru Fiskifélag íslands, Hafrannsóknastofnunin og Samband íslenski'a sveitarfélaga. Nefnd skipuð fulltrúum þessara aðila hefur annast undirbúning verkefnisins. Japanski kvikmyndaleikstjórinn Akira Kurosawa lést um helgina en hann var dáður um heim allan fyrir myndir á borð við „Ras- homon“, Sjö samuraja“, „Jojimbo“ og „Ran“. Arnaldur Indriðason lítur yfír feril leikstjór- ans, sem haft hefur gríðarleg áhrif á kvik- myndagerðarmenn. Hann átti djúpar rætur í japanskri menningu, en um leið mátti greina vestræn áhrif í myndum hans. AKIRA Kurosawa KAGEMUSHA var glæsilegt afturhvarf til samurajamyndanna. TOSHIRO Mifune og Machiko Kyo í Rashomon. Ransom“ en myndin fékk nafnið Hátt og lágt. Því hafði kvikmyndafræðingurinn Donald Riehie nokkuð til síns máls þegar hann sagði á sínum tíma að Kurosawa væri „vestrænasti japanski leikstjórinn". Hann lét þau orð reyndar falla þegar fáir í vesturheimi höfðu séð myndir leikstjórans og Kurosawa hafði aðeins skilað hálfu æviverki. Það sem Richie átti við var ekki endilega að greina mætti vest- ræn áhrif í myndum hans heldur að hann væri einn af fáum japönskum leikstjórum sem kalla mætti frumleg- an höfund á meðan japanskir kollegar hans fengust við japanskar formúlu- myndir. Kurosawa sagði eitt sinn í viðtali við Richie: „Eg býst við að myndir mínar hafi sameiginlegt þema. En þegar ég hugsa um það, er eina þemað sem kemur upp í hugann, spuming: Hvers vegna getur fólk ekki lifað í sátt og samlyndi?" Flestar myndir Kurosawa eru illflokkanlegar. Þær eiga ekki heima með neinum sér- stökum tegundum mynda. Þær standa sér og utan við allt hvað varð- ar frumleika, frásagnarstíl og efnis- val. En rétt eins og Kurosawa leitaði vestur eftir efnivið í myndir sínar, sótti vestrið í myndir hans. Þegar hefur verið nefnd myndin „The Magnificent Seven“; Sergio Leone notaðist við Jojimbo þegar hann gerði sinn fyrsta spagettívestra, Hnefafylli af dollumm eða ,A- Fistful of Doll- ars“, og Falda virkið var mikill áhrifavaldur þegar George Lucas var að sjóða saman Stjörnustríðsbálkinn. Haldið hefur verið fram að þrátt íyrir vestræn áhrif í verkum Kurosawa hafi hann fyrst og fremst verið nútímalegur, japanskur leik- stjóri. Þótt miðaldamyndir hans eigi sér fyrirmyndir í Hollywood-vestmm liggja rætur þeirra í japanskri sögu. Þótt klippingar hans geti verið hrað- ar og hasarinn mikill geta tökur hans einnig verið langar og hreyfingar myndavélarinnar mjúkar. Hann sýndi Shakespeare áhuga en ekki síð- ur fornri japanskri leiklist. Þess vegna gefi það kannski ranga mynd af honum að tala um Kurosawa sem sérstaklega „vestrænan leikstjóra". að afla fjár í myndir sínar í Japan fyrr en leikstjórarnir Kinoshita, Kobayashi og Ichikawa gerðust með- framleiðendur að „Dodes’ka-den“ ár- ið 1970. Það var fyrsta litmynd Kurosawa og gerðist í fátækrahverfi í Tókýó en hann stórtapaði á henni, sem einnig var ný reynsla fyrir leik- stjórann. Hann kenndi lasleika og mótlætið varð til þess að hann reyndi að fyrirfara sér. Hann náði sér aftur á strik og lifði eins konar endurreisn sem fremsti leikstjóri Japana þótt ekki tækist honum eins vel og áður að afla fjár til kvikmyndagerðar inn- anlands. Samstarf við bandaríska leiksljóra Hann leikstýrði „Derzu Uzala“ árið 1975, sem Sovétmenn framleiddu. Kvikmyndatakan stóð í t,vö ár í Síber- íu og myndin hlaut Óskarinn sem besta erlenda myndin það árið. Francis Ford Coppola og George Lucas fjármögnuðu næstu mynd hans, „Kagemusha", sem var glæsi- legt afturhvarf til samurajamynd- anna. Frakkar fjármögnuðu næstu mynd, „Ran“, sem byggði á Lé kon- ungi eftir Shakespeare og sýndi að Kurosawa hafði ekki tapað niður neinum af sínum fyrri styrk sem leik- stjóri; hinar stóru bardagasenur myndarinnar eru að sönnu með því besta sem gert hefur verið á því sviði. Þá var komið að Steven Spielberg sem lagði fé í Drauma Kurosawas ár- ið 1990 en Martin Scorsese lék Vincent Van Gogh í þeirri draum- kenndu mynd. Ári síðar gerði hann Rapsódíu í ágúst með Richard Gere í aðalhlutverki, er fjallaði um sprengjuárásina á Nagasaki frá sjón- arhóli japanskrar fjölskyldu í nútím- anum. Kurosawa var veittur heiðursóskar árið 1989 fyrir framlag hans til kvik- myndanna og fyrir „afrek sem hafa skemmt og auðgað áhorfendur og haft hafa áhrif á kvikmyndagerðar- menn um allan heim.“ Nú þegar Kurosawa er allur hefur Japan misst sinn fremsta kvikmyndahöfund og heimurinn einn af örfáum mönnum, sem sannarlega er hægt að kalla risa kvikmyndaaldarinnar. BÆNDUR berja á bófum í Sjö samurajar. Verk hans séu fremur lýsandi fyrir þær breytingar sem urðu í Japan eft- ir seinni heimsstyrjöldina þegar er- lendra áhrifa tók að gæta í mun meira mæli en áður. Um miðjan sjöunda áratuginn gerði Kurosawa samning við 20th Century Fox kvikmyndaverið í Hollywood um að leikstýra myndinni „Tora, Tora, Tora“, er fjalla skyldi um árás Japana á Perluhöfn. Hann lenti í vandræðum í Hollywood vegna samskiptaörðugleika og ágreinings um listræna stjórnun og hvarf aftur til Japans án þess að gera myndina. Orðrómur um að hann væri ekki í andlegu jafnvægi varð til þess að honum lánaðist ekki Einn af þeim áhrifaríkustu „ÞEIR eru smám saman að týna tölunni kvikmyndajöfrar tuttug- ustu aldarinnar," sagði Hilmar Oddsson kvikmyndaleikstjóri um kynslóðina sem kom fram eftir stríð og lagði að hans mati horn- steininn að kvikmyndalist sjötta, sjöunda og áttunda áratugarins. Hilmar segir að Kurosawa hafi verið „einn af þeim allra stærstu og örugglega einn af þeim allra áhrifaríkustu. Menn eins og Leo- ne, Coppola og Spielberg voru allir undir miklum áhrifum frá honum og áhrifa hans hefur einnig gætt í íslenskri kvik- myndagerð." Hreifst ungur af Kurosawa „Eins og aðrir kvikmyndagerð- armenn hreifst ég ungur af Sjö samúræjum og Rashomon, einnig myndum eins og Að lifa og Todoskaden. Svo er ég þein-ar skoðunar að fáir hafi fangað anda Shakespeares betur á hvíta tjaldið en einmitt Kurosawa. Snillingur er genginn eftir langa og gifturíka starfsævi. Myndir hans munu lifa,“ sagði Hilmar Oddsson. EINN af risum kvikmynda- aldarinnar, japanski kvik- myndahöfundurinn Akira Kurosawa, er fallinn frá í hárri elli, áttatíu og átta ára að aldri. Hann hafði gríðarleg áhrif á kvik- myndagerðarmenn um heim allan með frásagnarlist sinni og m.a. hér á landi þar sem myndir hans voru fast- ur liður í kvikmyndaklúbbahaldi eftir miðjan sjötta áratuginn; eru áhrif hans líklega sýnilegust í mynd Hrafns Gunnlaugssonar, Hrafninn flýgur frá árinu 1984. I breyttum heimi Kurosawa var leikstjóri sem hafði djúpar rætur í japanskri menningar- hefð, þótt greina megi í verkum hans sterk áhrif frá vestrænni menningu, en fyrst og fremst má segja að hann hafi verið nútíma kvikmyndaleik- stjóri. Margar mynda hans einkennd- ust af siðfræðilegum vangaveltum í breyttum heimi atómsprengjunnar og eitt af meginviðfangsefnum hans var hetjuímyndin: hverjar sem per- sónur hans voru, samuraji, lögreglu- maður eða opinber starfsmaður, kusu þær ávallt að reyna að bæta heiminn. Kurosawa fæddist í Tókýó árið 1910 og reyndi að vinna fyrir sér sem málari áður en hann gafst upp á því og sótti um starf sem aðstoðarleik- stjóri við japanskt kvikmyndaver árið 1936. Hann leikstýrði nokkrum myndum í seinni heimstyrjöldinni, sem japönsk stjómvöld fylgdust vandlega með að væra gerðar „rétt“, en fyrsta myndin sem hann sagði að væri eftir hann sjálfan og gerð án af- skipta, var Drukkinn engill frá árinu 1948. Hún sagði af lækni og ungum glæpamanni og hún var fyrsta Kurosawa-myndin sem hinn dáði jap- anski leikari Toshiro Mifune lék í, en Mifune átti eftir að leika í mörgum þekktustu myndum leikstjórans. Ári síðar gerði Km-osawa Flækingshund en í henni lék Mifune lögreglumann, sem leitar að þjófnum er rændi hann byssunni. Árið 1950 gerði leikstjórinn Hneyksli, sem var ádeila á fjölmiðla, en það sama ár hlaut Kurosawa al- þjóðlega frægð fyrir myndina „Ras- homon“, klassíska úttekt á afstæði sannleikans þar sem hann lýsti nauðgun og morði frá fjórum ólíkum sjónarhornum en sögusviðið var Kyoto á níundu öld. „Rashomon" var fyrsta japanska myndin sem náði al- þjóðlegri hylli á Vesturlöndum og opnaði dyr til vestursins fyrir aðra japanska leikstjóra á borð við Ozu og Mizogutji. Árið eftir gerði Kurosawa Fávit- ann eftir sögu Dostojevskís og árið 1952 gerði hann „Irku“ sem fjallaði um dauðvona opinberan starfsmann er leitaði að tilgangi með lífi sínu. Tveimur árum síðar gerði hann þá mynd sem hann kannski er frægastur fyrir, Sjö samuraja, einhverja stór- fenglegustu hasarmynd sem gerð hefur verið. Myndin var endurgerð í Hollywood sem vestri árið 1960 og hét þá „The Magnificent Seven“. Kurosawa og vestrið Áhrif vestrænnar menningar og heimspeki og ekki síst kvikmynda- gerðar, voru sýnileg í verkum Kurosawas. Hann notaði skáldsögu Dashiell Hammetts, „Red Harvest“, sem grunn undir sögu um átök á jap- anska lénsveldistímanum í myndinni Jojimbo árið 1961. Falda virkið, sem hann gerði árið 1958, var sömuleiðis blanda af klassísum bandarískum vestra og japönskum lífsgildum. Blóðugt veldi frá 1957 var kvik- myndaútgáfa hans á leikritinu Mak- beð eftir Shakespeare þar sem sögu- sviðið var Japan á miðöldum; Hinir illu sofa vel frá 1960 var nútímaút- gáfa af Hamlet og fjallaði um stórfyr- irtækjarekstur og spillingu. Þremur árum síðar kvikmyndaði hann eina af spennusögum bandaríska rithöfund- arins Ed McBain; sagan hét „King’s I honum mættust austrið og’ vestrið Sagna- meistari kvikmynd- anna KUROSAWA er sagnameistari kvikmyndanna að dómi Hrafns Gunnlaugssonar kvikmyndaleikstjóra sem er sá eini eða einn af fáum Islendingum sem hittu Kurosawa. Hrafn hitti Kurosawa á kvikmyndahátíð í Tókíó og skrifaði við hann viðtal sem birtist i Lesbók Morgunblaðsins. Hrafn segir Kurosawa einstæðan. Hann sé snillingur að segja flóknar og djúpar sögur á einfaldan og skýran hátt, þannig að þær skírskoti til tilfinninga áhorfenda, nánast sama úr hvaða menningarumhverfi þeir komi. Hann minni á höfunda íslendingasagna. í samúræjamyndunum lýsi Kurosawa frumbyggjaþjóðfélagi eins og höfundar Islendingasagna. Ný tilfinning fyrir myndmálinu hafi einkennt þessar myndir, sterkar nærmyndir af leikurum, tíminn eins og nemi staðar í miðju atriði. „Kurosawa finnur að þessu leyti upp rafmagnið og margir höfundar fara síðan að dæmi hans,“ segir Hrafn. Hann bendir ekki bara á samúræjamyndir Kurosawa heldur lika Rashomon þar sem Kurosawa segir sögu frá sjónarhorni fleiri einstaklinga. Kurosawa spannar vítt svið að mati Hrafns, hann gerði sögulegar myndir úr nútímanum og myndir úr fortíðinni sem byggðust á fornum hefðum Japana, trúlega hafi enginn leikstjóri náð jafn mikill breidd í að segja sögu. Scheving og Islendingasögur Hafði Kurosawa gildi fyrir þig? „Já, á sama hátt og Gunnlaugur Scheving og íslendingasögur, sömu áhrif. Hann er eins og Scheving að því leytinu að hann filmar oft almúgafólk og notar gróna verkmenningu sem bakgrunn atburðarásarinnar og ég er ekki frá því að Gunnlaugur hafi orðið fyrir áhrifum frá honum. í dag er eins og allar kvikmyndir séu eftir sama manninn, úr sama skóla, kennt er að vinna samkvæmt stöðluðum uppskriftum svo að enginn skeri sig úr. Kannski er þetta þó alverst hvað varðar handritin. I þessu sambandi má minna á að Japanir sjálfir hafa ekki skrifað Kurosawa jafn hátt og aðrar þjóðir, það voru ýmsir snillingar í Vestur-Evrópu sem uppgötvuðu hann. Hann var oft á tíðum í stökustu vandræðum með að fá fé heima fyrir." Hrafn nefnir að iokum þijá menn sem mótuðu öldina: Walt Disney, Kurosawa og Ingmar Bergman. Hann segir að Kurosawa sé sögumaðurinn en Bergman kíki inn í sálarlífið. Morgunblaðið/Kristinn SJÓAÐUR tíundi bekkur E.G. úr Langholtsskóla sem fór í fyrstu ferðina með Dröfn. NEMENDUR tíunda bekkjar I.Þ. úr Langholtsskóla færir í flestan sjó.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.