Morgunblaðið - 08.09.1998, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 08.09.1998, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1998 39 V AÐSENDAR GREINAR Hvar eru öryrkjar staddir í hug'arheimi stjórnar og þings? STEFNA núverandi ríkisstjórnar er óhag- stæð afkomu öryrkja. Ef vitnað er í grein Orra Haukssonar, að- stoðarmanns forsætis- ráðherra, sem hann skrifar í Morgunblaðið 3. júlí 1998, þar segir hann m.a.: „Við þetta má svo bæta að undan- farin þrjú ár hafa bæt- ur til lífeyrisþega, sem engar tekjur hafa aðrar en úr almannatrygg- ingakerfinu, aukist um 20%.“ Þetta er ekki satt hjá honum, síðast- liðin tvö til þrjú ár hef- Sigurður Magnússon ur Tryggingarstofnun 1711; tekjur sumra þessara hópa samanlagt um 20% á ýmsan hátt. I grein sem birtist í „Bréf til blaðsins" fyrir skömmu var fyrir- sögnin: Hver getur lifað af 53.000 kr? Það er ljóst að það er ekki hægt fyrir þá sem þurfa að leigja sér hús- næði. Þá er eina leiðin að biðja um fjárhagsaðstoð frá sveitarfélaginu. Eg hef ekki heyrt annað en fólki sé hjálpað í slíkum tilfellum og er það gott að eiga svo góða að þar sem fé- lagslega aðstoðin er. En skoðum dæmið betur. Fái öryrki 50.000 kr. í styrk frá félagslega kerfinu er styrkurinn skattlagður næsta ár. Það þýðir að öryrkinn neyðist til að biðja um enn meiri styrk næsta ár til að borga ríkinu skattinn og svona veltir þetta upp á sig og spurningin er hvar og hvernig endar þetta? Eftir því sem félagslega kerfið veit- ir hærri styrki fær ríkissjóður enn fleiri krónur frá styi’k- þegum og sveitarfélög- um í sinn sjóð. Það er greinilegt að peningar þeir sem félagsmála- stofnun lætur af hendi, fara nokkuð sjálfkrafa til fjánuálaráðuneytis- ins aftur að hluta til. Sé þessi röksemda- færsla rétt þá er skilj- anlegt af hverju ríkis- sjóður telur óheppilegt að hækka skattleysis- mörk öiyi’kja. Þarft væri að maður eins og Orri Hauksson færi í spor öryrkja, eins og eitt ár. Leigði sér íbúð og hefði 53.000 kr. sér til framfærslu og sannreyndi hvernig lífi fólk verður að lifa við slíkar að- stæður. Um leið gæti hann hugsað til sinnar eigin fullyrðingar um 20% bótahækkun lífeyrisþega sem eng- ar tekjur hafa nema frá Trygginga- stofnun sbr. orð hans í Morgun- blaðinu 3. júlí 1998. Annað dæmi: Öryrkjar sem eru eignalausir eins og þeir eru flestir, sumir hafa getað unnið eitthvað framan af ævinni og við það öðlast nokkrar krónur í líf- eyrissjóð og njóta auk þess húsa- leigubóta. Þeir fá þessa peninga ekki óskerta, ónei. Ríkisjóður tekur sín prósent. Satt að segja finnst öll- um (nema fjármálaráðuneytinu) þetta mikið óréttlæti. Sveitarfélag- ið sendir okkur umtalsverða pen- ingaupphæð í formi húsaleigubóta en um 40% hverfa í ríkissjóð á leið- inni til öryrkjans. Þessi upptaka á hluta húsaleigubótanna er gerð Hætta þarf tvísköttun hluta lífeyrissjóðs, seg- ir Sigurður Magnús- son, hækka tekjutrygg- ingu og falla frá skerð- ingu húsaleigubóta. samkvæmt lögum frá Alþingi. Hvað peningana frá lífeyrissjóðnum snertir þá fer á sömu leið með þá, það hverfa um 40% í ríkissjóð á leiðinni til okkar. Þetta er enn nöt- urlegri aðgerð en sú fyrri vegna þess að við lögðum þessa peninga í lífeyrissjóðinn okkar á sínum tíma og greiddum í hann ákveðinn hund- raðshluta af laununum (þá 4%) sem við höfðum greitt skatta og útsvar af. Þeir sem gátu lögðu fyrir á bankabók eða ávöxtuðu sinn eiginn lífeyrissjóð á hagkvæman hátt, þeir borga 10 prósent í fjármagnstekju- skatt af þeim vöxtum þess lífeyris. Eg spyr hina vitru menn, háttvirta alþingismenn og hæstvirta ráð- herra sem stjórna nú í dag 11. sept- ember 1998 íslenska lýðveldinu, eni svona vinnubrögð samkvæmt ís- lensku stjórnarskránni? Við öryrkj- ar skorum á ríkisstjórnina og al- þingismenn að tekin verði nú þegar ákvörðun um að hækka skattleysis- mörk okkar öryrkjanna í að minnsta kosti 90.000 krónur á mán- uði. Það mundi leysa vanda margra. Það gerði það að verkum að húsa- leigubætur kæmu óskertar og þeir sem hafa aðeins fáar krónur úr líf- Greiðsluáskorun Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtalinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar: Gjöldin eru: Staðgreiðsla og tryggingagjald til og með 7. tb. 1998, með eindaga 15. ágúst 1998, og virðisaukaskattur til og með 3. tb. 1998, með eindaga 5. ágúst 1998, og aðrar gjaldfallnar álagningar og ógreiddar hækkanir, er fallið hafa í gjalddaga fyrir 16. ágúst sl., á staðgreiðslu, tryggingagjaldi og virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, áfengisgjaldi, launaskatti, aðstöðugjaldi, þróunarsjóðs- gjaldi, kirkjugarðsgjaldi, bifreiðagjaldi, slysatryggingagjaldi ökumanna, föstu árgjaldi þungaskatts, þungaskatti skv. ökumælum, viðbótar- og aukaálagningu söluskatts vegna fyrri tímabila, skemmtanaskatti og miðagjaldi, virðisauka- skatti af skemmtunum, tryggingagjaldi af skipshöfnum ásamt skráningargjöldum, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, aðflutningsgjöldum og útflutningsgjöldum, skila- gjaldi á umbúðir, verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og verðbótum á ógreitt útsvar, skipulagsgjaldi, skipagjaldi, fisk- sjúkdómagjaldi og jarðarafgjaldi. Gjöld sem á voru lögð 1998 með gjalddaga til og með 15. ágúst 1998 og álögðum opinberum gjöldum fyrri ára sem í eindaga eru fallin, sent eru: tekjuskattur, útsvar, sérstakur tekjuskattur manna, eignarskattur. sérstakur eignarskattur, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, tiyggingagjald, iðnaðarntálagjald, markaðsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra, skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði, búnaðargjald, iðgjald til lífeyrissjóðs bænda. ofgreiddar barnabætur, ofgreidd- ur barnabótaauki og ofgreiddar vaxtabætur. Ennfremur kröfur sem innheimtar eru á grundvelli samnings milli Norðurlandanna um aðstoð í skattamálum, sbr. lög nr. 46/1990, sbr. auglýsingu nr. 16/1990 og auglýsingar nr. 623/1997 og nr. 635/1997. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda. Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir gjaldanda. Fjárnáms- gjald í ríkissjóð er allt að 11.500kr. fyrir hvert fjárnám. Þinglýsingargjald er 1.200 kr. og stimpilgjald 1,5% af heild- arskuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, tryggingagjald, vörugjald, afdreginn fjármagnstekjuskatt og virð- isaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara. Tollstjórinn í Reykjavík Sýslumaðurinn í Kópavogi Sýslumaðurinn í Hafnarfirði Sýslumaðurinn í Kellavík Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli Sýslumaðurinn á Akranesi Sýslumaðurinn í Borgamesi Sýslumaðurinn í Stykkishólmi Sýslumaðurinn í Búðardal Sýslumaðurinn á ísafirði Reykjavík, 8. september 1998. Sýslumaðurinn í Bolungarvík Sýslumaðurinn á Patreksfirði Sýslumaðurinn á Hólmavík Sýslumaðurinn á Siglufirði Sýslumaðurinn á Sauðárkróki Sýslumaðurinn á Blönduósi Sýslumaðurinn á Akureyri Sýslumaðurinn á Húsavík Sýslumaðurinn á Ólafsfirði Sýslumaðurinn á Seyðisfirði Sýslumaðurinn á Neskaupstað Sýslumaðurinn á Eskifirði Sýslumaðurinn á Höfn Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum Sýslumaðurinn á Selfossi Sýslumaðurinn [Vík Sýslumaðurinn á Hvolsvelli Gjaldheimta Vestfjarða Gjaldheimta Austurlands Gjaldheimtan í Vestmannaeyjum eyrissjóði eða sjóðum myndu fá þær krónur óskertar og ekki tví- skattlagðar. Að því yrði mikil hag- ræðing fyrir félagsmálastofnun, ríkissjóð og mest fyrir öryrkjann. Það ætti að lagfæra þetta strax hjá þeim öryrkjum sem hafa hlotið þann ömurlega dóm að vera úr- skurðaðir með varanlega 75% ör- orku, fólk sem á enga von um bata. Mannúðlegri kjör létta þeim lífið, sérstaklega þeim sem eru bundnir við rúm, hjólastól eða herbergið sitt og geta lítið hreyft sig. Flestir í þessum hópi, sennilega allflestir, lifa neðan fátæki-amarka meðal annars vegna lágra skattleysis- marka. Þessir öryi’kjar geta ekki keypt heilbrigði sitt. Ég leyfi mér að nefna nýlegt dæmi sem birtist á forsíðu DV. laugardaginn 22. ágúst. Þar er fyrirsögnin: „Missti báðar hendur í vinnuslysi." Myndin á for- síðunni er af ungum myndarpilti sem hefur misst báða handleggi. Það er augljóst að það sem hann vantar fæst ekki fyrir peninga. En peningar geta gert honum lífið eitt- hvað léttara eins og öðrum öryrkj- um. Þeir geta t.d. keypt fyrir pen- inga.: Ymis hjálpartæki, aðgang að sjónvarpsrásunum, dagblöðin, tölvu og þá um leið aðgang að tölvunet- kerfi alheimsins sem gerir okkur kleift að stytta okkur stundirnar og vera í sambandi við umheiminn. Það gæti gefið einhverjum okkar tilfinningu fyrir tilgangi okkar og möguleika á að vera virkari í lífinu en ella. Einnig er það mikilvægt að hafa síma sem við höfum efni á að nota. Það er svo með símann að varla má snerta hann án þess að símakostnaður sé kominn í tugi þúsunda. Ef hæstvirtur forsætisráðherra fer eftir ábendingum aðstoðar- manns síns Orra Haukssonar fær hann ekki rétta hugmynd um hvernig kjör öryrkjar búa við. Ég bið hann að kynna sér þessi mál og vinna á sem skjótastan hátt að úrbótum til þess að kjör okkar öryrkja verði lagfærð nú þegar. Ef stjórnmálamenn dagsins í dag vita það ekki þá erum við öryrkjar manneskjur með tilfinningar, vonir og þrá efth’ betra lífi rétt eins og annað fólk. Þess vegna biðjum við þá um að veita okkur betri tekju- tryggingu og hætta að skerða húsa- leigubætur og tvískatta hluta líf- eyrissjóðs þeirra sem eru svo heppnir að eiga örfáar krónur í slíkum sjóð. Það vekur eftirtekt að stjórnarliðar láta ekki í ljós skoðan- ir sínar á kjörum okkar öryrkjanna. Háttvirtir þingmenn, hafið þið gleymt okkur? Höfundur er fyrrv. yfirrafmagnseft- irlitsmaður HEFUR ÞÚ KYNNT ÞÉR... ARBONNE INTERNATIONAL Jurtasnyrtivörur án ilmefna fyrir húð og hár. Útsölustaðir um land allt Diza kynnir HOMEMAKER RUG KITS ^ (smyrna) Fæst bara í póstverslun, hver pakki inniheldur ailt sem þú þarfit til verksins: Handmáiaður strammi, smyrnanál, garnið tilklippt, íslenskar leiðbeiningar og frágangsefni. Póstlistinn kostar kr. 400, sem endurgreiðist við fyrstu pöntun. Kynningardlboð/pöntunarsími og fax 564 4131. IZCl J Pöntunarsími og fax 564 4131. Kennsla í byrjenda- og framhalds- flokkum hefst dagana 21. til 26. september nk. 10 vikna námskeið. Skákskóli í S L A N D S Alþjóðlegir titilhafar annast alla kennslu. Kennt verður frá kl. 17.00-19.00 alla virka daga og frá kl. 11.00-12.30,12.30-14.00 og 14.00-16.00 um helgar. Kennslubókin Skák og mát eftir Anatoli Karpov, FIDE-heimsmeistara, er innifalin í námskeiðs- gjaldi í byrjendaflokkum. Kennslubækur inniíaldar í öilum flokkum. Nánari upplýsingar og skráning alla virka daga fi'á kl. 10.00-13.00 ísíma 568 9141. Athugið systkinaafiláttinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.