Morgunblaðið - 08.09.1998, Síða 44

Morgunblaðið - 08.09.1998, Síða 44
Jfc44 ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÁSLA UG GÍSLADÓTTIR + Áslaug Gísla- dóttir, húsmóð- ir, fæddist á Torfa- stöðum í Grafningi hinn 17. ágúst 1923 og ólst hún þar upp. Hún lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 2. september síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjónin Árný Valgerður Einarsdóttir, f. 28.12. 1885, d. 31.8. 1966, og Gísli Snorrason, f. 6.10. 1883, d. 2.3. 1958, og bjuggu þau á Torfastöðum. Aslaug var næstyngst tíu systk- ina. Þau eru talin í aldursröð: Sigríður, Einar, Kristín, Stein- dór, Snorri Engilbert, Þórður, Arnheiður, Steingrímur og Guðríður. Eftirlifandi eru bræðurnir Þórður og Stein- grímur. Sambýlismaður Áslaugar var Ingólfur Olafsson, vélstjóri frá Grænumýri á Seltjarnarnesi, f. 8.11.1916. Þau slitu samvistum. Foreldrar hans voru Ólafur Jónsson og Ingibjörg Eiríks- dóttir. Dætur Áslaugar og Ing- ólfs eru: 1) Árný Valgerður, f. 27.2. 1952, gift Kolbeini Guð- mundssyni, f. 16.10. 1950. Þeirra börn eru: Ingólfur, f. Margt er það, margt er það, sem minningamar vekur. Pær eru það eina sem enginn frá mér tekur. (D.Stef.) Mig langar að minnast tengda- móður minnar Áslaugar Gísladóttur með örfáum línum. Eg kynntist henni árið 1980. Eg minnist þess er ég kom sem gestur á heimili hennar, þetta voru fyrstu kynni mín af Ás- laugu og jafnframt góð kynni, þar sem hún var glaðleg og tók vel á móti mér. Ég held að þetta viðmót hafi hvatt mig á vissan hátt. Það leið ekki eitt ár þar til ég var orðinn 13.7. 1981; Helga, f. 14.1. 1984; og Ólaf- ur, f. 1.5. 1991. Fyr- ir átti Árný dóttur- ina Áslaugu Páls- dóttur, f. 4.3. 1973. 2) Sigríður, f. 7.7. 1955, sambýlismað- ur Pétur Stefáns- son, f. 14.10. 1943. 3) Ölafía Ingibjörg, f. 27.2. 1960, gift Sigurði Óla Gunn- arssyni, f. 24.2. 1958. Þeirra börn eru: Elsa Kristín, f. 11.10. 1982; og Jó- hannes Ingi, f. 16.4. 1985. Áslaug fór ung að vinna m.a. á Selfossi og í Reykjavík. Hún lærði klæðskerasaum hjá G. Bjarnasyni og Fjeldsted og vann þar frá árinu 1943-50. Ás- laug starfaði við verslunarstörf í Borgarblóminu frá árinu 1981 þar til hún veiktist í júní á þessu ári. Áslaug starfaði með kvenfélagi Bústaðasóknar frá árinu 1967, var í safnaðarráði Bústaðakirkju og var formaður þess frá árinu 1977 ásamt því að veita forstöðu félagsstarfi aldraðra í Bústaðasókn frá sama tíma. Útför Áslaugar fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. tengdur þessari fjölskyldu. Á þess- um árum fór hún að vinna í Borgar- blóminu hjá Sigríði dóttur sinni, hún naut sín vel þar, blómin, viðskipta- vinh-nir og ekki síst samstarfsfólkið átti vel við hana og hún kynntist mörgu góðu fólki. Samstarfsfólkið var margt frá Þýskalandi. Áslaug, sem alin var upp við mun krappari kjör en þekkjast í dag, hafði ekki lært mikið af erlendum tungumálum. Henni tókst þó að komast í mjög ná- ið samband við þetta fólk þannig að undrun sætti. Það var velkomið á hennar heimili, hún vildi greiða götu þess á allan hátt. Áslaug gegndi miklu frumherja- LEGSTEINAR Graníf HELLUHRAUN 14 220 HAFNARFJÖRÐUR SÍMI; 565 2707 FAX: 565 2629 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Svemr Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ a^a'ís>l | Bhinuislofa sy % Fríðjmns % % Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík * Símí 553 1099 Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. ^líivviinoíir fvrir nll filpfni Þegar andlát Gjafavörur. ber að höndum Útfararstofa kirkjugarðanna ehf. Sími 551 1266 '' ^ Állan sólarhringinn og framfarastarfi í safnaðarheimhi Bústaðakirkju. Hún veitti forstöðu félagsstarfi aldraðra í Bústaðasókn, ásamt fleiri trúnaðarstörfum þar. Félagsstarfið í kirkjunni, presturinn, sóknarbömin, fótsnyrtingin, kvenfé- lagið og síðastliðin ár í Glæðunum, allt voru þetta hennar áhugamál í langan tíma. Barnabörnin fengu oft að njóta ná- vistar ömmu sinnar. Hún hafði þau oft í sinni umsjá, sérstaklega á þeirra yngri árum. Einn var sá staður sem Áslaug hafði sérstakar mætm- á. Það var sumarbústaðurinn hennar, sem hún hafði komið sér upp fyrir um tuttugu ái-um, en hann var í daglegu tali kall- aður Ömmusveit og á væntanlega eftir að verða kallaður það áfram. Áslaug dvaldi þama í flestum eða öll- um sumarfríum og naut þess að sjá gróðurinn, fuglana eða bara laga húsið, mála, fara í heita pottinn eða njóta veðurblíðunnar. Hún sóttist eftir að hafa fjölskylduna, vinina og sem flesta hjá sér. Fyrir nokkram árum stækkaði hún húsið svo fleiri kæmust þar fyrir. Þetta var hennar Paradís. Þetta var nálægt æsku- stöðvum hennar sem hún hafði svo miklar mætur á. Kolbeinn Guðmundsson. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Guð geymi þig, elsku mamma. Þín Ólafía. Elsku mamma, margs er að minn- ast og margt er þér að þakka. Minn- ingamar munu ylja mér og fjölskyld- unni um hjartarætur og þá sérstak- lega stundirnar í ömmusveit við leik og störf. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Knn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fenp að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Árný V. Ingólfsdóttir. Elsku amma mín, þær eru marg- víslegar tilfinningarnar sem hafa verið að bærast í huga mér eftir að mamma hringdi út í mig og sagði mér að þú værir orðin veik. Það var erfitt að skilja að þú værir orðin veik, þú sem varst svo lífsglöð, hress og hefur alltaf verið til staðar fyrir mig og alla í fjölskyldunni eins og klettur í lífsins ólgusjó. Það var einnig svo margt sem ég hélt að við ættum eftir að gera saman og því er svo erfitt að ímynda sér lífið án þín. En, elsku amma mín, það era nú samt okkar ánægjustundir heima og í ömmusveit sem standa upp úr og Blómab t\3í n CaK5sK om v/ Fossvogsl<irkjMgar3 Síml: 554 0500 gleði yfir að hafa verið það heppin að fá að alast upp hjá þér og hafa átt þig fyrir ömmu og vinkonu í tuttugu og fimm ár. Þú varst alltaf svo dug- leg að segja mér og öllum þeim er heyra vildu hvað ég hefði verið góð við þig þegar ég var fimm ára gömul og þú veik að passa mig, en þá kom ég inn frá leik annað veifið til að spyrja þig hvort það væri eitthvað sem ég gæti gert fyrir þig. Elsku amma mín, ég vildi að það hefði verið hægt að spyrja þannig í veikindum þínum nú og einhverja lausn verið að finna. Mig langar að þakka þér fyrir að hafa gefið mér alla þína ást og um- hyggju og fyrir að hafa trúað á mig og allt sem ég hef tekið mér fyrir hendur. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að trítla með þér á miðviku- dögunum inn í Bústaðakirkju og kynnast starfi þínu þar með öldruð- um og öllu því góða fólki sem þar var. Enn í dag hef ég ekki getað slegið út þær hannyrðir sem ég vann þar þó að ég hafi ekki verið há í loft- inu. Einnig er ég þér þakklát fyrir að hafa deilt þinni lífsreynslu með mér þó að ég hafi nú trúað ýmsu svona passlega, eins og sögunni af því hversu sárt þú hefðir grátið þegar þú máttir ekki byrja í skólanum með eldri bróður þínum, en það varð til þess að látið var undan og þú fékkst að fara. Þú lást nú sterklega undir grun um að vera bara að segja mér söguna til að ég yrði ögn áhugasam- ari um að fara í minn skóla, en í dag veit ég þó betur. Amma mín, ég vona að mér og öllum í fjölskyldunni hlotnist sú gæfa að sjá björtu hlið- arnar á tilverunni eins og þú gerðir og við náum að rækta lífsgleðina með okkur eins og þú. Það er verð- ugt takmark. Elsku amma mín, hér er minningarljóð til þín, innblásið af texta Natalie Merchant en það segir allt um það sem mér býr í brjósti: Þú varst svo góð og gjafmild ég þakka þér hjarta þitt var heilt og orð þín tjáðu ást hlýjar voru hendumar ég þakka þér þú hlúðir að barninu þó hlustaðir á unglinginn þó varst besti vinur minn ég þakka þér þú gafst hjarta mínu ást og oröum mínum gildi hlýjar eru minningar ég þakka þér þú kenndir mér að skilja og ég veit hvernig þakkir þó hefðir viljað ég gef einhverjum öðrum þaðsemþógafstmér Elsku amma mín, það er tómlegt hér án þín, en ég veit að ljós þitt á eftir að fylgja mér um ókomna tíð. Þín Áslaug Pálsdóttir. Elsku amma, þú sem varst alltaf svo hress og frísk, svo góð og hjálp- söm. Mér eru alltaf minnisstæðar stundimar okkar í kirkjunni, bæði á Legsteinar Lundi , v/Nýbýlaveg SÓLSTEINAR 564 4566 LEGSTEINAR I rúmgóðum sýningarsölum okkar eigum við ávallt fyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða úr íslenskum og erlendum steintegundum. Verið velkomin til okkar eða hafið samband og fáið myndalista. S.HELGASON HF STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP.,SÍMI:557-6677/FAX:557-8410 sunnudögum í messu og á miðviku- dögum í safnaðarheimilinu. Alltaf dreifst þú fólkið í kirkjuna á mið- vikudögum, og oftast var sól á þeim stundum, bæði utandyra og í hjört- um fólksins. Einnig eru það allar æðislegu stundirnar í ömmusveit, þar sem við fórum í pottinn, í göngutúr og lékum okkur í búinu. Alltaf vonaðist ég til að fá að vera með ykkur allt sumar- fríið, slaka bara á og njóta náttúr- unnar og alls í kringpm okkur. Núna er þín sárt saknað. Ég var strax far- in að finna til saknaðar þegar ég heimsótti þig upp á spítala þar sem þú lást og varst svo róleg. Elsku amma mín, þín mun ég sakna og minnast um aldur og ævi. Þitt barnabarn Helga. Elsku amma. Ég veit þó heim ert horfm nó og hafm þrautir yfír, svo mæt, svo góð, svo trygg og tró og tállaus, falslaus reyndist þó, égveitþúlátinlifir. (Steinn Sig.) Þinn Ingólfur Kolbeinsson. „Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að aðeins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gem- þig glaðan. Þegar þú ert sorg- mæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Ka- hlil Gibran) Elsku amma, takk fyrir að hafa verið svona stór hluti í lífi okkar. Elsa Kristín og Jóhannes Ingi. Það var sólbjartur sumardagur í júní árið 1983. Aldraðir úr Bústaða- sókn voru að leggja úr höfn í árlega sumarferð. Ég gekk feimnislega að rútunni og kynnti mig fyrir konunni, sem stóð við rútuna og bauð alla hjartanlega velkomna. Hlýjan skein ekki aðeins úr fasinu, heldur rödd- inni, augunum og allri nærveru þess- arar konu. Hún ávarpaði mig af inni- legri virðingu: „Séra Solveig Lára, mikið var stórkostlegt að þú skyldir vilja koma með okkur.“ Ég hafði þegið prestsvígslu í Dómkirkjunni aðeins viku áður og var því óvön svo virðulegu ávarpi, en þessi fyrstu kynni okkar Áslaugar Gísladóttur standa mér enn lifandi fyrir hug- skotssjónum. Seinna átti ég eftir að kynnast því hversu merkileg kona Áslaug var og hversu smitandi kærleiksþjónusta hennar fyrir kirkjuna var fyrir þær konur sem störfuðu með henni. Kvenfélag Bústaðasóknar var snemma frægt fyrir sérstakan áhuga og dugnað í störfum fyrir kirkju og söfnuð enda varð safnaðarstarf undir forystu séra Ólafs Skúlasonai1 snemma að brautryðjendastarfi fyrir starf annarra safnaða í landinu. Að sjálfsögðu lágu þar margar hendur að baki og sú hugsun að vilja þjóna Kristi með því að leggja hönd að safnaðarstarfinu og þeim, sem á hjálp þurfa að halda. Ég veit ekki nákvæmiega hvenær það var, annað- hvort snemma á áttunda áratugnum eða jafnvel á þeim sjöunda að næmar konur fundu út að fótsnyrting var eitt af þeim lykilatriðum sem stuðl- uðu að vellíðan eldra fólks. Áslaug var ein af þessum næmu konum og kom á fót þessu starfi í kirkjunni. Hún kom með kaffi með sér á brúsa og pönnukökur eða kleinur fyrir þau sem biðu. Næmi hennar veitti þvflíka eftirtekt að fólk fór að koma óvenju snemma og fara löngu eftir að að- gerð lauk. Af þessu litla fræi spratt tré sem í dag er svo stórt að fuglar himinsins geta falið sig í greinum þess. Hér varð til hugmyndin að opnu húsi fyrir aldraða í kirkjunni. Frá upphafi til dauðadags hélt Ás- laug utanum þessa kærleiksþjón- ustu. Alltaf einkenndi hana sama hlýjan og kærleikurinn og alla tókst henni að virkja. Það vai' sama hvort það var ljóðalestur, danskennsla, spil, handavinna eða listavelgerð föndurkennsla. Ætíð tókst Áslaugu að fá fólk til starfa i nafni kirkjunnar, góðgerðar og kærleika. Og þegar Guðni átti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.