Morgunblaðið - 08.09.1998, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1998 55 *
BRÉF TIL BLAÐSINS
Islensk nunna við
hjálparstörf í Afríku
Frá Hartmanni
Bragasyni:
EKKI alls fyrir löngu
átti leikskólinn Sælukot
í Skerjafirði 20 ára
starfsafmæli. Sælukot
er óvenjulegur einka-
skóli með fjölþjóðlegu
yfirbragði. Hann bygg-
ir á andlegum grunni
og svonefndri ný-
mannhyggju (ný-
húmanisma) sem legg-
ur rækt við allt líf sam-
kvæmt uppeldismark-
mðum jógasamtakanna
Ananda Marga (AM).
Hreyfingin, sem lætur
sig flest mannlegt varða, sinnir
margs konar samfélagsþjónustu um
ailan heim.
Mestan veg og vanda af stofnun
og rekstri Sælukots um 14 ára skeið
átti lítil og glaðbeitt jóganunna í
appelsínugulum kufli að nafni
Súkrítí frá Filippseyjum. Börnin
sem áttu þá dagvist á Sælukot og
foreldrar þeirra og starfsfólk
nefndu hana jafnan dídí sem þýðir
systir á sanskrít. Ef til vill er engin
tilviljun að önnur dídí frá Filipps-
eyjum var ráðin til að halda merkj-
um Sælukots á lofti eftir að dídí Su-
krítí hélt til annarra þjónustustarfa
úti í heimi. Þeim mörgu sem kynnt-
ust þessari brosmildu nunnu leikur
sjálfsagt hugur á að vita hvað á
daga hennar hefur drifið eftir bú-
setu hennar á íslandi.
Fyrst um sinn dvaldi dídí í Nor-
egi og London þar sem hún lauk
námi í smáskammtalækningum
(hómópatíu) sem hún hóf að stunda
á íslandi. Minningarn-
ar um börn „sín“ á Is-
landi sóttu á dídí svo
að eftir hómópatanám-
ið tók hún tímabundið
að sér forstöðu fyrir
leikskóla og grunn-
skóla AM í London.
Eftir það fluttist dídí
til Rúmeníu þar sem
hún sinnti tveimur
leikskólum. Auk þess
annaðist hún barna-
heimili hreyfingarinn-
ar fyrir munaðarlaus
böm sem kommúnista-
óstjórn Causescaus
forseta leiddi til.
Nýlega hefur dídí
fengið köllun til að sinna börnum í
Afríkuríkjunum Kongó og Zaír þar
sem þörfin er jafnvel brýnni en í
Rúmeníu vegna landlægs ófriðará-
stands. Einnig mun dídí taka að sér
að reka hómópatastofu í Kongó og
þjálfa innfædda til að sinna slíkum
lækningum.
Dídí flnnur engan verulegan mun
á börnum hvar sem hún kemur.
Þau eru alls staðar jafnindæl og
elskuleg, segir hún. Trú hennar og
hugsjón er að með góðri fyrirmynd
og uppeldi beri böm allra landa
með sér framtíðarvon mannkynsins
um eina samhenta alheimsfjöl-
skyldu.
Dídí hefur viljað halda tengslun-
um við ísland þar sem hún notfærir
sér hvarvetna íslenskan ríkisborg-
ararétt sinn sem hún hlaut á Is-
landi. Dídí segist vera stolt af því
að geta kynnt sig sem fulltrúa Is-
lands þar sem hún hefur borið nið-
ur. Dídi kveðst vera þakklát Islend-
Dídí Súkrítí
ingum sem hafa stutt hana í gegn-
um tíðina.
Velunnarar geta enn frekar stutt
mannúðarstarf „íslensku nunnunn-
ar okkar“ í Kongó með því að
greiða inn á reikning hennar í Bún-
aðarbankanum, nr. 0304-03-215825.
F.h. dídí Súkríti,
HARTMANN BRAGASON,
rithöfundur.
HUMBKUL
CASCAMITE
RAKAÞQUÐ
TRÉLIM
ÁRVÍK
ÁRMÚLA 1 • SÍMI 568 7222 • FAX 568 7295
Herra Garðar og nýr lífsstill - Persónuleikapróf - Smásagnasamkeppni,
1
p“69Ú6
W\ }
A t- j i
Teg. 2601
Verð kr. 2.295
Stærðir: 22-33
Litir: Græn/gul
Teg. 2139
Verð kr. 4.495
Stærðir: 24-32
Litir: Rauðir og karrígulir
Fleiri tegundir til
STEINAR WAAGE
SKÓVERSLUN
5% staðgreiðsluafsláttur • Póstsendum samdægurs
STEINAR WMGE
SKÓVERSLUN
DOMUS MEDICA
STEINAR WAAGE
SKÓVERSLUN
KRINGLUNNI
I
DUGMIKIL
FJÖLSKYLDA,
TÆKNILEGA SINNUÐ
Minolta fjölskyldan er stór fjölskylda
og annálaðir dugnaðarforkar
MINOLTA FAXTÆKI
3 tegundir faxtækja,
öll tölvutengjanleg.
Allt í senn; prentari, skanni, fax
og Ijósritunarvél.
MINOLTA LASERPRENTARAR
4 tegundir laserprentara, bæði fyrir
svart/hvítt og lit.
I
•o
t-
o
MINOLTA UÓSRITUNARVÉLAR.
Hraði frá 15 upp í 80 eintök pr. mín.
Bæði fyrir svart/hvítt og lit.
Líttu við í nýrri verslun
og heilsaðu upp á einstæða
fjölskyldu.
MINOLTA
SKÝR MYND-SKÝR HUGSUN
__KJARAN________
T/EKNIBÚNAÐUR
SÍÐUMÚL112 108 REYKJAVÍK SÍMI510 5500 FAX 510 5509
í