Morgunblaðið - 08.09.1998, Page 64

Morgunblaðið - 08.09.1998, Page 64
»64 PRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ - t FYfílR 990 PUNKTA FEfíOU IBÍÓ Atfabakka 8, simi 58? 8900 og 5S7 8905 www.samfilm.is Hagatorgí, sími 552 2140 HE STLE K A R I N Robert Duval! var tilnefndur til Óskars- verðlauna í þessari mynd sem hlotið hefur einmuna lof gagnrýnenda um allan heim. Synd kl. 6.30, 9 og 11.15. Synd kl. 5, 7, 9 og 11. HASK0LABI0 HASKOLABIO Kl. 6.50, 9 og 11.10. KOMDU IJÓGA! •A-: Hallgrímur Birgir Gudjón Opnir tímar í allan vetur - fyrir byrjendur og lengra komna. Kynningarkvöld í félagsmiöstöðinni Árseli, Árbæ verður haldið lO.september kl.20:30. Grunnnámskeið verður haldið 12. og 13.september. Aðstaða: Sturtur, búningskletar og gufubað. Félagsmiðstoðin Arsel Mán. Þri. Mið. Fim. Fös. 7:30-830 Guðjón 730-830 Guðjón 1825-19-25 Birgir 1825-1925 Guðjón 1825-1925 Guðjón 1825-1925 Hallgrlmur 1825-19:25 Hallgrfmur Verðdæmi í Árseli: 1 mánuður = 5000 krónur, m/grunnámskeiði: 6000 krónur 3 mánuðir = 11000 krónur, m/grunnnámskeiöi; 12000 krónur IR húsið við TúngStu Mán. Þri. Mið. 7:30-8:30 Birgir 17:50-18:40 17:50-18:40 Hallgrímur Birgir Fim. 7:30-8:30 Birgir Opnir tfmar í gamla ÍR húsinu á móti Landakotsspítala. Aðstaða: Sturtur og búningsklefar. Verðdæmi í ÍR húsinu: 1 mánuður = 4000 krónur 3 mánuðir = 10000 krónur KEFLAVIK Mán. Þri. Mið. Fim. 20:00-21:00 20:00-21:00 Hailgrímur Guðjón Verðdæmi: Stakur tími: 700 krónur, 1 mánuður: 4000 krónur, Aðstaða: Sturtur og búningsklefar. Líkamsræktarstöðin Perlan - nánari upplýsingar um tíma í Keflavík í s:421-4455 Klæðnaður: léttur og teygjanlegur. Vinsamlega taktu með þér teppi og púða. Mættu op fáðu trían kynningartíma IIR húsínu eða Árseti. Nánari upptýsingar um tíma í Árseli og IH húsinu í s: 544-8070 Y®GA www.mbl.is Stutt Dóttir King í mynd um föður sinn ►YOLANDA King, dóttir mannréttindafrömuðarins Martin Luther King, mun leika í sjónvarpsmynd f flokknum „Yndislegur heimur Disney“ sem fjallar um bar- áttuna fyrir mannréttindum. King verður í aðalhlutverki ásamt Jurnee Smollett, MacKenzie Astin, Stephanie Peyton og Clifton Powell í myndinni sem heitir „Selma, Guð, Selma“ Kvikmyndin er byggð á reynslu tveggja kvenna á „blóðuga sunnudeginum" í Selma, Alabama 7. mars árið 1965 þegar Martin Luther King fór í fylkingarbijósti kröfugöngu fyrir kosninga- rétti yfir Edmund Pettus- brúnna. Tökur heíjast undir stjórn leikstjórans Charles Burnett í Georgíu og Alabama í vik- unni. Selma verður svo sýnd á ABC-sjónvarpsstöðinni fyrir Martin Luther King-daginn í Bandaríkjunum. Enn ein frönsk mynd endurgerð í Hollywood ► Hollywood hefur fengið enn eina frönsku myndina „að láni“. Að þessu sinni er það „Le Diner de Cons“ sem sýnd er við góðar undirtektir f Frakklandi um þessar mund- ir. ► Fjallar myndin um útgef- anda í París og vini hans sem keppast um að mæta með gesti sem eru hver öðrum vit- lausari í vikulegan málsverð. Francis Veber, sem leikstýrði myndinni, mun einnig leik- stýra Hollywood-útgáfunni. ► Þetta er fjórða mynd leik- stjórans og handritshöfundar- ins Vebers sem er endurgerð vestanhafs. Hinar eru „La Ca- ge Aux Folles" sem varð „Fuglabúrið" með Robin Willi- ams, „Les Comperes“ sem varð Feðradagur með Robin Williams og Billy Crystal og „Les Fugitifs" sem „Þrír flóttamenn" var byggð á. Líka hörkutól í kvikmyndum VINNIE Jones þekkja flestir af fólskubrögðum þegar hann spil- aði með enska liðinu Wimbledon. Hann hefur nú öðlast frama á nýjum vettvangi og leikur harð- naglann Stóra Chris í myndinni „Lock, Stock“. Og menn hræðast hann í myndinni ekki síður en á knatt- spyrnuvellinum. Eitt atriðið er sérstaklega ofbeldisfullt en þá lemur hann bflhurð utan í höfuð- ið á manni, - aftur og aftur. Olli atriðið honum engum áhyggjum? „Jú,“ segir hann og kinkar kolli. „En fram að því hafði hann [Stóri Chris] ekki lamið neinn í myndinni. Það er aðeins ýjað að því. En það Iíður á myndina... og líður... og áhorfendur hljóta að hugsa með sér: Af hverju nýtur hann eiginlega svona mikillar virðingar? I samtölum í byijun kemur fram að hann sé yfirvegaður svo lengi sem enginn snerti hár á liöfði sonar hans. Skyndilega heldur einhver hníf að hálsi drengsins og þá fer allt í háaloft. Hann lifir fyrir drenginn og at- riðið hlýtur því að verða mjög... átakanlegt. En það næsta sem hann segir [við drenginn] er: „Settu á þig öryggisbeltið.“ Það fannst mér snilldarvel skrifað." ... og er hættur barningnum á knattspyrnuvellinum. í BÍGERÐ er að gera kvikmynd sem byggð er lauslega á ævi og af- brotum meints belgísks barnaníðings, Marc Dutroux. Samlandi hans, leikstjórinn Rob Van Eyck, hyggst gera myndina og nefna hana Bláu Belgíu eða „Blue Belgium“. Sem nærri má geta hefur þessi ráðagerð valdið deilum í heima- landinu og vakið mót- mæli þrýstihópa og stjórnmálamanna. Deil- an er raunar ekki einvörðungu bundin við Belgíu því myndin verð- ur með ensku tali svo hún geti feng- ið sem víðasta dreifingu. Sakaður um fimm morð Dutroux varð alræmdur um víða veröld vegna hryllilegra glæpa. Hann bíður nú réttarhalda sakaður um að ræna sex stúlkum, myrða fjórar þeirra og grafa lifandi samstarfsmann sinn sem honum hafði orðið sundurorða við. Hann varð einnig frægur í rannsókninni sem fylgdi í kjölfarið vegna deilna milli lög- reglu og dómsyfirvalda sem vakti grunsemdir um yfirhylmingu hjá háttsettum embættis- mönnum. Hann náði svo að flýja úr dóms- húsi og ganga laus um skamma hríð tveimur árum eftir að hann var hnepptur í gæsluvarðhald og leiddi það til afsagna lögreglustjóra og tveggja ráðherra auk endurskipu- lagningar á belgísku réttarkerfi og lögi'eglunni. Græðgi og ónærgætni? Leikstjórinn Van Eyck hefur einnig verið umdeildur. A þrjátíu ára ferli sem lýsir sér í fimm kvik- myndum í fullri lengd og tuttugu stuttmyndum hefur hann tekist á við barnaklám, geðhvarfasýki og útrýmingarbúðir í myndum á borð við „Militant“ og „The Afterman". Andstæðingar myndarinnar halda því fram að Bláa Belgía sé ekki aðeins nauðgun á tjáningar- frelsinu heldur sé hún gegnumsýrð af gi-æðgi og ónærgætni. Er það rökstutt með því að hún fjalli um meintan glæpamann sem ekki hafi verið fundinn sekur af dómstólum (réttarhöldum yfir honum var ný- lega frestað til ársins 2000 á meðan rannsóknin stendur yfir). Van Eyck hefur svarað því til að hann hafi byrjað að vinna að myndinni fyrir fimm árum og þessir nýlegu at- burðir hafi aðeins tvinnast saman við stærra viðfangsefni. Enginn dýrlingur „Eg er ekki á neinn hátt að reyna að gera dýrling úr Dutroux," segir hann, en aðalsögupersónan mis- þyrmir fullorðnum en ekki börnum. „Eg ætla mér ekki einu sinni að segja sögu Dutroux. Eg er að reyna að draga fram skuggahliðar belgísks samfélags - barnaníðinga- hringa, mafíuna og vændið. Þetta eru þeir sem halda um valdataumana í þjóðfélaginu, ekki stjórnmálamennirnir eða lögregl- an.“ Kvikmyndin verður frumsýnd á næsta ári. Ný mynd byggð á sögu Dutroux

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.