Morgunblaðið - 12.09.1998, Síða 1

Morgunblaðið - 12.09.1998, Síða 1
STOFNAÐ 1913 206. TBL. 86. ÁRG. LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Bill Clinton sakaður um meinsæri í skýrslu Starrs STARFSMAÐUR Bandaríkja- þings kemur til að afhenda Henry Hyde, formanni dóms- málanefndar fulltrúadeildar- innar, skýrslu Starrs. Lögmenn Clintons bera harðlega á móti því, að hann hafi gerst sekur um meinsæri eða reynt að hindra framgang réttvísinnar. Lögfræðingar Clintons fordæma skýrsluna og segja hana ekki grundvöll málshöfðunar Washington. Reuters. BILL Clinton, forseti Bandai-íkjanna, laug eiðsvarinn og misnotaði forseta- vald sitt til að reyna að fela samband sitt við Monicu Lewinsky. Er þessu hald- ið fram í skýrslu Kenneth Starrs, hins óháða saksóknara, til Bandaríkjaþings. Nefnir hann því til sönnunar 11 atriði, sem hann telur nægja til að höfðað sé mál á hendur Clinton með það fyrir augum að svipta hann embætti. David Kendall, lögfræðingur Clintons, fordæmdi í gær skýrslu Starrs, sem hann sagði vera til þess ætlaða að niðurlægja forsetann og eyðileggja hann pólitískt. Hún væri persónuleg árás Starrs en enginn grundvöllur málshöfðunar. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings ræddi um það í tvo tíma í gær hvern- ig farið skyldi með skýrsluna, sem er upp á 445 síður, hvort hún yrði að- eins fyrir þingið eða birt opinber- lega. Að umi-æðunni lokinni var sam- þykkt með 363 atkvæðum gegn 63 að birta hana almenningi. Níu sátu hjá. Vakti það athygli, að aðeins 63 demókratar og flokks- menn forsetans skyldu vera andvígir birting- unni. Hins vegar gagn- rýndu margir demókratar það í um- ræðunum að forsetan- um skyldi ekki hafa verið gefið tækifæri til að kynna sér og svara ásökunum Starrs áður en skýrslan væri gerð opinber. Að því búnu voru inn- sigli á kössunum með skýrslunni rofin og dómsmálanefnd þings- ins og lögfræðingum forsetans afhent eintök og síðan þingmönnum. Einn af þeim fyrstu sem fékk afhent eintak var Henry Hyde, formaður dómsmálanefndar fulltrúadeildar- innar. „Þetta er upphaf langrar göngu upp bratt fjall. Ekkert okkar hlakkar til hennar,“ sagði Hyde er hann tók við skýrslunni. Var skýrsl- an einnig skönnuð inn á netið. Gífurleg örtröð var á netinu vegna skýrslunnar og hafði verið búist við, að það hryndi eins og sagt er en það gerðist ekki. Flestir áttu þó erfitt með að komast inn á þing- slóðina en hins vegar gekk miklu betur að nálgast skýrsluna á heima- síðum ýmissa fjölmiðla og frétta- stofnana. Hjá CNN-fréttasjónvarp- inu voru heimsóknirnar flestar 340.000 á mínútu. í skýrslunni segir Starr, að Clint- on hafi logið eiðsvarinn í einkamáli Paulu Jones gegn forsetanum, logið fyrir rétti og reynt að hafa áhrif á vitni, sem flett gat ofan af röngum framburði hans. Þá hefði hann reynt að hindra framgang rétt- vísinnar með þvi að hvetja vitni til að gefa rangan vitnisburð og logið að hugsanlegum vitnum í þeirri trú, að þau myndu endurtaka lygarnar. Sæðisleifar á kjól í skýrslunni er upp- lýst, að fundist hefðu á kjól Monicu Lewinsky sæðisleifar, sem reynst hefðu vera úr Clinton við DNA-rannsókn. Rakin eru mörg dæmi um kynferðislegt samband þeirra ClinL ons og Lewinsky eins og hún segir frá þeim. Þar var meðal annars um að ræða munnmök og kynferðislegt þukl en í skýrslunni er alls lýst 10 fundum þeirra. Þá kemur fram, að Lewinsky hafi trúað 11 manns fyrir sögu sinni um samskiptin við Clinton áður en rannsóknin hófst. I skýrslunni er einnig greint frá því að Lewinsky hafi orðið ástfangin af forsetanum þegar leið á samband þeirra og að hún hafi jafnvel staðið í þeirri trú að hann myndi hugsanlega giftast sér síðar meir. „Þetta er persónuleg árás, ekki Clinton baðst afsökunar á fundi með trúarleið- togum í gær. Reuters grundvöllur málshöfðunar," sagði Kendall, lögfræðingur Clintons, í gær. Sagði hann, að klúrar útlistanir í skýrslunni væru settar fram í þeim tilgangi fyrst og fremst að niður- lægja forsetann og gera honum ólíft í embætti og kannski vegna þess, að þar kæmi ekkert fram, sem nægði til að höfða mál á hendur Clinton á þeim grundvelli, að hann hefði brotið af sér sem forseti. I yfirlýsingu frá lögmönnum Hvita hússins er tekið í sama streng og sagt, að þótt forsetinn hafi viður- kennt óviðeigandi samband við Lewinsky, hafi hann ekki gerst sek- ur um meinsæri eða annað, sem rétt- lætti, að þingið beitti sér fyrir emb- ættissviptingu. Clinton, sem hefur stöðugt verið að biðjast afsökunar á framhjáhaldi sínu síðustu dagana, var með árlegan bænamorgunverð í gær að viðstödd- um 106 fulltrúum ýmissa trúfélaga. Er haft eftir þeim, að- þar hafi hann verið eins og auðmjúkur og iðrunar- fullur syndari. Hafi hann beðið um guðs hjálp og hafi þá margir við- staddra komist við. Bað Lewinsky afsökunar I ræðu sem var sjónvarpað bað forsetinn alla fvrh'gefningar á mál- inu, þar á meðal Monicu Lewinsky og fjölskyldu hennar. Við þingumræðuna í gær lögðu margir áherslu á, að menn héldu sig við það, sem máli skipti í skýrslunni, en létu ekki almenningsálitið eða hugsanlegan, pólitískan ávinning hafa áhrif á sig. Almenningsálitið getur þó ráðið miklu um framhaldið en hingað til hefur það verið Clinton hliðhollt þrátt fyrir allt. Fyrir nokkrum dögum kom fram, að 76% Bandaríkjamanna vilja, að Clinton verði áfram í embætti og 57% kváð- ust mundu kunna þinginu litlar þakkir fyrir samþykkti það málssókn á hendur honum. Almenningsálitið getur þó breyst á skömmum tíma. Margir þingmenn sögðust vilja nota helgina til að kynna sér efni skýrslunnar ítarlega áður en þeir tækju afstöðu til hennar en sumir lýstu þó yfir áhyggjum vegna efnis hennar. „Ef þær staðreyndir sem settar eru fram í skýrslunni reynast réttar væri það mikið áfall,“ sagði demókratinn Charles Canady er sit- ur í dómsmálanefndinni. Annar nefndarmaður, repúblikaninn Asa Hutchinson, sagði að sér væri „per- sónulega misboðið“ og að hann væri sár vegna þess framferðis er lýst væri í skýrslunni. „Forsetinn hefur brugðist trúnaði eiginkonu sinnar. Hann hefur ekki brugðist trúnaði þjóðarinnar né stjórnarskránni,“ sagði enn einn fulltrúi í dómsmála- nefndinni, demókratinn Robert Wexler. Flokksbróðir hans Charles Rangel sagði að svo virtist sem að sumir þingmenn vildu að annar sið- ferðisstuðull gilti um forsetann en þá sjálfa. ■ Nefnir ellefu/34 Dúman samþykkti Prímakov sem forsætisráðherra og stjórnarkreppunni 1 Rússlandi lokið Ahyggjur af efnahags- stefnu stjórnarinnar Moskvu. Reuters. DÚMAN, neðri deild rússneska þingsins, samþykkti í gær Jeregení Prímakov sem forsætisráðherra landsins. Hefur Borís Jeltsín, for- seti Rússlands, undm-itað tilskipan um, að kommúnistinn Júrí Masljúkov verði fyrsti aðstoðarfor- sætisráðherra og endurskipað ýmsa aðra, til dæmis þá, sem gegndu embættum varnar- og innanríkis- ráðheira. Prímakov sagði í gær, að núverandi fyrsti aðstoðarforsætis- ráðherra, ígor ívanov, yrði utanrík- isráðheiTa og Dúman samþykkti einnig, að Víktor Gerahstjenko yrði seðlabankastjóri en hann gegndi því starfí á sovéttímanum. Prímakov var samþykktur með 317 atkvæðum gegn 17 og 15 þing- menn sátu hjá. Studdu hann allir flokkar nema Frjálslyndi lýðræðis- flokkurinn, flokkur hins öfgafulla þjóðernissinna Vladímírs Zhírín- ovskís. Prímakov sagði á þingi í gær, áð- ur en til atkvæðagreiðslunnar kom, að hann þyrfti að fá vinnufrið í hálft ár og helst í eitt ár og gerði síðan grein fyrir helstu stefnumálum stjórnarinnar. Sagði hann, að auka ætti sjálfstæði sjálfstjórnarlýðveld- anna en reyndi eitthvert þeirra að segja skilið við rússneska sam- bandslýðveldið yrði tekið á því af hörku. Prímakov sagði, að haldið yrði áfram með umbætur í efnahags- málunum en Rússar yrði fyrst og fremst að reiða sig á eigin dugnað en ekki á erlent lánsfé þótt það gæti komið að góðum notum. Lagði hann áherslu á, að utanríkisstefnan yrði að vera sjálfri sér samkvæm og lýðræðisleg með hagsmuni ríkisins fyrir augum. Forðast yrði ái-ekstra við önnur ríki og nýtt kalt stríð. Á Vesturlöndum og víðast hvai- um heim hefur því verið fagnað, að stjórnarkreppunni í Rússlandi skuli lokið og margir binda vonir við, að Prímakov takist að koma á meiri stöðugleika í landinu. Margir hafa þó nokkurn vara á sér vegna auk- inna áhrifa kommúnista í lands- stjórninni. Kommúnistinn Masljúk- ov, sem verður fyrsti aðstoðarfor- sætisráðheiTa, var á sovéttímanum yfirmaður Gosplan, áætlunarstofn- unar ríkisins, og Gerahtsjenko seðlabankastjóri. Hvatti hann Dúmuna í gær til að afnema lög, sem bönnuðu seðlabankanum að fjánnagna fjárlögin. Prímakov hefur nefnt New Deal- stefnu Franklins Roosevelts Bandaríkjaforseta sem fyrirmynd sína í efnahagsmálunum og gæti það þýtt, að reynt yrði að koma efnahagslífinu af stað með aukinni seðlaprentun. Efnahagssérfræðing- ar á Vesturlöndum segja, að það gæti gengið í stuttan tíma en myndi fljótlega enda með ósköpum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.