Morgunblaðið - 12.09.1998, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
STOFNUN Vilhjálms Stefánsson-
ar tekur tii starfa í dag á Akur-
eyri og mun Evelyn Stefansson
Nef, sem var eiginkona Vilhjáims
í meira en tvo áratugi, fljTja
ávarp við athöfnina. Hún segist
vona að stofnunin muni sinna
takmarki sem Vilhjálmur hafí
stefnt að og þar verði miðstöð
heimskautafræða í heiminum.
„Þetta er því gamall draumur
sem er að rætast á Akureyri, í
landi forfeðra hans. Mér finnst
þetta rómantískt og hrífandi."
Evelyn ræddi um gildi könnun-
arleiðangra og rannsókna og
vitnaði í ljóð eftir T.S. Eliot, en
hún þekkti skáldið. Þar segir að
við lok hverrar könnunarferðar
staðnæmist fólk á upphafsstaðn-
um og kynnist honum í fyrsta
sinn.
Verið er að vinna að marg-
miðlunarverkefni um ævi og
störf Vilhjálms, sem nýja stofn-
unin og Mannfræði-
stofnun Háskóla fs-
lands taka þátt í
með bandarískum
aðilum. Margs kon-
ar efni verður gefið
út á geisladiski er
koma á út árið 2000
og hugsanlegt að
það verði gert að-
gengilegt á vefnum.
Þrír ungir mann-
fræðingar, Kristín
Erla Harðardóttir,
Ásdís Jónsdóttir og
Baldur A. Sigur-
vinsson, vinna nú að
því í Þjóðarbókhlöð-
unni að rannsaka
dagbækur Vilhjálms
úr leiðöngrum hans
árin 1906-1918 og
nota þeir örfílmur
af bókunum, sem
geymdar eru í Dart-
mouth-háskóla, við
lestur, innslátt og
skönnun. Gísli Páls-
son prófessor hefur
umsjón með verk-
inu.^
„Eg er himinlif-
andi yfir því að
þessi stofnun skyldi
verða að veruleika,"
segir Evelyn. „Vil-
hjálmur reyndi
sjálfur að koma á
fót slíkri heimskautastofnun,
hann átti frábært bókasafn um
þessi fræði og var með fjölda
starfsmanna, þ.á m. vísindamenn
og þýðendur. Kalda stríðið og
Mccarthyisminn í Bandaríkjun-
um gerðu út af við þá hugmynd.
Ekkert varð úr samningu al-
fræðiorðabókar um heimskauta-
svæðin, sem við unnum að, flot-
inn hætti við að kaupa hana
vegna ásakana í garð Vilhjálms
upp úr 1950 um að hann væri
vinur Sovétríkjanna."
Hún er spurð hver hún voni að
verði afraksturinn af starfi stofn-
unarinnar á Akureyri. „Ég vona
Gamall
draumur sem
er að rætast“
Stofnun Vilhjálms Stefánssonar verður
hleypt af stokkunum í dag á Akureyri.
Kristján Jónsson ræddi við Evelyn
Stefansson Nef sem er hér á landi í
tilefni athafnarinnar.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
EVELYN Stefansson Nef við liúðkeip sem Grænlendingar gáfu í tilefni af 50 ára afmæli islenska
lýðveldisins og varðveittur er f kjallara Þjóðarbókhlöðunnar. Frá vinstri eru Evelyn, Ásdís Jóns-
dóttir, Baldur A. Sigurvinsson, Kristín Erla Harðardóttir og Gísli Pálsson.
að þarna verði miðstöð þar sem
safnað verði upplýsingum frá vís-
indamönnum og unnið úr þeim,
miðstöð sem verði í stöðugum
tengslum við alla sem stunda
rannsóknir á sviði heimskauta-
fræða eða fræðastörf sem skipta
þau máli. Allir sem vilja fylgjast
með þróun í heimskautafræðum
munu þá vita hvert þeir eiga að
Ieita.“
Eins og hálfgerðir
skemmtikraftar
Evelyn hefur komið hingað
nokkrum sinnum, fyrst með Vil-
hjálmi 1949. „Ferðin var yndis-
leg, við fórum víða um landið og
heimsóttum ættingja Vilhjálms
fyrir norðan. Hann talaði í út-
varp og allir sögðu að íslenskan
hans væri ótrúlega góð en mjög
gamaldags, 50 árum á eftir tím-
anum!“
Vilhjálmur lést árið 1962.
Evelyn er nú 85 ára að aldri og
mjög ern. Hún var 34 árum yngri
en Vilhjálmur, aðeins 27 ára þeg-
ar þau gengu í hjónaband og
hann þá fyrir löngu orðinn víð-
frægur vísindamaður og eitil-
harður piparsveinn að flestra
áliti. Hún segir að aldursmunur-
inn hafi ekki skipt þau máli.
„Hann var svo spennandi mað-
ur, í rauninni eins konar snilling-
ur, hann var kennari minn og
eiginmaður. Ég átti einstaklega
góð ár ineð honum og tókst að
verða honum gagnleg í fræða-
störfunum, varð dálítill heim-
skautafræðingur sjálf. Hann gat
haldið áfram að flytja fyrirlestra,
sem hann gerði af mikilli leikni,
alveg fram á siðustu árin, eftir
að minnið var farið að bregðast.
Þá kallaði hann einfaldlega til
mín og spurði „Evelyn, hvaða ár
var það aftur?“ og ég svaraði úr
salnum, enda sæmilega minnis-
góð. Síðan hélt hann áfram. Við
vorum eins og hálfgerðir
skemmtikraftar í gamanþætti,
ekkert of virðuleg, og mér fannst
mjög gaman að þessum fyrir-
lestraferðum."
Bókasafn á flakk
Hún segir Vilhjálm hafa verið
afreksmann á
mörgum sviðum vís-
inda, mannfræði,
fornleifafræði, mál-
vísinda, landafræði,
einnig í kennslu og
ritstörfum. Bóka-
safn hans, alls um
25.000 bindi og lík-
lega nær 30.000
bæklingar, hafí ver-
ið hið fullkomnasta
í Bandaríkjunum á
sviði heimskauta-
rannsókna.
Bókasafnið lenti í
nokkurri óreiðu í
Dartmouth-háskóla
og meðal annars
vantar nú alla bæk-
lingana, þeir dreifð-
ust vfðaum Banda-
ríkin. „Ég þurfti að
fá upplýsingar í
safninu þegar ég
ritaði ævisögu mína
og þá komst ég að
raun um að ekki
voru nema 2.500
bækur eftir á staðn-
um. Þetta voru mik-
il vonbrigði og bit-
urt fyrir mig, allt
sem við höfðum af-
lögu fór í að byggja
upp þetta safn.
Nokkuð bætir úr
skák að gerð var
nákvæm skrá um allt bókasafnið
og einnig um bréfasafn Vil-
hjálms, hann skrifaðist á við fólk
um allan heim, þekkti alla. Hand-
ritin að bréfunum eru öll varð-
veitt.“
Tvær af bókum Evelyn og fá-
einar af bókum Vilhjálms hafa
verið þýddar á íslensku en alls
ritaði hann 27 bækur. Hún segist
myndu fagna því ef rit hans yrðu
öll þýdd á íslensku. „Islendingar
virðast vera mjög hrifnir af hon-
um, hann er hálfgerð helja í
þeirra augum og því væri gaman
að sjá fleiri rit eftir hann á móð-
urmáli hans, íslensku."
Áskrif-
endaferð
Morgun-
blaðsins til
Minneapolis
ÁSKRIFENDUM Morgunblaðsins
er nú boðið upp á þá nýbreytni að
fara í ferð til Bandaríkjanna þar
sem starfsmenn ritstjórnarinnar
eru fararstjórar. Áskrifendur eiga
kost á ferð með Flugleiðum til
Minneapolis 30. október til 2. nóv-
ember fyrir 29.950 kr. á mann. Far-
arstjórar eru Guðbjörg R. Guð-
mundsdóttir og Einar Falur Ing-
ólfsson.
Einar Falur myndstjóri Morgun-
blaðsins var til skamms tíma bú-
settur í Bandaríkjunum og Guð-
björg, sem er sérfræðingur blaðsins
í neytendamálum, var við nám í Há-
skólanum í Minnesota í Minneapol-
is. Einnig verður Katrín Frímanns-
dóttir, sem er búsett í Minneapolis
og formaður íslendingafélagsins í
Minnesota, farþegum til halds og
trausts.
Gist er á Best Western Seville og
er innifalið í verðinu akstur til og
frá flugvelli og flugvallarskattur.
Boðið verður upp á skipulagðar
ferðir á söfn, í leikhús og á veitinga-
staði. Einnig verður boðið upp á
ferð í sérstaka verslunarmiðstöð
þar sem hægt er að fá fína merkja-
vöru á lágu verðL Þá verður farþeg-
um bent á ótal möguleika sem bjóð-
ast í borginni.
Kynningarfundur á Hótel
Loftleiðum í dag
Kynningarfundur verður haldinn
í dag á Hótel Loftleiðum kl. 14-16 í
Þingsal 4 þar sem verða fulltrúar
frá Flugleiðum sem veita allar nán-
ari upplýsingar. Á fundinum verða
einnig Einar Falur, Guðbjörg og
Katrín, sem er stödd hér á landi til
að veita farþegum upplýsingar. Sala
í ferðina hefst á kynningunni í dag
kl. 14. Allar upplýsingar um ferðina
eru á vef Morgunblaðsins, mbl.is.
--------------------
Tækjum stolið
úr íbúð
BROTIST var inn í íbúð við Skúla-
götu í Reykjavík í fyrrinótt og stolið
þaðan sjönvarps- og myndbands-
tækjum. Fannst þýfið fljótlega í bíl
og var maður handtekinn í gær í
tengslum við málið.
Við rannsóknina kom ýmislegt
fleira á daginn og var gerð leit í húsi
í Þingholtunum. Fundust þar ýmsir
hlutir sem taldir eru vera þýfi úr
öðrum innbrotum. Var annar maður
handtekinn vegna þessa en báðir
mennirnir hafa áður komið við sögu
hjá lögreglunni.
Laugavegi 18 • Sími 515 2500 • Síðumúla 7 • Sfmi 510 2500
r
ÍSLENSKIR
■ > i-
T/»»l • Mlf
Kjorin gjor
til vina erlendis
Hér er fjallað um þær 23 tegundir hvala
sem sést hafa við Islandsstrendur og helstu
einkennum þeirra lýst í máli og myndum.
Glæsilega myndskreytt og litprentuð.
FORLAGIÐ
Forsljdri Þjóðhagsstofnunar um aukinn viðskiptahalla
Draga þarf úr eftirspurn
DRAGA þarf úr heildareftirspurn í
landinu bæði hjá hinu opinbera og
einstaklingum til að leiðrétta þann
mikla viðskiptahalla sem þjóðarbú-
ið stefnir í á árinu að mati Friðriks
Más Baldurssonar, forstjóra Þjóð-
hagsstofnunar. Samkvæmt bráða-
birgðauppgjöri Seðlabanka Islands
varð 24 milljarða króna halli á við-
skiptum við útlönd á fyrstu sex
mánuðum ársins sem er álíka mikill
halli og Þjóðhagsstofnun spáði fyrir
árið í heild.
Friðrik Már segir ljóst að við-
skiptahalli við útlönd verði talsvert
meiri en gert var ráð fyrir í upphafi
árs sem megi aðallega rekja til mik-
illar einkaneyslu og aukins inn-
flutnings á fjárfestingavörum.
Hann telur ekki þörf á neinum
neyðaraðgerðum til að leiðrétta
ástandið enda efnahagskerfið hér
stöðugt og framtíðarhorfur góðar.
„Viðskiptahallinn er engu að síð-
ur of mikill til að teljast viðunandi í
því árferði sem hér ríkir. Eftir-
spurnin hefur aukist meira en góðu
hófi gegnir og við því þarf að bregð-
ast með því að draga úr þenslunni.
Lausnin liggur ekki í einhverjum
skammtímaaðgerðum að okkar
mati því aðstæður hér eru með
miklum ágætum og ekki útlit fyrir
annað en óbreytt ástand í nánustu
framtíð. Það þarf að fara aftur til
ársins 1982 til að finna meiri við-
skiptahalla en nú stefnir í. Þá gerð-
ist það að útflutningur dróst mikið
saman og forsendur fyrir neyslu-
stiginu brustu,“ segir Friðrik Már.
„Nú er allt annað uppi á teningnum
og ekkert í grunnforsendum efna-
hagslífsins sem bendir til að málin
snúist á verri veg. Viðskiptahallinn
ber þess þó glögglega merki að
þjóðhagslegur sparnaður er ekki
nógu mikill og hann þarf að aukast,
því þrátt fyrir ágætan árangur í
ríkisbúskapnum undanfarin ár þarf
að efla aðhald í opinberum rekstri
enn frekar til að mæta aukinni
einkaneyslu.“
Friðrik segir að menn hafi talið
eðlilegt, miðað við gefnar forsend-
ur, að sparnaðurinn þurfi að nema
a.m.k. 15 milljörðum króna á ári til
að stemma stigu við þenslunni,
sem myndi dreifast á ríki, sveitar-
félög og einstaklinga: „Ég held að
þessi nálgun fari nokkuð nærri
lagi og myndi skila okkur langleið-
ina að auknu jafnvægi," segir Frið-
rik.