Morgunblaðið - 12.09.1998, Síða 10

Morgunblaðið - 12.09.1998, Síða 10
10 LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stefnt að því að setja sendi í Keikó ATHYGLI beinist nú að Rannsóknasetri Háskóla íslands í Vestmannaeyjum vegna flutnings háhym- ingsins Keikós hingað. Stefnt er á samstarfsverkefni með Free Willy Keikó-stofnuninni og kvaðst Þor- steinn I. Sigfússon, formaður sam- starfsnefndar Háskóla íslands og Vestmannaeyja, í gær bjartsýnn á framhaldið, sem meðal annars sner- ist um að setja sendi í Keikó, sem myndi gera kleift að fylgj- ast með öllum hans hreyf- ingum. Fyrsti dagnr eftir Keikó Þorsteinn talaði í gær um fyrsta dag eftir Keikó og sagði að erfíð og spennandi verkefni væru framundan. „í dag, daginn eftii' Keikó, erum við að ræða við kennslufræðistofnanir víða um heim, sem eru hér hjá okkur, um miðlun upplýs- inga og hvers kyns sam- vinnu,“ sagði hann. Hann sagði að þar á með- al væri Cousteau-stofnunin, sem Jean Michel Cousteau, sonur Jacques Cousteaus, veitir forstöðu, netþátturinn í starfsemi Discoveiy-sjón- varpsstöðvarinnar og Class- room Connect, sem væri bandarískt kennsluverkefni. Líst vel á Delfí-verkefnið „Öllum þessum aðilum hugnast mjög vel þessi hugsun okkar í Delfí-verk- efninu,“ sagði Þorsteinn. „Við þurfum að vinna í því núna á næstu vikum og mánuðum að nýta það lag, sem nú er til að taka meiri þátt í þessari vinnu.“ Hann sagði að það sem nú væri mest spennandi í framtíð setursins væri sam- starf við fyrirtækið Stjömuodda, sem hefði ver- ið að merkja fisk fyrir Haf- rannsóknastofnun. „Við sjáum fyrir okkur samstarf . Stjörnuodda og Rannsóknasetursins um það að koma á verkefni þar sem Stjörnuoddi framleiðir skynjara, sem virka ekki ósvipað og GSM-símar að því leyti að þeir geta hvenær sem þeir komast í tæri við loftnet sent frá sér boð um hvers konar mæl- ingar, sem þeir hafa gert,“ sagði Þorsteinn. „Einnig munu þeir geta tekið við skipunum frá loftnet- inu um að gera ákveðnar mælingar. Þróun þessa tækis gæti kostað tugi milljóna króna.“ Hann sagði að nú væru að koma út úr einu nemendaverkefninu upplýs- ingar um það hvernig lundinn kafaði, til dæmis að hann gæti farið niður á allt að 60 metra dýpi. Þróa skynjara „Með þessum tækjum Stjömu- odda getum við fylgst með.dýptinni, seltunni, hitanum og tíðni kafana,“ sagði hann. „Draumur okkar er að þróa þetta tæki í samvinnu við Stjömuodda sem yrði hinn raun- verulegi skynjari, sem settur yrði á dýr. Þetta er mjög metnaðarfullt verkefni, sem Stjörnuoddi átti frum- kvæði að og á ekki sinn líka í heimin- um í dag.“ Þorsteinn sagði að öllum viðmæl- endum sínum hefði hugnast þessi sýn mjög vel. Sýn var einmitt orðið sem Bob Ratliffe, aðstoðarforstjóri Keikó- stofnunarinnar, notaði á blaða- Rannsóknasetrið í Eyjum starfar með Free Willy Keiko-stofnuninni að rannsókn- um, sem tengjast komu Keikós til Eyja. Karl Blöndal ræddi við Þorstein Sigfússon, -------------------------------------?---- formann samstarfsnefndar Háskóla Is- lands og Vestmannaeyja um starfsemina. Þorsteinn sagði að hið svokallaða Jason-verkefni, sem Rannsóknasetr- ið tók þátt í með framlagi um lund- ann, hefði greinilega verið þekkt meðal fulltrúa Keikó-stofnunarinnar. „Þegar þeir komu hingað í júní í sumar, sem var fyrsta skiptið sem ég kom að þessu, var þetta kynnt fyrir þeim,“ sagði hann. „Við lögðum áherslu á að koma Keikós til íslands yrði tækifæri fyrir okkur til að bæta við kafla hér. Hann gæti aldrei orðið aðalatriði í okkar starfl en myndi passa inn í sýn okk- ar. Við höfum frekar eflt þá sýn að undanförnu með því að skilgreina það, sem við höfum kallað Delfí-verkefn- ið. Það snýst um að nota Eyjar sem umhverfis- skynjara í samráði og sam- vinnu við ungt fólk á Islandi og hugsanlega víðar um heiminn.“ Þorsteinn sagði að Rann- sóknasetrið reyndi ekki að fara yfir . á __ svið annarra stofnana á Islandi, heldur marka sér sérstöðu og nýta hana. Ekki væri reynt að flækjast fyrir öðrum eða ryðja öðrum úr sessi, held- ur leggja áherslu á sérstöð- una. Hann kvaðst oft vera spurður hvort í Rannsókna- setrinu væri tekin afstaða til hvalveiða. Morgunblaðið/Ásdís ÞORSTEINN I. Sigfússon, formaður samstarfsnefndar Háskóla íslands og Vestmannaeyja. KEIKÓ unir sér vel í Klettsvík og tók skælbrosandi og kátur á móti gestum í gær. mannafundi á fimmtudag. Sagði hann að sýn Þorsteins hefði skipt sköpum þegar ákveðið var að koma með Keikó til Vestmannaeyja. Þorsteinn sagði að þessi orð hefðu glatt sig mjög og ljóst væri að Keikó- stofnuninni litist vel á að gera rann- sóknir á háhymingnum hluta af þessari skynjun umhverfísins. Stefnt væri að því að setja skynjara á Keikó. Starfið í Rannsóknasetrinu hófst árið 1994. Þá var stofnuð samstarfs- nefnd HÍ og Vestmannaeyja. Að henni komu menn úr Háskólanum og bænum og atvinnulífi í Vestmanna- eyjum. Samband milli rannsókna og samfélags „Við settum strax stefnuna á það að setrið yrði samskiptaflötur milli samfélagsins í Eyjum og rannsókna með áherslu á Háskólann, en ég hef jafnframt beitt mér fyrir því að við leggjum áherslu á ungt fólk og rann- sóknir með umhverfísmál og nátt- úrufræði að leiðarljósi. Við gerðum okkur grein fyrh' því að starfsemin hérna yrði ekki háskóli í sömu merk- ingu og Háskólinn á Akureyri, held- ur yrði þetta útstöð notuð fyrir ákveðin verkefni.“ Hann sagði að þessi áhersla á unga fólkið hefði verið aðalsmerki starfseminnar í Eyjum og uppsker- an hefði verið töluverð. 1996 hefði hópur unglinga frá framhaldsskólan- um í Vestmannaeyjum, sem Páll Marvin, forstöðumaður Rannsókna- setursins, hefði stýrt í rannsóknum á loðnu og lífsmynstri hennar, unnið þriðju verðlaun í Evrópusamkeppni ungra vísindamanna í Newcastle á Englandi, en Vestmannaeyjaverk- efnið hefði áður borið sigur úr býtum í keppninni Hugvísi, sem styrkt er af Evrópusambandinu til að örva þátt- töku ungs fólks í rannsóknum og þróun. Árangur starfs með ungu fólki í vor hefði síðan hópur úr Eyjum, sem rannsakaði líffræði lundans og lífsmynstur, einnig unnið Hug- vísiskeppnina og hann væri á leið til Portúgals í haust í Evrópukeppni ungra vísindamanna. Utan við umræðu um hvalavernd „Mín afstaða er sú að koma Keikós þurfi ekki að hafa áhrif á sjálfbæra þró- un þessarar auðlindar," sagði Þorsteinn. „Mikil- vægast er að gæta jafnvæg- is í náttúrunni. Ég ætla ekki að blanda mér í tilfinn- ingasemina í sambandi við Keikó. Það fólk á allt gott skilið og engin afstaða er til þess tekin. Menn hafa vilj- að fara með starfsemina hér í þá átt að skoða víxl- verkun mannsins við nátt- úruna og hvar er betri stað- ur til þess en í Eyjum, þar sem við uppskerum frá náttúrunni, en viljum gjarnan gera það í sjálf- bærri þróun. Við erum ekki að halda fram einhverri vemdarstefnu, heldur fyi'st og fremst að hugsa um að gera vel og í raun má segja að við viljum standa utan við umræðuna um hvala- vemd, þótt flest höfum við afstöðu í málinu." Delfí umhverfísins í Eyjum Þorsteinn kvaðst telja að koma Keikós gæfi tækifæri til að efla þekkingarferðamennsku í Vest- mannaeyjum og á íslandi. Hafa þyrfti samráð við hvalaskoðunarfyr- irtæki á landsvísu og einnig væri tækifæri til þess í gegnum netið að kynna þetta fyrir umheiminum og gefa honum kost á að taka þátt í um- ræðunni með rannsóknum ungs fólks. Einnig mætti gera ráð fyrir að tekjur úr alþjóðlegum samstarfs- verkefnum myndu aukast og vildu margir til dæmis kaupa tengingu við net Rannsóknasetursins. Að sögn Þorsteins var ákveðið að velja verkefninu nafnið Delfí vegna þess að það væri alþjóðlegt orð og hann sæi fyrir sér að í Eyjum yrði nokkurs konar umhverfisskynjari þar sem áhersla væri lögð á sam- skipti manns og náttúru. Véfréttin í Delfí væri þekkt úr menningarsög- unni. í Eyjum yrði Delfí umhverfís- ins. Kostnaður bæjarins rúmar 9 milijónir ÓENDURKRÆFUR kostn- aður Vestmannaeyjabæjar og hafnarsjóðs vegna komu hvalsins Keikós eru rúmlega 9 milljónir króna. Tekjur bæjarsjóðs eru áætlað- ar um 763 milljónir króna á árinu en þegar fastur rekstr- arkostnaður hefur verið frá- dreginn eru eftir um 123 millj- ónir króna. Kostnaður vegna Keikós skiptist þannig að bæjarsjóður lagði til fimm milljónir króna til félagsins Keiks sem stóð að móttöku hvalsins fyrir hönd bæjarins. Kostnaður vegna viðgerðar á flugbrautinni eftir æfingalendingu C-17 vélarinn- ar fyrir rúmri viku er áætlað- ur 2-300 þúsund krónur. Kostnaður hafnarsjóðs vegna dýpkunar Klettsvíkur nemur fjórum milljónum króna. Guðjón Hjörleifsson, bæjar- stjóri í Vestmannaeyjum, seg- ist vonast til þess að tekjur bæjarins af ferðamönnum muni aukast í kjölfar komu Keikós, meðal annars telur hann líklegt að komum skemmtiferðaskipa muni fjölga. „Við horfum á þetta í víðu samhengi. Útsendingar fjölmiðla frá komu Keikós þýða að Vestmanneyjar era komnar vel á kortið. Við von- umst til þess að umferð ferða- manna muni aukast og að ferðamannatímabilið muni lengjast." Bent hefur verið á að það muni draga úr áhuga ferða- manna að ekki sé hægt að komast nálægt hvalnum og skoða hann. „Stjórnendur Free Willy-Keiko Foundation segir að fólk muni engu að síð- ur koma og dvelja í 2-3 daga til þess að vera í nánd við Keikó,“ segir Guðjón. Hann segir að koma Keikós muni einnig styrkja rannsókn- arstarfsemi í bænum, meðal annars í samstaifí við Free Willy-Keiko Foundation en einnig aðra aðila. Hann segir að verið sé að kanna ýmsa möguleika í þeim efnum. Islandsflug Kanna möguleika á skaðabóta- kröfum SIGFÚS Bjarni Sigfússon, markaðsstjóri íslandsflugs, segir að félagið muni kanna möguleika á að fara fram á skaðabætur vegna þess tjóns sem lokun Vestmannaeyja- flugvallar hefur valdið. Tvö leiguflug sem fara átti á mið- vikudag féllu niður og einnig eitt sem fara átti í gær. Sigfús segir að íslandsflug hafi orðið af um hálfrar millj- óna króna tekjum vegna leiguflugsins og er þá ótalið tjón vegna áætlunaifíugs sem féll niður og erfiðara er að reikna. Hann bendir þó á að föstudagur sé ávallt mikill ferðadagur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.