Morgunblaðið - 12.09.1998, Síða 18

Morgunblaðið - 12.09.1998, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1998 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Aukin starfsemi á fyrri helmingi ársins hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar 56 milljóna hagnaður SPARISJÓÐUR Hafnarfjarðar skilaði liðlega 56 milljóna króna hagnaði á fyi'ri helmingi ársins, á móti liðlega 47 milljóna króna hagn- aði á sama tíma í fyrra. Stjórnendur sjóðsins stefna að 20-22% aukningu heildarlána á árinu. Hagnaður sparisjóðsins fyrir skatta var tæplega 88 milljónir kr. fyrstu sex mánuði ársins samanbor- ið við tæpar 83 milljónir á sama tíma á síðasta ári. Á þessu tímabili hefur arðsemi eigin fjár verið 8,3% á ári en var 7,8% á síðasta ári. Þór Gunnarsson sparisjóðsstjóri segist geta verið ánægður með þessa nið- urstöðu, miðað við aðstæður, en vildi gera enn betur. Segir hann markmiðið að ná 11-12% ávöxtun eigin fjár en það náist ekki á þessu ári. Breytingar og nýjungar Talsverðar breytingar hafa átt sér stað í rekstri Sparisjóðs Hafnar- fjarðar á síðustu mánuðum. Skipu- lagi var breytt, meðal annars með starfrækslu sérstakrar viðskipta- stofu. Opnuð fjármálaþjónusta í Fjarðarkaupi, sú fyrsta í stórmark- aði á íslandi. Þá hafa verið tekin í notkun fullkomnari afgreiðslu- og upplýsingakerfí. Þór segir að þess- ar breytingar skili tilætluðum ár- angri. Hann segir að ný þjónusta kosti aukið mannahald og það komi fram í hækkun launakostnaðar en tekjurnar skili sér á lengri tíma. Mikið hefur verið að gera í af- greiðslunni í Fjarðarkaupi og segir sparisjóðsstjórinn að hún hafi þegar sannað sig, ekki síst sem söluskrif- stofa og kynning á starfsemi spari- sjóðsins. Hins vegar sé húsplássið lítið og litlir möguleikar til stækk- unar. Framlag í afskriftarreikning eykst á milli tímabila úr rúmum 27 milljónum kr. í rúmar 42. Þór Gunn- arsson segir að aukningin sé mest vegna almennra framlaga á reikn- inginn vegna aukinna útlána. Von- ast hann til að minna þurfí að leggja til hliðar á síðari hluta ársins. Sparisjóður Hafnarfjarðar hefur verið rekinn með liðlega 100 millj- óna króna hagnaði undanfarin ár. Þór segir að horfur séu á svipaðri afkomu eða jafnvel betri. Vaxandi og hörð samkeppni á markaðnum og sveiflur í vaxtamun geti þó sett strik í reikninginn. Sparisjóður Hafn Úr árshlutauppgjöri arfjarðar 1. janúar til 30. júní v* Rekstrarreikningur 1998 1997 Breyting Vaxtatekjur Milljónir króna 595,9 488,1 +22% Vaxtagjöld 298,7 250,4 +19% Hreinar vaxtatekjur 297,2 237,7 +25% Aörar tekjur 117,1 113,2 +3% Hreinar rekstrartekjur 414,3 350,9 +18% Önnur gjöld 284,4 240,8 +18% Framlög í afskriftarreikning 42,2 27,4 +54% Skattar 31,6 35,4 ■11% Hagnaður tímabilsins 56,1 47,3 +19% Efnahagsreikningur 30/6'98 31/12'97 Breyting | Eignir: \ Milljónir króna Sjóður og kröfur á innlánsstofnanir 895 956 ■6% Útlán 8.844 7.937 +11% Markaðsverðbréf og eignarhl. í fél. 763 618 +23% Aðrar eignir 351 309 +14% Eignir samtals 10.853 9.820 +10% Skuldir og eigid fé: Skuldir við lánastofnanir 212 344 ■38% Innlán 5.758 5.243 +10% Lántaka 2.602 2.356 +10% Aðrar skuldir 152 149 +2% Reiknaðar skuldbindingar 426 399 +7% Víkjandi lán 300 0 Eigiðfé 1.403 1.329 +6% Skuldir og eigið fé samtals 10.853 9.820 +10% CBS, NBC og PBS fá flest Emmy- verðlaun New York. Reuters. CBS, NBC og PBS báru mest úr býtum þegar Emmy-verð- launin fyrir fréttir og heimilda- þætti voru veitt í 19. sinn. Hver stöð fékk 10 verðlaun. Þátturinn „Dateline NBC“ hlaut fem Emmy-verðlaun fyrir frétt, sem hann var fýrstur með. Discovery Channel hlaut fímm verðlaun, en ABC fem. CBS hlaut þrenn verðlaun fyrir þætti um Díönu prins- essu. Það dagskrárefni sem fékk flest verðlaun var PBS-þáttur- inn „The Living Edens“. Fyrir hann vora veitt fimm verðlaun. Aston Villa ekki í viðræðum London. Reuters. BREZKA knattspyi'nufélagið Aston Villa kveðst ekki eiga í viðræðum um fjárfestingu eða hugsanlega yfírtöku. Haft hafði verið eftir Mark Ansell fjármálastjóra í BBC að félagið hefði rætt við fjar- skiptafyrirtæki og samkomu- lag kynni að nást. Verð hlutabréfa í Aston Villa komst í 737,5 pens eftir frétt- ina. Bruce Galloway, forstjóri Arthur Treacher’s veitingahúsanna Miklir möguleikar fyrir fisk á skyndibitamarkaði Morgunblaðið/Halldór BRUCE Galloway, forstjóri Arthur Treacher’s. 20% lækk- un Islands- banka VERÐ hlutabréfa íslandsbanka hefur lækkað um nærri því 20% frá því gengi þeirra fór hæst um miðjan ágúst. Lokagengi hlutabréfa íslands- banka var 3,45 í gær, svipað og í fyrradag en þá lækkaði það um 2%. Fyrir mánuði seldust hlutabréfín á um 3,80 en gengi þeirra hækkaði um miðjan mánuðinn og fór upp i 4,30 hinn 14. ágúst. Síðan hefur það lækkað um 19,76%. Aukið framboð á hlutabréfum í bönkum I Morgunfréttum, fréttabréfí Við- skiptastofu íslandsbanka, segir að orsakir þessarar lækkunar séu væntanlega þær að væntingar um hagræðingu innan bankakerfisins með sameiningu Islandsbanka og Búnaðarbanka hafí verið komnar inn í verðið. Hins vegar megi vera að aukið framboð á hlutabréfum í bönkum valdi einhverri óvissu um gengi hlutabréfa íslandsbanka. LANDSSÍMINN hf. skilaði liðlega 1,7 milljarðs kr. hagnaði íýrir skatta á fyrri árshelrningi og tæplega 1,1 milljarði kr. §ftir að reiknaðir skatt- ar hafa verið dregnir frá. Þetta er fyrsta rekstrarár Landssímans hf„ eftir skiptingu Pósts og síma. „Við eram afar ánægðir með nið- urstöðuna," segir Guðmundur Björnsson, forstjóri Landssímans. Hann segir að afkoman sé örlítið betrí en áætlanir gerðu ráð fyrir. Það stafi aðallega af auknum tekj- um en einnig af því að gjöld hafi reynst minni en reiknað var með. Velta fyrirtækisins var 5,6 millj- arðar kr. á umræddu tímabili. Tekjur hafa aukist um 12% frá sama tímabili í fyrra en vegna sam- Árshlutauppgjör 1. jan.-30. júní 1998 LANDSSÍMINN Rekstrarreikningur 1998 Rekstrartekjur Milljónirkr. 5.621 Rekstrargjöld 2.964 Rekstrarhagnaður 2.657 Afskriftir 902 Fjármagnsgjöld 33 Reiknaðir skattar 632 Hagnaður tímabilsins 1.090 Efnahagsreikningur 1998 I Eianir: I Milljónir króna SO.júní Fastafjármunir 15.262 Veltufjármunir 6.047 Eignir samtals 21.309 ! Sku/dir og eigið té: \ Eigið fé 12.276 Skuldbindingar 155 Langtímaskuldir 5.047 Skammtímaskuldir 3.831 Skuldir og eigið fé alls 21.309 Sjóðstreymi 1998 Eiginfjárhlutfall 57% Veltufjárhlutfall 1,58 reksturs með póstþjónustu á síð- asta ári er ekki fyrir hendi ná- kvæmur samanburður á kostnaði. Guðmundur segir að aukning tekna komi fyrst og fremst af far- símakerfunum og þá einkanlega GSM-kerfínu sem gengið hafí bet- ur én nokkur þorði að vona. Veltufé frá rekstri nam 2.084 milljónum kr. Horfur era góðar fyrir árið í heild, að mati forstjóra Landssím- ans. Hann segir þó að varla sé hægt að búast við því að síðari hluti ársins verði jafn góður hinum fyrri. Tekjur hafi dregist saman vegna lækkunar á töxtum íýrir farsíma- þjónustu og símtöl til útlanda og frekari lækkun væntanleg. GÍFURLEGIR mögnleikar eru fyrir fiskafurðir á bandariskum skyndibitamarkaði eftir að Long John Silver fyrirtækið varð gjaldþrota fyrir nokkrum árum, en félagið hafði verið ráðandi á þeim markaði um árabil. Þetta er mat Bruce Galloway, forstjóra, stjórnarformanns og stærsta hluthafa í Arthur Treacher’s keðjunni en fyrirtækið er eins og fram hefur komið að stórum liluta í eigu íslenskra fjárfesta. Það hefur vakið athygli hversu miklar lækkanir hafa átt sér stað á bandarískum hlutabréfamark- aði á árinu, ekki síst á lista smærri félaga á Nasdaq, þar sem félagið var skráð í desember sl. Lítil viðskipti hafa verið með hlutabréf á iistanum og meðal- gengi bréfa fallið um 60-70%. Segir Iítið um raunvirði Bruce tekur undir það að hlutabréfamarkaðurinn hafi far- ið talsvert niðurávið en það hafi í raun afar lítið að segja um rekst- urinn sjálfan og raunvirði fyrir- tækisins: „Þrátt fyrir að gengi bréfa í Arthur Treaclier’s hafi lækkað mikið undanfarið, þá höf- um við áður séð slíkar sveiflur eiga sér stað og munum eflaust upplifa fleiri í framtíðinni. Stað- reyndin er hins vegar sú að fé- lagið hefur yfir að ráða vöru sem við teljum mikinn markað fyrir í Bandaríkjunum. Ef litið er á skyndibitamarkaðinn í heild sinni, þá má segja að þar ríki of- framboð en ef tekið er mið af einstökum vörutegunduin, þá kemur annað í ljós. Við sjáum nú t.a.m. offramboð á hamborgurum og salan á afurðinni er að drag- ast saman. Sama má segja um kjúklinga en hvað varðar fisk- rétti, þá er allt annað uppi á ten- ingnum. Eftir að Long John Sil- ver keðjan varð gjaldþrota, þá skapaðist ákveðið tómarúm fyrir fiskréttarkeðjur sem við teljum okkur geta fyllt með réttri mark- aðssetningu”. Leiðréttum verðið Bruce segir miklar breytingar hafa verið gerðar á sljórn félags- ins undanfama mánuði auk þess sem ákveðnar áherslubreytingar hafi átt sér stað í vöruúrvali og verðlagningu á fiskafurðum Tr- eacher’s: „Við gerðum okkur grein fyrir því að meðalverð fisk- réttanna hjá Arthur Treacher’s var talsvert hærra en almennt gerist á skyndibitamarkaðinum. Þetta eram við nú að lagfæra með nýjum og ódýrari réttum sem hefja á sölu á síðar í haust og gera okkur mun samkeppnishæfari". Félagið hefur nú um nokkurt skeið átt í samstarfi við Miami Subs keðjuna með þeim hætti að Treacher’s hefur gengið inn í rekstur Subs og reka félögin nú 15 staði sameiginlega sem bjóða upp á afurðir beggja. Bruce telur mikla möguleika felast í slíkri samvinnu „Co branding", sem liann álítur að muni aukast mikið á næstu árum: „Sem dæmi má nefna að það kostar okkur 100 þúsund dollara að opna nýjan Arthur Treacher’s veitingastað en einungis 40 þúsund dollara að ganga inn í rekstur hjá Miami Subs. Þetta er augsjáanlega mun hagkvæmari kostur auk þess sem neytendur eiga um fleiri rétti að velja á hverjum stað. Við hyggj- umst í framtíðinni ræða við fleiri aðila um slíkt samstarf, m.a. stóru hamborgarkeðjurnar”. Bruce segir engan vafa leika á um að markaðsmöguleikarnir séu fyrir hendi. Nú sé unnið að Iangtímauppbyggingu félagsins og því þýði lítið að velta fyrir sér einstökum sveiflum á hlutabréfa- mörkuðum: „Gangi áætlanir okk- ar upp, þá mun eftirspurn bréf- anna aukast og verðið liækka í kjölfarið. Við teljum allar for- sendur fyrir velgengni vera til staðar og þ.a.l. um mjög góðan fjárfestingarkost að ræða til lengri tíma Iitið“. Milljarðs kr. hagn- aður Landssímans

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.