Morgunblaðið - 12.09.1998, Síða 24

Morgunblaðið - 12.09.1998, Síða 24
24 LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Friðarumleitanir leiðtoga í sunnanverðri Afriku reynast árangurslausar Uppreisnin í Kongó ógnar valdajafnvægi í Afríku Friður virðist ekki í sjónmáli í stríðinu í Kongó eftir að viðræður fóru út um þúfur fyrr í vikunni. Þórunn Sveinbjarnardóttir fjallar um uppreisn tútsa gegn Laurent Kabila og valdabaráttu leiðtoganna í sunnan- verðri Afríku. ROBERT Mugabe, forseti Zimbabve, hafði forgöngu um að boða leiðtoga ríkja í sunnanverðri Afríku vil fundar í byrjun vikunnar til þess að ræða átökin í Lýðveld- inu Kongó. Fundurinn, sem hald- inn var í nágrenni hinna stórfeng- legu Viktoríufossa, fór út um þúf- ur, m.a. vegna þess að leiðtogar uppreisnarmanna fengu aldrei tækifæri til þess að ræða augliti til auglitis við Laurent Kabila, forseta Kongó. Frederick Chiluba, forseti Zambíu, bar skilaboð á milli deilenda og taldi sig hafa friðar- samkomulag í hendi að loknum fyrri fundardegi en það reyndist þegar upp var staðið einungis sam- komulag leiðtoganna, þ.e.a.s. allra nema sendinefndar uppreisnar- manna, og þar með gagnslaust. Sendinefnd uppreisnarmanna yfír- gaf fundinn í fússi og sagðist ekki bundin af samningi sem hún ætti enga aðild að. Valdatafl Mugabe og Mandela Tilraunir Nelsons Mandela, for- seta Suður-Afríku, til þess að stilla til friðar í Kongó hafa hingað til reynst árangurslausar. Mugabe lýsti megnri óánægju með fram- göngu Mandela fyrir skömmu og svo virðist að með Viktoríufossa- fundinum hafí hann ætlað að hrifsa frumkvæðið af starfsbróður sínum, sem nýtur mikils trausts sem óskoraður foi-ystumaður Afríkubúa á alþjóðlegum vettvangi. En Muga- be hefur hingað til ekki komist með tærnar þar sem Mandela hefur hælana í þeim efnum. Að minnsta kosti fimm lönd í suðurhluta Afríku eru ílækt í átök- in í Kongó. Rúanda og Úganda styðja uppreisnarhermennina og talið er að Búrúndí sé þeim einnig hliðhollt. Þrjú ríki - Angóla, Zimbabve og Namibía - hafa lýst opinberlega yfir stuðningi við stjórn Kabila og veitt honum lið- sinni. Um 150 namibískir hermenn eru sagðir vera í Kongó en mest munar um liðveislu Angóla og Zimbabve. Hvort ríki hefur sent 2.000 hermenn til landsins, auk skriðdreka, orrustuflugvéla og annarra hergagna. Þar eru að sögn kunnugra á ferðinni hersveitir best þjálfuðu herja Afríku. Kongó áfram eitt ríki Liðveisla grannríkjanna á sér margvíslegar skýringar þótt mark- mið hennar sé eitt: Að Lýðveldið Kongó klofni ekki í tvö eða fleiri ríki. I því efni hafa ráðamenn í Lu- anda, Harare og Windhoek kosið að veðja á Kabila. Robert Mugabe hefur verið harðlega gagnrýndur í Zimbabve fyrir að blanda landinu í stríðsátök sem þjóni engum hagsmunum nema hans eigin, í persónulegri valdabaráttu við Nelson Mandela. Mugabe virðist í mun að vemda zimbabvískar fjárfestingar í Kongó en ekki síður að Kabila standi skil á lánum, sem Mugabe hefur veitt honum. Stjómvöld í Angóla hafa aðal- lega tvenns konar hagsmuna að gæta í Kongó. í fyrsta lagi er ráð- gert að leggja olíuleiðslu frá Angóla til sjávar í Kongó og ljóst að erlendir fjárfestar hafa lítinn áhuga á að leggja pípurnar yfir stríðssvæði. I öðru lagi hefur Ka- bila reynst hliðhollur Angólastjórn í baráttunni við skæraliða UNITA, sem hafa haft bækistöðvar í Kongó í þau 20 ár sem þeir hafa reynt að ná völdum í Angóla. Hald hennar er að sundrað Kongó veiti skæru- liðum UNITA betra skjól en sam- einað Kongó undir stjóm Laurents Kabila. Rúanda snýr bakinu við Kabila Rúandastjórn þvertekur íyrir að hafa sent hersveitir til Kongó til þess að liðsinna uppreisnarmönn- um. Hins vegar dylst engum að stjórnvöld í Kigali styðja uppreisn- ina með ráðum og dáð. I banda- ríska tímaritinu Time er greint frá því að erlendir stjómarerindrekar telji stríðsreksturinn í Kongó kosta Rúanda um tvær milljónir dollara á dag, sem svarar um 140 miOjónum króna. Upphaf uppreisnarinnar má rekja til þess að Kabila rak her- sveitir Rúanda-tútsa úr landi. Þessar sömu sveitir höfðu í árs- byrjun 1997 barist við hlið Kabila og í raun tryggt sigur hans yfir Mobutu Ses'e Seko, eim-æðishema Zaire. Dvergríkið Rúanda nýtur dyggs stuðnings Úganda, sem veitti Föð- urlandsher Rúanda skjól í meira en þrjá áratugi áður en hann komst til valda. Landvinningar uppreisnar- manna í Austur-Kongó, heimkynn- um Banyamulenge-tútsa, treysta einnig öryggi Rúanda, sem sakaði Mobutu um að veita þjóðamiorð- ingjum úr röðum hútúa athvarf í Austur-Kongó eftir helförina árið 1994. Hrottaleg framganga hermanna Fréttir hafa borist af mannfalli hundraða hermanna og óbreyttra borgara í bardögunum en enginn hefur getað staðfest tölu látinna. Stjómarhermenn, jafnt sem upp- reisnarmenn, hafa verið sakaðir um hrottalega framgöngu í átökunum. Hermenn Kabila hafa hent meint- um uppreisnarmönnum fram af brám og síðan skotið á þá með vél- byssum. Hver sá sem þykir líkjast tútsa í útliti á á hættu að vera hand- samaður, hvort heldur er af stjórn- arhermönnum eða almenningi, og tekinn af lífí án dóms og laga en uppreisnarmennimir njóta ekki mikillar hylli alþýðu manna í Kongó sem lítur ekki á Banyamulenge- tútsa sem landsmenn sína. Vatíkan- ið í Róm sakar uppreisnarmenn um að hafa myrt 200 manns í kaþólskri tráboðsstöð nærri borginni Úvira í Austur-Kongó í síðustu viku. Barist í hálfa öld? Haft var eftir Ernest Wamba di Wamba, sem talinn er pólitískur leiðtogi uppreisnarinnar, í vikunni að hans menn myndu berjast í hálfa öld, ef þörf krefði, til þess að ná völdum í Kongó. Laurent Kabila tók í sama streng við heimkomuna frá Viktoríufossafundinum og brýndi þegna sína til þess að grípa til vopna gegn uppreisnarmönnum: „Búið ykkur undir langt stríð, sem endar í föðurhúsunum,“ sagði Ka- bila og vísaði til stuðnings Rúanda við uppreisnina. Heimildir: Economist, Time, New York Times. t(0UWM Nuew F rá föstudegi til miðvikudags verða Pampersbleiur á sérstöku tilboðsverði Nýkaupi: Einfaldur pakki kostar aðeins 699 kr! A Þa r semferskleikinn býr Garðabæ, Mosfellsbæ, Kjörgarði, Seltjarnarnesi, Grafarvogi, Hólagarði og Kringlunni. www.nykaup.is Nykaup

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.