Morgunblaðið - 12.09.1998, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 12.09.1998, Qupperneq 26
26 LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Munchcn. Reuters. HELMUT Kohl, kanzlari Þýzka- lands, bindur nú vonir sínar við kjósendur í Bæjaralandi, næstfjöl- mennasta sambandslandi Sam- bandslýðveldisins, þar sem þeir kjósa til landsþingsins í Munchen næstkomandi sunnudag, tveimur vikum fyrir kosningar tU Sam- bandsþingsins. Komi CSU, systurflokkur Kristilegra demókrata, flokks Kohls, í Bæjaralandi vel út úr landsþingskosningunum gæti það hjálpað Kohl að bæta stöðuna í baráttunni fyrir endurkjöri, en skoðanakannanir hafa lengi bent til að keppinauturinn um kanzlara- stólinn, Gerhard Schröder og Jafnaðarmannaflokkurinn SPD, hafi dágott fylgisforskot í Þýzka- landi sem heild. Lítill vafi þykir á því, að CSU nái að halda hreinum meirihluta í Kohl bindur vonir sínar við Bæjara Bæjaralandi. Að vísu sýndu niðurstöður einnar skoðanakönn- unar í ágúst að fylgi CSU væri fallið niður í 47%, en Edmund Stoi- ber, forsætisráðherra og héraðsleiðtogi flokksins, hefur á und- anförnum vikum farið mikinn í kosningabar- áttu og nú benda allar skoðanakannanir til að hreini meirihlutinn sé tryggur. Helmut Kohl Álierzla á sérstöðu Stoiber hefur reynt að leggja áherzlu á sérstöðu Bæjaralands, þar sem efnahagsá- standið er betra en víðast annars staðar í Þýzkalandi. Hann hef- ur reynt að láta óvin- sældir Kohls ekki hafa áhrif á fylgi CSU og barizt gegn SPD með efnahagsvelgengnina að vopni. SPD fékk í síðustu landsþingskosningum 30% at- kvæða, og setur markið nú ekki hærra en á „30% plús XXL“, eins og héraðsleiðtogi jafnaðarmanna í Bæjaralandi, Renate Schmidt, hefur orðað það með skoplegri tilvísun til fatastærðar sinnar. Hættuna á að CSU missi kjós- endur til flokka yzt á hægri vængnum hefur Stoiber reynt að minnka með því að taka harðar á glæpum, fíkniefna- og innflytj- endamálum. Sannfærandi sigur CSU í landsþingskosningunum gæti að mati stjórnmálaskýrenda gefið Kohl byr í seglin á síðustu tveimur vikum kosningabaráttunnar fyrir Sambandsþingskosningarnar, en flestir draga í efa að það dugi til að tryggja honum sigur yfir SPD og völdin næsta kjörtímabil, sem yrði það fimmta í röð. Það eiga allír moguleika í skátastarfi. Það er enginn ^varamannabekkkur og BÉfefiJLqir áhorfendur. ■ Upplýsingar um skátafélög eru veittar hjá Bandalagi íslenskra skáta í síma 562 1390 og á heimasíðu http://www.scout.is banar níu NÍTJÁN ára gamall rúss- neskur hermaður varð níu fé- lögum sínum að bana í gær- morgun er hann gekk ber- serksgang um borð í rúss- neskum kjarnorkukafbát í grennd við Murmansk. Bjugg- ust sérsveitarmenn til að yfir- buga manninn en hann hafði tekið nokkra gísla og hótaði að sprengja kafbátinn í loft upp. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem kafbátasjómaður í rússneska hernum missir stjórn á sér en í yfirlýsingu stjórnvalda sagði að engin kjamavopn væru um borð í skipinu. Clinton vill Holbrooke BILL Clinton Bandaríkjafor- seti sagðist í gær ætla að biðja öldungadeild banda- ríska þingsins að staðfesta til- nefningu Richards Holbrooke sem sendiherra Bandaríkj- anna hjá Sameinuðu þjóðun- um um leið og lokið er við rannsókn á fjármálum Hol- brookes. Hafði CBS- sjón- varpsstöðin áður greint frá því að tilnefning Holbrookes væri úr sögunni. Fyrstu föng- unum sleppt á N-Irlandi SEX fiingum var í gær sleppt úr haldi á N-írlandi eftir að hafa afplánað einungis um helming dóma sem þrír þeirra hlutu fyrir ódæðisverk á veg- um öfgahópa sambandssinna (UDA) og þrír fyrir öfgaverk á vegum Irska lýðveldishers- ins (IRA). Em þetta fyrstu fangarnir sem hljóta lausn samkvæmt skilmálum Belfast- samningsins, sem náðist á fijstudaginn langa, en gert er ráð fyrir að allir 400 fangar tengdir öfgahópunum verði látnir lausir innan tveggja ára, næstum helmingurinn strax á þessu ári. Gelli reynir sjálfsvíg LICIO Gelli, frægasti hvít- flibbaglæpamaður ftalíu, reyndi í gær að svipta sig lífi en hann er nú staddur í fang- elsisspítala í Cannes í Frakk- landi. Hafði Gelli sloppið úr klóm réttvísinnar á Ítalíu fjór- um mánuðum áður en hann var á sínum tíma höfuðpaur P2 frímúrarareglunnar á ítal- íu sem þótti fremur vafasöm. Hann átti yfir höfði sér tólf ára fangelsisvist fyrir fjársvik og aðild að hmni Ambrosiano- bankans árið 1982. Kabila nær Lubutu RÍKISSJÓNVARPIÐ í Lýð- veldinu Kongó greindi frá því í gær að stjórnarher Laurents Kabila forseta hefði hrakið uppreisnarmenn á brott frá bænum Lubutu í austurhluta landsins eftir loftárásir. Talið er að um sex þúsund manns hafi flúið átök- in í austurhluta Kongó síð- asta mánuðinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.