Morgunblaðið - 12.09.1998, Qupperneq 26
26 LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Munchcn. Reuters.
HELMUT Kohl, kanzlari Þýzka-
lands, bindur nú vonir sínar við
kjósendur í Bæjaralandi, næstfjöl-
mennasta sambandslandi Sam-
bandslýðveldisins, þar sem þeir
kjósa til landsþingsins í Munchen
næstkomandi sunnudag, tveimur
vikum fyrir kosningar tU Sam-
bandsþingsins.
Komi CSU, systurflokkur
Kristilegra demókrata, flokks
Kohls, í Bæjaralandi vel út úr
landsþingskosningunum gæti það
hjálpað Kohl að bæta stöðuna í
baráttunni fyrir endurkjöri, en
skoðanakannanir hafa lengi bent
til að keppinauturinn um kanzlara-
stólinn, Gerhard Schröder og
Jafnaðarmannaflokkurinn SPD,
hafi dágott fylgisforskot í Þýzka-
landi sem heild.
Lítill vafi þykir á því, að CSU
nái að halda hreinum meirihluta í
Kohl bindur vonir
sínar við Bæjara
Bæjaralandi. Að vísu
sýndu niðurstöður
einnar skoðanakönn-
unar í ágúst að fylgi
CSU væri fallið niður í
47%, en Edmund Stoi-
ber, forsætisráðherra
og héraðsleiðtogi
flokksins, hefur á und-
anförnum vikum farið
mikinn í kosningabar-
áttu og nú benda allar
skoðanakannanir til að
hreini meirihlutinn sé
tryggur.
Helmut Kohl
Álierzla
á sérstöðu
Stoiber hefur reynt
að leggja áherzlu á
sérstöðu Bæjaralands,
þar sem efnahagsá-
standið er betra en
víðast annars staðar í
Þýzkalandi. Hann hef-
ur reynt að láta óvin-
sældir Kohls ekki hafa
áhrif á fylgi CSU og
barizt gegn SPD með
efnahagsvelgengnina
að vopni. SPD fékk í síðustu
landsþingskosningum 30% at-
kvæða, og setur markið nú ekki
hærra en á „30% plús XXL“, eins
og héraðsleiðtogi jafnaðarmanna
í Bæjaralandi, Renate Schmidt,
hefur orðað það með skoplegri
tilvísun til fatastærðar sinnar.
Hættuna á að CSU missi kjós-
endur til flokka yzt á hægri
vængnum hefur Stoiber reynt að
minnka með því að taka harðar á
glæpum, fíkniefna- og innflytj-
endamálum.
Sannfærandi sigur CSU í
landsþingskosningunum gæti að
mati stjórnmálaskýrenda gefið
Kohl byr í seglin á síðustu tveimur
vikum kosningabaráttunnar fyrir
Sambandsþingskosningarnar, en
flestir draga í efa að það dugi til
að tryggja honum sigur yfir SPD
og völdin næsta kjörtímabil, sem
yrði það fimmta í röð.
Það eiga allír moguleika í
skátastarfi. Það er enginn
^varamannabekkkur og
BÉfefiJLqir áhorfendur.
■
Upplýsingar um skátafélög eru veittar hjá Bandalagi íslenskra
skáta í síma 562 1390 og á heimasíðu http://www.scout.is
banar níu
NÍTJÁN ára gamall rúss-
neskur hermaður varð níu fé-
lögum sínum að bana í gær-
morgun er hann gekk ber-
serksgang um borð í rúss-
neskum kjarnorkukafbát í
grennd við Murmansk. Bjugg-
ust sérsveitarmenn til að yfir-
buga manninn en hann hafði
tekið nokkra gísla og hótaði að
sprengja kafbátinn í loft upp.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
kafbátasjómaður í rússneska
hernum missir stjórn á sér en
í yfirlýsingu stjórnvalda sagði
að engin kjamavopn væru um
borð í skipinu.
Clinton vill
Holbrooke
BILL Clinton Bandaríkjafor-
seti sagðist í gær ætla að
biðja öldungadeild banda-
ríska þingsins að staðfesta til-
nefningu Richards Holbrooke
sem sendiherra Bandaríkj-
anna hjá Sameinuðu þjóðun-
um um leið og lokið er við
rannsókn á fjármálum Hol-
brookes. Hafði CBS- sjón-
varpsstöðin áður greint frá
því að tilnefning Holbrookes
væri úr sögunni.
Fyrstu föng-
unum sleppt á
N-Irlandi
SEX fiingum var í gær sleppt
úr haldi á N-írlandi eftir að
hafa afplánað einungis um
helming dóma sem þrír þeirra
hlutu fyrir ódæðisverk á veg-
um öfgahópa sambandssinna
(UDA) og þrír fyrir öfgaverk
á vegum Irska lýðveldishers-
ins (IRA). Em þetta fyrstu
fangarnir sem hljóta lausn
samkvæmt skilmálum Belfast-
samningsins, sem náðist á
fijstudaginn langa, en gert er
ráð fyrir að allir 400 fangar
tengdir öfgahópunum verði
látnir lausir innan tveggja ára,
næstum helmingurinn strax á
þessu ári.
Gelli reynir
sjálfsvíg
LICIO Gelli, frægasti hvít-
flibbaglæpamaður ftalíu,
reyndi í gær að svipta sig lífi
en hann er nú staddur í fang-
elsisspítala í Cannes í Frakk-
landi. Hafði Gelli sloppið úr
klóm réttvísinnar á Ítalíu fjór-
um mánuðum áður en hann
var á sínum tíma höfuðpaur
P2 frímúrarareglunnar á ítal-
íu sem þótti fremur vafasöm.
Hann átti yfir höfði sér tólf
ára fangelsisvist fyrir fjársvik
og aðild að hmni Ambrosiano-
bankans árið 1982.
Kabila nær
Lubutu
RÍKISSJÓNVARPIÐ í Lýð-
veldinu Kongó greindi frá því
í gær að stjórnarher
Laurents Kabila forseta hefði
hrakið uppreisnarmenn á
brott frá bænum Lubutu í
austurhluta landsins eftir
loftárásir. Talið er að um sex
þúsund manns hafi flúið átök-
in í austurhluta Kongó síð-
asta mánuðinn.