Morgunblaðið - 12.09.1998, Qupperneq 30
30 LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
SVALIRNAR á efri hæðinni eru kjörnar til fundahalda og
þótt hann rigni má alltaf grípa til regnhlífarinnar
STUND milli stríða. Stefán yfirvert ræður nýgræðingnum
heilt meðan Björn barþjónn og Erna Sóley slaka ögn á.
er af hefðbundinni gerð. Enginn
kvartar heldui’ yfir froðumagninu,
enda kannski ekki mikið afrek að
hella bjór skammlaust í glas, en öllu
meh-i kúnst er ki-ingum h'ska þjóð-
arstoltið. Þar þarf þolinmæði til og
sérstakar aðfaiir, en íslenskir aðdá-
endur hins írska mjaðar kippa sér
ekki upp við það, slíkt telst líklega
eðlilegur íylgifiskur þess að hafa kom-
ið sér upp smekk fyrir tegundinni.
Af kynlegum nöfnum
Ekki líður á löngu áður en flókn-
ari fyrirspumir taka að berast bar-
þjónum. Ung og fögur kona horfir
skilningsrík á nýja þjóninn þegar
honum tekst með fádæma klunna-
skap að rífa korktappa á hvítvíns-
flösku í frumeindir sínar. Efth- þá
bitru reynslu eru glösin lítið mál, en
hið sama verður
ekki sagt um
snafsana, sem
margir hverjir
eru afar flóknir í
samsetningu og
útheimta fima
fingur og listrænt
innsæi. Flestir
virðast þessir
snafsar, eða skot
eins og margir
nefna þá, eiga það
sameiginlegt að
heita kynlegum
nöfnum og þá í
bókstaflegri
merkingu. Ekki
verður nánar far-
ið út í einstök
nöfn hér, en
bólbrögð virðast
hafa verið höfund-
um uppskriftanna
ansi hugleikin á
sínum tíma. Sum-
ir kokteilar heita
að sama skapi
vafasömum nöfn-
um og virðist
reglan sú, að því
vafasamara sem
nafnið er, því
flóknari sé samsetning drykkjarins.
Fyrsta skotið útheimtir þrjú að-
skilin hráefni og viðskiptavinurinn,
ung og glaðvær stúlka, hoi-fir vand-
ræðaleg á barþjóninn rústa sköpun-
arverkinu. „Þetta á ekki að vera
svona,“ stynur hún loks upp en tekur
síðan aftur kæti sína og býðst til að
kenna „starfsmanninum" réttu
handtökin. Það tekur litla stund,
nemandinn fylgist áhugasamur með
en Stefán horfir á úr fjarlægð og
veltist um af hlátri. Allt fer þó vel að
lokum, ágætlega heppnuðum skotum
fjölgar eftir því sem líður á kvöldið,
en þegar beðið er um kokteila er
hollast að segja augnablik og kalla í
sér reyndari mann.
Erna Sóley glasamær er á þön-
um um allan sal að sækja óhreint
leirtau og koma því íyrir í uppþvotta-
vélinni. Erna er líklega í bestum
tengslum við stemmninguna í húsinu
hverju sinni, þótt starfið sé kannski
ekki það vinsælasta í veitingageiran-
um. I Sölvasal er aðeins afgreitt á
barnum en ekki á einstök borð við-
skiptavina og því er „glasabarn"
staðarins aðeins í því hlutverki að
taka tóm glös en lætur okkm- þremur
eftir að fylla á þau aftur. Það gengur
ágætlega, þótt þétt sé setinn bekkur-
inn. Leikhúsfólkið er enn í meirihluta
og því er tónlistin ekki of hátt stillt,
en um eittleytið segir Stefán að tími
sé kominn til að hækka aðeins og
auka hrynjandina í tónlistinni.
Fimir J]|
og listr
innsæi
Skemmtikraftur, sálusorgari
sáttasemjari. Allt þetta og ef-
laust miklu meira til felst í stari
æn
EINBEÍTNIN leynir sér ekki þegar blaðamaður
skenkir kaffið, en nafm hans, Björn barþjónn,
blandar eitthvað sterkara.
ekki er eftir neinu að bíða.
Annar barþjónn hefur
slegist í hópinn, Björn
heitir sá og er ekki laust
við að hann horfi tor-
tryggnum augum á nafna
sinn skenkja fyrstu bjór-
glösin. Finnst öiaigglega
lítið til um aðfarimar
koma, enda skal viður-
kennt að það er allt annað
en auðvelt að læra taktana
hans Toms Cruise úr kvik-
myndinni Coctail og færa
þá yftr á íslenskan veru-
leika. Allt hefst þó að lok-
um, gestir virðast flestir
hafa tekið greiðslukortin í
þjónustu sína og maður
kemst fljótt upp á lagið með
greiðsluposana og sjóðsvélin
ÞAÐ er föstudagskvöld og sumri er
tekið að halla. Agústmánuður er við
það að syngja sitt síðasta, regndrop-
ar falla á stræti og torg og næsta fáir
virðast á ferli. Ferð blaðamanns er
heitið á einn vinsælasta skemmtistað
miðborgarinnar, kaffilistahúsið Sól-
on Islandus á horni Ingólfsstrætis og
Bankastrætis. Þar er ætlunin að
standa hinumegin borðsins svo sem
eins og eina kvöldstund og afgreiða á
bar efri hæðarinnar. Blanda drykki,
þurrka af borðum, hella upp á kaffi
og spjalla við gesti og gangandi. Allt
eins og venjulegir barþjónar gera í
vinnunni og kannski fleira til.
Stefán Ingi Stefánsson yfirvert
Sölvasalar, sem staðsettur er á efri
hæð kaffihússins, tekur brosandi á
móti blaðamanni um tíuleytið. Það er
ekki laust við að örlítill beygur hafi
gripið um sig í huga nýgræðingsins,
enda salurinn ekki ósvipaður þeim
fræga Staupasteini, þaðan sem
kunnátta hans á sviði veitinga-
geirans er einkum ættuð. Hinn al-
vani vert, sem starfað hefur í þessum
geira í ellefu ár og rúmlega það,
stappar í hann stálinu. „Þetta verður
allt í lagi,“ segir hann sannfærandi
og er sláandi líkur Sam sjálfum
Staupasteinsformanni. „Þú fylgist
bara með og afgreiðir eins og þú
treystir þér til, en kallar síðan eftir
aðstoð ef eitthvað flókið kemur upp
á.“ Þetta hljómar hughreystandi og
vaktin hefst. Enn eru giska fáir á
ferli á efri hæðinni, talsvert hefur
fjölgað á þeirri neðri, en fólk virðist
með seinni skipunum í kvöld.
Guðmundur dyravörður er
mættur á vaktina, tilbúinn í slaginn
eins og lög gera ráð fyrir. Hann lítur
með áhyggjusvip á yfirvertinn og
segh- eins og hugsandi: „Það gæti
orðið seinna að fyllast en venjulega.“
Guðmundur hefur séð sitthvað um
Alþýðuhetjan
Sölvi Helgason
Kaffilistahúsið Sólon íslaudus
er nefnt eftir alþýðulistamann-
inum Söiva Helgasyni og var
hann flestum þekktur undir því
heiti. Sölvi fæddist 1820, sonur
fátækra vinnuhjúa, og varð
flökkulífið snemma hiutskipti
hans. Hann var ungur að árum
er óvenjulegir listhæfileikar
komu í Ijós, en listsköpun hans
var ekki allra og hann mætti
skilnings- og áhugaleysi með-
borgara sinna. Sölvi varð því
algjörlega sjálfmenntaður,
teiknaði bæði og málaði, eink-
um með vatnslitum á pappír.
Hann sótti einnig fram á rit-
vellinum, fór þá gjarnan mik-
inn og þótti drýldinn, svo eftir
var tekið. Taldi hann sig
standa jafnfætis frægum hugs-
uðum sögunnar, svo sem Sóloni
frá Aþenu, og tók hann heiti
sitt eftir honum. Sanitíniinn
var Sölva þó lítt liliðholiur og
hann lést sem einstæðingur ár-
ið 1889. í dag hefur hann hins
vegar hlotið uppreisn æru og
verk hans þykja með því
merkasta í íslenskri alþýðu-
listasögu.
kvöldstund á dögunum er hanr
lét gamlan draum rætast og stó
hinum megin barborðsins á kafí
7
húsinu Sólon Islandus og
afgreiddi gesti og gangandi.
sína daga og a
að vita hvað ha
syngur.
Sólon
landus var opnac
árið 1992, en
tóku átján íslens'
listamenn og fj
skyldur þeirra Sig
saman og stofn-
uðu kaffilistahús
með þessu heiti.
Verslun Málarans
hafði verið til húsa á horninu um ára-
tuga skeið og opnun kaffihússins
þótti sæta talsverðum tíðindum á sín-
um tíma. Síðan hefur þó talsvert af
kaffi og öðrum dýrari veigum runnið
til sjávar og kaffihús sprottið upp á
hverju götuhomi í miðborginni að er-
lendum sið. Allt of mörg segja sumir,
aðrir telja þetta eðilega þróun og láta
sér vel líka.
Samband lista og menningar við
kaffihúsið leynir sér ekki. Listamenn
sækja það tíðum, ekki síst neðri
hæðina og lifandi tónlist er þar í
heiðri höfð, auk þess sem málverk
ýmissa listamanna eru þar jafnan á
veggjum til sýnis.
Öðru máli gegnir ef til vill um
þá efri. Sölvasal hertaka háskóla-
stúdentar gjarnan um helgar, ekki
síst forkólfar stjórnmálahreyfing-
anna í Háskólanum, Vöku og
Röskvu. Seiðandi tónlist blandast þá
almennri þjóðfélagsumræðu og tíð-
um er karpað um stjórnmál. Sýnist
þar sitt hverjum eins og gengur.
Stefán yfirvert telur ýmsar ástæður
vera fyrir vinsældum staðarins með-
al stúdenta. „Fólk veit að hverju það
gengur hér, hér kemur fólk til að
sýna sig og sjá aðra. Sólon sækir fólk
ekki til að dansa alla nóttina eða
skvetta ærlega úr klaufunum, heldur
„ Morgunblaðið/Jón Svavarsson
LEIKHUSFOLKIÐ komið á staðinn og törnin byrjuð.
Skyldu gestir gera sér grein fyrir reynslu-
leysi barþjónsins?
til að ræða málin og hafa það huggu-
legt í góðra vina hópi.“
Leikhúsfólkið
Þótt stúdentar séu þaulsetnir á
staðnum, rétt eins og helstu mennta-
menn þjóðarinnar áttu vanda til í
Kaupmannahöfn hér áður fyrr, er
ekki þar með sagt að aðrir líti ekki
þar við. Yfirvertinn segir nefnilega
að hinu dæmigerða kvöldi megi
skipta í tvennt, fyrst komi leikhús-
fólkið og svo fastagestirnir um og
upp úr miðnætti og á þá við helgam-
ar. „Leikhúsfólkið," hváir blaðamað-
ur og lítur spurnai-augum á hinn
reynda barþjón. „Jú, sjáðu til,“ svar-
ar hann. „Um þetta leyti lýkur kvöld-
sýningunum í Óperunni, Þjóðleikhús-
inu og fleiri leikhúsum og margir
gestir bregða sér á kaffihús að lok-
inni sýningu og bera þar saman bæk-
ur sínar yfir hressingu. Þetta fólk
kemur oft hingað í hópum, en stopp-
ar fæst lengi og bregst þá sjaldan að
það er á heimleið þegar fastagestirn-
ir og aðrir koma á staðinn."
Þetta stendur heima. Skyndilega
er eins og Sölvasalur fyllist af fólki.
Prúðbúið á öllum aldri kemur það hér
við á leið heim úr leikhúsinu. Og þar
með hefst slagurinn. Svuntan hefur
verið kirfilega bundin um mittið og
barþjónsins og því fékk Björn
Ingi Hrafnsson að kynnast eim
L