Morgunblaðið - 12.09.1998, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ
TÓMAS byijaði að teikna fígúrur sem hann sá í sjónvarpinu og þessar
myndir af Fred Flintstone teiknaði hann þegar hann var fjögurra ára.
W'ESTa
fá kylfu og golfkúlu reiddi hann til
höggs og sló svo fast að kúlan flaug
beint í gegnum glugga á bar og fór
beint í glasið hjá einum gestanna.
Splass! „Úpps,“ sagði Óskar blaða-
maður. ENDIR.
Svona fór um sjóferð þá. En ef
til vill á Óskar blaðamaður eftir að
slá í gegn (ekki í gegnum rúðu),
heidur verða fræg teiknimyndaper-
sóna í meðförum hins unga teiknara
Tómasar A. Rizzo. Hver veit?
LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1998 33
Hljóðlátir draumar
DRAUMSTAFIR Kristjáns Frfmanns
HVERNIG hljóma draumar? Oft
era draumar hljóðir líkt og slökkt
hafí verið á umhverfinu eins og út-
varpi, allt er hljótt, ekkert heyrist.
Aðrir draumar eru hljóðtengdir
og það heyrist skýrt í náttúrunni
og tali fólks. Enn aðrir draumar
eru þjakaðir af hávaða svo dreym-
andinn er sturlun nær þegar hann
vaknar. Svo eru það sértæku
draumarnir þar sem menn syngja
hástöfum uppáhaldslögin sín eða
raula aldeilis óþekkt lag og leika á
hljóðfæri. Sumir semja lög í
draumi eða þá að draumurinn
færi þeim fullsköpuð tónverk frá
öðrum tíma í annarri vídd.
Draumarnir snúast oft um hljóð af
ýmsu tagi sem tengist þá áferð
þeirra og sniði, það geta verið
náttúru- eða dýrahljóð sem blánd-
ast draumum um frumþarfir, lífs-
fyllingu eða innri þróun eða sér-
tæk hljóð svo sem hljóð til ámipn-
ingar, umhugsunar eða hvatning-
ar. Merking hljómsins ræðst áf
tilgangi draumsins og samspili við
önnur tákn hans. En þögnin ómar
líka og hljóðlátir draumar sperra
eyru vitundarinnar að taka betur
eftir því sem gerist í húmi nætur í
hljóðum draumi svo skynsvæði
hennar drekki í sig boðin sem ber-
ast úr þögninni.
Við skulum ekki hafa hátt,
hér er margt að ugga.
Eg hef heyrt í alla nátt
andardrátt á glugga.
(Þjóðvísa).
„Dröfn“ dreymir
1. Fyrir um ári dreymdi mig að
ég væri í húsi sem mér finnst ég
eiga. Ég er uppi á efri hæð og
opna þar skáp, inni í skápnum er
blóm í potti sem er skrælnað og
hálfdautt. Mér finnst ég eiga þetta
blóm og hafi átt það frá bamæsku
en gleymt því þama. Ég tek blóm-
ið og ákveð að lífga það við.
2. Ég er stödd í heimsókn hjá
systur minni og mági ásamt fjöl-
skyldu minni. Þai- var okkur færð-
ur ís sem hafði verið hitaður í ofnL
Þarna var mjög notalegt andrúms-
loft. Síðan fömm við, ég og frændi
minn (Kári) út í bíl sem er vandað-
ur og dýr. Við Leymm út í sveit
þar sem hann segist ætla að sýna
mér svolítið, þegar við komum
þangað fömm við út úr bílnum og
að hnéháum hlöðnum vegg, þar
f'yrir innan blasa við blóma- og
matjurtagarðar svo langt sem
augað eygii1 til allra átta, í öllum
fegurstu blómalitunum ljósu. Ég
stend dolfallin yfir allri þessari
dýrð. Mest bar á laxableikum, Ijós-
bleikum, appelsínugulum og gul-
um litum. Allar jurtirnar vora í
beinum röðum. Mér fannst ég síð-
an ganga að íbúðarhúsi sem virtist
byggt um miðja öldina. Við það
var lítill heimilisgarður og var sá
garður einnig fullur af sams konar
blómum og á ökmnum. Þarna
skoðaði ég blómin betur og var
ekki að sjá eitt blað sem ekki var í
fullkomnu ástandi. Ég held að
sumar tegundirnar séu ekki til á
jörðinni. Fannst mér þessi ungi
frændi minn hafa eitthvað með
málið að gera. Ég var ákveðin í
draumnum að leita þeirrar vit-
neskju sem til þyrfti til að rækta
svona garða.
Ráðning
Fyrri draumurinn er persónu-
legt tákn, þar sem þú ert húsið og
efri hæðin hugur þinn. Skrælnaða
blómið í skápnum er tákn þess að
þú fáir ekki næga andlega nær-
ingu á þeim stað sem þú býrð á.
Þessi skortur á efni til hugþjálf-
unar virðist eiga sér langa sögu
en nú verði breyting þar á með
breyttum aðstæðum.
Seinni draumurinn lýsir svo
framtíð þinni, þegar ís afskipta-
leysis er bráðinn og þú ert búin
að taka af skarið um vilja þinn til
huglægra framfara. Kári virðist
eiga þátt í þessu ferli sem snúist
gæti um skriftir, ljóðagerð eða
eitthvað annað tengt máli orðsins.
Blómin lýsa þarna huglendum
þínum og litirnir benda til skap-
andi krafts sem í þér býr.
„Draumadís” skrifar
„Ég hef heyrt að draumar séu
yfirleitt bara myndrænir en það
era draumar mínir ekki. Ég elska
tónlist og heyri hana oft í draum-
um, skýrt og greinilega. Þetta era
sungin lög sem mér finnst ég
þekkja en eru í raun ímynduð lög
sem undirvitund mín virðist bara
búa til. Raddirnar era skýrar og
oftast þekki ég þær ekki, þó
þekkti ég rödd Michaels Jacksons
og þótti skrýtið að heyra hann
syngja orð sem hann hefur ekki
sungið áður. Lögin era ekki fjar-
læg, heldur eins og ég hlusti á
vasadiskó eða útvarp.“
„I draumnum sem mig dreymdi
síðustu nótt (1. júní ‘98) var tón-
listin ekki sungin heldur spiluð
með þverflautum og fiðlum og ég
tók þátt í henni, ekki með beinum
hætti þó heldur fannst mér ég
vera að sýna þeim sem spiluðu
tónlistina hvernig ætti að spila á
hljóðfærin, eins og þau væra bara
að þykjast vera að spila og vissu
ekki hvernig
ætti að gera
það. Ég kunni
ekki sjálf að
spila á hljóðfær-
in, aðeins hvem-
ig ætti að þykj-
ast gera það.
Inn í drauminn
fléttast svo að
ég átti að fara
að passa hjá
fólki sem bjó
langt í burtu og
ég þurfti að taka
tvo vagna þangað, annan númer 9
og hinn númer 63 eða 69. Ég
komst aldrei á áfangastað."
Ráðning
Þegar maður hlustar mikið á
tónlist, eins og þú virðist gera,
getur það kveikt á stöðvum í hug-
anum sem geyma tóna sem bíða
þess að verða notaðir, líkt og tón-
listarforrit sem bíður í tölvunni
þinni uns þú einn daginn kveikir á
því, gerir það virkt. Þessi hæfi-
leiki til að semja tónlist blundar í
okkur öllum en mismikið. Þú virð-
ist af draumnum að ráða hafa
rúmt um þennan hæfileika en ert
þér ekki meðvitandi um hann að
gagni og því nýtirðu þér hann ein-
ungis í svefni.
Draumurinn frá 1. júní gefur í
skyn að þú getir nýtt þér þennan
hæfileika í vöku, þó ekki endilega
sem tónskáld, heldur fremur sem
einhvers konar leiðbeinandi eða
umsjónarmaður. Ef ég skil
drauminn rétt munt þú eiga í bar-
áttu um ákvarðanir (ferðin með
vagninum) tengdar efni draums-
ins og þær ákvarðanir geti þvælst
fram og aftur (tölurnar) svo ekk-
ert verði úr neinu.
• Þeir lesendur sem vilja fá
drauma sína birta og ráðna sendi
þá með fullu nafni, fæðingardegi
og ári ásamt heimilisfangi og
dulnefni til birtingar til:
Draumstafir
Morgunblaðið
Kringlunni 1
103 Reykjavík
Mynd/Kristján Kristjánsson
HANN svífur hljóður um hljóðan draum.
frá 2.179.000 kr.
SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, sími 431 28 00. Akureyri: BSA hf„ Laufásgötu 9, sími 462 63 00. Egilsstaðir: Bila- og búvélasalan hf„
Miðási 19, simi 471 20 11. Hafnarfjörður: Guðvarður Eliasson, Grænukinn 20, simi 555 15 50. Isafjörður: Bílagarður ehf.Grænagarði, sími 456 30 95.
Keflavík: BG bílakringlan, Grófinni 8, simi 421 12 00. Selfoss: Bílasala Suðurlands, Hrísmýri 5, simi 482 37 00. Hvammstanga: Bíla- og búvélasalan, Melavegi 17, simi 451 2617.
SUZUKI BÍLAR HF
Skeifunni 17. Sími 568 51 00.
Heimasíða: www.suzukibilar.is
SUZUKI
NÝR LÚXUSJEPPI
Grand Vitara er alvöru jeppi. Sjálfstæð grindin
og hátt og lágt drif tryggja að hann kemst
þangað sem honum er ætlað að fara.
Hann er byggður á traustum grunni
Suzuki Vitara, bara enn betur útbúinn,
breiðari og glæsilegri.
Svo er hann á sérlega ánægjulegu verði:
SUZUKI