Morgunblaðið - 12.09.1998, Side 35
34 LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1998 35 T
STOFNAÐ 1913
UTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
ATHYGLISVERÐ
NIÐURSTAÐA
IUMRÆÐUM um hugsanlegt bandalag vinstri flokkanna í
næstu þingkosningum hefur lítið verið rætt um víðtækari
áhrif slíks bandalags á skiptingu kjörfylgis á milli flokka. Morg-
unblaðið hefur að vísu hvað eftir annað lýst þeirri skoðun, að
Sjálfstæðisflokkurinn mundi hagnast töluvert á samruna vinstri
flokkanna í auknu kjörfylgi, þar sem hluti kjósenda Alþýðu-
flokks og jafnvel annarra flokka mundi snúast til stuðnings við
Sjálfstæðisflokkinn við slíkar aðstæður.
Þessi skoðun er staðfest í athyglisverðri skoðanakönnun, sem
Gallup hefur gert um fylgi flokkanna og sagt var frá hér í blað-
inu í fyrradag. í þeirri könnun var m.a. spurt hvað fólk mundi
kjósa, ef þrír flokkar væru í framboði í Alþingiskosningum, þ.e.
Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og sameiginlegur listi
vinstri flokkanna.
Niðurstaðan í svörum við þessari spurningu var sú, að Sjálf-
stæðisflokkurinn mundi fá meirihlutafylgi á Alþingi við slíkar
aðstæður í þingkosningum eða 52,5% atkvæða, vinstra banda-
lagið mundi fá 32,2% og Framsóknarflokkur 15,3%. Að hluta til
endurspegla þessar niðurstöður sterka stöðu Sjálfstæðisflokks-
ins nú en könnun Gallup leiddi í ljós, að flokkurinn mundi fá
47,1% fylgi ef kosið yrði nú. En að öðru leyti er könnunin stað-
festing á því, að Sjálfstæðisflokkurinn mundi fá töluvert nýtt
fylgi, ef einungis þrír flokkar væru í framboði.
Þetta þarf ekki að koma neinum á óvart. Um leið og ljóst er,
að sameiginlegt framboð vinstri flokkanna yrði til þess, að at-
kvæði þeirra nýtast betur fer hitt ekki á milli mála, að fjöl-
margir kjósendur Alþýðuflokks, ekki sízt, geta ekki hugsað sér
að kjósa framboðslista, þar sem Svavar Gestsson skipar eitt af
efstu sætum listans, eins og líklegt má telja, eftir yfírlýsingu
hans í fyrradag. Þessir kjósendur telja áreiðanlega flestir, að
þeir eigi meiri samleið með Sjálfstæðisflokki en Framsóknar-
flokki. En þar að auki má telja líklegt, að slík uppstokkun á hin-
um pólitíska vettvangi mundi verða til þess að meiri hreyfing
kæmist á kjósendur en ella.
Það þarf heldur ekki að koma á óvart, þótt vinstra bandalagið
fengi rúmlega 32% atkvæða við slíkar aðstæður. Urslit í sveit-
arstjórnarkosningunum, þar sem um var að ræða sameiginlegt
framboð á vinstri kantinum benti til þess, að slíkt framboð gæti
fengið fylgi á bilinu 25% og eitthvað yfir 30% fylgi.
Framsóknarflokkurinn yrði minnsti flokkurinn eins og úrslit
sveitarstjórnarkosninganna gáfu skýrt til kynna að gæti gerzt
en jafnframt hafa margir talið, að Framsóknarflokkurinn gæti
komizt í lykilaðstöðu í íslenzkum stjórnmálum við aðstæður
sem þessar.
Hið óvænta í niðurstöðu skoðanakönnunar Gallup er hins
vegar það, að fylgisaukning Sjálfstæðisflokksins gæti orðið svo
mikil, að flokkurinn fengi hreinan meirihluta á Alþingi. Það er
alveg ný staða í íslenzkum stjórnmálum. Forystumenn vinstri
flokkanna, sem unnið hafa að sameiningu flokkanna á undan-
förnum mánuðum og misserum hafa vafalaust gert sér grein
fyrir því, að sameiginlegt framboð gæti leitt til einhvers at-
kvæðataps yfír til Sjálfstæðisflokksins en þeir hafa áreiðanlega
ekki látið sér detta í hug, að þessi þróun gæti leitt til þess gagn-
stæða, sem að er stefnt.
Nú liggur auðvitað ekkert fyrir um, að kosið verði við þær
aðstæður næsta vor, að einungis þrír flokkar verði í framboði.
Bæði Steingrímur J. Sigfússon og Sverrir Hermannsson hafa
lýst því yfir, að þeir hyggist standa fyrir framboðum við næstu
þingkosningar.
Niðurstaðan í skoðanakönnun Gallup er hins vegar vísbend-
ing um, að að það gæti skapast alveg ný staða í íslenzkum
stjórnmálum og gjörólík þeirri, sem stefnt hefur verið að með
sameiginlegu framboði vinstri flokkanna.
NÝJUNGAR Á FJÁR-
MÁLAMARKAÐNUM
AÞESSUM áratug hefur orðið bylting á fjármálamarkaðn-
um. Því byltingarskeiði er hins vegar bersýnilega ekki lok-
ið. í samtali við Morgunblaðið sl. sunnudag vék Halldór J. Krist-
jánsson, aðalbankastjóri Landsbankans, lítillega að samþætt-
ingu húsnæðislána og söfnunarlíftrygginga eða lífeyristrygg-
inga. I viðskiptablaði Morgunblaðsins í fyrradag skýrðu tals-
menn Landsbankans þessa hugmynd frekar og þar kom fram,
að í slíkri tengingu fælist aukið öryggi fyrir fjölskyldufólk.
Slík samþætting húsnæðislána og líftrygginga hefur lengi
tíðkazt erlendis og er m.a. mjög þróuð í Bretlandi. Það er fagn-
aðarefni, að Landsbankinn hyggzt beita sér fyrir slíkri breyt-
ingu á hinum íslenzka lána- og líftryggingamarkaði. Með því er
aukið á fjölbreytni þeirra kosta, sem fyrir hendi eru fyrir ein-
staklinga og fjölskyldur.
Skýrsla saksóknarans Kenneth Starrs til B anclaríkj abings
Nefnir ellefu
ástæður fyrir
málshöfðun
Saksóknarinn Kenneth Starr telur upp ellefu atriði í skýrslu
sinni til Bandaríkjaþings sem hann telur gefa ástæðu til að
höfðað verði mál til embættismissis á hendur Bill Clinton
Bandaríkjaforseta. Hér á eftir fer endursögn á helstu
niðurstöðum skýrslunnar.
STARR telur ábyggilegar og trúverðugar
upplýsingar styðja eftirtaldar ellefu mögu-
legar ástæður fyrir ákæru til embættis-
missis.
1. Clinton forseti sagði ósatt eiðsvarinn þegar hann
neitaði því að hann hefði átt í kynferðissambandi,
kynferðistengslum eða kjmferðislegum samskipt-
um við Monicu Lewinsky.
2. Clinton forseti hafi logið eiðsvarinn fyrir kvið-
dómi um kynferðissamband sitt við Lewinsky.
3. Til að styðja rangan framburð sinn um kynferð-
issambandið hafi Clinton forseti ennfremur logið
eiðsvarinn um að hann hafi ekki verið einn með
Lewinsky og um þær fjölmörgu gjafir sem þau hafi
skipst á.
4. Clinton forseti hafi logið eiðsvarinn við vitna-
leiðslur í einkamáli [Paulu Jones á hendur honum]
um samræður hans við Lewinsky um tengsl hennar
við mál Jones.
5. A meðan á máli Jones hafi staðið, hafi forsetinn
hindrað framgang réttvísinnar og hann hafi komist
að samkomulagi við Lewinsky um að þau myndu í
sameiningu leyna sannleikanum um samband sitt
með því að fela gjafir, sem lögmenn .Tones höfðu
gert kröfu um að fá í hendur.
6. A meðan á máli Jones hafi staðið hafi forsetinn
og Lewinsky gert með sér samkomulag um að
leyna sambandi sínu með því að a) ljúga eiðsvarin
um kynferðissamband sitt, b) Lewinsky myndi út-
búa eiðsvarna yfirlýsingu byggða á framburði sín-
um sem nota mætti til að koma í veg fyrir að bæði
yrðu spurð um samband sitt, c) Lewinsky hafí und-
irritað hina röngu, eiðsvörnu yfirlýsingu, d) Forset-
inn hafi notað yfirlýsingu Lewinsky í vitnisburði
sínum til að reyna að komast hjá spurningum um
Lewinsky og e) þegar það hafi mistekist, hafi for-
setinn logið eiðsvarinn í vitnisburði sínum í einka-
máli [Jones] um sambandið við Lewinsky.
7. Clinton forseti hafi kappkostað að hindra fram-
gang réttvísinnar með því að aðstoða Lewinsky við
að fá starf í New York er hún hefði getað reynst
honum skeinuhætt vitni, ákvæði hún að segja sann-
leikann í Jones-málinu.
8. Clinton forseti hafi logið eiðsvarinn í framburði
sínum í einkamálinu um samræður sínar við
Vemon Jordan um tengsl Lewinsky við Jones-mál-
ið.
9. Forsetinn hafi haft óviðeigandi afskipti af hugs-
anlegum vitnum með því að reyna að spilla áhrifum
vitnisburðar einkaritara síns, Betty Currie.
10. Clinton forseti hafi kappkostað að hindra fram-
gang réttvísinnar við rannsókn kviðdóms með því
að neita í sjö mánuði að vitna og ljúga að háttsett-
um aðstoðarmönnum í Hvíta húsinu, vitandi það að
þeir myndu treysta rangri yfirlýsingu forsetans til
kviðdóms. Hann hafi þar með svikið, hindrað og
staðið í vegi fýrir kviðdómi.
11. Clinton forseti hafi misnotað vald sitt sam-
kvæmt stjórnarskránni með því að a) ljúga að al-
menningi og þinginu í janúar 1998 um samband sitt
við Lewinsky, b) með því að heita því þá að sýna
samstarfsvilja við rannsókn kviðdóms, c) með því
að neita síðar sex boðum um að vitna af fúsum og
frjálsum vilja íyrir kviðdómi, d) með því að nýta sér
sérréttindi sín, e) ljúga að kviðdómi í ágúst 1998 og
f) ljúga enn einu sinni að almenningi og þingi 17.
ágúst 1998 - en allt hafi þetta verið liðir í því að
hindra, koma í veg fyrir og beina í annan farveg
mögulegri rannsókn Bandaríkjaþings.
Sagði ósatt við yfirheyrslur
I skýrslunni er tekið orðrétt dæmi um hvernig
forsetinn hafi logið eiðsvarinn um samband sitt við
Lewinsky. Það var við yfirheyrslur Wright dómara
í máli Paulu Jones, er forsetinn var spurður fjöl-
margra spurninga um Lewinsky: Spurning: Attir
þú í sambandi utan hjónabands við Monicu Lewin-
sky?
Clinton: Nei.
Spurning: Hafi hún sagt einhverjum að hún hafi átt
í kynferðissambandi við þig sem hafi hafist í nóv-
ember 1995, myndi það vera lygi?
Clinton: Það er svo sannarlega ekki satt. Það
myndi ekki vera sannleikur.
Spurning: Ég held að ég hafi notað skilgreininguna
„kynferðissamband". Svo að það sé alveg skýrt,
hefur þú nokkru sinni átt í kynferðistengslum við
Monicu Lewinsky, eins og það er skilgreint í sönn-
unargagni 1, sem lagt hefur verið fyrir réttinn?
Bennett [lögmaður Clintons]: Ég mótmæli, því ég
veit ekki hvort hann man -
Wright dómari: Nú, það er stutt. Hann getur - ég
leyfi spuminguna og þér er heimilt að
sýna honum skilgreiningu 1.
Clinton: Ég hef aldrei átt í kynferðis-
tengslum við Monicu Lewinsky. Ég átti
aldrei í ástarsambandi við hana.
Clinton ítrekaði neitun sína er lögmaður
hans yfirheyrði hann: Spurning: I átt-
undu grein eiðsvarins framburðar [Lewinsky] segir
hún: „Ég hef aldrei átt í kynferðissambandi við for-
setann, hann lagði ekki til að við hæfum slíkt sam-
band, hann bauð mér ekki vinnu eða annan ágóða
gegn kynferðislegu sambandi, hann neitaði mér
ekki um vinnu eða annan ágóða fyrir að hafna kyn-
ferðissambandi við hann.“ Er þetta sönn og ná-
kvæm yfirlýsing samkvæmt þinni vitneskju?
Clinton: Hún er dagsönn.
Skýrsla Starrs rekur tíu skipti um kynferðisleg
samskipti forsetans og Lewinsky, byggð á fram-
burði hennar og annarra vitna.
Miðvikudagur, 15. nóvember 1995
Lewinsky bar að kynferðissamband hennar við for-
setann hafi hafist miðvikudagskvöldið 15. nóvem-
ber 1995, þegar hún var í starfsþjálfun í Hvíta hús-
inu. Það kvöld bað forsetinn hana tvívegis að hitta
sig við forsetaskrifstofuna. í fyrra sinnið fór forset-
inn með hana inn í vinnuherbergi sitt þar sem þau
kysstust. í seinna skiptið hafði hún munnmök við
forsetann á ganginum íyrir framan vinnustofu for-
setans. Á meðan á þessu stóð snerti forsetinn ber
brjóst Lewinsky og kyssti þau. Þá setti hann hend-
ur ofan í nærbuxur hennar og örvaði kynfæri henn-
ar. (Þessar athafnir falla óvefengjanlega undir skil-
greininguna „kynferðisleg samskipti" sem stuðst
var við í yfirheyrslunni í máli Jones á hendur for-
setanum.)
Föstudagur, 17. nóvember 1995.
Lewinsky bar að hún hafi hitt forsetann að nýju
tveimur dögum síðar, föstudaginn 17. nóvember
1995. Þá hafi Lewinsky átt munnmök við forsetann
í einkabaðherbergi hans fyrir utan vinnustofu hans.
Forsetinn hafi hvatt til munnmakanna með því að
renna niður buxnaklaufinni og taka fram kynfæri
sín. Lewinsky hafi skilið þetta svo senyhann hafi
viljað að hún ætti við hann munnmök. Á meðan á
þessu stóð hafi forsetinn snert og kysst brjóst
hennar.
Sunnudagur, 31. desember 1995
Lewinsky bar að hún hafi hitt forsetann á gamlárs-
kvöld, sunnudaginn 31. desember 1995, eftir að for-
setinn hafi boðið henni inn á forsetaskrifstofuna.
Þar hafi forsetinn fært hana úr peysunni, snert
nakin brjóst hennar með höndum og munni. Kvaðst
hún hafa átt munnmök við forsetann á ganginum
fyrir utan vinnustofuna.
Sunnudagur, 7. janúar 1996
Lewinsky bar að hún hefði átt munnmök við forset-
ann á snyrtingunni fyrir utan vinnustofu forsetans,
seinnipart sunnudagsins 7. janúar 1996. Forsetinn
hafi komið á fundi þeirra með því að hringja heim
til Lewinsky og hafi boðið henni í heimsókn. I þetta
sinn hafi þau farið inn á snyrtinguna þar sem hann
snerti brjóst hennar með höndum og munni. Þá
hafi forsetinn lýst því yfir að hann vildi eiga munn-
mök við hana, en hún hafi stöðvað hann vegna líf-
fræðilegra ástæðna.
Sunnudagur 21. janúar 1996
Lewinsky bar að hún og forsetinn hafi átt kynferð-
isleg samskipti sunnudagskvöldið 21. janúar 1996
eftir að hann bauð henni til forsetaskrifstofunnar.
Forsetinn færði hana úr bolnum og snerti nakin
brjóst hennar. Forsetinn renndi niður buxnaklauf-
inni og tók fram kynfæri sín og hún átti við hann
munnmök á ganginum fyrir utan vinnustofu hans.
Sunnudagur, 4. febrúar 1996
Lewinsky bar að hún og forsetinn hafi átt kynferð-
isleg samskipti sunnudagskvöldið 4. febrúar á
vinnustofu forsetans og á ganginum íyrir utan
vinnustofuna. Forsetinn hringdi í Lewinsky þann
dag. Forsetinn færði hana úr kjólnum að hluta til
og snerti nakin brjóst hennar með munni og hönd-
um og snerti kynfæri hennar. Hún átti við hann
munnmök.
Sunnudagur, 31. mars 1996
Lewinsky bar að hún og forsetinn hefðu átt kyn-
ferðisleg samskipti á ganginum fyrir utan vinnu-
stofu forsetans síðla kvölds, sunnudaginn 31. mars
1996. Forsetinn kom á þessum fundi með því að
hringja í Lewinsky og bjóða hennar til forsetaskrif-
stofunnar. Lewinsky átti ekki munnmök við forset-
ann í þetta sinn. Forsetinn snerti ber brjóst hennar
með höndum og munni og snerti kynfæri hennar
eftir að hafa fært hana úr nærfötunum. Að auki
setti forsetinn vindil inn í kynfæri Lewinsky.
Sunnudagur, 7. aprfl 1996
Lewinsky bar að hún og forsetinn hefðu átt kyn-
ferðisleg samskipti á páskadag, 7. apríl 1996, á
ganginum fýrir utan vinnustofu forsetans og á
vinnustofunni. Forsetinn hafi snert brjóst hennar, í
gegnum föt og eftir að hann hafi fært hana úr að of-
an. Lewinsky hafi að því búnu átt munnmök við for-
setann.
Eftir þetta áttu þau ekki kynferðissamskipti um
níu mánaða skeið.
Föstudagur, 28. febrúar 1997
Lewinsky bar að næstu kynferðissamskipti við for-
setann hefðu átt sér stað föstudagskvöldið 28. febr-
úar 1997. Forsetinn átti frumkvæði að fundi þeirra
með því að láta ritara sinn, Betty Currie, hringja í
Lewinsky og bjóða henni til að hlýða á útvarps-
ávarp hans í Hvíta húsinu. Eftir ávarpið kysstust
Lewinsky og forsetinn á snyrtingunni.
Forsetinn færði hana úr kjólnum og
snerti brjóst hennar, fyrst í gegnum
brjóstahaldarann og svo nakin brjóstin.
Hann snerti kynfæri hennar í gegnum
nærfótin. Lewinsky átti munnmök við
forsetann. Þennan dag var Lewinsky í
dökkbláum kjól, sem prófanir hafa sýnt að er flekk-
aður með sæði forsetans.
Laugardagur, 29. mars 1997
Lewinsky bar að hún og forsetinn hefðu átt kyn-
ferðissamskipti að kvöldi 29. mars 1997 í vinnustofu
forsetans. Forsetinn hafi hneppt upp blússu Lewin-
sky og snert brjóst hennar í gegnum brjóstahaldar-
ann. Hann hafi einnig sett hendur inn undir nær-
buxur hennar og örvað kynfæri hennar. Lewinsky
hafi átt munnmök við hann og kynfæri þeirra hafi
ennfremur snerst stuttlega.
Aðrir fundir
Lewinsky bar að hún hafi hitt forsetann á vinnu-
stofu hans laugardagsmorguninn 16. ágúst 1997.
Þau hafi kysst og hún hafi snert kynfæri hans í
gegnum fótin en hann hafi ýtt henni frá er hún vildi
eiga við hann munnmök.
Sunnudaginn 28. desember 1997, þremur vikum áð-
ur en Clinton bar vitni í máli Jones, hittust hann og
Lewinsky á forsetaskrif-
stofunni. Auk þess sem þau
ræddu ýmis atriði sem rak-
in eru síðar í skýrslunni,
kysstust þau „ástríðufullt"
að hennar sögn. „Ég kalla
það ekki stuttan koss,“
sagði hún.
Kynferðisleg
símtöl
Lewinsky bar að hún og
forsetinn hafi ræðst við á
kynferðislegum nótum í
síma, um það bil fimmtán
sinnum. Forsetinn hafi
ævinlega átt frumkvæðið
með því að hringja
Lewinsky.
Líffræðileg
söniiunargögn
Lewinsky lét starfsmenn
Starrs fá dökkbláa kjólinn
sem hún taldi vera með
sæðisblettum úr forsetan-
um. Rannsóknarstofa rann-
sakaði blettina sem reynd-
ust sæði. 3. ágúst 1998 var
tekið blóðsýni úr forsetan-
um og rannsóknarstofa bandarísku alríkislögregl-
unnar bar það saman við sæðisblettinn. Niðurstað-
an var sú að hann væri úr forsetanum, líkurnar á
því að svo væri ekki, væru einn á móti 7,87 milljörð-
um.
Á meðan samband Lewinsky og forsetans varði,
trúði hún ellefu manns íýrir því; vinum úr mennta-
skóla, fyrrverandi unnusta, samstarfskonum, móð-
ur og frænku og tveimur ráðgjöfum. Vitnisburði
þeirra ber saman, Lewinsky sagði samband hennar
og forsetans hafa byggst á kossum og munnmök-
um. Þá sagði hún nokkrum vinanna frá atvikinu
með vindilinn.
Niðurstaða
I skýrslu sinni kemst Starr að þeirri niðurstöðu
að nákvæmur vitnisburður Lewinsky, það að hann
skuli vera samhljóða framburði vina hennar og fjöl-
skyldu og sæðisbletturinn á kjól hennar staðfesti að
Clinton forseti og Lewinsky hafi átt í umtalsverðu
kynferðislegu sambandi frá 15. nóvember 1995 til
28. desember 1997.
Forsetinn hafi hins vegar neitað því, í eiðsvarinni
yfirlýsingu og eiðsvörnu skriflegu svari við yfir-
heyrslur, að hann hafi átt í kynferðissambandi,
kynferðislegum samskiptum eða kynferðistengsl-
um við Lewinsky. Þá hafi forsetinn neitað því að
hafa tekið þátt í athöfnum sem lýst er í nánari skil-
greiningu á „kynferðissamskiptum", sem notast var
við, við yfirheyrsluna.
I máli Jones hafi forsetinn í fimmgang iátið fara
frá í>ér rangar fullyi’ðingar um kynferðissamband-
ið. I fjórum af fimm tilfellum hafi forsetinn borið
fyrir sig merkingarfræðilega vörn: Forsetinn telur
að sú skilgreining sem notuð var til að lýsa kyn-
ferðissambandi, hafi ekki náð til þeirra kynferðis-
samskipta sem hann hafi átt við Lewinsky. Þá hafi
forsetinn neitað fullyrðingum Lewinsky um að
hann hafi nokkurn tíma snert brjóst hennar og
kynfæri.
Slíkar fullyrðingar standist ekki nákvæma skoð-
un.
t
Samkvæmt skilgreiningu forsetans, geti maður
átt munnmök og snert brjóst hennar og kynfæri, án
þess að slíkt teljist „kynferðissamband“.
Skilgreining forsetans á „kynferðistengslum" feli
í sér samfarir, annað, svo sem munnmök, teljist
ekki kynferðistengsl. Það sama eigi við um kyn-
ferðisleg samskipti.
Skilgreining á „kynferðistengslum“, sem notast
var við í máli Jones á
hendur forsetanum, felur í
sér að „maður snerti kyn-
færi, endaþarm, nára,
brjóst, innanverð læri eða
rasskinnar einhverrar
persónu til að örva eða
fullnægja henni. Forset-
inn hafi neitað að hafa
snert „nokkurn" á slíkan
hátt.
Er hann hafi verið
spurður um munnmökin
sem Lewinsky rekur í
framburði sínum, hafi
hann sagt að með því að
„þiggja" slíkan greiða,
„taki hann ekki þátt“ í slík-
um mökum, né „valdi
snertingu við kynfæri,
endaþarm, nára, brjóst,
innanverð læri eða
rasskinnar einhverrar per-
sónu“, sé átt við „einhverr-
ar annarrar persónu". Ef
votturinn sé sá sem þiggi
munnmök, sé snertingin
„ekki við neitt á listanum,
heldur varir annarrar per-
sónu“.
Þessum þröngu skilgreiningum vísar StaiT á bug
og segir óréttlátar.
I.
Kenneth Starr telur vera nægar og trúverðugar
vísbendingar um, að Bill Chnton, forseti Bandaríkj-
anna, hafi logið eiðsvarinn fyrir rétti um kynferðis-
legt samband sitt við Monicu Lewinsky.
I skýrslunni segir Starr, að áfrýjunarréttm' í DC,
District of Columbia, hafi heimilað í janúar sl. rann-
sókn á því hvort Lewinsky og Clinton hefðu reynt
að hindra framgang réttvísinnar í málinu, sem
Paula Jones höfðaði. Þegar forsetinn hefði svo neit-
að því 17. janúar sl. að hafa átt í kynferðislegu sam-
bandi við Lewinsky hefði sá framburður verið tek-
inn til rannsóknar.
Framburður Clintons fyrir rétti
Clinton vissi um þær sannanir, sem voru gegn
honum, er hann kom fyrir rétt 17. ágúst sl. segir í
skýrslusnni. Hann vissi einnig, að rannsóknaraðil-
arnir hefðu samið við Lewinsky um, að hún yrði
ekki saksótt ef hún segði sannleikann og hann vissi,
að hugsanlega væri sæði úr honum að finna í kjóln-
um hennar. Rannsóknaraðilarnir höfðu beðið um
blóðsýni úr forsetanum 3. ágúst sl., tveimur vikum
áður en hann kom fyrir rétt, og sýnt fram á, að
ástæða væri fyrir beiðninni.
Forsetinn átti því þriggja kosta völ. Hann gat
haldið við sinn fyrri framburð og opinberar yfirlýs-
ingar og neitað öllu kynferðislegu sambandi. Hann
mátti þó vita, að miklar vísbendingar væru um ann:
að og einkum ef sæði fyndist í kjól Lewinsky. í
öðru lagi gat forsetinn játað sambandið við Lewin-
sky en þá hefði hann um leið viðurkennt að hafa
logið eiðsvarinn í Jones-málinu. I þriðja lagi gat
forseti vitnað í þá grein stjórnarskrárinnar, sem
leysir menn undan vitnisburði, sem er þeim sjálfum
til áfellis.
Forsetinn tók engan þessara kosta. Hann viður-
kenndi „náið og óviðeigandi" samband en neitaði að
hafa logið í Jones-málinu þegar hann neitaði öllu
sambandi við Lewinsky. Hélt hann þvi fram, að
sambandið við hana hefði ekki byrjað í nóvember
1995 er hún var þar í starfsþjálfun, heldur í byrjun
árs 1996.
Forsetinn neitaði að svara því hvort hann hefði
haft munnmök við Lewinsky en hann lagði áherslu
á, að með „kynferðislegu sambandi“ væri átt við
eiginleg kynmök og þau hefði hann ekki átt með
henni. Því hefði hann ekki logið eiðsvarinn.
II.
í skýrslu Starrs segir, að forsetinn hafi þrívegis
sagt ósatt eiðsvarinn.
I Jones-málinu hefði hann ekki sagt „sannleik-
ann og ekkert nema sannleikann" er hann neitaði
kynferðislegu sambandi við Lewinsky. Jafnvel þótt
skilgreining hans á því væri höfð í huga þá bæri
þeim Lewinsky ekki saman um það hvort hann
hefði snert brjóst hennar eða kynfæri og líklegra
væri, að hann hefði logið.
I skýrslunni nefnir Starr sex atriði, sem styðja
það, að Clinton hafi logið en ekki Lewinsky.
III.
Starr segir, að flest bendi til, að forsetinn hafi
logið í einkamáli Jones gegn honum þegar hann
kvaðst ekki minnast þess að hafa verið einn með
Lewinsky og gerði lítið úr þeim gjöfum, sem hann
gaf henni.
Monica Lewinsky ber hins vegar, að hún hafi
verið ein með Clinton, í forsetaskrifstofunni og ann-
ars staðar, og Betty Currie, einkaritari hans, ber,
að þau hafi verið ein í forsetaskrifstofunni nokkrum
sinnum. Það sama bera sex núverandi og fýrrver-
andi lífverðir og einnig Glen Maes, þjónn í Hvíta
húsinu.
I framburði sínum 17. ágúst viðurkenndi Clinton,
að hann hefði verið einn með Lewinsky mörgum
sinnum og þar á meðal þremur vikum íýrir fram-
burðinn í Jones-málinu.
IV.
Fyrir liggja að mati Starr traustar og trúverðug-
ar upplýsingar um að forsetinn hafi sagt ósatt í
vitnisburði sínum varðandi samtöl sem hann átti
við Lewinsky um aðild hennar að Paulu Jones mál-
inu. Einnig að forsetinn hafi logið í eiðsvörnum
vitnisburði með því að segja að hann væri ekki viss
um hvort hann hefði rætt við Lewinsky um mögu-
leikann á því að hún bæri vitni. I raun ræddu þau
það þrisvar í mánuðinum áður en hann gaf vitnis-
burð sinn, eins og vitnisburður Lewinsky leiðir í
ljós.
Starr telur sannað að forsetinn hafi sagt ósatt er
hann sagði að hann hefði ekki vitað hvort Lewinsky
hefði verið stefnt er hann ræddi við hana í síðasta
sinn. Hann vissi að henni hefði verið stefnt og þar
sem samtalið átti sér stað nokkrum vikum áður en
hann gaf vitnisburð sinn gæti hann ekki hafa
gleymt því. Hann sagði líka ósatt um dagsetningu
síðasta fundar þeirra, sagði hann sennilega hafa átt
sér stað „einhvern tímann fýrir jól“, og gaf þannig í
skyn að það gæti hafa verið áður en Lewinsky var
birt stefnan 19. desember. Þau hittust hins vegar
síðast í Hvíta húsinu 28. desember 1997.
V.
Starr telur sannað að forsetinn hafi reynt að
hindra framgang réttvísinnar með því að gera ráð-
stafanir til að leyna sönnunargögnum um samband
sitt við Lewinsky íýrir rannsakendum Jones-máls-
ins.
Hann segir óumdeilanleg sönnunargögn sýna
fram á að Lewinsky hafði áhyggjur af því að hafa
gjafir frá forsetanum undir höndum vegna þess að
henni hafði verið stefnt. Forsetinn gaf Lewinsky
nokkrai’ jólagjafir 28. desember 1997 og eftir það
lét hún nokkrar af gjöfunum frá honum í hendur
einkaritara forsetans, Betty Currie, sem geymdi
þær undir rúmi sínu. Currie hélt því fram í sínum
vitnisburði að Lewinsky hefði hringt í sig í þessum
erindagjörðum, en Lewinsky ber að Currie hafi
hringt og óskað eftir því að fá gjafimar í sína
vörslu. Vitnisburður Lewinsky þykir trúverðugri
en vitnisburður Currie. Því eru fýrir hendi sterkar
vísbendingar um að forsetinn hafi reynt að leyna
sönnunargögnum um samband sitt við Monicu
Lewinsky.
VI.
í skýrslu Starrs kemur fram að fyrirliggjandi séu
óyggjandi sannanir þess að Clinton og Lewinsky
hafi komist að samkomulagi um að ef
þau yrðu spurð um það við yfirheyrslur
vegna Paulu Jones-málsins hvort þau
hefðu átt í kynferðislegu sambandi
myndu bæði segja ósatt þótt eiðsvarin
væru. Samkvæmt laganna hljóðan teljist
þetta „samsæri um að fremja meinsæri".
Jafnframt hafi Clinton reynt að hindra framgang
réttvísinnar þegar hann stakk upp á því við Lewin-
sky í samtali 17. desember, er hann komst að því að
nafn hennar var á lista yfir þá er myndu e.t.v. gefa
vitnisburð í Jones-málinu, að hún gæfi frá sér skrif-
lega og eiðfesta yfirlýsingu þannig að hægt væri að
koma í veg fyrir að hún yrði kölluð til að bera vitni,
og til að hún gæfi ekki upplýsingar sem stönguðust
á við vitnisburð forsetans, og til að hann gæti kom-
ist hjá því að svara spurningum um Lewinsky þeg-
ar hann bar vitni í Jones-málinu. Neitaði hann ein-
faldlega að um kynferðislegt samband hafi verið að
ræða. Þannig hafi Clinton reynt að koma í veg iýrir
að saksóknara í því máli tækist að safna saman öll-
um sönnunargögnum. v
Lewinsky segir í vitnisburði sínum að forsetinn
hafi aldrei farið fram á það við hana með beinum
hætti að hún lygi fyrir rétti en sátt hafi ríkt um það
á milli þeirra að hún héldi áfram að reyna að hylma
yfir sambandið.
VII.
í skýrslu sinni heldur Starr því fram að markmið
Clintons með því að aðstoða Lewinsky í atvinnuleit
hennar í desember 1997 hafi verið að halda henni
ánægðri einmitt í þann mund er líklegt gerðist að
hún yrði beðin að bera vitni í Paulu Jones-málinu.
Heldur Starr því fram að með því að reyna að finna
Lewinsky atvinnu í New York, á sama tíma og lík-
legt var að hún yrði notuð sem vitni gegn forsetan-
um, hefði hún sagt satt í vitnisburði sínum í Jones-
málinu, hafi Clinton sannarlega reynt að hindra
framgang réttvísinnar.
VIII.
Starr heldur því fram að Clinton hafi framið
meinsæri er hann lýsti samtölum sínum við vin sinn
Vernon Jordan um Lewinsky. Sagði forsetinn í
vitnisburði sínum að hann hefði vitað að Jordan var
að aðstoða Lewinsky við atvinnuleitina í New York
en hélt því hins vegar fram að hann myndi ekki
hvort Jordan ræddi við Lewinsky um hennar þátt i
Paulu Jones-málinu. „Þessi vitnisburður forsetans
var ósannur. Neyddist forsetinn til að ljúga um
þetta er hann var eiðsvarinn til að komast hjá því
að rannsókn færi fram á hvort óviðurkvæmileg
tengsl væru á milli vitnisburðar Lewinsky í Jones-
málinu og þess að forsetinn aðstoðaði hana í at-
vinnuleitinni," segir í skýrslu Starrs. Hefðu lög-
fræðingar Paulu Jones eflaust kannað þessi tengsl
hefði forsetinn ekki sagt ósatt og því sé hægt að
halda því fram að forsetinn hafi reynt að hindi’a
framgang réttvísinnar.
IX.
Starr segir að óyggjandi sannanir liggi fýrir um
að Clinton hafi reynt að hafa áhrif á það hvað Betty
Currie, einkaritari hans, segði í vitnisburði sínum.
Eftir að hann hafði borið vitni í Jones-málinu, þar
sem hann bar Currie oft til vitnis um það að ekkert
óeðlilegt hefði verið við samband hans við Lewin-
sky, kallaði hann Currie á sinn fund, enda mátti
honum þá vera ljóst að Currie yrði kölluð til vitnis.
Reyndi hann að sögn Starr að fá Currie til að
staðfesta fullyrðingar (sem hann þó vissi að voru
ósannar) um að hann hefði aldrei verið í einrúmi
með Lewinsky, að Currie hefði alltaf getað séð þau
eða heyrt í þeim, og að hann hefði aldrei snert
Lewinsky.
X.
Nægar og trúverðugar upplýsingar benda að
mati Starr til þess að Clinton forseti hafi reynt að
hindra framgang réttvísinnar við alríkisrannsókn
fýrir rannsóknarkviðdómi. I sjö mánuði neitaði for-
setinn að bera vitni og á meðan laug hann að fólki,
sem hugsanlega myndi bera vitni fyrir kviðdómi, í
þeirri vissu að það myndi hafa lygina eftir honum
fyrir rétti.
Forsetinn staðhæfði við ráðgjafa sína og sam-
starfsmenn að hann hefði ekki átt í kynferðislegu
sambandi við Lewinsky. Við John Podesta, aðstoð-
arstarfsmannastjóra Hvíta hússins, sagði hann að
hann „hefði ekki átt í kynferðislegu sambandi" við
Lewinsky og að hann hefði „ekki átt við hana
munnmök". Þegar forsetinn bar vitni fyrir kvið-
dómi játaði hann að orð sín um sambandið við
Lewinsky kynnu að hafa blekkt. Hann vissi að ráð-
gjafar hans yrðu líklega kallaðir fyrir rannsóknar-
kviðdóm til þess að bera vitni í málinu og að þeir
myndu endurtaka orð hans þar. Af ofantöldu má
vera ljóst, segir Starr, að forsetinn reyndi að hafa
áhrif á framburð vitna á meðan á rannsókninni
stóð.
XI.
Nægar og trúverðugar upplýsingar telur sak- ,
sóknarinnar einnig vera fyrir hendi um að fram-
ferði Clintons forseta frá því 17. janúar 1998, er
varðar samband hans við Monicu Lewinsky, hafi
ekki verið í samræmi við stjórnarskrárbundna
skyldu hans um að framfylgja lögum.
Það gerðist fýrst 21. janúar 1998, segir í skýrsl-
unni, að forsetinn blekkti bandarísku
þjóðina og þingið þegar hann sagði ekki
satt til um samband sitt við Lewinsky.
Hann varð þess valdur að forsetafrúin,
ráðherrar, starfsmenn Hvíta hússins og
ráðgjafar forsetans gerðu slíkt hið sama
á opinberum vettvangi. Forsetinn neytti
ítrekað og á ólögmætan hátt réttar síns sem þjóð-
höfðingja og leyndi sönnunum um framferði sitt
fyrir kviðdómi. Hann neitaði sex sinnum að bera
vitni fyrir kviðdómi og tafði þar með framgang
málsins og neitaði síðan að svara spurningum fyrir
kviðdómi í ágúst. Forsetinn blekkti þjóð og þing
aftur í opinberri yfirlýsingu sinni 17. ágúst sl. þeg-
ar hann sagðist hafa sagt satt í janúar „í lagalegum
skilningi“.
Ofantaldar staðreyndir gætu verið grunnur
málshöfðunar til embættismissis, segir að lokum.
Saknæmt að
blekkja önnur
vitni
Reuters
BILL Livinggood, yfirmaður lögreglunnar
í þinghúsinu, tekur eintak af skýrslu sak-
sóknarans, Kenneth Starrs, upp úr kassa.
Átti tíu
ástarfundi
með Lewinsky