Morgunblaðið - 12.09.1998, Page 41

Morgunblaðið - 12.09.1998, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1998 41 X Áfangasigur í verndun Þjórsárvera í VOR samþykkti skipulagsstjóri með eilitlum fyi-irvörum fi'ummats- skýrslu Landsvirkjunai' þar sem lýst var að hluta umhverfísáhrifum í kjöl- far framkvæmda við allt að 140 MW Vatnsfellsvh'kjun við Þórisvatn. Um- hverfisráðherra hnekkti nýlega þess- um úrskurði, en Náttúruverndar- samtök Islands, Fuglaverndarfélag Islands og Náttúruvemd ríkisins kærðu hann. Kærurnar voru sam- hljóða og byggðu á því meginatriði að í skýrslu Landsvirkjunar væri ekki fjallað um umhverfísáhrifin af völd- um Norðlingaölduveitu, sem Lands- virkjun og Orkustofnun hafa viður- kennt að er forsenda þess að fá allt að 140 MW afl úr virkjuninni (sbr. frumathugunarskýrslu bls. 8). Að mati Náttúruvemdasamtaka Islands stiíðh' þessi annmarki við gerð um- hvei'físmatsins gegn megintilgangi laga um mat á umhverfisáhrifum, sem er í aðalatriðum sá að öll helstu umhverfisáhrif framkvæmdai' séu kunn áðm- en ráðist er í hana. 70-100 MW Virkjun Mikilvægt er að gera sér grein fyr- ir að Vatnsfellsvirkjun er skipt í tvær óháðai' framkvæmdir eða áfanga. Fyrri áfanginn, 70-100 MW, byggir á bættri nýtingu Þórisvatns sem miðl- unarlóns, en sá síðari, 40-70 MW, byggh’ á veitu Þjórsár um nýtt miðl- unarlón, Norðlingaölduveitu, yfir í Þórisvatn. Fyrri áfanginn er einn hagkvæmasti og vænsti virkjunar- kostur m.t.t. umhverfis- rasks sem upp hefur komið í landinu um langt skeið. Þetta viður- kenna bæði Landsvirkj- un og Orkustofnun í frumathugunarskýrsl- unni. Astæðan er sú að á svæðinu er Þórisvatn fyrh' hendi sem miðlun- arlón, sem ásamt núver- andi stíflu, lokumann- virki og vatnsvegum, mun nýtast við bygg- ingu Vatnsfellsvirkjun- ar. Svæðinu hefur sem sagt þegar verið breytt með orkumannvirkjum og tilheyrandi jarðraski. Þar af leiðandi verða umhverfisáhrif af völdum fyrri áfanga V atn sfells virkj unar með minnsta móti. Eðlilega hefur enginn Baráttan, segir Hilmar J. Malmquist, mun áfram beinast að verndun Þjórsárvera. sett sig upp á móti framkvæmdum við fyiri áfanga Vatnsfellsvirkjunai'. 110-140 MW Virkjun Allt öðru máli gegnir um seinni áfangann. Asókn Landsvirkjunar í til- tölulega lítið viðbótarafl ki-efst mun dýrari framkvæmda sem valda munu marg- falt meiri og alvarlegri náttúruspjöllum en þeim sem fylgja fyiri áfanganum. Ekki aðeins að stíflumannvirki, stöðvarhús og vatnsveg- ir verði umfangsmeiri, heldur - og það er verra - þá þarf að ráðast i gerð Norðlingaöldu- veitu. í fullri stærð (581 m h.y.s.) yrði miðlunar- lónið þriðja stærsta vatn landsins, 62 km2, sem færa myndi á kaf nær 17 km2 af grónu landi, að mestu innan friðlandsins í Þjórsár- verum. Einnig myndi gróður spillast á breiðu svæði á um 40 km löngum kafla meðfram nýju ströndinni. Þjórs- ái-ver voru friðlýst 1987 vegna þess að um er að ræða einstaka hálendisgróð- urvin á heimsmælikvarða. Að auki era Þjórsárver á svokallaðri Ramsar- skrá yfu' alþjóðlega mikilvæg vot- lendissvæði, einkum vegna fuglalífs. Náttúrafarslegt gildi Þjórsárvera felst í fjölbreyttu og sérstæðu gróður- samfélagi og þar er að finna stærstu heiðagæsabyggð í heimi. Norðlinga- ölduveita mun færa á kaf a.m.k 15% af varpsvæðum heiðagæsai-innai' og spilla varplöndum himbrima, hávellu, óðinshana o.fl. fugla. Vegna hættu á auknu rofi og uppblæstri út frá Hilmar J. Malmquist ISLENSKT MAL SNORRI Jónsson í Hafnarfírði skrifar mér bréf sem mér þykir brotaminnst að bii'ta óstytt að slepptum kveðjuorðum. Umsjón- armaður þakkar bréfið, en getur engri vitneskju bætt við efni þess. Ef það vilja aðrir gera, er það vel þegið: ,,Refsveina eða refkeila. I bókinni Afangar - ferðahand- bók hestamanna - sem er safnrit Landssambands hestamannafé- laga, er kafli sem ber heitið: Afram upp á Arnarvatnsheiði, Núpdælagötur, Úlfsvatn. I kafla þessum segir eftirfarandi á bls. 32: „Rétt þar sem mætast nýja leið- in og gamli vegurinn liggur bfla- slóð til norðurs að Norðlingafljóti og yfir það á góðu vaði neðan við Refsveinu. Refsveina er dálítil á, sem kemur ofan af heiðinni og er afrennsli nokkurs vatnasviðs, sem nær langleiðina upp að Svartar- hæð og norður að Veiðitjörn og Arfavötnum. Nafn sitt fær áin þar, sem hún rennur úr Arnar- vatni litla. Nokkur lón era í far- vegi hennar, og er Stóralón stærst, og er það dágott veiðivatn við Hæðarsporðinn. Enginn veit hvernig nafnið er til komið. Sumir hafa haldið að það væri stytting úr Refsveinaá, aðrir hafa haldið að þetta væri af- bökun úr einhverju allsendis óvissu, sumum hefur dottið í hug að mönnum hafi þótt eins og klið- urinn væri eins og vein úr ref. Einhverjum enn datt í hug að af- bökun hafi orðið úr Refsvina, áin væri vinur refsins, sem veiddi sér til matar úr henni.“ Hugleiðingar þessar finnst mér nánast út í bláinn, enda ekki stuðst við annað en getgátur. Hjá Örnefnastofnun er orðið Refsveina og Refsvina í örnefna- skrá sem nafn á áðurnefndri ár- sprænu, en skýringar fylgja eng- ar. í stafsetningarorðabók Hall- dórs Halldórssonar frá 1947 er orðið refkeila af refur og keila (sbr. n. keila „mjótt sund“, skylt Umsjónarmaður Gísli Jónsson 970. þáttur kíll; frumm.: „rifa“, síðan „cunn- us“ og loks ,,kvendýr“). í þriðju útgáfu sömu bókar frá 1988 er að auki vísað til orðsins keila (fiskur) sbr. refkeila í hljóðskiptum við kíll sem merkir lón eða síki. í ís- lenskri orðabók, Rvk 1963 er orðið refkeila sagt merkja: tæfa, læða, grenlægja; og í sömu orðabók, Rvk 1983, aukinni og endurbættri, er orðið sagt merkja hið sama en merkt sem staðbundið málfar. I safnriti Jóns Árnasonar: ís- lenskar þjóðsögur og ævintýri I—II Lpz 1962-64 segir m.a. eftir- farandi í kaflanum um íylgjur á bls. 355: Svikulla manna fylgjur og hrekkvísra og galdramanna voru í tóulíki eða refkeilu, en fríðra kvenna í álptarlíki. Líklegt er að fáir hafi þekkt orðið refkeilu og kunnað á þvi skýringar. Þótt munur sé á orðun- um refkeila og refsveina er ekki óhugsandi að í munni einhverra hafi refkeila orðið að refsveinu og seinna að refsvinu af því að ein- hvern hefur þyrst í gagnsæja skýringu á orðinu." ★ Salómon sunnan sendir: Dagbjartur datt upp úr polli, Dýrleifu hlýnaði í nolli, Örn á Bikamum vaið edrú á barnum, og andskotann væmdi við solli. ★ Danska orðið katastrofe er ætt- að úr grísku og merkir „hamfarir, stórslys, stóráfall“. Nú væri það langt mál og leiðinlegt að rekja slóð og merkingarfærslu orðsins alla leið frá Forn-Grikkjum til Dana. En sumir íslendingar lærðu orðið af Dönum og slettu því talsvert. Ekki voru allir íslendingar lærðir í dönsku og því síður grísku, en höfðu þó hugboð um hvað þetta merkti. En „kata- strófa" myndaði engin hugrenn- ingatengsl við nein orð sem þeir þekktu í móðurmáli okkar. Þótt ljótt sé frá að segja, voru hundar og kettir stundum hengdir í snörum. Þær heita líka stroffur, og er orðið einmitt ættað úr grísku og merkir einhvers konar samsnúning. Og nú kviknaði skiln- ingsljós. „Katastrófa“ var auðvit- að kattarstroffa, snara til að hengja ketti, og næst þegar stór- áfall varð sögðu menn að þetta hefði verið ljóta kattarstroffan. Það fyrirbæri, sem hér hefur verið reynt að lýsa með dæmi, er alþjóðlegt. Menn reyna að gera sér óskiljanleg orð skiljanleg. Þjóðverjar, sem snemma vora áframgengir í fræðunum, gáfu þessu fyrirbæri nafnið Volks- etymologie, og það kallar Helgi Hálfdanarson þjóðskýringu. (Má ég skjóta því hér inn að þ. Volk er skylt fullur, en þjóð er skylt latínu totus = allur.) Aðeins annað dæmi um Volks- etymologie: Heilsan dijúgum versna vann, vanmegnun á kkamanum. Eftir þrjú ár eg því fann opinsjón á spítalanum. Þetta erindi er úr ljóðinu Eins og straumur í Vestmannaeyja- ljóðum (1929) eftir Unu Jónsdótt- ur. Hún var á spítala og gekkst undir það sem á læknamáli heitir „óperasjón" = uppskurður, frum- merking aðgerð. Una hefur hins vegar skilið oi'ðið svo, að eftir skurðaðgerðina sæist í allt opið, og þá býr hún til orðið opinsjón. Þetta er skólabókardæmi um þjóðskýringu. ★ Hlymrekur handan kvað: í Miðhúsaseli hún Marta Jóh. mölvaði allt og í parta sló, þó hún væri ekki sterk, var hún tiljug i verk; hana vantaði bara eina Kartagó. Auk þess fær fréttastofa Stöðv- ar tvö stig fyrir vöndun málfars. Þar eru greinilega að verki menn sem sýna vilja móðurmálinu sóma. Óskar Þór Halldórsson fær sér- stakan plús fyrir: „Aukin spurn eftir fasteignum." (Fréttir 6. sept.) strönd miðlunarlónsins vegna vatns- miðlunar má fastlega búast við að það þrengi enn frekar að búsvæðum fugl- anna. Af sömu ástæðu og vegna breyttrar grunnvatnsstöðu má einnig búast við að gróður og jarðvegur breytist víðar í verunum en eingöngu næst ströndinni. Vegna umfangs Norðlingaöldu- veitu og vegna þess að lónið er að mestum hluta innan íriðlands Þjórs- ái-vera þaif seinni áfangi Vatnsfells- vh'kjunar hvoru tveggja að sæta sér- stöku mati á umhverfisáhrifum og hljóta samþykki Náttúruverndar rík- isins vegna friðlýsingarákvæða um svæðið. Samþykkið skal byggjast á rannsóknaniðurstöðum um áhrif miðlunarlónsins á vistkerfi Þjórsár- vera og hafa rannsóknirnar þegai' farið fram. Um er að ræða ítarleg- ustu rannsóknir sem um getur í land- inu á áhrifum miðlunarlóns á gi'óður og jarðveg og sá prófessor Þóra El- len Þórhallsdóttir um þær. Skýrsla hennai', ,Áhrif miðlunarlóns á gróður og jarðveg í Þjórsárverum. Líffræði- stofnun háskólans. Reykjavík. 1994.“, kom út fyrir fjórum ái’um og er holl lesning öllum sem vilja kynna sér málefni Norðlingaölduveitu. Lands- vh'kjun hefur lítið látið með skýrslu Þóru og dregið lappirnai' við að kynna umhverfismat vegna Norð- lingaölduveitu, en í haust má vænta tíðinda í málinu. Mikilvægur áfangasigur Bai'átta íslenskra sem erlendra áhugamanna um verndun íslenskrar öræfanáttúra mun áfram beinast að vemdun Þjórsárvera. Koma verður í veg fyrir að Landsvirkjun valdi óbætanlegum spjöllum á Þjórsárver- um með því að skerða þessa heims- þekktu hálendisvin fyrir aðeins nokk- ur megavött. Umhverfisráðherra tók af skarið um að ekki sé unnt að fall- ast á þá tilhögun Vatnsfellsvirkjunar sem metin er í frummatsskýrslu Landsvirkjunar. Við byggingu Vatnsfellsvirkjunar í útfalli Þóris- vatns er fyrirtækinu óheimilt að gera ráð fyrir vatnsmiðlun frá Norðlinga- ölduveitu án þess að meta umhverfis- áhrif veitunnar. Því skuli fara fram frekara mat á umhverfisáhrifum Vatnsfellsvirkjunar án Norðlinga- ölduveitu. Niðurstaða umhverfisráð- herra fullnægir því megintilgangi laga um mat á umhverfisáhrifum. Þetta - er mikilvægur áfangasigur í baráttunni fyrir verndun Þjórsái'- vera. Af niðurstöðunni leiðir m.a. að Landsvirkjun er forðað ft'á þvi að valda þarflausu umhverfisraski og að fyrirtækið baki sér skaðabótaskyldu sökum óhaldbærrar meðferðar á fjármunum þjóðarinnar. Úrskurður- inn kemur einnig í veg fyrir þá aug- ljósu freistingu að beita hagrænum þrýstingi til knýja fram ákvörðun um Norðlingaölduveitu reynist fram- kvæmdin neikvæð fyrh' lífríki Þjórs- árvera, sem flest rök hníga að. Höfundur er f stjóm Náttúruvernd- arsamtaka íslands. Velheppnað Reykja víkurmaraþon REYKJAVÍKURMARAÞON vai- haldið í fimmtánda sinn sunnudaginn 23. ágúst síðastliðinn í góðu veðri. Þessi íþróttaviðburður hefur fyrir löngu áunnið sér fastan sess í borgai'- lífinu og þar gefst öll- um, ungum sem öldn- um, kostur á að reyna hæfilega á sig og taka um leið þátt í heilbrigðri keppni. Hlaupið er ekki síður skemmtun sem öll fjölskyldan getur tekið þátt í enda var nú hægt að velja um fimm vega- lengdir. Allh' gátu því fundið lengd við sitt hæfi enda var fjöl- skyldufólk áberandi í skemmtiskokkinu sem aldrei fyrr. Hlaup er heilsubót Þátttaka í hlaupinu hefur farið vaxandi ár frá ári og ber því vitni að þúsundir Reykvíkinga iðka nú hlaup sér til heilsubótar og ánægju. Sumir Góð þátttaka í Reykja- víknrmaraþoni ber því vitni, segir Kjartan Magnússon, að þúsund- ir Reykvíkinga iðka nú hlaup sér til heilsubót- ar og ánægju. hafa stundað skokk frá því þeir muna eftir sér en aðrir byrjuðu e.t.v. ekki fyrr en þeir fóru á eftirlaun. Hin mikla uppbygging, sem hófst á göngustígakerfi Reykjavíkur fyi-h- tíu áram, hefur greinilega skilað sér og er ánægjulegt að sjá hve margir kjósa að skokka eftir þessum stígum. Erlendum þátttakendum í Reykjavíkurmaraþoni hefur fjölgað ár frá ári og nota margir þeirra tækifærið í leiðinni til að kynnast landi og þjóð. Margir hlauparar, sem náð hafa góðum árangri í þekktum maraþonhlaupum erlendis, sækja hingað og það gefur íslenskum hlaupurum færi á enn skemmtilegri keppni. Almenningsíþróttir eflast Frjálsíþróttasambandið og Reykjavikurborg standa fyrir Reykjavíkurmaraþoni og frá upphafi hefur hai'ðsnúinn hópur frjáls- íþróttamanna annast framkvæmd hlaupsins við góðan orðstír. Þessi hópui' á þakkh- skildar fyrir frammi- stöðu sína og fyrir að hafa þannig stóraukið áhuga fólks á almenningsíþróttum. <v Þátttakendum í þessu vinsæla hlaupi hefur fjölgað tífalt frá upphafi. Sumarið 1984 kepptu um 250 manns í maraþoni, hálfmara- þoni og 7 kílómetra hlaupi en síðustu ár hafa þátttakendur verið hátt á fjói'ða þúsund. Forráðamenn hlaupsins hafa lagt sig fram um að gera það að íþrótta- viðburði alh-ai' fjöl- skyldunnar og því hef- ui' verið bætt við milli- vegalengdum og þaðan af styttri lengdum til að . mæta þörfum hvers og eins. Menning og maraþon Nokkru færri tóku þátt í hlaupinu nú en nokkur undanfarin ár eða sam- tals 2.700 manns. Skýringin kann að vera sú að menningarnótt Reykja- víkurborgar var haldin nóttina fyi'ir hlaupið og stóð sá viðburður fram á rauðan morgun. Mai’gir þurftu þvi að velja á milli þess að njóta menn- ingar og skemmta sér fram eftir nóttu eða að fara snemma heim að sofa til að vera vel upplagðir fyrir hlaupið sem hófst kl. tíu um morgun- inn. Er ljóst að menningarnóttin hef- ur dregið nokkuð úr þátttöku í Reykjavíkurmaraþoni. Allmargir hafa lýst gremju sinni með að þessa viðburði bar upp á sama tíma þar sem þeir vildu taka þátt í þeim báð- um af fullum krafti. Það færi vel á því ef Reykjavíkur- maraþonið og menningarnóttin myndu ekki „rekast á“ með sama hætti næsta ár. Málið var rætt á síð- asta fundi íþrótta- og tómstundaráðs borgarinnar að frumkvæði sjálfstæð- ismanna og voru menn sammála um að reyna að afstýra slíkum ái'ekstri á næsta ári svo fólk þyrfti ekki að velja á milli þessara viðburða. T.d. kæmi til greina að láta viku líða á milli x hlaupsins og menningamæturinnar eða að halda Reykjavíkurmaraþon að morgni laugardags og menningar- vökuna um kvöldið. Eflaust verður hægt að finna lausn á þessu í góðu samstarfi við listamenn og frjálsí- þróttafólk. Höfundur situr í fþrótta- og tóm- stundai-áði Reykjavíkur. 'mr Kjartan Magnússon

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.