Morgunblaðið - 12.09.1998, Page 42
x 42 LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
SÚ VAR tíðin að ís-
lenskir laxveiðimenn
bjuggu sig til veiða
með það í huga, að
með dugnaði og út-
sjónarsemi gat veiðit-
úrinn staðið undir sér
og gott betur ef þeir
öfluðu vel. Þetta var í
þann tíma sem lax var
metinn sem munaðar^
vara í kæliborðinu. I
dag er öldin önnur og
dauður lax í kæliborði
er síst verðmætari en
ýsan eða lúðan í fatinu
við hiiðina. Breytingin
varð með tilkomu eld-
isstöðvanna. Laxinn
var gerður að húsdýri og aflað og
ræktaður í stóram stíl með hag-
kvæmari hætti en aðrir nytjafiskar
á borðum fólks. Iðnaðarfiskveiðar
fluttu úr ánum og sportveiðimönn-
um fjölgaði. Það hafði aftur í fór
með sér virðisauka í sveitunum,
• - tengdan ýmiskonar þjónustu þar
sem góð veiðivötn lágu eða ár
runnu um.
Eftir stendur stofn villta laxins
sem virðist enn eiga undir högg að
sækja. Fyrir utan ómetanleg verð-
mæti hans sem virtur íbúi jarðar-
innar, þá liggja mælanleg verðmæti
hans í eftirsókn eftir sígildri veiði-
bráð. Veiðimaður óskar laxinum
þess að hann geti snúið aftur í ána
og sé þar veiddur með þeim hætti
sem hæfír siðuðu fólki, á tímum
þegar hratt gengur á auðlindir
heimsins. Þeir sem eiga undir því
að geta sótt í nytjar umhverfisins
verða að hafa það hugfast að þeir
ætla að geta sótt aftur í auðlindina
og þeir sem lengra era komnir
hugsa um komandi kynslóðir. Nú
er talað um veiðistýringu og sjálf-
bærar nytjar.
Arðrán er hinsvegar það sem
fyrst kemur í hugann þegar daglega
berast aflafréttir af villtum laxi.
I ðnaðarveiðimenn
nauðþurftasamfélagsins
ganga aftur í ýmsum at-
hafnamönnum við veiði-
ár samtímans. Maðka-
tíminn er í algleymingi.
Á réttum hálfum mán-
uði veiða íslenskir
aflasnillingar um 10.000
laxa eða þriðjung af
ársveiðinni. En greiða
þeir í samræmi við afla-
mennskuna? Nei; senni-
lega ekki nema brota-
brot af því sem innlend-
ir og erlendir sport-
veiðimenn greiða fyrir
hvern lax. Á iðnaðar-
veiðimanni og sport-
veiðimanni er mikill munur þótt
báðir geti haft svipað gaman af at-
ferlinu. Netabóndinn nýtur sín jafn-
vel við ána og markaðsfulltrúinn
eða forritarinn sem kanna tauminn,
læra að lesa vatn og setja undir.
Virðisaukinn er hinsvegar ólíkur.
Þegar orminum linnir, hrapar verð-
ið á veiðileyfunum niður og sveitin
verður að sætta sig við rýrari hlut.
Sportveiðimenn vilja ekki þurfa að
greiða hæn-a verð en sem nemur
veiðivoninni. Eftir maðkaveiðitím-
ann eru árnar ekki svipur hjá sjón
það sem eftir lifir veiðitímans.
Undanfarin ár hafa veiðst 30.000
laxar á Islandi árlega og skilað
rámlega milljarði í tekjur til bænda
og ferðaþjónustunnar á lands-
byggðinni. Þennan hlut má auka.
Maðkaveiðimennirnh- í ágústbyrjun
taka drjúgan hlut af aflanum en
skila sáralitlum arði af þessari tak-
mörkuðu auðlind. Fyrir aflamenn á
maðk er hér hinsvegar um hreina
hagsmuni að ræða og mörg armæð-
an þar sem reynir á kransæðarnar í
kringum það að verða fyrstur með
orminn í rassinn á útlendingunum.
Ég tel að það sé úrelt fullyrðing
að það verði að selja ormunum inn
á árnar því annars seljist leyfin
ekki. íslenskar laxveiðiár eru eftir-
sóttar um allan heim sportveiði-
manna pg áhuginn fer vaxandi.
Eins og Islendingar kaupa sér leyfi
í sólinni við Miðjarðarhaf, Mexík-
óflóann eða Norðurá kaupir fólk frá
Evrópu og Ameríku leyfi undir
afrískri eða íslenskri sól. Hluti af
því eru veiðileyfi. Fólk sækir í það
sem það langar í en hefur ekki.
Fólkið handan hafsins vantar veiði-
ár. Það er eðlilegt að beina við-
Arðrán er hinsvegar
það sem fyrst kemur í
hugann, segir Ástþór
Jóhannsson, þegar
daglega berast afla-
fréttir af villtum laxi.
skiptum sínum þangað sem hagn-
aðurinn er mestur, það eiga maðka-
veiðimenn auðvelt með að skilja.
Hér á landi eru menn meira sam-
mála en annarsstaðar um að
stangaveiddur lax sé verðmætari
en netaveiddur lax. Hvað þá lax
sem fangaður er á línu úti á rúmsjó.
Enda hefur sjóveiði á laxi verið út-
hýst hér um árabil og netin nánast
öll horfin. Minni hagsmunir viku
fyi-ir meiri hagsmunum. Með sömu
rökum má fullyrða að lax veiddur á
flugu sé verðmætari en lax veiddur
á maðk. Fluguveiðunum fylgja
verðmætari veiðimenn fyrir alla
greinina. Allt frá fólkinu sem vinn-
ur við að útbúa veiðimanninn í ána
og fiskinn sem hann sækist eftir
svo ekki sé minnst á fólkið í dreif-
býlinu, sem hefur hagsmuni af þeim
samskiptum. Á innlendum og er-
lendum sportveiðimönnum er ekki
annar munur en sá að verð á veiði-
leyfum er mismunandi eftir tímabil-
um og við því er ekkert að gera.
Þar ráða framboð, gæði og eftir-
spurn. Rétt eins og annarsstaðar í
nútímaviðskiptum.
I ám landsins þar sem lax er ein-
göngu veiddur á flugu eru nánast
engar líkur á ofveiði og áin fær
tækifæri á að vera sjálfbær án telj-
andi afskipta.
Haffjarðará sem ein íslenskra
veiðiáa hefur notið þess að vera
„einungis fluguá“ undanfarna ára-
tugi sýnir minni sveiflur í veiðitöl-
um en sambærilegar ár sem veidd-
ar eru með blönduðu agni. Ekki
veit ég til þess að því hafi fylgt telj-
andi erfiðleikar í þeim á, umfram
aðrar ár, að losna við leyfin. Mark-
aðurinn er annar og viðskiptavin-
irnir eru öðruvísi samsettir. Rétt
eins og fólk sem hefur áhuga á eða
kaupir sér mismunandi gerðir af
bílum, þá eru viðskiptavinir veiði-
ánna mismunandi verðmætir.
Fleiri ár hafa verið að taka við
sér með breyttri veiðitilhögun á
undanförnum tveimur áram þar
sem meðal annars hefur verið
gengið svo langt að veiða og sleppa
eingöngu án þess að ég sé neinn
sérstakur talsmaður þessháttar
veiða. Það er ágætis viðmiðun að
geta torgað því sem maður veiðir.
Það er hvort sem er eini heiðurinn
sem hægt er að sýna veiðibráð í
seinni tíð.
Er ekki kominn tími til að endur-
skoða veiðistjórnunina í íslenskum
veiðiám? Skoða nýjar leiðir í mark-
aðssetningu og umgengni við árnar.
Einu sinni var saltfiskur lífið á Is-
landi, í þá daga var maðkaveiðin
sport. Hógvær maðkaveiði á veiði-
græjur þess tíma þar sem laxinn
var þreyttur af sportmennsku, var
þá sönn íþrótt eins og fluguveiði er
í dag. Svo breyttist allt. Með nú-
tímatækni, öflugum stöngum,
sterkum taumum, mörgum sökkum
og bættum samgöngum getur hver
meðal maðkaveiðimaður náð að
veiða hvaða lax í hverjum hyl eftir
að svæðið hefur vikum saman verið
veitt á flugu eingöngu. Þetta á ekk-
ert skylt við sport lengur og það er
löngu hætt að vera frásagnarhæft
að segja frá slíkri mokveiði, nema
þá í tengslum við arðrán og um-
hverfisníðslu. Til að eyða öllum
misskilningi þá er fluguveiði ekki
snobb heldur íþrótt og umhverfis-
væn leið til að nýta sér gæði náttúr-
unnar á sjálfbæran hátt.
Maðkaveiði og
verðmæti laxveiða
Ástþór
Jóhannsson
Uppreisn æru
MARGIR íslend-
ingar ganga nú hnípn-
ir um sali og þannig er
þrengt að mannfólkinu
að því liggur við köfn-
un. Þörf er á uppreisn
fjöldans. Orðið upp-
reisn er lýsandi um
upphaflegt innihald
orðsins, þ.e. að „rísa
upp“. Þetta samsetta
orð hefur einnig í sér
„reisn“ sem þýðir
sjálfsvirðing. Þannig
er uppreisn tengd já-
kvæðum eiginleikum
. hjá okkur öllum. Orðið
hefur hins vegar verið
rægt og atað auri, gert
tortryggilegt vegna þess að upp-
reisn hentar ekki ráðandi öflum.
Hinn vinnandi maður
Tökum hinn vinnandi mann sem
gengur til vinnu sinnar og leggur
fram mikið verðmæti. Þetta verð-
mæti er vinnan sem gerir og hefur
gert alla þá hluti mögulega sem við
búum við og sjáum í kringum okk-
ur. Vinur okkar gengur hins vegar
til vinnu sinnar álútur, eins og óvel-
kominn gestur á sínum vinnustað.
Hann leggur fram þennan dýr-
mæta skerf en fær óréttlát, niður-
lægjandi laun. Hann fær engu ráð-
ið um tilhögun mála og má oft telj-
ast góður ef hann fær áfram að
vinna þama. Innra með mörgum
vinnandi manninum ólgar óánægja
„^jog réttlætiskennd af því að hann
lifir ekki við reisn. Hann leggur
fram vinnu sína og
þiggur lág laun en aðr-
ir hirða ágóðann af
þessu verðmæti, jafn-
vel einhverjir sem
aldrei koma inn fyrir
hússins dyr í fyrirtæk-
inu, gera ekkert. Og
hann hefur ekkert um
þetta að segja.
Uppreisn gegn
lögmálinu!
Af hverju rís maður-
inn ekki upp gagnvart
þessu óréttlæti, myndi
einhver segja, t.d. ein-
hver Marsbúi! Það er
vegna þess að völdin
eru ekki í hans höndum. Tilbúnar
i-eglur ráðandi peningaafla hafa
skilgreint það svo að sá sem „á“
Þetta er staðan, segir
Júlíus Valdimarsson.
En hún byggist á
stórri lygi.
fyrirtækið skuli ráða öllu og taka
allan ágóðann en þeir sem vinna öll
störfin skuli engu ráða og aðeins fá
laun. Þarna er svo vinur okkar
álútur og hugsanirnar ryðjast fram
og hringsnúast í höfði hans. Hann
finnur óréttlætið, hann skynjar að
þetta er allt ragl sem ekki stenst
heilbrigða skynsemi og kannski
hafði hann lesið ljóð Steins Stein-
ars og veit þess vegna að „það var
vitlaust gefið“. Hann finnur þetta
og hann veit þetta allt, en hann rís
ekki upp vegna þess að hann tráir
að „uppreisn" þýði að hann missi
vinnuna.
Hann efast líka hálfvegis um
hugsanir sínar og tilfinningar, því
ef þetta er svona og hefur alltaf
verið, er það þá ekki bara hann
sem er ruglaður en ekki þetta kerfi
sem hann vinnur í. Hann les og
heyrir líka allt í kringum sig svo-
kallaða „fyrirmenn, „sérfræðinga"
og „leiðtoga" (jafnvel í eigin stétt-
arfélagi) tala með umvöndun og
föðurlegu yfirlæti um að þetta
þurfi nú einmitt að vera svona.
Þeir sem lengst ganga, og þeir eru
margir, segja einnig að þetta sé
nefnilega lögmál. Já, ekki blæs
byrlega fyrir okkar ágæta vini,
hver getur risið upp gegn lögmáliU
Hvernig gengur til dæmis hjá þeim
sem fer upp á þak og ætlar að
stökkva niður og þráast gegn
þyngdarlögmálinu, nei gegn lög-
máli þýðir lítt að ganga. Og áfram
bylur þulan úr öllum hátöluram um
það að hann verði að sætta sig við
sín lágu laun til þess að þjóðfélagið
fari ekki úr böndunum, hann verði
að vera „ábyrgur".
Stóra lygin
Hann ræðir þó stundum um
þessi mál við starfsfélaga sína og
viti menn, þeir kannast einnig við
þessa óréttlætistilfinningu. En ef-
inn er líka í brjóstum þeirra og
„svo hefur þetta nú alltaf verið
Júlíus
Valdimarsson
svona“. „Og hver eram við að við
förum að gera uppreisn, það yrði
bara allt vitlaust og við myndum
kannski öll missa vinnuna." Þetta
er staðan en hún byggist á stórri
lygi. Það er ekkert ábyrgt við þetta
ástand og það byggir ekki á neinu
lögmáli. Ábyrgð í mannlegu samfé-
lagi er að sjá til þess að öllum geti
liðið vel og afkoma þein-a sé
tryggð. Að taka ábyrgð á börnum
sínum er að tryggja að þeim líði vel
og skorti ekkert sem þau þurfa.
Láglaunastefna, mannfyrirlitning
og vanmat á framlagi vinnunnar er
því ekki ábyrg stefna. Hún er ekki
heldur neinum til góðs því álútur
óánægður maður leggur ekki fram
sitt besta, sköpunarkraft sinn og
alúð við störfin.
Við erum ekki heimsk
Fólk er miklu meira virði en
predikað er nú til dags og vinna
þess er æðsta gildið í heimi efna-
hagslífsins. Verðmætin, hin áþreif-
anlegu verðmæti sem við njótum
dags daglega verða til vegna vinnu
fjöldans. Ekki vegna pappírstil-
flutnings í skúffum bankastjór-
anna eða í tölvukerfi verðbréfa-
markaðanna. Geram þess vegna
uppreisn gegn óábyrgu valdi pen-
ingaaflanna. Sviftum hulu blekk-
inganna af þessu mannvonda kerfi,
hlustum á eigin rödd, treystum á
eigin ályktunarhæfni. Við erum
ekki heimsk, það er bara svo að við
lifum í heimsku kerfi. Látum eigin
réttlætistilfinningu ráða gjörðum
okkar. Þeir eru að fara með mann-
legt samfélag út í skurð þessir óá-
byrgu og gráðugu valdamenn sem
núna ráða ferð. Þeir munu ekki
eiga frumkvæðið að breytingum,
einfaldlega vegna þess að þeir era
Fyrir keppnismenn í veiði sem
líta á það sem heilaga hagsmuni að
setja í lax eða aðra villta bráð með
öllum ráðum, má benda á leið hér í
lokin. I Silikondal eru árnar fullar
af hugmyndum, sem meðal annars
hafa breyst í leiki sérstaklega
heppilega fyrir stórveiðimenn sem
vita að veiðitúrinn fæst ekki lengur
endurgreiddur hjá fisksalanum og
laxinn má aldrei hætta að ganga í
ána sína. Leikurinn er leikinn í
tölvu og geta kappsfullir veiðimenn
leikið hann saman eða hver á móti
öðrum, rétt eins og um veiðiferð
væri að ræða. Þannig að lítið þarf
að tapast af félagslega þættinum
og fyrir þá sem þykir miður að
deila góðum afla sínum með öðrum
í púkkveiði, þá losna þeir alveg frá
öllu slíku í þessum leik. Að veiða og
sleppa er óheyrt uppátæki í þess-
um leik og getur reyndar slík iðja
komið mönnum í koll síðar í veiði-
ferðinni. Veiðitími er ótakmarkað-
ur og veiðivörður sýnir sig ekki,
nema að maður beiti einstaklega
fólskulegum brögðum, þar sem
leikmenn nánast útrýma sjálfum
sér hvað þá öðru. Afli takmarkast
af lengd veiðisvæðisins. Svona
veiðileikir bera nöfn eins og Quake
eða Doom.
I samtali manna á milli er því
hægt að tala um að hafa skroppið
tvo daga í Doom. Menn ganga til
veiða með allskyns tólum og fást
þau eftir því sem þeim vex ásmegin
í túrnum. I slímugum og dimmum
hyljum þar sem villimenskan ein
ræður ríkjum hafast við allskyns
skötur og hákarlar af yfirnáttúru-
legri stærð. Þar teljast 26 pund lít-
ið. Þarna má fara um dögum sam-
an án þess að koma nokkurn tíma
aftur í sömu veiðistaðina. Veiðileyfi
er aðeins greitt einu sinni. Og ekki
þarf að hafa neinar áhyggjur af
vatnsleysinu. Þarna má síðan
drepa og drepa þar til skrattinn
sjálfur stendur ráðalaus einn eftir.
Aflatölur birtast jafnóðum á tölvu-
skjánum svo ekki er hætta á að
menn tapi tölunni þótt vel veiðist.
Að leik loknum er hægt að ganga
um í náttúrunni á ný, sæll yfir
góðri veiði þar sem allir eru ósárir
eftir.
Höfundur er áhugamnður um að
villtur lax veiðist um alla framtíð.
of ruglaðir og firrtir og þeir verða
sífellt tilfinningalausari fyrir þeim
hörmungum sem þeir era að valda.
Þeir lifa í öðrum heimi. Réttum því
úr okkur og tjáum okkur um órétt-
lætið, við vinnufélagana, vini okk-
ar, nágranna, alstaðar þar sem við
getum. Hittum aðra og ráðum ráð-
um okkar saman, rísum upp sam-
an.
Uppreisn æru
Húmanistaflokkurinn er stjórn-
málahreyfing og miklu meira en
það. Húmanistaflokkurinn berst
fyrir þessari uppreisn og hefur sett
það fram í stefnuskjali sína að
vinnandi fólk eigi að hafa jafnan
rétt til ákvarðana á við fjármagns-
eigendur í fyi-irtækjunum. Arður
fyrirtækisins verði látinn renna til
fyrirtækisins svo það geti þróað
fjölbreytni og framtíðarmöguleika
sína og til starfsmanna fyrirtækis-
ins svo þeir geti haft sómasamlega
afkomu. Allt gerist þetta með upp-
lýsingum, samskiptum á jafningja-
grundvelli milli stjórnenda og
starfsmanna og sameiginlegri
ákvörðun. Húmanistaflokkurinn
byggir upp samstöðu fólks sem vill
lifa með reisn. Nýlega voru sam-
þykkt lög á Alþingi sem meðal ann-
ars var ætlað að hjálpa fólki til að
deyja með reisn (þótt efni sé í aðra
grein hversu vel þau tryggja það).
Húmanistaflokkurinn vill löggjöf
sem stuðlar að því að við getum lif-
að með reisn. Við sættum okkur
ekki við kúgun og óréttlæti, við
viljum uppreisn æra.
Uppreisn er orðið og orðið er hjá
mér og þér.
Höfundur er félagi i Húmanista-
flokknum.