Morgunblaðið - 12.09.1998, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 12.09.1998, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1998 43 * Staða sjávarútvegs á Islandi í MORGUNBLAÐINU 21. ágúst síðastliðinn fjallaði heilsíðugi-ein um íslensk fískvinnslufyrirtæki sem „hyggjast reisa fullkomna rækju- verksmiðju í St. Anthony á Nýfundnalandi í samvinnu við Cle- arwater Fine Foods Inc.“ I grein- inni segja forsvarsmenn fyrirtækis- ins að þessi verksmiðja, „gæti skilað auknu hráefni af rækju til vinnslu hérlendis." Erfitt er að sjá staf fyrir þeirri fullyrðingu íslensku fyiir- tækjanna. En margt athyglisvert kemur fram sem vert er að skoða nánar. Við getum nefnilega lært margt af stjórnarháttum í Kanada og Islendingar þurfa að temja sér þjóðhollustu og virðingu fyrir lífríki lands og sjávar. Þarna segir enn fremur, „opinber stefna stjómvalda í Kanada er að halda fiskveiðum og vinnslu aðskildum," og „stjórnvöld þar hafi gripið til þess ráðs að banna tímabundið útflutning á rækju ef skortur er á hráefni.“ Is- lensku fyrirtækin óskapast yfir að ekki skuli leyfð „tvífiöggun.“ Hvað hangir nú á spýtunni? Það læðist að manni illur grunur. A nú að fara í kringum lögin og vera beggja meg- in borðsins. Vera bæði í fiskvinnslu og veiði? Er það meiningin að veiða undir íslenskum hentifána og flytja vömna síðan frá Kanada til Evrópu með íslenskt upprunavottorð upp á vasann og sleppa fram hjá innflutn- ingstollum Evrópusambandsland- anna? Stjórni ráðdeild og skynsemi ekki ferðinni heima fyrir, er þá lík- legt að slíkt sé haft í farteskinu út fyrir landsteinana? Kvótaarðurinn og úreldingin eru eins og hundraða milljóna lottóvinningar íslendingar eru vel menntuð þjóð sem vön er að vinna hörðum hönd- um og fiskvinnslufólk okkar er vel þjálfað. Það er dapurlegt að sjá frystihúsin kringum landið auð og úrelt hvert af öðra. Þegar húsin voru reist um miðja öldina var ný- sköpunarmóður í mönnum og þjóðin samhent. Víða gáfu verkamenn nokkur dagsverk til að Islend- ingar gætu unnið fisk- inn í heimabyggð og mikill uppgangur fylgdi í sjávarplássum á landinu. Nú er öldin önnur og frystihúsin úrelt undir merki hagræðingar með stuðningi og hjálp Þróunarsjóðs at- vinnuveganna og stjórnvalda sem styðja fyrirtækin ljóst og leynt við Fiskimiðin eiga að vera gullkista þjóðarinnar allrar, segir Oiöf Stefanía Eyjólfsdóttir, en ekki lénseign útgerðarkónga. að leggja niður fiskvinnslu og smá- báta með úreldingu án þess að nokkuð annað komi í þess stað. En tugir milljóna renna beint í vasa einstakra sægreifa. Lénskvóta- gróðinn er síðan fluttur úr landi og reistar nokkrar stórverksmiðjur vítt og breitt um heiminn. Hundruðum milljóna er eytt í versl- unarhúsnæði meðal annars í Reykjavík og hafin afskrift eigna á ný í því augnamiði að koma fjár- munum undan og sleppa við skatta vegna margra tug- milljóna söluhagnaðar af sölu veiðiheimilda eða úreldingar frysti- húsa og skipastóls. Þessu má líkja við pen- ingaþvætti. Umbjóðendur þjóð- ariimar eru flestir hendbendi útgerðarrisanna Alræmd eru kaup Þróunarsjóðs á frysti- húsi á ísafirði, þar sem þáverandi bæjarstjóri lagði höfuðið að veði til að greiða fyrir því að ákveðið frysti- hús skyldi keypt og breytt í skóla- byggingu niður á hafnarsvæði bæj- arins. Fyrirtækið á ísafirði fékk marga tugi milljóna frá Þróunar- sjóði fyrir úreldinguna sem senni- lega er nú varið í fiskverksmiðjuna á Nýfundnalandi. Þróunarsjóður styrkti einnig fyrir skömu útþenslu annarra íslenskra íyrirtækja við kaup þeirra og stækkun á fisk- vinnsluverksmiðju í Bandaríkjun- um. Stórútgerðariyrirtækið Þormóð- ur rammi flutti alla bolfiskvinnslu frá Siglufirði yfir til Ólafsfjarðar. í kjölfarið hefur fylgt atvinnuleysi og algjört hrun fasteignaverðs á Siglu- firði. Það sjá allir að þetta getur ekki viðgengist öllu lengur ef byggð á að haldast í sjávarþorpum. Kvóta- brask útgerðarkónga skapar óör- yggi í búsetu fólks á landsbyggðinni þar sem fjöregg þjóðarinnar er selt út og suður. Enginn veit hvar reið- arslagið ber niður næst svo að ofur- selt fólkið sér þann hlut vænstan að flytja suður í þéttbýlið. Sjávarútvegurinn er ríkisstyrkt- ur á íslandi Ijóst og leynt Útvaldir sægreifar hafa einokun á Islandsmiðum og fá hvað eftir annað viðbót á veiðikvóta frá fjársveltum ríkissjóði endurgjalds- laust á meðan aðrir þurfa að gi-eiða lénsgreifunum okui*verð fyrir við- skipti með veiðiréttinn. Sægreifarn- ir hafa sjálfir tekið upp auðlinda- gjald sem greiðist þeim einum. Telst þetta ekki öflugur ríkisstyrk- ur? Fiskvinnslufólkið í landinu fékk ekki aflahlutdeild gefins sem það getur selt er það flýr land í von um betra líf í Danmörk og Noregi, en þar eru greidd tvöfalt hærri laun og verkkunnátta er metin að verðleik- um. Eitt og eitt álver sem dúsa dug- ar skammt til að bæta atvinnumiss- inn í dreifbýlinu. Atvinnulausar fískverkakonur verða ekki forstjór- ar í álveri Norsk Hydro við Reyðar- fjörð með fegursta útsýni yfir Hólmana, en þeir eru friðlýstii' sem náttúravætti. Við lifum á upplýsingaöld í Dagblaðinu 26. ágúst síðastlið- inn var ánægjuleg frétt þar sem sagt var, „að móðurfyrirtæki Is- lenskrar erfðagreiningar, De Code, hyggi á flutning frá Bandaríkjun- um og verði skráð á íslandi," ástæða þess er sú að, „menn gagn- rýndu að mikil verðmæti, sem þar gætu skapast, kynnu að verða flutt úr landi.“ Er það ekki stórfurðu- legt að á sama tíma hafa ráðamenn þjóðarinnar engar áhyggjur af gegndarlausu fjármagnsstreymi frá íslensku sægreifunum út úr landinu? Islendingum duga ekki lengur fengsæl fiskimið kringum landið þar sem þeir eru nú svo til einráðir. Landvinninga að víkinga- Ólöf Stefanía Eyjólfsdóttir Þrjár vélritaðar síður um öryg*gismál sjómanna í JÚNÍ síðastliðnum skiluðu fimm alþingis- menn skýrslu til Hall- dórs Blöndais, sam- gönguráðherra. Skýrsl- an á að leiða til úrbóta í öryggismálum sjó- manna og hafði nefndin eitt ár til að taka saman hugmyndir sínar. Byggðist starf nefnd- arinnar á þeirri skoðun ráðherrans, að nauð- synlegt sé að samræma aðgerðir i öryggismál- um sjómanna og gera heildaráætlun í sam- ræmi við markmið um fækkun sjóslysa, um skipulag aðgerða á næstu fimm áram. Þetta er allt gott og blessað, en ráðherra samgöngumála hefur haft nákvæmlega sjö ár, eða tæp tvö kjörtímabil til að komast að þessari niðurstöðu. Öryggismál sjómanna eru og hafa verið í uppnámi áratug- um saman. A fimmtánda þúsund slysa hafa orðið til sjós á rúmum þremur áratugum, það er að segja ski’áð slys. Miðað við eðlilegar kröf- ur um slysaskráningu er óhætt að halda því fram, að slys á sjó séu að minnsta kosti 25 þúsund frá 1964. Þetta era hrikalegar staðreyndir. A bak við tölurnar er mikil þjáning og gríðarlegur kostnaður fyrir samfé- lagið, en fyrst og fremst fyrir þá sem lenda í slysunum og fjölskyldur þeiira. Hvernig stendurá þessu? Þegar borin er saman tíðni slysa á íslenskum sjómönnum og dönskum kemur í ljós að slysin era þrisvar sinnum algengari hér en í Dan- mörku. Nefnd samgönguráðherra fór skiljanlega ekki út í neinn sam- anburð milli landa, en hefði eftir árs funda- höld kannski átt að reyna að gera sér grein fyrir því af hverju slys- in verða. Alag á íslenska sjó- menn er mjög mikið og miklum mun meira en til dæmis þekkist með- al norskra sjómanna svo dæmi séu tekin. Þegar vandaðar úttekt- ir á slysum til sjós eru skoðaðar koma menn alltaf að sama kjarnan- um. Slys til sjós verða oftast við svipaðar að- stæður. Og hvaða að- stæður eru það? Það sem einkennir vinnuumhverf- ið þar sem slysin verða er þetta: Hraði í vinnubrögðum, þröng vinnu- aðstaða, átök við hífingu veiðarfæra, sláttur veiðarfæra, veltingur og brotsjóir. Þetta era skýringar sem fram koma í vandaðri úttekt Kristins Ing- ólfssonar hjá Siglingastofnun ríkis- ins. Upplýsingarnar birtust í árs- skýrslu stofnunarinnar 1993 og er hún til fyrirmyndar að þessu leyti, en upplýsingarnar hafa ekki verið uppfærðar síðan þá. Það eru sem sé aðstæður sem út- gerðin skapar sjómönnum, og stjómun um borð sem miklu valda um slysatíðnina fyrir svo utan óvið- ráðanleg náttúruöflin sem stundum koma við sögu. Þögn um augljósar skýringar Nefnd samgönguráðherrans sem gerði tillögur í 18 punktum veltir varia fyrir sér þessum aðstæðum sem Kristinn Ingólfsson bendir á í fímm ára gamalli skýrslu sinni. Þögnin um þessar augljósu skýring- Slys meðal sjómanna eru þrefalt fleiri hlut- fallslega hér en í Dan- mörku, segir Jóhann Páll Símonarson, sem telur ástæðurnar m.a. hraða, álag og stífa sókn í misjöfnu veðri. ar er hrópandi. Líklegast vilja menn ekki tala hreint út, þeir vilja ekki styggja sjómenn, eða útgerðarmenn eða skipstjóra sérstaklega. Allir bera ábyrgð á aðstæðunum um borð þótt sú ábyrgð sé misjafn- lega mikil. Er mönnum til að mynda ekki ljóst að sjómenn geta ekki kvartað um aðbúnað um borð í skipi eða bát án þess að eiga það á hættu að verða settir í land? Skipstjórinn er einráður þegar endanum hefur sleppt, en menn þora hins vegar ekki alltaf að skoða hina hlið máls- ins, þ.e. að ábyrgð hans er jafn mikil og völdin sem hann hefur um borð og þegar kemur að slysum er hann ekki alitaf látinn axla ábyrgðin. Og á meðan dæmi finnast um þetta á ekki að þegja yfír því. Dæmi eru um fimm til sex slys á sama skipi á ári í nokkur ár, samtals 33 slys á sex ára tímabili. Það er einnig athyglisvert að „undirmenn" lenda í 74% þeirra 2.500 slysa sem urðu á tímabilinu frá 1989 fram á mitt ár 1993. Vélstjórar lentu í 12% slysanna og skipstjórar og stýrimenn í 14% slysanna. „Yfir- mannahlutfallið“ skýrist af því að á minnstu skipunum ganga þeir í öll störf, en slysatíðni „yfiimanna" lækkar verulega með stækkandi skipum og aukinni sérhæfíngu um borð. Þeir slasast ekki mikið skipp- erarnir á stærri skipunum. Goðsagnir Þegar menn vilja komast hjá því að ræða raunveralegar ástæður fyr- ir slysum um borð þá segja menn: Við verðum að auka fræðsluna, við verðum að kenna okkar unga fólki réttu handtökin og fækka með því slysunum. Við verðum að taka í notkun gamla ferju, mála hana í lillabláum lit og halda námskeið til að bjarga þessu. En ætli þetta sé nú svona einfalt? Ætli skýringarnar séu ekki líka einhvers staðar íyrir utan 18 punkta nefndarinnar sem vann fyrir samgönguráðherra? í stórmerkum niðurstöðum Krist- ins Ingólfssonar frá 1993, niðurstöð- um sem ekkert bendir til að yrðu öðra vísi nú ef skoðaðar yrðu, kemur fram að það eru alls ekki viðvaning- arnir sem slasast. Slysatíðnin er langhæst í aldurshópnum 25 til 39 ára. Niðurstaða Kristins er þessi: „Þeir sem helst lenda í slysum eru því þeir sem hafa fengið góða reynslu í sjómannsstörfum og era vel á sig komnir líkamlega og því ætti þessi aldurshópur að vera hæf- astur til að gegna störfum til sjós.“ Með öðram orðum: Það er hrað- inn, álagið, stíf sókn í misjöfnu veðri og mannlegir þættir sem að öllum líkindum ráða mestu um að sjóslys eru hér tíðari, kostnaðarsamari og þungbærari en annars staðar. Það hefði verið til bóta að alþingismenn- irnir fimm hefðu getið um þessa þætti í skýrslu sinni um öryggismál sjómanna sem þeir afhentu sam- gönguráðherra í sumar, skýrslu sem var þrjár vélritaðar síður. Höfundur er sjómaður. hætti með sjóræningjahugarfari heyra fortíðinni til meðal þjóða s- em vandar eru að virðingu sinni. Það er mikilvægt að krafa um stundargróða ráði ekki ferðinni þar sem allt er skilið eftir í rúst eins og raunin hefur verið víða í sjávar- plássum á Islandi. Auk þess þarf að koma í veg fyrir að erlendum skuldum vegna ævintýramennsku verði velt yfir á íslensku þjóðina. Þjóðin verður dæmd eftir því hvernig þessi fyrirtæki, sem halsa sér nú völl í öðrum heimsálfum, kynna land og þjóð í samskiptum sínum við verkafólk og stjórnvöld. Virðingu sem þeir sýna landslögum heima og heiman. Orðspor íslensku þjóðarinnar er í veði. Nær væri að Þróunarsjóður efldi - atvinnu í landinu í stað þess að styrkija íyrirtæki landsins til að flytja atvinnuna burt frá fólkinu til annarra landa og heimsálfa. Stefna þarf að því að fullvinna sjávarafurð- ir og efla aðrar atvinnugreinar. Út- hluta þarf fiskvóta, sem bundinn væri við hvern landsfjórðung, til strandhéraða og yrði sá fiskkvóti óframseljanlegur. Efla þarf vist- vænar veiðar og efla veg línubáta sem nota veiðarfæri er skila verð- mætasta aflanum á land. Strand- hérað Islands verði þannig mat- vælaforðabúr og fiskimið Islands gullkista landsmanna allra, en ekki lénseign einstaka risaveldis útgerð- arkónga eins og nú er raunin. " Höfundir er húsmóðir. IA STÓR- LEIKUR 1 FR0STASKJ0L1 ÍDAG KL. 16 KR-KLÚBBURINN í FÉLAGSHEIMILINU FRÁ KL. 14:00 NÚ HEFUR SANNAST AÐ STUÐNINGUR ER MIKILVÆGUR Á HEIMAVELLI ALLIR SEM EINN Á VÖLLINN!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.