Morgunblaðið - 12.09.1998, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 12.09.1998, Qupperneq 46
# 46 LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Ingibjörg Kristín Sigurð- ardóttir var fædd í Bjálmholti í Holt- um 6. janúar 1909. Hún lést á Sjúkra- húsi Suðurlands 3. september síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Borg- hildur Þórðardóttir bónda í Sumarliða- bæ og Sigurður Sigurðarson bónda í Bjálmhoiti. Systk- ini Ingibjargar voru: 1) Sigurjón G. Sigurðs- son bóndi í Raftholti í Holtum, f. 4.3. 1895, d. 2.4. 1988. Börn hans eru Sigrún sjúkraliði í Reykjavík, Guðrún húsmóðir á Selfossi, Herman bóndi í Raft- holti og Hjalti bóndi í Raft- holti. 2) Ólafía Sigurðardóttir Vinkona mín og sveitungi Ingi- björg í Bjálmholti eða Minna eins og hún var jafnan kölluð er látin tæplega níræð að aldri. Þó að stutt sé á milli bæja var það þó ekki fyrr -’,en fyrir tæpum átta árum árum að ég kynntist Minnu. Það var í gegn- ^um vinkonu mína og frænku henn- ar, Ágústu frá Raftholti, sem kynn- in hófust. Eg hafði heyrt að á þess- um bæ væri fullorðin kona sem byggi yfir óvenjulegum tónlistar- hæfileikum og væri sífellt að semja lög. Þá var ég að kynnast blaða- mennskustarfinu og sá að þarna hlyti að vera kjörið viðtalsefni. Og Ágústa og maður hennar Sigurður voru fengin til að kynna mig fyrir ✓ Bjálmholtsfólkinu. í Bjálmholti er jafnan tekið vel á móti fólki, og svo var einnig í þetta skipti. Erindi um viðtal var þó ekki borið upp fyrr en eftir nokkrar heimsóknir þegar nokkur kynni höfðu myndast. En svar Minnu var einfalt. Nei. Og hún bætti því við að hún hefði ekki frá neinu að segja og húsmóðir í Bjálm- holti í Holtum, f. 26.4. 1896, d. 1.9. 1974. Börn hennar eru Sigurður Karls- son og Borghildur Karlsdóttir bændur í Bjálmholti. 3) Þór- hildur J. Sigurðar- dóttir húsmóðir á Árbæ í Holtum, f. 17.7. 1901, d. 10.7. 1972. Börn hennar eru Lóa Jónsdóttir húsmóðir á Hellu og uppeldisdóttirin Jóna M. Helgadóttir húsmóðir á Hellu. 4) Guðrún S. Sigurðar- dóttir húsmóðir í Reykjavík, f. 22.6. 1903, d. 12.4. 1973. Börn hennar eru Sigurður B. Magnús- son húsasmiður í Reykjavík og Hulda Magnúsdóttir verkakona í Reykjavík. 5) Óskar Ögmunds- að þetta væri ekkert merkilegt sem hún væri að gera. Þar að auki væri hún ekki tónskáld, heldur gæti hún ekkert gert að því þó að sér dytti í hug eitt og eitt lag „svona ósjálfrátt og óvart, án þess að ég geti neitt að því gert“, eins og hún komst að orði. En tengsl höfðu myndast við Bjálmholtsfólkið sem þróuðust í góða vináttu sem síðan hefur hald- ist. Vinátta sem er auðvitað miklu dýrmætari en eitt blaðaviðtal. Alltaf var Minna tilbúin til að spila fyrir gesti á tveggja bassa harmonikuna sína eða harmoníumorgelið, oftar lög eftir aðra fyrst í stað en eftir því sem vináttan jókst fór hún að leyfa mér að kynnast fleiri lögum eftir sjálfa sig. Og sífellt bættist í safnið og loks sýndi hún mér bunka af nót- um sem hún hafði skrifað niður. Og hvílíkur bunki, miklu stærri en nokkur hafði sagt mér frá, hátt í hundrað lög en samt hafði Minna aðeins skrifað niður hluta af því sem hún hafði samið, eða „dottið í hug svona ósjálfrátt". son verkamaður í Garðabæ, f. 2.10. 1898, d. 4.5. 1980. Hann var uppeldisbróðir systkin- anna. Börn hans eru Vigdís leiðbeinandi í Garðabæ og Sig- urborg bóndi í Hellishólum í Fljótshlíð. Einn hálfbróður áttu þau systkinin sem var Júníus Sigurðsson, f. 18.6. 1902, búsettur í Laxárdal í Gnúpverjahreppi. Ingibjörg bjó alla tíð í Bjálm- holti. Fyrst með foreldrum sín- um og systkinum en eftir það með systurbörnunum Borghildi og Sigurði Karlsbörnum sem nú eru bændur í Bjálmholti. Ingibjörg fékkst alla ævi við tónsmíðar. Á síðastliðnu ári var gefinn út geisladiskurinn „Heyrði ég í hamrinum" með úrvali laga hennar í flutningi ýmissa einsöngvara og kóra. Einnig kom út 100 laga hefti með lögum eftir hana því sam- hliða. Utför Ingibjargar fer fram frá Marteinstungukirkju í Holt- um í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Ég velti þessu oft fyrir mér og þótti hætta á að þetta gæti allt farið forgörðum ef þetta fengi ekki að komast á prent opinberlega. Og að því kom að Minna sýndi mér þann heiður að leyfa mér að vinna að út- gáfu á þessum bunka, nokkuð sem hún hafði kannski ekki látið sig dreyma um sjálf. Með aðstoð góðra manna og kvenna varð það að veru- leika á síðasta ári, að gefið var út hefti með yfir 90 lögum eftir Minnu. En okkur sem unnum að útgáfunni þótti rétt að fólk fengi að kynnast lögunum, „beint í æð“ og úr varð að samhliða kom út geisladiskur með yfir 30 lögum í flutningi einsöngvara, kóra og sönghópa. Lokalagið á diskinum spilar svo Minna sjálf á litlu nikkuna sína, en það var tekið upp á síðasta ári í Fella- og Hólakirkju í Reykjavík. Hér með eru öllum sem lögðu hönd á plóginn til að þessi draumur minn og margra annarra mætti verða að veruleika færðar kærar þakkir fyrir. Menningarverðmætum var bjargað og Minna fékk að lifa það að sjá ævistarfinu bjargað frá glötun. Hér er þó rétt og skylt að geta þess að dr. Hallgrímur heitinn Helgason hafði rétt eins og ég kynnst Minnu og gefið út nokkur laga hennar í heftum með öðrum lögum. Minna var heilsteypt, skemmti- leg, hláturmild og dugleg en um- fram allt ógleymanleg manneskja, í hópi skemmtilegasta fólks sem ég hef kynnst og hafði meiri áhrif á mig en flestir hafa gert mér óskyld- ir. Samvinnan við hana í tengslum við útgáfuna var mjög skemmtileg og Minna afar kröfuhörð á að þessi afkvæmi hennar skörtuðu sínu feg- ursta þegar þau kærnu fyrir eyru og augu almennings. Ég reyndi að hlýða henni eins og ég gat en í mörgu varð hún þó að virða viljann fyrir verkið. Minna gi’eindist með krabbamein í lok síðasta árs, aðeins nokkrum dögum eftir að við héldum vel heppnaða útgáfutónleika á geisla- diskinum og nótnaheftinu. Tónleika þar sem um fjögur hundruð manns, bæði flytjendur og gestir, voru sam- ankomnir og hylltu hana fyrir ynd- islegt framlag til íslenskrar menn- ingar. I lokin vil ég flytja ættingjum Ingibjargar, sérstaklega systur- börnum, Sigurði og Borghildi Karlsbörnum, sem síðast bjuggu tvö með Ingibjörgu í Bjálmholti, innilegar samúðarkveðjur. Þau lifa góðu og traustu frænkuna sem svo lengi hefur verið stór hluti af lífi þeirra. Jón Þórðarson. Mér verður hörpunnar dæmi, þeirrar er á vegg hvolfir stjórnlaus og strengja stillarinn er frá fallinn fellur á sót og sorti saknar manns í ranni. (Fiðlu-Björn) Aldrei hefi ég efast um yfirburði tónsins yfir orðinu. Svo sagði mikill rithöfundur er hann fjallaði um verk stórmeistara tónsmíða. Tónninn er ugglaust í okkur flest- um. Hitt skilur á milli að heyra hljóminn í sálu sinni eða hlusta á INGIBJORG KRISTIN SIGURÐARDÓTTIR Frágangur afmælis- og minning- argreina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.- is) — vinsamlegast sendið grein- ina inni í bréfinu, ekki sem við- hengi. Auðveldust er móttaka svokall- aðra ASCII skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-texta- skrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og WordPerfect einnig nokkuð auðveld úrvinnslu. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar grein- ar um sama einstakling tak- markast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Til- vitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. f Blóma f öatíðskom v/ Possvogski^UjMgöpð j V Sími: 554 0500 ‘i’ + Anna G. Andrés- dóttir fæddist í Jórvík í Breiðdal í S-Múl. 7. júní 1927. Hún andaðist 4. september síðast- liðinn á Héraðshæl- inu á Blönduósi. Foreldrar hennar voru: Lilja Krist- björg Jóhannsdóttir húsmóðir og Bjarni Andrés Þórðarson, bóndi og húsasmið- ur. Bræður hennar eru: Kristinn, tvíburabróðir Onnu, d. 1991, og Ragnar Guðmunds- son (hálfbróðir), múrari á Sauðárkróki. Anna giftist Hauki Pálssyni, síðar bónda á Röðli á Ásum í Húnaþingi, á afmælis- degi sínum 7. júní 1952. Börn Það mun hafa verið nokkrum ár- um eftir lok heimsstyrjaldarinnar að ég tók eftir því að Haukur bróðir minn var farinn að vera með stúlku norðan úr Skagafirði. Þetta var á árunum þegar mæðiveikin hafði verið kveðin í kútinn og mikil upp- sveifla var í landbúnaði, mikið um framræslu, tún aukin og stórbætt, enda fjölgaði búfénaði mjög á þess- um árum. Bjartsýni og áræði ríkti og ungt fólk hóf búskap oft við lítil efni. Mér leist strax ljómandi vel á þessa til- vonandi mágkonu mína. Hún var glaðieg, nett og frískleg og ég man sérstaklega eftir að hún setti hár sitt upp með fléttingum á sérstakan hátt. Úm vorið 1952 giftu Anna og Haukur sig og hófu búskap á fjórðungi úr landi Sauðaness á Ás- þeirra eru: 1) Lilja, f. 2. maí 1955, maki: Garðar H. Skapta- son. Þau slitu sam- vistir. Börn Lilju og Garðars eru: Hauk- ur, maki: Sonja Suska, barn Haukur Marian; Valdís Anna, unnusti Geir Arnar Marelsson, barn: Heimir Marel; Heimir Hrafn. Núverandi maður Lilju er Kristinn Lúðvík Aðalbjörns- son. 2) Sesselja, maki: Víkingur Viggósson. Börn þeirra eru Víkingur Ari, Hákon Andri og Hlynur Logi. títför Onnu verður gerð frá Blönduóskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 16. um þar sem Laxá rennur úr Laxár- vatni fremst og myndar stærðarnes milli ár og vatns. Þau hjón byggðu nýbýli sitt, Röðul, norðanvert við Sauðanesbýlið. Hér þurfti að vinna allt upp af grunni. Byggja varð íbúðarhús, fjós og hlöðu og rækta tún en túnbleðlar og fjárhús fylgdu jarðarpartinum. Með litlum efnum en ótrúlegri elju, dugnaði og takmarkalausri bjartsýni tókst þeim að koma sér upp myndarbýli. Anna hafði lokið námi í Ljósmæðraskóla Islands haustið 1949 og var ráðin ljósmóðir í fjórum sveitahreppum í Austur- Húnaþingi með aðsetur á Blönd- uósi. Þá var siður að konur fæddu börn sín heima hjá sér og varð ljósmóðir þá nánast að flytja heim til sængurkvennanna og búa hjá þeim meðan á sængurlegunni stóð. Þetta var mikill þvælingur og ferðalög, sem orsakaði það að Önnu tókst að fá leyfi fyrir Land-Rover, sem þá var nýr á markaðnum. Þetta var hinn mesti happagripur og er enn í góðu lagi og nú í vörslu Heklu að ég held. Bíllinn var sýndur á landbúnaðarsýningu fyrir nokkrum árum. Anna hætti ljósmóðurstörfum um skeið meðan búskapur og eigin barneignir tóku tíma hennar allan. En síðar meir var hún meira og minna við störf á Héraðshælinu við fæðingar og umönnun sjúklinga. Anna var með afbrigðum skaplétt og gestrisin fram úr hófi. Þegar svona förukarlar eins og ég komu í heimsókn galdraði Anna fram hið magnaðasta matborð með fínum kræsingum á nokkrum mínútum. Dýravinur var hún mikill og sér- staklega annaðist hún ærnar vel um sauðburðinn meðan þau hjón voru með fjárbúskap. Nú er lokið baráttu Önnu við ban- vænan sjúkdóm. Baráttu sem var ójöfn og hlaut að enda með ósigri. Dæturnar Lilja og Sesseija hafa stundað og stutt móður sína af ein- stakri alúð í veikindum hennar í sumar. Ég og fjölskylda mín vottum Hauki, dætrum hans og öðrum af- komendum Önnu dýpstu hluttekn- ingu. Ríkarður Pálsson. Elsku Anna er dáin. Minninga- brot hrannast upp, hendur tímans hafa farið mjúkum höndum um þau og alltaf skín sólin þegar Anna kem- ur í hugann. Það er sárt að hún skuli ekki lengur birtast á tröppun- um á Röðli brosandi og glöð til að bjóða gesti velkomna í bæinn. Allt frá því að ég var lítið barn hefur Anna verið hluti af lífi mínu. Hún tók alltaf vel á móti mér í sveitinni ANNA GUÐNY ANDRÉSDÓTTIR eitthvert ágæti þá tóm er til. Ingibjörg Kristin Sigurðardóttir í Bjálmholti heyrði blómin og stein- ana stóru syngja. Það verður þegar manneskjan er í sátt við sjálfa sig og átthagarnir geyma skáldskapar- efnið. Þá þarf ekki að ferðast um lönd og álfur í leit að einhverju frumlegu. Það dugar að brosa blómum mót og kiappa litlum lófa á bæjardyr huldufólksins í Bjallanum. Sá er skynjar andblæ umhverfis- ins og sér ljósið og heyrir tóninn, hann er skáld. Á líðandi degi tökum við sjálfsagt meir eftir þeim er lifa í umsvifum og brambolti en hinum er fer hægt og ekki af bæ nema í beinum erindum. Á þröskuldi genginnar ævi situr eftir dálítill tómleiki því skarð hins hógværa er oft vandfylltara en þess sem getið hefir sér orð með lýðnum. Fyrir skömmu tók góður drengur sig til og stóð að tónleikum og síðar útgáfu geisladisks. Þarna komu að hinir ágætustu listamenn. Tónarnir höfðu orðið að tónsmíð- um, grunntónninn heyrist í gegn og setur á höfundarmark. Auðvitað þurfti lempni til svo þetta mætti takast en skáldið, sem dugði að standa ein og hlusta, mun hafa metið þetta framtak mikils. Vinir eru oftast meira virði en dósir og djásn yfirvalda. Hin aldna kona breytti ekki brosi sínu því dagarnir urðu hinir sömu. Hún var sátt við sjálfa sig, vett- vanginn er hafði fóstrað hana og hún þjónað. Sá sem heyrt hefir hinn hreina tón verður varla uppnæmur fyrir lofi. Líklega er meir um vert að hafa séð blómin brosa sólu mót og verið svarað úr kletti á tónum eftir klapp með smárri hendi. Umgjörð ævi stúlkunnar í Bjálm- holti var jörðin, sveitin og gæska Guðs. Vinnudagurinn var orðinn langur. Hennar var alltaf þörf. Öldruð kona naut hún þeirra forréttinda að vinna fram á brott- farardaginn frá Bjálmholti. Hún var ekki lengi að heiman. Við hjónin sendum systkinunum í Bjálmholti þessi kveðjuorð og biðj- um þess að minningin verði þeim blessuð. og það var svo gott að koma til hennar og Hauks frænda míns. Mér fannst ég alltaf vera sérstaklega velkomin. Hún var hlý og mild en gat líka verið ákveðin ef við börnin urðum heldur ærslafull því í sveit- inni ríkti alltaf mikil athafnagleði. Hún var yndisleg kona og hennar mun alltaf verða minnst þannig. I lítilli og fátæklegri minninga- grein rúmast ekki nema örlítið brot þess sem vert er að minnast. En eitt stendur mér skýrt fyrir hugskots- sjónum. Anna var mjög hárprúð og ég man hvað ég öfundaði hana af síða hárinu sem náði henni niður að hnjám. Við stelpurnar fylgdumst agndofa með þegar hún leysti flétt- urnar upp og greiddi sitt mikla hár, fléttaði aftur og festi flétturnar í fal- legan sveig um höfuðið. Sem barni fannst mér svona mikið hár dásam- legt en seinna skildi ég að þetta hlýtur að hafa verið nokkuð þungt! Anna var rík kona, rík af þeim gæðum sem seint verða talin til bein- harðra peninga. Hún var frábær ljósmóðir og sóttust konur eftir að fæða börn sín í hennar umsjá. Hún sá fjölskyldu sína stækka og gat fagnað því á síðasta ári að verða langamma í annað sinn. Það er ríkidæmi. Bognar aldrei, - brotnar í bylnum stóra seinast. Sjúkdómur sá, er tók sér snemma bólfestu í Önnu, blundaði lengi áður en hann réðst að lokum til atlögu. Hún þrjóskaðist við, neitaði að beygja sig en hlaut að brotna í hinni endanlegu glímu við sláttumanninn slynga. Ég þakka Önnu ævarandi ti'yggð og velvilja í minn garð. Hún var mér mikils virði og hennar er sárt saknað en við verðum líka að gleðj- ast yfir því að þjáningum hennar er lokið. Élsku Haukur, Liija mín, Sesselja og fjölskyldur, nú er skarð fyrir skildi. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð og vonum að tíminn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.