Morgunblaðið - 12.09.1998, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1998 49*
Kasparov ver ekki titilinn
SKAK
Skákráð Kasparovs:
HEIMSMEISTARAEINVÍGI
AFLÝST
Gary Kasparov, stigahæsti skákmað-
ur heims, hefur ekki fundið neinar
Ieiðir til að fjármagna eigin heims-
meistaraeinvígi.
Á MEÐAN Alþjóðaskáksambandið
FIDE ætlar að halda heimsmeist-
aramót á hverju ári gengur ekkert
upp hjá Kasparov sem klauf sig út
úr FIDE árið 1993. Nú virðist ljóst
að ekkert verður af einvígi þeirra
Kasparovs og Shirovs um „heims-
meistaratitilinn“. Upphaflega hugð-
ist Kasparov tefla við Kramnik eftir
að Anand hafði neitað að taka þátt í
heimsmeistarakeppni Kasparovs.
WCC (World Chess Council), sem
Kasparov kom á laggirnir í byrjun
þessa árs, greip hins vegar óvænt
fram fyrir hendurnar á honum og
ákvað að sá sem stæði sig best á
Linares-skákmótinu mundi tefla við
Kramnik um réttinn til að skora á
Kasparov. Linares-skákmótið, eitt
hið sterkasta í skáksögunni, fór
reyndar þannig að Anand sigraði,
en Alexei Shirov lenti í öðru sæti og
sjálfur Kasparov varð að sætta sig
við þriðja sætið.
Þar sem Anand vildi ekki taka
þátt í heimsmeistarakeppni Ka-
sparovs varð Shirov fyrir valinu til
að keppa við Kramnik síðasta vor.
Þar urðu óvænt úrslit, því Shirov
gerði sér lítið fyrir og sigraði. Fyr-
irhugað var að tefla 10 skákir, en
Shirov dugðu 9 skákir og úrslitin
urðu 5'/2-3'A honum í vil. Þetta voru
úrslit sem skákáhugamenn áttu
ekki von á og örugglega ekki Ka-
sparov heldur. Shirov hefur vænt-
anlega hugsað sér gott til glóðarinn-
ar því verðlaunasjóðurinn í einvíg-
inu við Kasparov átti að verða vel á
annað hundrað milljónir íslenskra
króna. Ummæli Kasparovs frá því
fyrra um að Shirov væri „hæfileika-
ríkur áhugamaður“ hafa einnig
vafalítið aukið löngun hans til að
sýna Kasparov hvað í honum býr.
Þess má einnig geta, að Valery Sa-
lov hefur verið einn af helstu sam-
starfsmönnum Shirovs, en hann
hefur ekki dregið dul á andúð sína á
Kasparov.
Það var reyndar einn galli á gjöf
Njarðar varðandi sigur Shirovs
gegn Kramnik. Kramnik, sem tap-
aði einvíginu fékk 200.000 dollara í
sinn hlut, en Shirov fékk ekkert
þrátt fyrir sigurinn! Hans umbun
átti að koma þegar hann tefldi við
Kasparov.
Nú hefur Luis
Rentero, góðvinur Ka-
sparovs og forseti
WCC, hins vegar til-
kynnt að ekki hafi tek-
ist að fínna aðila til að
styrkja einvígi Ka;
sparovs og Shirovs. í
tilefni af því hefur Ka-
sparov látið frá sér fara
bréf þar sem fram kem-
ur hörð gagnrýni á
Rentero. Kasparov seg-
ir þar m.a. að Rentero
hafi margsinnis stað-
hæft að fjármögnun
einvígisins væri tryggð.
Það virðist því ætla að
fara fyrir Kasparov eins
og Karpov að honum takist að koma
sér út úr húsi hjá Rentero.
Eftir þessi tíðindi er staðan á
toppnum í skákheiminum orðin ansi
merkileg. Karpov er heimsmeistari
FIDE og Kasparov er heimsmeist-
ari eigin samtaka. Taflmennska
Karpovs upp á síðkastið hefur lítið
minnt á heimsmeistara og eins og
úrslitin á Linares sýna er Kasparov
ekki lengur sá yfirburðamaður sem
hann var. Kai-pov hefur gefið til
kynna að hann muni ekki taka þátt í
heimsmeistarakeppni FIDE í des-
ember til að verja titil sinn. Afstaða
hans mun byggjast á því að þegar
hann vann titilinn stóð í reglunum
að heimsmeistarakeppnin skyldi
fara fram á tveggja ára fresti. Nú
hefur Kirsan N. Iljumzhinov, forseti
FIDE, hins vegar ákveðið að heims-
meistarakeppnin skuli fara fram ár-
lega.
Hellir - TR 46-26
Taflfélagið Hellir sigraði í hrað-
skákkeppni taflfélaga á Suðvestur-
landi 1998. í úrslitaviðureigninni
tefldi Hellir við Taflfélag Reykjavík-
ur. Hellir náði þegar forystunni í
fyrstu viðureign, hlaut 5 vinninga
gegn 1 vinningi TR. Eftir það
slepptu Hellismenn ekki takinu og
unnu öruggan sigur, fengu 46 vinn-
inga gegn 26 vinningum TR.
Bæði félögin náðu að stilla upp
sínu sterkasta liði. Þannig tóku t.d.
sex stórmeistarar þátt í viðureign-
inni, sem gerir þetta að
einni sterkustu hrað-
skákkeppni ársins. Lið
Hellis var þannig skip-
að:
Hannes Hlífar Stefánsson
Jón L. Ámason
Helgi Ólafsson
Karl Þorsteins
Helgi Áss Grétarsson
Ingvar Ásmundsson
Kristján Eðvarðsson
í liði TR voru:
Margeir Pétursson
Þröstur Þórhallsson
Jón Viktor Gunnarsson
Þorsteinn Þorsteinsson
Magnús Öm Ulfarsson
Sigurður Daði Sigfússon
Bergsteinn Einarsson
Bestum árangri ein-
stakra liðsmanna hjá
Helli náðu:
Helgi Áss Grétarsson 10'/2 v.
Hannes Hlífar Stefánsson 10 v.
Helgi Ólafsson 8/2 v.
Jón L. Ámason 8 v.
Þessir skákmenn tefldu allir 12
skákir. Margeir Pétursson náði best-
um árangri í TR-liðinu, fékk átta
vinninga í tólf skákum.
Tvö íslensk lið
í Evrópukeppninni
Nú er ljóst að tvö íslensk lið taka
þátt í Evrópukeppni taflfélaga 1998,
sem fram fer i Eistlandi 23.-25.
október. Taflfélagið Hellir var
skráð til þátttöku fyrir allnokkru og
í síðustu viku varð ljóst að íslands-
meistarar Taflfélags Reykjavíkur
yrðu einnig með í keppninni.
Þetta er í fyrsta skipti sem fleiri
en eitt lið frá Islandi tekur þátt í
þessari keppni. TR hefur ekki nýtt
sér rétt sinn til þess að taka þátt í
keppninni undanfarin ár, þrátt fyrir
sigra í deildakeppni SÍ. Þess er hins
vegar skemmst að minnast að Hellir
komst í átta liða úrslit í keppninni í
fyrra eftir að hafa sigrað alla and-
stæðinga sína í undankeppninni.
Það kann að koma sumum á óvart
að tveimur liðum frá íslandi skuii
leyft að taka þátt í Evrópukeppn-
inni. Þetta er hins vegar í samræmi
við reglur keppninnar. Samkvæmt
þeim eiga tvö efstu liðin í deilda-
keppni hvers lands rétt til þátttöku.
Jafnvel getur liðið í þriðja sæti sótt
um þátttöku en það ræðst þá af
styrkleika þess hvort það fær að
vera með.
Jón Viktor sigrar
á helgarskákmóti
Taflfélag Reykjavíkur stóð fyrir
helgarskákmóti dagana 4.-6. sept-
ember. Tefldar voru þrjár atskákir
á föstudagskvöldið og síðan fjórar
kappskákir um helgina. Keppnin
var afar jöfn og spennandi, enda fór
svo að þrir skákmenn deildu efsta
sætinu: Jón Viktor Gunnarsson,
Sigurbjörn Björnsson og Sigurður
Daði Sigfússon. Jón Viktor var efst-
ur þeirra þriggja á stigum. Urslit
urðu annars sem hér segir:
1. Jón Viktor Gunnarsson 5/2 v.
2. Sigurbjörn Björnsson 5)4 v.
3. Sigurður Daði Sigfússon 5‘/2 v.
4. Bergsteinn Einarsson 5 v.
5. -7. Matthías Kjeld , Jón Árni
Halldórsson og Arnar E. Gunnars-
son 414 v.
8.-11. Arngrímur Gunnhallsson,
Valdimar Leifsson, Bjarni Magnús-
son, Gústaf Smári Björnsson 4 v.
12.-14. Guðmundur Kjartansson,
Sigurjón Kjærnested og Ólafur
Gauti Ólafsson 314 v.
Þátttakendur voru 24 og skák-
stjórn var í höndum Ólafs H. Ólafs-
sonar, Ólafs S. Ásgrímssonar og
Ríkharðs Sveinssonar.
íslandsmótið
í atskák
Dagana 12. og 13. september nk.
verða haldnar undanrásir vegna ís-
landsmótsins í atskák 1999. Teflt
verður í Reykjavík, Akureyri og á
Vestfjörðum. í Reykjavík verður
teflt laugardaginn 12. september og
sunnudaginn 13. september. Taflið
hefst klukkan 13 báða dagana. Teflt
verður í Faxafeni 12.
Mótshaldarar á Akureyri og Vest-
fjörðum munu auglýsa tímasetning-
ar á sínum mótum.
Þátttökugjald er 1.500 kr. en 800
kr. fyrir unglinga 15 ára og yngri.
Verðlaunasjóðurinn í Reykjavík
verður 30.000 kr. en ákvörðun um
verðlaun á Akureyri og á Vestijörð^.
um er í höndum mótshaldai’a.
Unglingastarf Hellis hafið
Unglingaæfingar Hellis eru hafn-
ar og verða á hverjum mánudegi kl.
17.15 í vetur. Allir nemendur á
grunnskólaaldri velkomnir! Eina
þátttökuskilyrðið er að kunna mann-
ganginn. Ekkert þátttökugjald. Um-
sjónarmaður unglingastarfs Hellis
er Vigfús Óðinn Vigfússon.
Hellir mun, þegar líður á vetur-
inn, bjóða félagsmönnum upp á
skákkennslu. Þátttökugjald fyrir
veturinn er innifalið í félagsgjald*-
inu, sem er aðeins 1.000 ki’. Davíð
Ólafsson, FIDE-meistari og kenn-
ari við Skákskóla íslands, mun ann-
ast kennsluna. Form skákkennsl-
unnar verður kynnt síðar á ung-
lingaæfingum Hellis, með dreifi-
bréfum og á heimasíðu Hellis:
www.simnet.is/hellir.
Kasparov teflir við Timman
Nú stendur yfir sex skáka einvígi
milli þeirra Garrys Kasparovs og
Jans Timmans. Teflt er í Prag og
einvíginu lýkur 13. september. Ka-
sparov hafði hvitt í fyrstu skákinni
sem lauk með jafntefli. Kasparov
náði svo að sigra í annarri skákinni
og er staðan því 114-14 Kasparov r- —
vil. Tímamörkin í skákunum eru 2
klst. fyrir 40 leiki, síðan 1 klst. fyrir
20 leiki og að lokum 30 mínútur til að
Ijúka skákinni.
N or ðurlandamót
barnaskólasveita
Norðurlandamót barnaskólasveita
fór fram 28.-30. ágúst 1998. Mela-
skóli tók þátt í mótinu fyrir íslands
hönd og hafnaði í 2. sæti með 1114
vinning af 20 mögulegum. Danska
sveitin sigraði, fékk 1414 vinning.
Fyrir Melaskóla tefldu: 1. Dagur
Arngrímsson 3W5 v., 2. Davíð
Berndsen l/5v., 3. Viðar Berndsen
3/5v., 4. Þorvaldur Kárason 4/5 v. og
Aron Sigurðsson varamaður tefldi
enga skák að þessu sinni. Liðsstjóri
og fararstjóri var Arngrímur Gunn-
hallsson.
Daði Örn Jónsson
Margeir Pétursson
Kasparov
í kreppu
Uppboð
FUNDm^ANNFAGNASUB I SMÁAUGLÝSINGAR
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Suðurgðtu
8, Seyðisfirði, sem hér segir á eftirfarandi eignum:
Austurvegur 30, e.h., Seyðisfirði, þingl. eig. Fjörður ehf., umboðsskrif-
stofa, Árný Sigríður Sveinsdóttir, Arnbjörg Sveinsdóttir og þ/b Garð-
ars Rúnars Sigurgeirssonar, gerðarbeiðendur Landsbanki Islands
hf., lögfrd., Mata ehf. og sýslumaðurinn á Seyðisfirði, fimmtudaginn
17. september 1998 kl. 14.00.
Arstígur 11, Seyðisfirði, þingl. eig. Jón Hilmar Jónsson, gerðarbeið-
andi sýslumaðurinn á Seyðisfirði, fimmtudaginn 17. september 1998
kl. 14.00.
Hafnargata 37, Seyðisfirði, þingl. eig. Fjarðarnet ehf., gerðarbeiðandi
Byggðastofnun, fimmtudaginn 17. september 1998 kl. 14.00.
Hölkná, Skeggjastaðahreppi, þingl. eig. Marteinn Sveinsson, gerðar-
beiðandi Tollstjóraskrifstofa, fimmtudaginn 17. september 1998
kl. 14.00.
Leirubakki 4, Seyðisfirði, þingl. eig. Einar Hólm Guðmundsson og
Jón Guðmundsson, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Seyðisfirði,
fimmtudaginn 17. september 1998 kl. 14.00.
Lóð úr landi Saurbæjar I, Skeggjastaðahreppi, þingl. eig. Sigurjón
Sigurðsson, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins, fimmtudaginn
17. september 1998 kl. 14.00.
Miðás, 1—5 hl., 02-01, Egilsstöðum, þingl. eig. Eikarás ehf., gerðar-
beiðandi sýslumaðurinn á Seyðisfirði, fimmtudaginn 17. september
1998 kl. 14.00.
Miðgarður 3a, Egilsstöðum, þingl. eig. Ágúst Ólafsson, gerðarbeiðandi
Kringlan ehf., fjárfestingarfélag, fimmtudaginn 17. september 1998
kl. 14.00.
Múlavegur 2, Seyðisfirði, þingl. eig. Jóhann Pétur Hansson, gerðar-
beiðendur Byggðastofnun, Byggingarsjóður rikisins, Lífeyrissjóðir
Bankastræti, sýslumaðurinn á Seyðisfirði og Vátryggingafélag Islands
hf., fimmtudaginn 17. september 1998 kl. 14.00.
Sunnuhlíð, ásamt gögnum og gæðum o.fl., Vopnafirði, þingl. eig.
Haukur Georgsson, gerðarbeiðandi Stofnlánadeild landbúnaðarins,
fimmtudaginn 17. september 1998 kl. 14.00.
Útgarður 2, Egilsstöðum, þingl. eig. Vilhjálmur Einarsson, gerðarbeið-
andi Húsasmiðjan hf„ fimmtudaginn 17. september 1998 kl. 14.00.
Sýslumaðurinn á Seyðisfirði,
11. september 1998.
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Málþing
á degi menningarminja
verður haldið í forsal Þjóðminjasafnsins um
gömul hús á íslandi. Dagskráin hefst kl. 13.30
og er miðað við að hvert erindi taki u.þ.b. 30
mínútur í flutningi.
1. Haraldur Helgason, arkitekt við húsverndar-
deild Þjóðminjasafnsins, kynnir húsin í húsa-
safni Þjóðminjasafnsins.
2. Þór Magnússon, þjóðminjavörður, greinir
frá ástæðum þess að safnið tekur hús til
varðveislu.
3. Magnús Skúlason, framkvæmdastjóri Húsa-
friðunarnefndar, fjallar um málefni friðaðra
húsa og um meðferð þeirra.
Mörg hinna 40 húsa í húsasafni Þjóðminja-
safnsins verða opin á tímabilinu 13.30—16.00.
Á meðal þeirra verða Hraunskirkja í Keldudal
við Dýrafjörð, Kirkjuhvammskirkja við
Hvammstanga, Glaumbær í Skagafirði, Laufás
í Eyjafirði, gamla prestssetrið á Sauðanesi á
Langanesi, Burstafell í Vopnafirði, Sómastaðir
við Reyðarfjörð, Hofskirkja í Öræfum, Keldur
á Rangárvöllum, Húsið á Eyrarbakka og Nes-
stofa á Seltjarnarnesi.
Á þessum stöðum verða fróðir menn, er veita
munu upplýsingar um viðkomandi hús og önn-
ur hús safnsins í nágrenninu.
DULSPEKI
Lífsins sýn
Skyggnst úr fortíð inn i nútíð
og framtíð. Tímapantanir i
síma 568 6282.
Ath. breytt símanúmer!
FÉLAGSLÍF
Dagsferðir sunnudaginn
13. september:
Frá BSI kl. 10.30 Skálatindur á
Esju. Gengið frá Meðalfellsvatni
á Skálatind. Komið niður hjá
Mógilsá. Verð 1200/1400
Frá BS( kl. 10.30 Hvalfjarðar-
eyri. Gengið um eyrina og út
með fjöru að Kiðafellsá. Verð
1200/1400.
Spennandi helgarferðir í
september
25.-7. sept. Haustlitaferð i
Bása. Gönguferðir, varðeldur og
fjör. Goðaland i haustlitum. Farar-
stjóri verður Gunnar Hólm Hjálm-
arsson.
■i-
19. —20. sept. Haustferð
jeppa- deildar í Setrið. Farar-
stjóri verður Bjarni Árnason. Ekið
um Kerlingarfjöll i Setrið, skála
4X4-klúbbsins við Hofsjökul.
Dagsferðir alla sunnudaga.
20. sept. Leggjarbrjótur, 27. sept.
Klóarvegur, 4. okt. Búrfell í
Grímsnesi, 11. okt. Gjábakki —
Sog um Drift, 18. okt. Ólafsfjarð-
arvegur, 25. okt. Þyrilsnes. Brott-
för í dagsferðir frá BSf kl. 10.30 á
sunnudögum.
Almenn samkoma i dag kl. 14.00.
Gestapredikari: Eiður Einarsson.
Allir hjartanlega velkomnir.
AU PAIR
f „AIJ PAIR“ Á ÍSLANDI ^
19 ára þýsk stúlka vill gerast „au
pair“ hjá ísl. Qölskyldu frá des./jan.
til júní/júlí. Hef reynslu af bömum
og bílpróf. Vinsamlega skrifið til:
Christin Englert, Liibeck Strafie
14C, 23909 Ratzburg, Þýskalandi.
www.mbl.is