Morgunblaðið - 12.09.1998, Síða 51

Morgunblaðið - 12.09.1998, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1998 51 . FRÉTTIR Kynning á sjávar- nytjum á Miðbakka Skátaþing áÚlf- ljótsvatni SKÁTAR á íslandi halda skátaþing á Ulfljótsvatni helgina 18.-20. september. A skátaþingi verður til umfjöllunar stefn- umörkun Bandalags íslenskra skáta til ársins 2015. Einnig verð- ur kynnt Landsmót skáta sem verður haldið á Ulfljótsvatni sum- arið 1999. Meðal þeiira markmiða sem skátar setja sér á næstu árum er að: styrkja almennt skátastarf, efla þátttöku fullorðinna í skáta- starfi, bæta stjórnsýslu skátafélaganna, auka kynningu á skátahreyfíngunni, skerpa efnis- lega umgjörð skátastarfsins, draga betur fram uppeldishlutverk skátahreyfingarinnar og efla áhuga skáta á umhverfismálum. Aðrir þættir sem koma inn í stefnumörkunina eru borgaraleg réttindi og skyldur, jafnréttismál og vimuvarnir. Stjórn Bandalags íslenskra skáta leggur meðal ann- ars til að skátar hafni allri neyslu fíkni- og vímuefna, þar með talið tóbaks, í skátastarfi með börnum. Einnig leggur stjórnin til að öll neysla fíkni- og vímuefna verði bönnuð í skátaheimilum, skáta- skálum og skátamótssvæðum. REYKJAVÍKURHÖFN mun á degi hafsins, 12. september, opna sýn- ingu á Miðbakka þar sem kynntar verða helstu sjávarnytjar í hafinu við Island. Um er að ræða sýningu sem samanstendur af 21 mynd með texta. Myndimar kynna lífvemr úr sjó, sem bæði í nútíð og fortíð hafa verið nýttar til manneldis á íslandi. Kynningunni er deilt upp í 3 flokka, þömnga, hryggleysingja og fiska. I kynningunni felst einnig getraun sem áhorfandinn getur tekið þátt í. Með hjálp textans og skuggamyndar af Iífvemnni á þátt- takandinn í getrauninni að geta sér til um hvað lífveran heitir. Áhorfandinn fær í hendur þar til gerðan svarseðil þar sem hann skrifar svörin og skilar síðan svar- seðlinum. Kynningin mun standa yfir í eina viku. Að þeim tíma loknum verður dregið úr réttum lausnum og mun Reykjavíkurhöfn veita þrenn bóka- verðlaun til þeirra sem liafa öll svör rétt. Bókaverðlaunin em nýútkomin bók frá Máli og menn- ingu um sjávamytjar á Islandi. RAGNAR Th. Sigurðsson tók þessa mynd af Ara Trausta Guðmunds- syni og Valdimar Leifssyni þar sem þeir virða fyrir sér dýrabein sem fannst við uppgröftinn á Hofsstöðum í Mývatnssveit. Þeir voru þar Haustnámskeið Skákskóla ís- lands að hefjast KENNSLA í byrjenda- og al- mennum flokkum Skákskóla ís- lands hefst vikuna 21. til 26. sept- ember. Um er að ræða tíu vikna námskeið og er kennt einu sinni í viku í hverjum flokki. Sem fyrr er kennslubók innifalin í námskeiðsgjaldi í öllum flokkum. Skákskóli íslands hefur haldið úti reglulegri kennslu á Selfossi, Hafn- arfirði, Kópavogi og víðar og verð- ur haldið áfram á sömu braut á þessu starfsári. Nánari upplýsing- ar um námskeið á vegum skólans eru veittar alla virka frá kl. 10-13 á skrifstofu skólans í Faxafeni 12. 11 einstak- lingar fá milljón í happdrætti DREGIÐ var hjá Happdrætti Háskólans sl. fimmtudagskvöld. í þessum eina útdrætti fengu 11 ein- staklingar eina milljón króna í vinning hver. Þeir íslendingar sem hafa fengið milljón króna eða meira í Happdrætti Háskólans á árinu eru því orðnir 46 talsins. I fréttatilkynningu segir: „Fleiri viðskiptavinir Happdrættis Háskólans hafa dottið í lukkupott- inn upp á síðkastið því margir stórir vinningar hafa gengið út. T.d. fengu hjón í Hafnarfirði tæp- ar sjö milljónir fyiár tveimur vik- um, Reykvíkingur fékk ríflega fimmtán milljónir og annar fékk 10 milljónir. Enn eru gjöfulustu mánuðirnir eftir hjá Happdrætti Háskólans og því er enn fleiri vinninga að vænta. Næst verður dregið hjá Happ- drætti Háskólans um tæpar 16 milljónir úr Heita pottinum hinn 24. september." ---------------- Hj ólabrettahátíð í Draghálsi BRETTAFÉLAG Reykjavíkur stendur fyrir hjólabrettahátíð í félagsmiðstöðinni Draghálsi 6 laugardaginn 12. september frá kl. 14-17. Ýmislegt verður á dagskránni og má þar nefna alls kyns keppnir og þrautir auk þess sem plötusnúðar munu þeyta skífum. Einnig verður boðið upp á veitingar. Aðgangur er ókeypis. Htímaviön; iiilsuinv.witnedin.ivíiii£* »rogji> Ifl auping mora Blöndunartæki Bffln Eins handfangs blöndunartaeki Mora Mega em lipur og létt í notkun. Fást bæði í handlaugar og eldhús, króm eða króm/gull. Mora sænsk gæðavara. Heildsöludreifing: «STu Smiðjuvegi ILKópavogi SímiB64 1088.fax564 1089 Fæst í bvgQingavömverslunum um land allt. Golfmót Þróttar fer fram sunnudaginn 13. september kl. 10 á Korpúlfsstaðavelli. Lifi Þróttur! staddir vegna upptöku á þættinum Líf í jörð sem fjallar um forn- leifarannsóknir á Islandi. * Islenskar vísindarannsókn- ir og vísindamenn UM þessar mundir vinnur Valdimar Leifsson - Kvikmyndagerð (VLK) að þátttum um íslenskar vísinda- rannsóknir og vísindamenn. Fyrstu þrír þættirnir fjalla um rannsóknir á virkjum lyfjaefnum í íslenskum jurtum með höfuðáherslu á störf dr. Kristínar Ingólfsdóttur um forn- leifarannsóknir með Fornleifa- stofnun Islands í aðalhlutverki og um fjórar íslenska stjörnufræðinga sem vinna m.a. við Norræna stjörnusjónaukann. Efni er tekið víða um land, í Kaupmannahöfn og á Kanaríeyjum. Mun Ríkisútvarpið-Sjónvarp sýna þessa þætti snemma á næsta ári en Rannsóknarráð Islands og Háskóli Islands styrkja þátttagerðina. Vísindaþættina vinnur VLK í samvinnu við sjónvarpsmanninn, rithöfundinn og jarðeðlisfræðinginn Ai-a Trausta Guðmundsson. Málþing rektors Háskóla Islands REKTOR Háskóla íslands boðar til málþings um gagnagrunnsfrum- varpið og mun það m.a. fjalla um eft- irgreind málefni: Hvert er vísindalegt gildi miðlægs gagnagrunns? Um meðferð heilsu- farsupplýsinga; réttindi sjúklinga, hagsmuni þjóðarinnar og rannsókn- amöguleika vísindamanna. Hvað eru ópersónutengdar upplýsingai'? Verða heilsufarsupplýsingai- í fyrirhuguð- um gagnagrunni ópersónutengdar í raun? Ber að leita upplýsts samþykk- is þeirra sem veita upplýsingai- í gagnagi’unninn? Hvemig má tryggja öryggi og leynd heilsufarsupplýsinga í miðlægum gagnagnmni? Hver er best til þess fallinn að setja á laggirn- ar og reka miðlægan gagnagi-unn? Hvernig er unnt að meta verðgildi miðlægs gagnagmnns. A hvaða for- sendum, ef einhverjum, er einkaaf- notaréttur verjanlegur? Málþingið verður haldið helgipa 3.-4. október í hátíðarsal Háskóla ís- lands í Aðalbyggingu og er öllum heimill aðgangur á meðan húsrúm leyfu’. Rektor hyggst í framtíðinni boða til málþings um mál sem ofarlega eru á baugi þegai’ ljóst er að fræði- leg þekking er forsenda málefna- legi-ar umræðu, segir í fréttatilkynn- ingu frá skrifstofu rektors. Föstudagskvöldið 9. október mun hin eina sanna Úrvals-fólks stemmning ráða ríkjum í Súlnasal Hótel Sögu. áHótelS’ótf Þú mátt ekki missa af ... ► Þríréttaður veislumatseöill Rósalind og Svanlaug kitla hláturtaugarnar Lukkupottur - vonandi dettur þú í hann Happdrætti - glæsilegir ferðavinningar Skemmtilegasta fólkið í bænum - þar er Úrvals-fólki rétt lýst Dansað fram á nótt Taktu frá föstudagskvöldið 9. október og skemmtum okkur saman! Ógleymanlegt kvöld á úrvals verði aðeins 2.200 kr. Aðgöngumiðasala og pantanir hjá Rebekku ogValdísi á skrifstofu Úrvals-Útsýnar í Lágmúla 4 og í síma 569 9300. Úrvals-fólk er félagsskapur opinn öllum 60 ára og eldri sem hafa ánægju af ferðalögum og skemmtunum M lÍRVAL-IÍTSÝN Lágmúla 4: sími 569 9300, grœnt númer: 800 6300, Hafnarfirði: sími 565 2366, Keflavík: sími 421 1353, Selfossi: sími 482 1666, Akureyri: sími 462 5000 - og bjá umboðsmönnum um land allt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.