Morgunblaðið - 12.09.1998, Side 54
54 LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Grettir
Ljóska
Ferdinand
Jæja, Sámur, hvemig er lífið í Það fer versnandi. Þeir eru byrjaðir að kalla lína.
skotgröfunum?
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Fjögnr hjörtu
Frá Steingrími St. Th. Sigurðssyni:
ÞAÐ FÆRÐIST blómstrandi líf yf-
ir Akureyri þegar leikendur af
gamla skólanum, þeir Bessi Bjarna-
son, Gunnar Evjólfsson, Rúrik
Haraldsson og Arni Tryggvason,
tróðu upp í skemmtilegum húsa-
kynnum neðst á Oddeyrinni á
Akureyri. Þetta er raunar leikhús -
Renniverkstæði - sem hefur verið
breytt og gefin sál. Það er gott að
koma í þetta hús og
það er gott að njóta
leiklistar þar. Þetta
hús er laust við prjál
og yfírborðsmennsku
en það er engu að síð-
ur geðugt (austfirzkt
hugtak sem merkir að
eitthvað sé manni að
skapi). Renniverk-
stæðið, eins og það
heitir þetta leikhús,
býður upp á frjálsan
anda, sem kom greini-
lega fram í leiksýn-
ingu, sem haldin hefur
verið undanfarið þama og heitir
Fjögur hjörtu. Leikritið er eftir
forvitnilegan höfund, Olaf Jóhann
Olafsson, sem vinstri slagsíðu
gagnrýnendurnir hafa af lífs- og
sálarkröftum reynt að gera lítið úr
með ávirðingum, sem engin rök
hafa verið fyrir. Nú vill svo til, að
þessir fjórir leikendur af gamla
skólanum, sem eru flestir mótaðir
af enskum leikskóla, minna á leik í
brezkum kvikmyndum, sem fram-
leiddar voru af J. Ai'thur Rank upp
úr styrjöldinni seinni. Þessir leikar-
ar voru hver öðrum betri og athygl-
isverðari. Líklega hafa þarna verið
einhver Stanislavskíj-áhi'if að verki.
Ekki vil ég gera upp á milli leikend-
anna. Þeir eru allir skemmtilegir,
hver á sinn hátt, og engin ellimörk
sjáanleg. Leikur þeirra er hlaðinn
lífsorku og tilfinningaauði, þannig
að hver mínúta er skemmtileg. Það
er viss spenna í ieikritinu og maður
skemmtir sér. Ég hef ekki unað
mér jafnvel í leikhúsi undanfarin
tuttugu ár eins og þarna á Renni-
verkstæðinu á Akureyri. Maður
nokkur úr Hafnarfirði, sem rekið
hefur veitingastað við hliðina á
Renniverkstæðinu, hefur beitt sér
af hugsjón fyrir lifandi leikhúslífi
þarna neðst á Tanganum á Akur-
eyri. Mig langar aðeins til að minn-
ast á Gunnar Eyjólfsson, sem er
ákaflega lífsreyndur leikari, eins og
þeir hinir, og það merkilega við
hann og einnig hina, er að þeir eru
að ég hygg betri leikendur en áður.
Það er sagt um gamla jazzleikara
frá New Orleans, að þeir spili
jazzlögin ekki síður á níræðisaldri,
heldur en þegar þeir voru á þrí-
tugs- eða fertugsaldri.
Leiksýningamar á Akureyri
verða nokkrar í viðbót þarna á
Renniverkstæðinu. Þetta er for-
dæmi, sem lyftir andlegu lífi í land-
inu og leiðir til eðlilegs menningar-
lífs, en ekki tilgerðar sem tíðkast í
gervilistaheiminum á íslandi. Heill
sé höfundi leikritsins er skrifar leik-
rit, sem manni dettur í hug að séu
ekki síðri en leikrit eftir Bernhard
Shaw og jafnvel Oscar Wilde, hvað
fyndni og andríki varðar, eða þetta
sem Bretinn kallar „wit“. Þessi
Olafur Jóhann virðist engan hafa
stælt, en hann er bæði smekklegur
og skemmtilegur og síðast en ekki
sízt ber að þakka Gaflaranum unga,
sem af hugsjónaeldi hefur lyft
Grettistaki í leiklist á Akureyri.
Akureyri á langa hefð í leiklist. Ber
þar að nefna Soffíu Guðlaugsdóttur,
Harald Björnsson, Jón Norðfjörð
og síðast en ekki sízt Ágúst Kvaran,
þann aristókrat, sem var á heims-
mælikvarða.
STEINGRÍMUR ST.TH.
SIGURÐSSON,
listamaður.
BESSI Bjarnason, Gunnar Eyjólfsson, Rúrik
Haraldsson og Árni Tryggvason í hlutverkum
sínum í fjórum hjörtum.
Svar til Hildar Ölafsdótt-
> *
ur og Olafar Oladóttur
Frá Ólafi Laufdal:
í MORGUNBLAÐINU 10. septem-
ber þar sem þið kvartið yfir „troðn-
ingi á Broadway", vill undirritaður
taka fram eftirfarandi:
I fyrsta lagi leiðrétta að hljóm-
sveitin var með miðasöluna á um-
ræddan dansleik og rann aðgangs-
eyrir til hennar en ekki Broadway,
svo fullyrðing ykkar um „græðgi"
forráðamanna veitingahússins á
engan veginn við.
Seldir voru 2.000 miðar á dans-
leikinn, en húsið hefur leyfi fyi-ir
2.155 gestum, svo ekki var verið að
„yfirfylla" staðinn nú frekar en
endranær, en geta má þess að á
dansleik sem þessum eru viss svæði
í húsinu svo til tóm þar sem gestir
safnast allir saman á og við dans-
gólf, svo að stíflur myndast óhjá-
kvæmilega þar.
Dansleikurinn var frá miðnætti
til kl. 3 og þegar slíkur fjöldi gesta
yfirgefur staðinn nánast samtímis,
gefur auga leið að ekki er mögulegt
að afgreiða yfirhafnir án þess að
troðningur myndist við fatahengið,
þegar gestir vitja yfirhafna sinna.
Broadway er þekkt fyrir snyrti-
legt og vandað yfirbragð og kapp-
kostar að skapa gestum sínum sem
notalegast umhverfi, en í vissum
tilfellum sem þessu, má sjá af of-
anskráðu að erfitt getur verið um
vik.
ÓLAFUR LAUFDAL.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.